Alþýðublaðið - 08.03.1978, Síða 9

Alþýðublaðið - 08.03.1978, Síða 9
eggT Miðvikudagur 8. marz Í978 Á hvaða leið..? III. Lengi býr að fyrstu gerð í sjálfu sér er það ekki nýtt, að unga kynslóðin verði fyrir álasi frá þeim eldri. A hinn bóginn mætti eldri kynslóðin ærið oft leggja fyrir sig þá spurningu, hvort fordæmi hennar sé i öllu laust við að vera ámælisvert. Það mun hafið yfir allan efa, að sérhvert foreldri óski ekki annars frekar en að börn þeirra verði heiðarlegt fólk og sjálfu sér nógt, þegar það kemst til vits, ára og þroska. Annað mál er, hvort fullorðna fólkið gætir þess nógsamlega, að umgengni þess við börnin sé á þann veg, að stuðli að þvi, að þessir eðliskostir eflist. Timaleysi er oft við borið, ef eitthvaðgengur Urskeiðis og sitt hvað fleira er talið til réttlæt- ingar. En hvað sem þvi og mis- jafnlega hagstæðum aðstæðum liður, mætti þó hver og einn uppalandi minnast þess, að smekkurinn, sem kemst i ker, keiminn lengi eftir ber. öll natni við að innræta sæmi- lega siði og þar með talinn heiðarleik er aldrei nauðsyn- legri en einmitt á fyrstu árum oarnsins. Og þá er hlutverk mæðranna þvi stærra sem þær eru að öllum jafnaði i nánari daglegum tengslum við barnið en feðurnir. En hversu oft verðum við ekki vör við það, t.d. i sölubúðum, að mæðurnar láti undan heimtu- frekju krakkanna um sælgæti — kaupi þau á þann hátt til að þegja? Hætt er við að slik undanláts- semi, sem i sjálfu sér kann að vera.smávægileg i flestra aug- um, leiði til þess að grunnfesta það i vitund barnsins, að ef það sýni nógu taumlausa frekju, fái það vilja sinum framgengt. Eigingirni er vist öllum i blóð borin, og þvi betur sem hún er nærð á hóflausri kröfugerð, sem undan er látið meðan barnið er milli vita, þvi rikari þáttur er hún likleg til að verða eftir þvi, sem árin liða. Verra er þó, að við hefur borið fyrirminum og annarra augum, að fólk umgangist sannleikann ærið ógætilega i viðurvist barna sinna, t.d. þegar skrökvað er til um aldur þeirra, til þess að sleppa við gjald i strætisvagni! Sjálfur hefi ég horft á veslings börnin reka upp stór augu við slika aldursgreiningu, þó þau olönduðu sér ekki i málið og fleiri hafa sömu sögu að segja, sem ég hefi rætt við! Þetta kann að þykja litilvægt. en þá liggur einnig fyrir, að á mjóum þvengjum læra hundarnir oft að stela. Eflaust má eins búast við, að barninu þyki þetta „sniðugt” að geta á þennan hátt platað náungann! Og hér er um að ræða gerðir fólks, sem það litur upp til. Hver er kominn til að segja, að hér sé ekki lagður grunnur að t.d. búðarhnupli siðar eða annarri óreiðu? Sérhverjum er þörf heilbrigðs aga og aðhalds i uppvexti. Þar verða heimilin til aö koma með fullri aðgæzlu. Þvi miður hefi ég alltof mörg dæmi um misbresti á þessu úr minu starfi. Sá var siður i min- um skóla, að nemendur fóru úr ' útiskóm i anddyri og þar voru og eru möguleikar til að raða þeim upp skipulega. Þar gengu unglingar um hundruðum sam- an, sem komu og fóru á ýmsum timum, svo skólinn hafði enga möguleika til að fylgjast með hvers var hvað. Alltof oft bar það við, að nýlegir skór eða stigvél hurfu og eftir voru skilin skóplögg nær útslitin. Sjaldan var unnt að rekja þessar slóðir þó við bæri. En það var mér og öðrum hlutaðeigandi vissulega ráðgáta að heimili þeirra unglinga, sem þarna voru sekir, skyldu ekki veita þvi athygli, að hér var ekki allt með felldu. Fjarri er mér að halda, að þessi óreiða hafi ætið verið á vitorði heimilisins, en eflaust þó ýmissa. Hjá hinum er trúlegt, að landlægt hafi verið að láta hlutina ganga einhvern gang án athugasemda. Það ber þeim hinum sömu auðvitað ekki fagurt vitni og niðurstaðan kann að verða svipuð i öllum tilfell- um. Atvikin, og þar með taldar hinar sérkennilegu aðstæður á vinnumarkaðnum, hafa hagað þvi svo, að sifellt er sá hópur barna og unglinga á skólaaldri, sem á við það böl að striða, að koma frá vinnu sinni að tómum kofunum — lyklabörnin svoköll- uðu — og þessi börn og ungling- ar eiga þvi miður fá einhverra góðra kosta völ. Hér er um að ræða alvarlegan þverbrest i uppeldismálum okkar, sem bitnar á þeim harðast sem sizt skyldi. Gatan verður þvi oftlega næstum hið eina athvarf, sem börnin og unglingarnir eiga völ á. Þarflaust er að hafa uppi langar eða margar getgátur um áhrifin af uppeldi götunnar, sem oft og einatt birtist i taumlitlu sjálfræði óþroskaðs fólks og loðir svo við fram eftir aldri. Hér má þvi við bæta, að þar er vitanlega misjafn sauður i mörgu fé. Varla er unnt að áfellast börn og unglinga fyrir, að þeim er svosem mörgum öðrum, hægara að laðast að illum fordæmum. Allskonar tizku- fyrirbæri eiga hér sinn þátt i. Bitlaæðið, sem tröllreið hugarheimi ungs fólks á sinum tima og áorkaði þvi, að það þótti mest við hæfi að lita út eins og ræflar rifnir upp úr svelli um klæðaburð og annað ytra útlit, sýndi greinilega vald og áhrifa- 'mátt i að apast að lélegu framferði, ef það þótti „móðins”! Þó hér hafi nokkuð úr rætzt, situr samt eftir allskonar smekkleysi, t.d. i þeirri túlkun dægurlaga, sem ungt fólk enn virðist aðhyllast. Þar fer viða saman ömurlegasta smekkleysi i textavali og sannkallaðri „graðhestatónlist”! ,,Skáldgáfan”(?) er svo beygð undir flatrimað sull af erlendu bergi brotið, sem reynt er að punta upp á með kynórum af alloft soralegu tagi. Þáttur rikisútvarpsins i þessu hvorki á, né má gleymast sem viti til varnaðar. Oddur A. Sigurjónsson í HREINSKILNI SAGT Indira kerlingin Gandhi gerir það ekki endasleppt. Mánuðum saman var hún i forsæti i rikis- stjórn Indlands og beitti sér þá fyrir þvi að taka að miklu leyti úr sambandi borgaralegt lýðræði i landinu. Fasisk ógnarstjórn rikti ogandstæðingar stjórnvalda voru handteknir unnvörpum og gerðir óvirkir i stjórnmálabaráttunni. A þessu féll frúin, en nú berast þær einkennilegu fréttir frá Indlandi að hún sé á ný komin tíl áhrifa eftir að hafa leitt sinn arm Kon- gressflokksins til sigurs i fylkis- kosningum um helgina 25.-26. febrúar. Margir kjósendur hafa þvi greinilega ennþá taugar til Gandhi og þetta „come-back” hennar er hálfgert reiðarslag fyr- ir andstæðinga hennar innan Kongressflokksins, svo og Jan- ata-bandalagið undir forystu Morarji Desai, sem nú fer með stjórn á Indlandi. Stjórn Desais hefur bætt mikið úr ástandinu á Indlandi — a.m.k. á ytra borði. Þar er nú ekki hin botnlausa pólitiska ringulreið sem einkenndi siðasta stjórnar- skeið Indiru Gandhi og frumlýð- réttindi eru frekar virt en áður. En stjórnkerfi Indlands er hreint ekki til að hrópa húrra fyrir og margir velta þvi fyrir sér hvernig það fái staðizt á sama tima og þörfin fyrir umbætur er eins knýjandi og raun ber vitni. Hvað veldur? Er það rótgróin forlaga- trú? Er það trúin, sem er ópium fyrir fólkið? Er það eitthvað ann- að? Kommúnistar og aðrir and- stæðingar kerfisins hafa reynt að sprengja ramma stjórnkerfisins. En flokkar byltingarsinna og annarra meira hægfara kerfis- andstæðinga eru sundraðir. Verkalýðshreyfingin er hins veg- ar drifandi afl i baráttunni fyrir betri tilveru. Hún er samt sundr- Indira Gandhi ekki úr leik í bili: Margir hata hana og allir tala um hana A hverju áttir þú von? Mjallhvlt? Indira Gandhi teiknuð sem galdrakerling með freistandi epii I höndunum. Teikningin er úr bók sem nýlega kom út á Indlandi, „The press she could not whip”. uð innbyrðis, meðlimafjöldinn lit- ill og einn af leiðtogum hennar, sósialistinn George Fernandes, sem kemur úr röðum járniðnað- armanna, er ráðherra i Janata- stjórninni. Janata-bandalagið er skritin samsuða ólikra afla, últra-hægri manna, dulspekinga, heimspek- inga, skottulækna — að þvi er sumir segja, og ihaldsmanna og sósialdemókrata. Þetta er aflið sem reynir nú að hressa upp á stjórnmála- og efnahagslif Ind- lands og á innbyrðis i mun meiri erfiðleikum en stjórn Indiru Gandhi. Fáir spá Janata-stjórn- inni mörgum lífdögum i viðbót. Þráttfyrir það lýsti fjármálaráð- herrann, H.M. Patel, þvi yfir að samstarfið i stjórninni gengi „furðulega vel”. Ónýtt lýðræði Kongressflokkurinn sat I stjórn i 30 ár. — Kongressflokkurinn er sósialiskur flokkur, segir Indira Gandhi. En hún fær þvi auðvitað ekki leynt að margir af fyrri og núverandi samstarfsmönnum hennar hafa dálitið sérstæðar hugmyndir um það hvað sósial- ismi er. Hneykslismál og svik einkenndu stjórnarferil hennar. Hvað eftir annað hrikti i stoðum stjórnar hennar, að lokum var þeim kippt undan og spilaborgin hrundi. Á endanum varð það svo Indirasjálf sem olli þvi að flokk- urinn rifnaði að endilöngu i tvær fylkingar. A síðasta skeiði stjórnar Indiru Gandhi blómstraði efnahagur rikisins (en ekki efnahagur al- þýðunnar að sama skapi!) Gjald- eyrisstaðan var landinu hagstæð en gjaldið fyrir peningana var fasismi. Pólitiskir andstæðingar, frjálslyndir blaðamenn og margt fleira fólk var unnvörpum sett i fangelsi. Margir lentu i þeirri gryfju að rekja fasiskt stjórnar- farið til konunnarlndiru Gandhi, þ.e. að slá þvi föstu að „kvenleg grimmd” væri orsökin fyrir stjórnarfarinu! Þess vegna hefur hatur á konum blómstrað meðal margra karlmanna (og raunar kvenfólks ekki siður). Jan- ata-stjórnin hefur lappað upp á lýðræðið á Indlandi og reyndi að setja Gandhi og nánustu sam- starfsmenn hénnar i pólitiskan gapastokk. Fn efnahagskúrfan er á hraðri n ðurleið og brauð- skammtarnii til alþýðu minnk- uðu, en sérstaklega menntafólk fagnar ytri merkjum aukinna lýðrettinda, t.d. tjáningarfrelsi. — Við höfum lærteitt.ogþað er að tjáningarfrelsið er ekki sjálf- sagður hlutur. Við vitum ekki hve lengi við komum til með að njóta þess, ai við munum nota okkur það eins lengi og við getum, segir Romesh Thapar, einn frægasti blaðamaður Indverja, en hann sat i fangelsi i stjórnartið frú Gandhi. Óskýrðir hlutir Hvað skerðing lýöréttinda þýddi fyrir Kongressflokkinn hef- Framhald á 10. siöu Litrik veggblöð eru notuð I bar- áttunni fyrir takmörkun barn- eigna — en nú er fólk ekki leng- ur gert ófrjótt með valdi. © Skartgripir jloll.mms Í.ril690ll l.uitt.iucai 30 SB'cmi 10 200 duoa Síðumúla 23 /ími «4200 Steýpustúdin tif Skrifstofan 33600 Afgreiðslan 36470 Loftpressur og traktorsgröfur til leigu. Véltœkni h/f Sími ó daginn 84911 ó kvöldin 27-9-24

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.