Alþýðublaðið - 19.03.1978, Side 1

Alþýðublaðið - 19.03.1978, Side 1
alþýöu- blaðió SUNNUDAGUR 19. MARZ1978 5/. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. S* Afmælisnefnd Styrktarfélags Vangefinna: talift frá vinstri: Gréta Bachmann, Hörður Sigþórsson, Hrefna Haraldsdóttir, Halldóra Sigurgeirsdóttir formaður, Tómas Sturlaugsson. „Viljinn í verki” — Málefni vangefinna á íslandi kynnt „Viljinn í verki" nefnist sýning sem opnuð verður í dag klukkan 17 að Kjar- valsstöðum. Sýning þessi er haldin í tilefni 20 ára af- mælis Styrktarfélags van- gefinna i Reykjavík, en það var stofnað 23. marz 1958 og var fyrsta félag sem stofnað var til styrkt- ar vangefnum í landinu. Höfuðmarkmið sýningarinnar er að kynna málefni vangefinna á Islandi og upplýsa almenning um stöðu þessa hóps i þjóðfélaginu. Með sýningunni er leitast við að 'sýna þróun i málefnum vangef- inna i máli og myndum, en allir sýningarmunir eru unnir af vang- éfnum. Að sýningunni standa öll heim- ili vangefinna i landinu, svo og Oskjuhliðarskóli, broskaþjálfa- skóli tslands og Landssamtökin Þroskahjálp. Sýningin „Viljinnn i verki” verður opinn til 27. marz og er sýningartimi frá 2—10 alla daga, nema páskadag, en þá opnar sýningin klukkan þrjú. Sýningin verður ekki opin á föstudaginn langa. A sýningunni verða kynntar bækur um málefni vangefinna auk þess sem sýndar verða kvik- myndir, bæði innlendar og er- lendar. Þá verður á hverju kvöldi sérstök dagskrá i tengslum við sýninguna þar sem ýmsir lista- menn munu koma fram. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á að Þroskaþjálfaskóli islands mun kynna starfsemi sýna með brúðu- leikhúsi, sem komið hefur verið upp á sýningarstaðnum. Gefin hefur verið út vönduð sýningarskrá, þar sem starfsemi vitheimilinna er kynnt i máli og myndum. Bækling þennan hefur Afmælisnefnd Styrktarfélags vangefinna látið taka saman en þessi nefnd hefur haft það verk- efni að undirbúa sýninguna. Veigamikil reglugerð numin úr gildi á fyrsta degi í sýningarskránni er meðal efn- is að finna grein sem ber yfir- skriftina „Um kennslu og fram- kvæmd fræðslulaga á heimilum fyrir vangefna.” Alþýðublaðið sér ástæðu til að birta grein þessa i heild sinni: ,,A s.l. ári var með heimild i grunnskölalögunum gefin út af Menntamálaráðuneytinu reglu- gerð, er fjallar um kennslu þroskaheftra og fjölfatlaðra nem- enda. Þar er meðal annars á- kvæði um kennslu á heimilum og stofnunum fyrir vangefna. Skólar þar eru nefndir Þjálfunarskólar og er i reglugerðinni gert ráð fyr- ir, að rikissjóður (Menntamála- ráðuneytið) greiði allan þann kostnað, sem af kennslunni leiðir s.s. laun kennara, rekstur hús- næðis o.s.frv. Kennarafjöldi mið- ast við fjölda nemenda á aldrin- um 6—18 ára og skal hver nem- andi njóta kennslu er nemur 5 vikustundum. Skv. þvi getur einn kennari annað 5—6 nemendum. Rikissjóður greiðir að mestu leyti laun kennara á vist- og dag- heimilum fyrir vangefna, en þátt: taka rikissjóðs i öðrum kostnaði við skólahaldið er engin, þrátt fyrir skýr ákvæði þar um i nefndri reglugerð. Menntamála- ráðuneytið hefur ekki fengist til að greiða þennan kostnað og vitn- ar þeirri ákvörðun til stuðnings i 24. gr. reglugerðarinnar um sér- kennslu, en þar segir svo: ,,um framkvæmd reglugerðarinnar fer eftir þvi sem fé er veitt á fjárlðg- um”. Það vekur óneitanlega furðu, að veigamikil reglugerð skuli nánast numin úr gildi á útgáfu- degi með sliku ákvæði, sem hér er vitnað til. Þegar heilbrigðir nemendur eiga i hlut er ekki spurt, hvort sérstök fjárveiting sé fyrir hendi, er fjölga þarf kennurum vegna aukins fjölda nemenda. I slikum tilvikum ræður sá kennslustunda- fjöldi, sem nemendur eiga rétt á, lögum samkvæmt. Þessu er hins vegar ekki til að dreifa þegar vangefnir einstakl- ingar eiga i hlut. Þá er spurt um heimild á fjárlögum. Að lokum viljum við undir- strika eftirfarandi: 1. Stjórnir heimilanna hafa lagt skólum til húsnæði, án þess að Menntamálaráðuneytið hafi nokkurn kostnað haft af bygg- ingum þeirra. 2. Fyrir þetta húsnæði hefur eng- in leiga verið greidd. 3. Menntamálaráðuneytið hefur heldur ekki tekið þátt i rekstri skólahúsnæðis s.s. kostnaði við upphitun, lýsingu og ræstingu. 4. Ráðuneytið hefur ekki lagt skólum þessum til kennslu- gögn, kennslutæki eða húsbún- að. Allir þeir kostnaðarliðir, sem hér hafa verið nefndir, hafa verið greiddir af rekstursfé heimil- anna, fé sem i raun er ætlað til annarra þátta i starfsemi þeirra. Af þeirri ástæðu hafa stjórnir einstakra heimila (Sólborg) séð sig tilneydda til að lýsa þvi yfir, að hún muni ekki standa að rekstri skóla að óbreyttum afi- stæðum. Framtið skólahalds að Sólborg er þvi i höndum Mennta- málaráðuneytisins. Sólborg er fyrsta heimilið, sem tekur slika ákvörðun. Ef áfram heldur, sem hingað til, er viðbúið að fleiri heimili taki sömu á- kvörðun.” Sú spurning vaknar óneitan- lega við lestur þessa pistils hvort fyrirsjáanlegt sé að skilningsleysi stjórnvalda á málefnum vangef- inna ætli nú loks að bera þann á- vöxt að skólahald þessa hóps leggist niöur. —GEK Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari blaðsins ATA I gær, en þá stóð undirbúningur sýningarinnar I hámarki. 0111 undirbúnings- vinna er unnin af vinum og vandamönnum (þ.á.m. starfsfólki vist- heimilanna) i sjálfboðavinnu. í ■ '*< t v s ' - 4 - t fí j M

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.