Alþýðublaðið - 19.03.1978, Qupperneq 2
Sunnudagur 19. marz 1978
alþýóu'
blaðió
Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös-
son. Aðsetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, sfmi 81866. Kvöldsfmi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverö 1500 krónúr á mánuöi og 80 krónur i lausasölu.
Þingf lokkurinn og Þjódviljinn
Nú líður senn að lokum
þessa þings, sem er síð-
asta þing kjörtímabilsins.
Athygli hefur jafnan
beinzt nokkuð að þing-
haldi í lok kjörtímabils.
Ýmsir voru farnir að
gera því skóna, að rikis-
stjórnin mundi vilja láta
kjósa til þings fyrir sveit-
arstjórnarkosningar,
einkum og sérstaklega í
því skyni að forða borg-
arstjórnarmeirihlutanum
í Reykjavík frá því að
gjalda óvinsælda rikis-
stjórnarinnar. Nú virðist
hins vegar allt benda til
þess, að kosið verði á
reglulegum tíma, bæði til
sveitastjórna og Alþingis.
Ekki verður sagt, að
neitt merkilegt hafi gerzt
á þessu þingi, að frá-
taldri lagasetningunni
um launamál, en kjarni
hennar var sá, að ríkis-
stjórnin taldi sig þrem
mánuðum áður hafa gert
ábyrgðarlausa og ófram-
kvæmanlega samninga
við alla starfsmann sína.
Svo skjót sinnaskipti í
jafnmikilvægu máli hafa
aldrei áður gerzt á stjórn-
arheimili. Ekki verður
því trúað, að ríkisstjórnin
hefði skrifað undir samn-
ingana við opinbera
starfsmenn, ef henni
hefði þá verið f ullljóst, að
þeir væru óframkvæm-
anlegir. En þegar hún
komst að því, þrem mán-
uðum seinna, hversu
hraparlega henni hafði
skjátlazt, hefði hún
fremur áttaðsegja af sér
og láta kjósendur velja
nýtt Alþingi, sem síðan
gerði nauðsynlegar ráð-
stafanir, en að gera það,
sem hún gerði: Að opin-
bera mistök sín og halda í
völdin.
Að þessum atburðum
frátöldum er þetta þing-
hald athyglisverðast fyr-
ir það, sem ekki hefur
gerzt. Þrjú dæmi skuiu
nefnd í því sambandi.
Ríkisstjórnin hefur ekki
lagt fram frumvarp til
nýrra skattalaga. Þjóðin
býr enn við vitlausustu
skattalög, sem nokkurn
tíma hafa verið sett á (s-
landi, en það eru lögin,
sem sett voru, ílla undir-
búin og í flýti, á dögum
vinstri stjórnarinnar. Þá
vantaði ekki, að þing-
flokkur Sjálfstæðis-
flokksins hefði fullan
skilning á galla þessara
iaga, enda gagnrýndi
hann þau óspart, ásamt
Alþýðuf lokknum, sem þá
var einnig í stjórnarand-
stöðu. Það var þess vegna
í fyllsta máta eðlilegt, að
ríkisstjórnin héti því í
málefnasamningi sínum,
að endurskoða skattalög-
in. Hún lagði og fram
frumvarp að nýjum
skattalögum á síðasta
þingi. En allt fór upp í
loft í stjórnarflokkunum í
því máli, eins og f leirum.
Frumvarpið dagaði uppi,
og ekkert frumvarp hef-
ur verið sýnt á þessu
þingi. Kjörtímabil inu
mun því Ijúka, án þess að
eitt mikilvægasta loforð
stjórnarsáttmálans hafi
verið efnt.
I' stjórnarsáttmálunum
var því einnig lofað að
endurskoða hina úreltu
verðlagslöggjöf og bera
fram frumvarp um sam-
keppnishömlur og verð-
lagseftirlit, að efni til
væntanlega svipað og
frumvarp það, sem við-
reisnarstjórnin bar fram
á sínum tíma, og
samþykkt var í neðri
deild, en fellt í efri deild.
Slíkt frumvarp hefur
ekki enn séð dagsins Ijós
á Alþingi. Það kann að
eiga sér eðlilega skýr-
ingu. Sá, sem flytja ætti
frumvarpið, viðskipta-
ráðherrann, er nefnilega
einmitt sá hinn sami, sem
lengst og mesttalaði gegn
f rumvarpinu í ef ri deild á
sinum tíma. Segja má, að
það sé von, að hann langi
ekki til þess að heyra les-
in yfir sér nú öll hald-
lausu rökin, sem hann á
sinum tíma bar fram
gegn frumvarpinu. Þetta
er mannlegt, en ekki stór-
mannlegt. Og í því felast
svik á stjórnarsáttmálan-
um, eitt af mörgum dæm-
um um dugleysi ríkis-
stjórnar, sem Sjálfstæð-
isflokkug og Framsókn-
arflokkur standa að.
Þá eru störf þingflokks
Alþýðubandalagsins á
þessu þingi ekki sízt
athyglisverð. Otalin eru
þau skipti, sem hann hef-
ur flutt tillögu um upp-
sögn varnarsamningsins
við Bandaríkin og úrsögn
úr Atlantshafsbandalag-
inu, ekki hvað sízt, þegar
kosningar hafa nálgast.
Hefur verið að öllu leyti
eðlilegt, að þingflokkur-
inn undirstrikaði með
slikum hætti stefnu sína í
utanríkismálum, en hann
einn hefur aðhyllzt slíka
stefnu, að undanskildum
Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna, sem nú
eru í andarslitrunum.
Þjóðviljinn hefur og ekki
legið á liði sínu við að
kynna þá stefnu sína, að
segja eigi upp varnar-
samningnum og hverfa
úr NATO. Enþingf lokkur-
inn bærir ekki á sér.
Þingiðer næstum búið, og
engin tillaga hefur sézt
frá þingflokki Alþýðu-
bandalagsins um þetta
efni. Menn hafa af eðli-
legum ástæðum verið að
velta þvi fyrir sér, hverju
þetta sæti. Er ástæðan
kannske sú, að þingf lokk-
ur Alþýðubandalagsins sé
loksins núna farinn að
sjá, að barátta fyrir upp-
sögn varnarsamningsins
og brottför úr NATO eigi
engan verulegan hljóm-
grunn meðal þjóðarinnar
og að það væri baggi, að
ganga til kosninga undir
jafnúreltu og óvinsælu
merki? Gæti verið, að
þingflokknum sé ósárt
um, þótt Þjóðviljinn
heimski sig á ofstækis-
fuilum áróðri, sem lítinn
hljómgrunn á? Eða er
skýringin á hinn bóginn
sú, að þingf lokkurinn er
dauður úr öllum æðum,
ýmist skipaður þreyttum
mönnum eða áhugalitlum
og í öllu falli ekki hug-
myndaríkum? Það er von
að spurt sé.
GÞG
Ljósmæðraskóla ísland
Samkvæmt venju hefst kennsla i skólan-
um hinn 1. október n.k.
Inntökuskilyrði:
Umskjendur skulu ekki vera yngri en 20
áraog ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja
nám. Undirbúningsmenntun skal vera
gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf.
Krafist er góðrar andlegrar og likamlegr-
ar heilbrigði. Heilbrigðisástand verður
nánar athugað i skólanum.
Eiginhandarumsókn sendist skólastjóra
skólans i Kvennadeild Landsspitalans fyr-
ir 1. júni 1978. Umsókn skal fylgja læknis-
vottorð um andlega og likamlega heil-
brigði, aldurvottorð og löggilt eftirrit
prófa. Umsækjendur eru beðnir að skrifa
greinilegt heimilisfang á umsóknina og
hver sé næsta simstöð við heimili þeirra.
Umsóknareyðublöð fást i skólanum og
verða til afhendingar á miðvikudögum kl.
10—15 og föstudögum kl. 14—16, og þá
jafnframt gefnar nánari upplýsingar um
skólann.
Kvennadeild,
18. mars, 1978.
Skólastjórinn.
Menningar- og minningarsjóður kvenna
Minningarspjöld sjóðsins fást i Bókabúð
Braga, Lyfjabúð Breiðholts, á skrifstofu
sjóðsins fimmtudaga kl. 15—17 og mánu-
daginn 20. mars n.k. Skrifstofa sjóðsins er
að Hallveigarstöðum simi 18156.
VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN
Lagerstaerðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
210 - x - 270 sm
Aðrar stærðlr. smlSaðar eftir beiðni.
GLUGGAS MIÐJAN
Síðumúla 12 - Sími 38220
HRINGAR
Fljót afgreiösla
jsendum gegn póstkröfu
Guðmundur Þorsteinsson
gullsmiöur
^ankastræti 12, Reykjavik. j
Ert þú félagi I Rauéa krossinum?1'
Dejldir félagsins ■ :JISL '
eru um land allt ; ' pr’-- í
RAUÐI KRÖSS ISLANDS
Aætlun Akraborgar
páskadagana
23. marz á skirdag:
Frá Akranesi kl. 8.30.frá Reykjavfk kl. 10.
Frá Akranesi kl. 11,30,frá Reykjavík kl. 13.
Frá Akranesi kl. 14,30,frá Reykjavlk kl. 16.
Frá Akranesi kl. 17,30,frá Reykjavík kl. 19.
24. marz föstudagurinn langi:
Engar feröir.
25. marz:
Sama áætlun og á skírdag. 4 feröir.
26. marz: páskadag:
Engar feröir.
27. marz:
Sama áætlun og á skirdag, 4 feröir.
Afgreiðslan.
TILKYNNING FRÁ
REYKJAVÍKURHÖFN.
Smábátaeigendur
Eigendur allra smábáta, sem hug hafa á
að geyma báta sina i Reykjavikurhöfn i
sumar, skulu hafa samband við yfirhafn-
sögumann fyrir 1. april n.k. vegna niður-
röðunar i legupláss og frágangs á legufær-
um.
YFIRHAFNSÖGUMAÐUR