Alþýðublaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.03.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 31. marz 1978 Starfsmenn óskast Hf Ofnasmiðjan óskar að ráða strax 2—3 logsuðumenn og 2—3 handlagna menn til verksmið justarfa. Uppl. hjá verkstjóra i sima 21220. Lausar stöður Ráðgert er að veita á árinu 1978 eftirfar- andi rannsóknastöður til 1—3 ára við Raunvisindastofnun Háskólans: Stöðu sérfræðings við eðlisfræðistofu. Tvær stöður sérfræðinga við efnafræði- stofu. önnur þeirra er einkum til rannsókna á möguleikum lifefnavinnslu. Stöðu sérfræðings i stærðfræðistofu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskóla- námi og starfað minnst eitt ár við rann- sóknir. Starfsmennirnir verða ráðnir til rann- sóknastarfa, en kennsla þeirra við Há- skóla íslands er háð samkomulagi milli deildarráðs verkfræði- og raunvisinda- deildar og stjórnar stofnunarinnar, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt itarlegri greinargerð og skilrikjum um menntun og visindaleg störf, skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 30. april n.k. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1—3 dómbærum mönnum á visindasviði umsækjanda um menntun hans og visindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera i lokuðu umslagi sem trúnaðar- mál og má senda þær beint til mennta- málaráðuney tisins. Menntamálaráðuneytið, 29. mars 1978. Hvammstangi — Skjaldarmerki > Hreppsnefnd Hvammstangahrepps hefur ákveðið að efna til samkeppni um gerð skjaldarmerkis fyrir kauptúnið. Veitt verða ein verðlaun 100 þús. kr. Tillögum skal skilað á skrifstofu Hvammstangahrepps fyrir 1. mai n.k. eg sktdu þær merktar duteefná en nafn og heimitisfang fylgja með i lokuðu umslagi. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps. Frá Landssambandi framkaldsskóla- kennara Skrifstofan er flutt að Grettisgötu 89, Reykjavik. Opin alla virka daga frá kl. 14.30—17.30. Simi 12259. L.S.F.K. Utgefendur Þjóðviljans leggja fram reikninga: Fyrr hættum gefa út blad — en að þiggja styrki erlendis frá, segir ritstjóri Þjóðviljans 1 gær efndu útgefendur Þjóð- viljans til blaðamannafundar, þar sem reikningar blaðsins voru lagðir fram og svarað var að- dróttunum i fjölmiðlum þar sem sagter að bygging Þjóðviljahúss- ins og rekstur Þjóðviljans hafi verið fjármagnaður með annar- legum hætti. ,,011 fjármál blaðsins hafa ver- iðopin öllum þeim, sem hafa vilj- að kanna þau”, sagði Kjartan Ölafsson, ritstjóri, ,,en það er ný- mæli að við komum þessu opin- berlega á framfæri með þvi að kalla til fjölmiðla. Astæðan er meðal annars orð þau, sem Bene- dikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksins, lét falla i sjónvarps- þætti nýlega. Þar beinlínis full- yrti Benedikt, að bygging Þjóð- viljahússins hafi verið fjármögn- vid ad uð með erlendu fjármagni að meira eða minna leyti, svo og rekstur blaðsins. Þetta er ásökun, sem hugsanlega gæti leitt til meiðyrðamálshöfðunar. Við höf- um þó ekki i hyggju að standa i slíku, höfum ekki lagt það i vana okkar, en ætlum i þess stað að bera reikninga okkar fyrir al- þjóð”. Sala húss og fjársöfnun. t greinargerð frá útgefendun- um kemur fram meðal annars að þrjárhæðir gamla Þjóðviljahúss- ins að Skólavörðustig 19 voru seldar fyrir 44 milljónir króna. I öðru lagi var efnt til almennrar fjársöfnunar og alls söfnuðust 35.540.000 kr. Alls eru þetta 79.540.000 krónur. Nýja húsið kostaði 52 milljónir með búnaði. Afgangurinn fór meðal annars til að greiða upp skuldahalann, sem blaðið hefur safnað á undanförnum árum. Það voru 704 einstaklingar (ekkert fyrirtæki) sem gáfu i söfnunina og gerir það að meðal- tali tæplega 50.000 krónur á gef- anda. Þessi upphæð dreifðist á þau þrjú ár, sem tók að byggja húsið, þannig að hver gefandi hef- ur borgað 17. OOOkrónur á ári að meðaltali. Ekkert kraftaverk. Olgáfustjórn Þjóðviljans. ÁB-mynd: —GEK Ný Ijóðabók á fimmtugs- af mæli Siguröar A- Magnússonar — Helgafell gefur út Sigurður A. Magnús- son, rithöfundur, er fimmtugur I dag, 31. marz, og af þvi tilefni gefur Helgafell út nýja ljóðabók eftir hann. Nefnist hún í Ijósi næsta dags. Segir á bókarkápu að Sigurð- ur A. Magnússon eigi að baki óvenju fjölbreytt bókmennta- verk: ljóð, sögur, leikrit, ferða- bækur, ritgerðir og þýðingar i bundnu og óbundnu máli. Hafi hann verið skeleggur gagn- rýnandi og aðsópsmikill rit- stjóri undanfarna áratugi. í ljóðagerðsé hann nýstefnumað- ur og andlegar og pólitiskar hræringar samtimans eigi sterk itök i ljóðum hans. Jafnframt ástundi hann lika innhverfari ljóðagerð, sem beri ljós merki einkalegrar reynslu. Báðir þessir þættir komi mjög eftir- minnilega fram i þessari nýju ljóðabók. I ljósi næsta dags skiptist i þrjá kafla sem bera heitín: ,,til- brigði”, ,,tildrög” og „tilræði”. t bókinni eru alls 37 ljóð og éitt þeirra, • Þjóðhátið 1974, er á þessa leið: Kunnugleg fjöll: kaldhæðnir verðir við sjóndeildarhring um helgustu blekkingar hálfrar þjóðar sem hnappar sig i 50 kilómetra bilalest og 50.000 hjartna fögnuði yfir farsæld þjóðvillunnar Þá alltieinu er yppt á hamrabrún sannleik sem enginn má sjá: á hátiðarstund skal samviska sofa sjálfsvirðing geymast i ryk- föllnum skræðum mærð stinga metnaði svefnþorn Mgaröw A. lipÉMi Herinn burt! island úr NATO! Og prúöbúnar myndfjáðar puntudúkkur alþingis ókyrrast á ómjúkum bekkjum þegar sléttmáll taismaður tvefeldninnar truflast i mærðarrollnnni en erlendir heiðursgestir horfa sér i gaupni af nærgætni við National Pride Vigaglaðir verðir laga og reglu vippa sér uppá torkieifa hamra hrifsa sannindin úr greipum siðspiiltra ungmenna segjandi af yfirlæti vald- hrokans: „Veitið þið viðnám verður ykkur kastað fyrir björg” — og hafa hróðugir bjargað heiðri þjóðar sem á engan drauni dýrari á degi minninga en mæra mikilmennin og myrða boöskap þeirra Bústnir og brigðmálgir biðja forsprakkar þjóðlyginnar forláts á minniháttar mistökum en gleöjast i deigu geði grunlausir um að 20 ungmenni i vörslu þýlyndra þjóna þögullar múgsefjunar hafa komið á franifæri i fimm einföldum orðum öllu sem áarnir vildu sagt hafa mættu þeir sundra sagnhelgum vefi blekkinga „Miðað við hvað það eru stór samtök sem standa að blaðinu finnst mér nú ekkert kraftaverk þó hægt hafi verið að safna þess- um peningum”, sagði Ölafur Jónsson, formaður Útgáfufélags Þjóðviljans. ,,Og i gegnum árin höfum við verið með happdrætti, sem hafa verið býsna stór þáttur i fjármögnuninni”. „Við hefðum getað safnað helmingi meira fjármagni ef við hefðum sett allt i botn”, sagði Kjartan ólafsson. „Þessi söfnun er söfnun framlaga af stærra tag- inu, 25.000 kr. og þaðan af meira, Frh. á 10. siðu „Aprílgabb” Sinfóníunnar „Laugardaginn 1. april n.k. heldur Sinfón- iuhljómsveit Islands aukatónleika i Háskóla- biói og eru þetta mið- næturtónleikar sem hefjast kl. 23.30. Tónleikar þessir eru með allnýstárlegu sniði með tilliti til dagsins 1. april. Viða um heim eru haldnir tónleikar þenn- an dag og hafa þeir verið kallaðir „Aprilgabb”. Sinf óniuhljómsveit tslands hefur fengið 4 erlenda listamenn til að stjérna og taka þátt i þess- um tónleikum. Skal þar fyrstan telja háðfuglinn og tónlistargagn- rýnandann De»by Richards, en hann hefur sviösett svipaða tón- leika og þessa þennan dag 12 sinnum i Lendon við mikla hrifn- ingu. Þá kemur einnig frá London tónskáldið og stjórnandinn Joseph Horovits, en hann stjórnar hér tveimur verkum eftir sjálfan sig, m.a. hinum fræga Jazz-kon- sert fyrir pianó og hljómsveit, en einleikayi i þessu verki verður Rhond(Ja Gillespie frá Astraliu. Hún gf mjög frægur pianisti og hefur haldið tónleika viða um heim. Að lokum skal nefna enska tón- skáldið Paul Patterson, en hann stjórnar einu verki eftir sjálfan sig er hann nefnir Rebecca. Að öðru leyti er efnisskráin m jög létt og mun hljómsveitin bregða á leik i orðsins fyllstu merkingu. Auk ofangreindra munu nokkrir is- lenzkir einsöngvarar taka þátti þessu spaugi.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.