Alþýðublaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 1
alþýöu-
blaóíó
Fyrsta samsýning
T extilf élagsins
— í Norræna Kúsinu í aprílmánuði
Idag l.aprilkl. 15verður opnuð
samsýning Textilfélagsins i Nor-
ræna húsinu. Þetta er fyrsta sam-
sýning félagsins og er fyrirhugað
að halda þær framvegis annað
hvert ár.
A sýningunni eru verk eftir 17
félaga Textilfélagsins, sem sýna
myndvefnað, tauþrykk, fata-
hönnun, almennan vefnað, véla-
vefnað o.fl.
Tilgangur sýningarinnar er að
kynna það nýjasta sem félags-
menn eru að vinna að.
Textilfélagið var stofnaö i októ-
ber 1974 og eru félagsmenn nú 21
talsins sem starfa aö mismunandi
greinum textillistar.
Stærsta verkefni félagsins
hingað til var undirbúningur og
umsjá Norræna Textiltrienalsins
sem fór um öll Norðurlönd og var
á Kjarvalsstöðum I janúar 1977.
Athylgi skal vakin á þvi að flest
verkanna á sýningunni eru til
sölu, og er fólki boðið að gera
pöntun I þau verk sem viðkom-
andihefur áhuga á. Pöntun getur
hljóöað upp á tauþrykk, áklæöi
eða vefnaö, en ekki upp á frum-
myndirnar sjálfar.
Stjórn Textilfélagsins skipa:
Þorbjörg Þórðardóttir, form.
Asrún Kristjánsdóttir, ritari.
Steinunn Pálsdóttir, gjaldkeri.
Ragna Róbertsdóttir, meðstjórn.
Guðrún Gunnarsdóttir, með-
stjórn.
Sýningarnefnd skipa:
Eva Vilhelmsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Jónasdóttir
Ragna Róbertsdóttir
Steinunn Bergsteinsdóttir
Þrjú hlýleg sýnishorn af myndvefnaði.
Listilegur fatnaður er lika á
sýningunni. — (Ljósmyndir Gunnar E. Kvaran.)
►
Sænsk list
Sænski listamaðurinn
Sixten Haage sýnir graf-
ikmyndir i bókasafni
Norræna hússins 1, —10
april. Sixten Haage er
talinn i röð fremstu
grafik-listamanna i Svi-
þjóð. Hann stundaði
listnám i Stokkhólmi á
striðsárunum, og siðan i
Paris 1945—47.
Hann hefur tekið þátt i
sýningum viða um heim,
m.a. i Finnlandi, Pól-
landi, Júgóslaviu, ítaliu,
Vestur-Þýzkalandi og
Bandarikjunum. Flest
listasöfn i Sviþjóð hafa
keypt verk eftir hann,
svo og söfn i Póllandi,
Vestur-Þýzkalandi,
Finnlandi og Bandarikj-
unum.
Megin uppistaða sýn-
ingarinnar i Norræna
húsinu er röð mynda, i
allt tólf grafikblöð, sem
Sixten Haage nefnir
,,Europa-sviten” en alls
eru á sýningunni um 20
verk, og eru þau öil til
sölu. Sýningin er opin á
venjulegum opnunar-
tima bókasafnsins, frá
klukkan 14 til 19 daglega
fram til 10 april.
Sixten Haage setur
sjálfur upp sýninguna,
og dvelst hér á landi til
8. april.
Þaðer list útaf fyrir sig aðhengja upp myndir á sýningu. (LjÓSmynd: Gunnar E. Kvaran.)