Alþýðublaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1978, Blaðsíða 2
Sunnudagur 2. apríl 1978 Otgefandi: Alþýftuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarniaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- son. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Iiverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö lSOOkrónur á mánuöi og 80 krónur Ilausasölu. Sparnaður í bankakerfinu Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bankamál, þ.e. um starf- semi viðskiptabanka. f þessu frumvarpi er ekki tekið á stærsta vanda- málinu, sem hefur verið og er við að etja á sviði ís- lenzkra banka, þ.e. því, að bankar á íslandi eru of margir og rekstur þeirra þar af leiðandi of dýr. Is- lenzka ríkið rekur þrjá viðskiptabanka. Einn þeirra, Landsbanki ís- lands, er langstærstur. Hinir tveir eru álíka stór- ir í sameiningu og Lands- bankinn. Annar þeirra, Otvegsbankinn, hefur réttindi til að verzla með gjaldeyri, eins og Lands- bankinn, hinn ekki. Vöxt- ur hins, Búnaðarbankans, hef ur hins vegar verið ör- ari. Hann er þó ekki Bún- aðarbanki nema að nafn- inu til. Meiri hluta við- skipta hans er á sviði iðn- aðar og verzlunar. Frá fyrri tíð annast Útvegs- bankinn hins vegar fyrir- greiðslu við sjávarútveg- inn, einkum á vissum landssvæðum. Hún er fjárfrek og áhættusöm, og hefur valdið því, að útvegsbankinn hefur oft og einatt átt í nokkrum erf iðleikum. Það þarf ekki djúp- an skilning á gildi hag- sýni til þess að sjá það, að ekki getur verið hag- kvæmt fyrir ríkisvaldið að reka þrjá viðskipta- banka, að ekki sé talað um, þegar þeir heyja harða samkeppni hver við annan, eins og átt hef- ur sér stað undanfarin ár og í sívaxandi mæli. Það er því sízt að undra, þótt sú hugmynd hafi komið fram, að rétt væri að fækka ríkisbönkunum í tvo, ekki hvað sízt þegar svo stendur á, að þeir yrðu þá nokkurn veginn jafnstórir, eins og eiga mundi sér stað við sam- einingu útvegsbanka og Búnaðarbanka, og engin hætta yrði á einokun í bankastarfseminni, held- ur þvert á móti um heil- brigða samkeppni tveggja, nokkurn veginn jafnstórra aðila. Sann- leikurinn er líka sá, að fyrir áratug eða vorið 1968 lagði bankastjórn Seðlabankans það til við þáverandi ríkisstjórn, að Búnaðarbankinn og Út- vegsbankinn yrðu sam- einaðir. Því miður náðist ekki samkomulag um það í þeirri ríkisstjórn, við- reisnarstjórninni, að hún beitti sér fyrir þeirri ráð- stöfun. Á dögum vinstri st jórnarinnar starfaði nefnd að endurskoðun bankamálanna. Hún lagði einnig til sameiningu þessara banka. En sú stjórn gerði ekki heldur neitt í málinu. Og núver- andi ríkisstjórn virðist enn ekki ætla neitt að að- hafast í þessu sambandi. Eftir að þetta mál er búið að vera á dagskrá í áratug er mál til komið, að það sé rætt opinber- lega og í hreinskilni, á hverju jafnsjálfsögð ráð- stöfun og hér er um að ræða strandar. Rökin fyrir sameiningu Búnað- arbankans og Útvegs- bankans eru þrenns kon- ar: í fyrsta lagi hæfi þá starf betri og sterkari banki en Búnaðarbankinn og Útvegsbankinn eru nú, hann réði við stærri verk- efni og gæti veitt betri, f jölbreyttari og hagstæð- ari þjónustu en hinir tveir. í öðru lagi hlytist veru- legur sparnaður af sam- einingunni. Og i þriðja lagi leystust þá sjálfkrafa ýmis vandamál, sem nú er við að etja og eiga rót sína að rekja til gamallar og úr- eltrar skiptingar milli bankanna á þjónustu við hinar ýmsu atvinnugrein- ar og þess, að Búnaðar- bankinn hefur nú ekki rétttil þess að verzla með gjaldeyri. Þótt þessi rök ættu að vera hverjum manni auð- skilin, hefur samt ekkert gerzt í þessu efni í tíu ár, og enn virðist ekkert ætla að gerast. Andstaðan er ekki i bankakerfinu sjálfu. Undir skynsam- legri forystu Seðlabank- ans virðist svo sem það hafi smám saman orðið ríkjandi skoðun innan bankakerfisins, að þessi sjálfsagðasameining eigi að komast í framkvæmd. En hverjir koma í veg fyrir það? Það hljóta að vera einhver stjórnmála- öfl, sem hér eru að verki. Þau hafa aldrei komið fram opinberlega og aldrei flutt rök sín gegn sameiningunni. Mál er komið til þess, að slíkt gerist. Fyrir Alþingi ligg- ur frumvarp, samhljóða frumvarpi áður nefndar bankamálanefndar, flutt af fyrrverandi viðskipta- ráðherra. Það frumvarp þarf að koma til atkvæða til þess að í Ijós komi, hverjir hafa í reynd eng- an áhuga á því að spara í rikiskerf inu, ekki einu sinni þegar hægt er að sýna f ram á, að það hefði í för með sér bætta þjón- ustu við atvinnuvegina. GÞG Norsk Ijóða- og jass dagskrá í Norræna húsinu 5. og 9. aprfl Norski rithöfundurinn og pi- anóleikarinn Ketil Björnstad veröur gestur Norræna hússins þessa viku, og flytur þar tvær dagskrár, sú fyrri veröur á miö- vikudagskvöld kl. 20.30, og sú siöariá sunnudag kl. 16.00. Ketil Björnstad er fæddur 1951, og varö fljótt þekktur fyrir ljóöa- söfn sín „Alene ut” (1972) og „Nærmere” (1973). Hann festi sigenn i sessimeöskáldsögunum „Nattsvermere” (1974), „Krak- er og Krigere” (1975) og „Pav- ane” (1976). Hann er einnig tón- listarmaöur, jafnvigur á sigilda tónlist og jass, og semur einnig tónverk. Hann hefur m.a. komiö fram á jasshátiöunum i Molde i Noregi, og tónleikum viöa I Nor- egi. Hann hefur leikiö inn á sjö hljómplötur eigin verk. Margir af beztu jassleikurum Noregs hafa aöstoöaö Ketil Björnstad viö þessar upptökur, m.a. bassaleikarinn Arild Andersen, sem tslendingum er aö góöu kunnur. 1 Norræna húsinu les Ketil Björnstad upp og leikur á pianó eigin verk. Fundur F.Í.B. um vega- og skattamál Félag islenzkra Bifreiöaeig- enda heldur i dag 1. april almenn- an fund i Selfossbiói, Selfossi, um vegamál og skattlagningu um- ferðarinnar. Fundurinn hefst klukkan 15.00, framsögumenn munu verba þeir Jón Helgason, alþingismaöur og Þór Hagalin, sveitarstjóri. Aö erindum framsögumanna loknum veröa almennar umræö- ur. Til fundarins hefur veriö boðiö sérstaklega ráöherrum sam- göngu og fjármála, ásamt alþing- ismönnum Suðurlandskjördæmis og vegamálastjóra. Bifreiðaeigendur jafnt sem aðrir áhugamenn um málefni þessi eru hvattir til aö mæta. Ritstjórn Alþýðu- bladsins er í Sfðumúla 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.