Alþýðublaðið - 06.04.1978, Qupperneq 3
hBSSl'Fimmtudagur 6. apríl 1978.
3
Gerbreytt efnahagsstefna
— úrbætur til frambúðar
i
í Alþýduflokknum hefur að undanförnu verið fjallað um leiðir til að ráðast gegn efnahagsvanda þjóðarinnar.
Málið hefur verið rætt i ýmsum stofnunum flokksins, fjölmargir kostir kannaðir, leitað álits sérfróðra manna
og tillögur flokksins dregnar saman i ályktun um dýrtiðar- og efnahagsmál og lausn á þeim vandamálum á
næstu árum.
Þessi ályktun hefur nú verið samþykkt i flokksstjórn Alþýðuflokksins og fer hér á eftir:
Flokksstjórn Alþýðuf lokksins hef ur gert eftirfarandi álykt-
un um dýrtíðar- og efnahagsmál og lausn á þeim vandamál-
um á næstu árum:
Alþýðuf lokkurinn telur löngu tímabært að haldlitlum bráða-
birgðaráðstöfunum linni, en við taki gjörbreyting efnahags-
kerfisins og markviss uppbygging efnahags- og atvinnulífs.
Stjórn efnahagsmála á að byggjast á skynsamlegu mati á
framleiðslugetu þjóðarbúsins og þeim markmiðum, sem
þjóðin vill ná til frambúðar. Þetta verður ekki gert nema á
grundvelli áætlunarbúskapar, þar sem markað er hlutverk at-
vinnugreina í framtíðarmynd þjóðarbúsins. Fjárfestingu á að
skipuleggja til að auka framleiðslu og afrakstur og tryggja
atvinnu, en hún á ekki að ráðast af fyrirgreiðslu, forréttind-
um eða pólitískum metnaði.
Hæf ilegur vinnudagur á aðskila góðum tekjum, en ekki á að
vera þörf á óbærilegu vinnuframlagi til að geta lifað mann-
sæmandi lífi. Búa verður fólki framtíðaröryggi um kaup sitt
og kjör, svo að það þurfi ekki að lifa í sífelldri óvissu um
af komu sína. Byggja verður upp sterkt atvinnulíf, sem trygg-
ir aukningu kaupmáttar og stöðugleika í verðlagi.
Til þess að ná þessu takmarki þarf samstillt og skipulegt
átak með einbeittum ásetningi. Þjóðin verður að taka á sig
nauðsynlegar fórnir, en mest ber að leggja á þá nýju forrétt-
indastétt, sem hefur dregið að sér verðbólgugróða með að-
stöðu í lánastofnunum og sérréttindum.
Alþýðuf lokkurinn telur, að næsta kjörtímabil eigi að beita
eftirfarandi úrræðum til að endurreisa efnahagslífió:
1. Ákveða þarf hæf ileg heildarumsvif í þjóðfélaginu og beina
f járfestingu í þau verkefni, sem skila mestu i þjóðarbúið.
Fjárfestingarsjóðir verði samhæfðir undir stjórn ríkis-
valdsins og aðila vinnumarkaðarins, og þarfir allra at-
vinnuvega þar með talið iðnaðar verði metnar á sama
grundvelli. Virkt og óháð eftirlit verði tekið upp með því,
að lánsfé fari í það, sem til var stof nað.
2. Koma þarf á kjarasáttmála milli verkalýðshreyf ingarinn-
ar og ríkisvaldsins til að tryggja jafna og varanlega kaup-
máttaraukningu, launajöfnuð, og atvinnulýðræði. í þessu
skyni verði komið upp samstarfsnefnd ríkisvaldsins og
aðila vinnumarkaðarins. Með viðmiðun af þjóðhagsvísi-
tölu verði tryggt, að auknar þjóðartekjur skili sér ævinlega
í auknum kaupmætti launatekna.
3. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins verði endurreistur fil
upphaflegs hlutverks síns til að vinna gegn verðbólgu-
áhrifum af sveiflum í sjávarútvegi. Ríkisvaldið hafi
f rumkvæði að því að beina sókn í þá f iskistof na, sem ekki
eru ofveiddir.
4. Fjárhags- og f ramleiðslumál landbúnaðarins verði endur-
skipulögð þannig að hætt verði óarðbærum útflutningi.
5. Lánskjör til f járfestingar taki mið af verðbólgustigi á
hverjum tíma, svo að raunvextir komist á og auðsöfnun
stórskuldara sé hindruð.
6. Tekjuskattur af almennum launatekjum verði lagður nið-
ur, en haldið á hæstu tekjum. Virðisaukaskattur komi i
stað söluskatts og lögtekinn verði verðaukaskattur af
verðbólgugróða stóreignamanna. Tekin verði upp raunhæf
skattlagning fyrirtækja og afskriftareglur endurskoðað-
ar. Sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að koma i veg
f yrir að einkaneysla sé færð á reikning f yrirtækja. Dregið
verði úr lögbundnum útgjöldum ríkisins og hagstjórnar-
möguleikar þannig auknir. Tryggður verði hállalaus
rekstur ríkissjóðs.
7. Almannatryggingarkerfið, sem að stofni til er 30-50 ára
gamalt, verði endurskoðað f rá grunni með tilliti til núver-
andi þjóðfélagsaðstæðna, þannig að tekjujöfnunaráhrif
þess aukist og það nýtist sem best fyrir þá, sem mest
þurfa á að halda. Komið verði á fót einum lífeyrissjóði
fyrir alla landsmenn með verðtryggðum lífeyri.
8. Húsnæðislán verði aukin og lánstími lengdur þannig að
fólk geti eignast ibúðir á eðlilegum kjörum og án óbærilegs
vinnuframlags og verðbólguforsendna. Lán til kaupa á
eldri íbúðum verði stóraukin. Komið verði skipulagi á
ibúðabyggingar þannig að nútíma tækni nýtist til að draga
úr byggingakostnaði og auka íbúðarhúsnæði í samræmi við
húsnæðisþarfir. Þriðjungur nýrra fbúða verði félagslegt
húsnæði. Spornað verði gegn braski með ibúðarhúsnæði
með öllum tiltækum ráðum.
9. Erlendar lántökur takmarkist að jafnaði við erlendan
kostnaðarþátt i arðbærri f járfestingu og þannig verði ekki
stofnað til eyðsluskulda eins og nú tiðkast.
10. Tekin verði upp, strax og aðstæður leyfa, ný og verðmeiri
mynt, sern endurnýi virðingu fyrir gjaldmiðlinum og auki
ráðdeild og sparnað.