Alþýðublaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 6. apríl 1978. btaS^ Fimmtudagur 6. apríl 1978. 1 Jdn Björnsson gjaldkeri skýrir Kristján Guömnndsson bemti á Ragnar Tómasson lýsti ánægju GIsli B. Björnsson vildi aukinn á- Bergur Magnásson var stórhuga reikningana. mikilvægi æskulýösstarfs. sinni meö þátttöku I félagsstarfii huga á Eiðfaxa. um vinningslikur á Landsmótinu. MVNÐIR OG TEXTI Fáksmenn stórhuga á aðalfundi Ætla sér helming vinn- á Landsmótinu GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON Aðalfundur hesta- mannafélagsins Fáks var haldinn á fimmtudaginn var. Mikil gróska hefur verið í félaginu og gengu um fimmtiu nýir félags- menn í félagið á f undinum. i ræðu formanns/ Guðmundar ólafssonar/ kom fram að starfsemin hafi verið með bezta móti og félagsstarfið i blóma. Sérstaklega voru mann- fagnaðrir fræðslunefndar og skemmtinefndar fjöl- sóttir og þóttu takast vel. i skýrslu g jaldkera/ Jóns Björnssonar, kom fram að tekjuafgangur félagsins hafi verið á fimmtu milljón og kom það sér einkum vel vegna kostnaðarsamrar upp- byggingar við svæði félagsins að Víðivöllum. Aöstandendur hestablaösins Eiöfaxa geröu haröa hríö aö stjórn og framkvæmdastjóra vegna þess, að þeir heföu ekki fengið aðgang að félagatali Fáks vegna útbreiðslu Eiöfaxa. Stjórn- in svaraöi þvi til, að þar sem Fákur ætti i rauninni fimmtung af blaðinu Hesturinn okkar, væri óeðlilegt aö Fákur veitti sam- keppnisaöila þess blaös séraö- stöðu við útbreiðsluna. Þá þótti iþróttadeild Fáks naumt skoriö meö fé til sin og var þvi til svarað að illa gengi meö rukkun á félögum iþróttadeildar- innar. Annars var hljóðiö i mönnum hið brattasta og meðal annars kom það fram i ræðu fram- kvæmdastjóra Fáks, Bergs Magnússonar, að honum þætti illa rekin trippin á Landsmótinu, ef Fáksmenn kæmu ekki meö helming verðlauna fyrir gæöinga af mótinu. Stjórnarkjör fór þannig aö Guömundur Ólafsson var endur- kjörinn formaður með lófataki. Varaformaöur hafði veriö Einar G. Kvaran en hann gaf ekki kost á sér nú til stjórnarþátttöku. Einar hefur setið i stjórn félagsins um áratuga skeiö, m.a. lengi sem gjaldkeri. Var honum þökkuð sér- staklega farsæl störf i þágu félagsins. Ritari var kjörinn Valdimar Jónsson og gjaldkeri Jón Björnsson. Meöstjórnendur Ingi Lövdai og Hjördis Björns- dóttir og i varastjórn Gunnar Steinsson og Ólafur Magnússon I fræöslunefnd voru kosnir: Haraldur Sveinsson, örn Ingólfs- son, Kristján Guðmundsson og borvaldur Þorvaldsson. t skemmtinefnd voru allir endurkosnir: Finnbogi Eyjólfs- son, Sigursteinn Guöbjartsson og Aðalsteinn Þorgeirsson. Hér á eftir fara nokkur atriöi úr skýrslu stjórnarinnar. „Kvennnadeiid: Hin nýstofnaöa kvennadeild hefurhaldið nokkra fundi á árinu. Einnig var farið i sameiginlega útreiöatúra siðastliöinn vetur. Konurnar stóðu fyrir hinum vin- sælu hlaðboröum eins og undan- farin ár. Ekki má gleyma happ- drættinu sem einnig hefur veriö i höndum Fákskvenna. Með þess- ari starfsemi hafa konurnar lagt fram drjúgan skerf fjár viö upp- byggingu fjélagsins, fyrir utan þann félagslega þátt sem þær hafa stuölað að meö hlaöboröun- um. Fjáröflunarnefnd karla. Aöalstarf nefndarinnar var aö Egiil Sigurgeirsson fundarstjóri og Guömundur ólafsson, formaöur Fáks. sjá um hina árlegu firmakeppni félagsins sem fór fram á Skeið- vellinum þ. 8. mai. Þessi fjáröflunarstarfsemi karla sem og kvennanna hefur veriö ómetanlegur styrkur viö uppbyggingu félagsins öll þau ár sem nefndin hefur starfað. Fræösluncfnd Fræðslunefnd skipuöu þeir: Tryggvi Gunnarsson, örn Ingólfsson og Haraldur Sveins- son. Fræöslunefnd stofnaöi til mjög vinsælla námskeiöa i vetur. Návnsvið tók 5 kvöld og voru valdir sérmenntaöir og færir menn til aö annast kennslu. Voru námskeið þessi mjög vel sótt og komust færri að bn vildu. Skemmtinefnd Skipuðu: Finnbogi Eyjólfsson, Sigursteinn Guðbjartsson og Aðalsteinn Þorgeirsson. Nefndin sá um allar þær skemmtanir sem haldnar voru i félagsheimilinu, og þóttu þær takast meö ágætum. Árshátið félagsins var haldin að Hótel Borg þ. 4. febr. sl. Veislu- stjóri var Bergur Magnússon, en aðalræðumaður kvöldsins var Sveinbjörn Dagfinnsson. Auk þess komu fram bræðurnir Halli og Laddí með skemmtiþátt. Að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu. Var hátiðin vel sótt og hin ánægjulegasta. Reiðskólinn Reiðskólanefnd skipuðu þeir Arni Þóröarson, Kristján Guðmundsson, Kolbrún Krist- jánsdóttir og Kjartan Jóhanns- son. Reiðskólinn starfaði frá 1.2. til mailoka meðan hestar voru i húsum. Frá 1. júni til 15. ágúst var skólinn i Saltvik og var þá starfsræktur i samvinnu við æskulýðsráð Reykjavikurborgar. Kennarar við skólann voru þær Guðrún Fjeldsted og Kolbrún Kristjánsdóttir. 1 vor var efnt til námskeiða i al- mennri hestamennsku undir stjórn Reynis Aðalsteinssonar. Slik námskeið hafa nú verið hald- in um árabil og njóta mikilla vin- sælda. Ungiinganefnd t nefndinni voru: Kolbrún Kristjánsdóttir, Ragnar Tómas- son, Kjartan Jóhannsson og Viðar Halldórsson. Nefndin sá um færðslu og þjálf- un fyrir unglinga á aldrinum 10—15 ára. í framhaldi af þvi var efnt til keppni unglinga á Hvitasunnu- kappreiðunum i vor undir stjórn Kolbrúnar Kristjánsdóttur, en það atriöi setti skemmtilegan svip á mótið. Ferðalög Farin var tveggja daga Jóns- messuferö að Kolviðarhóli og i Hengladali. Auk þess var farið i nokkrar dagsferðir, en engar lengri feröir voru farnar á vegum félagsins. iþróttadeild Fyrsti aðalfundur D.F. var haldinn i félagsheimili Fáks þann 20/11 ’76. Sú stjórn sem á stofn- fundi var kosin hélt áfram starfi óbreytt. Akveðið var á aðalfundinum að efla hestaiþróttir á Fákssvæðinu með námskeiðum og fræðslu- fundum. 1 beinu framhaldi af þvi fékk deildin til liös við sig þau Herdisi Seingrimsdóttur og Eyjólf Isólfsson. Herdis Stein- grimsdóttir tók að sér kennslu i hindrunarstökki. Eyjólfur Jóns- son var með kennslu i gangteg- undum. Bæði námskeiðin voru vel heppnuð og fjölsótt. 1 april mánuði fékk deildin Halldór Jónsson tamningamann til þess að halda fyrirlestur sem hann nefndi „skap og skynjun hests- ins.” Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur. A fræðslufundi Fáks haustið 1976 kom fram áskorun á Landssamband hestamanna, Félag tamningamanna og iþróttadeild Fáks um að halda al- mennt kynningarmót i keppn- innisgreinum F.E.I.F. Var þeirri áskorun tekið og stóðu þessir þrir fyrrnefndu aðilar að kynningar- móti á Viðivöllum dagana 30/4 og 1/5 1977. Hlutur Iþróttadeildar Fáks var að sjá um undirbúning móts- svæðisins. Framkvæmd mótsins þótti takast mjög vel þar sem timasetning stóðst að heita má upp á minútu, þótt fjöldi kepp- enda væri mjög mikill og hver keppnisgrein timasett. Skráðir hestar voru i allt 77, þar af voru 43 keppendur i töltkeppni, 32 i fjór- um gangtegundum, 26 i fimm gangtegundum, 14 i skeiði og 8 i hlýðniþjálfun. Keppendur komu viða að. Dagana 14. og 15. mai 1977 var haldin deildarkeppni á svæði Fáks að Viðivöllum. Keppt var i tölti, fjórum gangtegundum, fimm gangtegundum hlýðni- þjálfun, gæðingaskeiði og hindrunarstökki. Skráðir kepp- endur i tölti voru 15, i fjórum gangtegundum 18, I fimm gang- tegundum 5, i hlýðniþjálfun 5 og gæðingaskeiði 8. Deildin kynnti nýja keppnis- grein gæðingaskeið, sem byggist meira upp á fegurð skeiðsins og samæfingu knapa og hests, en hraða. Stjórn I.D.F.: Viðar Halldórs- son form., Gisli M. Björnsson galdkeri, Arni Pálmarsson áhaldavörður, Margrét Július- dóttir ritari, Fjóla Ingþórsdóttir spjaldskrárritari, Svanbjörg Magnúsdóttir og Ragnar Tómas- son meðstjórnendur. Minnisvaröasjóður í mai s.l. mætti Þorlákur Otte- sen á fundi hjá stjórn Fáks. Skýrði hann frá þvi, að árið 1942 hefði kona nokkur, Asta Þor- steinsdóttir frá Eyrarba kka, af- hent Fáki peningagjöf að upphæð kr. 300.000 til minningar um hest, sem hún haföi átt. Voru þessir peningar lagðir i bankabók, og varð þessi gjöf upphaf minningarsjósins. Þann 10. mai 1977 lagði Þorlák- ur inn á bókina kr. 100.000. — eitt- hundrað þúsund til minningar um hesta sina, en hann hefur átt Fjölmenni var á fundinum. hesta frá árinu 1900. Þorlákur kvað það vera hugmynd sina, að reistur verði „varði” til minn- ingar um isl. hestinn frá stofnun alþingis fram á þennan dag, og skuli minnisvarðinn standa á Þingvöllum. Formaður Fáks skuli ætið vera formaður sjóösins og félagskona meðstjórnandi, þar sem sjóðurinn var stofnaður af konu, einnig skuli form. L.H. sitja i stjórn sjóðsins. Dýraspitali Fákur er aðili að dýraspitalan- um og á formaður Fáks sæti i stjórn hans. 1 ráði er að koma upp aðstöðu til að annast sjúka hesta, en þar sem spitalinn er mjög f jár- vana verður þetta tæplega framkvæmanlegt á næstunniÞar eð það er orðið aðkallandi að hafa góða aðstöðu til hrossalækninga sökum hins mikla fjölda hesta sem eru nú á Stór-Reykjavikur- svæðinu, viljum við biðja menn að gefa málinu nokkurn gaum og styrkja þessa viðleitni. Framkvæmdir A siðastliðnu ári hefur félagið ekki staðið að nýjum hesthús- byggingum. Þess i stað hefur verið lögð áhersla á að bæta og halda við þeim húsum og mann- virkjum sem fyrir eru, og efni hafa leyft. Jafnframt hefur tekist að hrinda i framkvæmd fram- tiðaráætlun viðvikjandi skipulag og uppbyggingu svæðisins fram- an við hesthúsin að Viðivöllum, og áhorfendabrekkunni. Feikn miklu af jarðvegi hefur verið ekið i brekkuna, sem siðan var jöfnuð og byggð upp með hæfilegum Guðmundur Tómasson og Olafur Þorbjörnsson fylgjast með af áhuga. Jén Agustsson og Guðmundur bjornsson i góðum félagsskap. siðu Frh. a 10. — uppreisn eda gódlátlegt gjamm Ofdekruð auðmannabörn stinga nælum í nefið Hann stingur öryggisnælum f gegn um nefn og eyrnasnepia og hefur pappfrsklemmu I nefinu. Um hálsinn hefur hann kippu af blóöugum tampax-stautum og þetta túlka menn sem uppreisn — eöa þá bæn um aö vera viöurkenndur af samfélaginu. Hávaðinn frá magnara- kerfinu er þvílíkur að trommuslátturinn heyrist sem óreglulegar drunur. Menn fá nærri þvi ekki greint orðin: ,/Láttu mig drepast, ég vil ekki lifa, láttu mig drepast", sem ungur maður að nafni Johnny Blood öskrar í hljóðnemann. Hann er söngvari hljómsveitarinn- ar „Dead dogs" (Dauðir hundar) og umræddir tónleikar fara fram í „Roxy" nálægt Covent Garden í London. Þeir sem dansa eru iklæddir rifnum skyrtubolum. Rytjulegt hárið er málaö grænt, rósrautt, fjólublátt og uppsett með vaselini eða talkúmpúðri. Margir hafa stungið öryggisnælu gejgn um kinnar, varir, nef eða eyrna-' snepla. Nokkrir ungir menn, á aldrin- um 15—20 ára, halda hvor öðrum með hálstaki svo liggur viö köfn- un. Menn komast ekki hjá þvi að fá i sig spark héðan og þaðan. Það rennur blóð úr nokkrum nösum, en mönnum virðist lika það bæri- lega. Og blóðið rennur.... Unglingur i leðurjakka snýr sér við og stendur andspænis áhorfendum. Hann brýtur öl- flösku. 1 eyranu sér á öryggis- nælu, og hann tekur til við að ógna nærstöddum með brotnum flöskuhálsi. Einn nærstaddur þrýfur til öryggisnælunnar og rifur hana úr — og með fylgir hálfur eyrnasnepillinn. Blóðið rennur, en enginn veitir þvi athygli. Þetta atvik er á engan hátt einsdæmi. Svona gengur það á hverri nóttu, ekki aöeins i Lond- on, heldur á mörgum stöðum i Manchester og Liverpool. Tötra- skrillinn og ofdekruö auðmanna- börn fá þannig útrás fyrir vonbrigði sin og uppreisnaranda. Rakvélablað í vasanum „Ræfildómurinn” — Punk-ið — hefur hrundið af stað nýrri hreyf- ingu meðal unglinga og hún breiðist hratt til borga i vesturheimi, New York, Boston, Hollywood, Parisar og Berlinar. Jhonny Zeek úr bandarisku ræflarokkshljómsveitinni „Shirts” segir: „Við veröum allt- af að lita þannig út sem við séum til i slag og að við ætiö höfum hnif eða rakvélablað i vasanum..” En hættan sem virðist starfa af „ræflunum” er fyrst og fremst yfirborðsleg, þar sem flest uppá- tæki þeirra eru tilburðir til að breiða yfir vanmáttarkennd. Valdsmennska og hroki Næstum allir tileinka sér valdsmennsku og hroka i framkomu og syngja um uppreisnir og dauða. Slagsmálin sem brjótast út i röðum unglinganna sýna aöeins árásar- hneigðina sem alið hefur verið á hjá þeim. Fyrir nokkru hirti lög- reglan i London upp 23 drengi og 8 stúlkur i unglingaslagsmálum á götum þar. Ræfildómurinn er ekki á neinn hátt forskot á ómannlega framtið mannkyns, likt og þá sem Kubrick lýsir i visinda kvikmynd sinni „A Clockwork Orange”, heldur viðbrögö gegn óþolanlegri nútið. Urra bara dálítið Anthony Burges, sem skrifaði söguna „A Clockwork Orange” segir: — Ræfildómurinn er tákn um eitthvað umbyltingarkennt, likt og mótmæli verkalýðshreyf- ingarinnar i Englandi fyrir 100 árum. Markmið ræflanna er ekki að steypa þjóðfélaginu og byggja nýtt i staðinn — þeir urra bara dálitið út af þvi sem er! Og urrið þýðir aðeins ómeðvitaða ósk um að samfélagið viðurkenni þá. Þannig hefur það verið i áratugi. John Osborne skrifaði bókina „Look back in Anger”, sem æpti gegn rikjandi ástandi, en samfélagið tók verkiö þegjandi til sin og menn geta meira að segja séð drottninguna fyrir sér sjá hana og segja: „En hrifandi!” Atvinnuleysi Meðlimur brezku ræflahljóm- sveitarinnar „Sex Pistols”, sem er meira eða minna uppleyst, gátu sér m.a. frægðar fyrir að miga á mynd af Betu drottningu og gubba i viðurvist fréttaljós- myndara. Framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, McLaren, segir: „Atvinnulaus æskulýður, sem gengur um götur stórborganna, hefur I hendi sér vald”. Bassaleikai Sex Pistols, Sid Vicious að nafni, er sagður upphafsmaður að þvi að nota öryggisnælur sem einkennis- merki ræfildómsins. Hann eyddi heilu ári ævi sinnar i rölt á milli atvinnumiðlunarskrifstofa. Að lokum reyndi hann sjálfsvig með glerbroti: „Það er góð aðferö til að vekja athygli. Ég mun einhvern tima gera þetta aftur”. Sjónvarpskynslóðin Jimi Hendrix, Janic Joplin og Jim Morrison voru „ræflar”. öll eru þau dauð — dauðinn var gjald þeirra fyrir að lifa hátt með dópi og brennivini. Boðskapurinn sem lifnaður þeirra bar með sér var sjálfseyðilegging. Ramones, heitir „villtasta” ræflahljómsveit amrikana, en hún tekur — meðvitað eöa ómeð- vitað — afstöðu gegn poppurum siðasta áratugsins. Aðdáendur Joey Romanos eru ánægðir með að hann liti út eins og apaköttur i furðulegum búningi, málið er gróft og litt skiljanlegt. Svona vill kynslóðin sem ólst upp með sjón- varpinu hafa það. Yndislegar öryggisnælur Auðvitað hafa tizkukóngar heimsins löngu hrifist með i ræfil- dómsæðið. Einn af þekktustu næturklúbbagreifum Parisar, Régine, bauð 1000 manns til sin s.l. vor i fyrsta ræflapartiið i álf- unni. Aður en paritiö hófst liðu milljónadrossiur flugriks fólks upp að hýbýlum greifans og út stigu figúrur iklæddar rifnum skyrtubolum, með nálar i kinnum og hundabönd um háls. Par eitt var fjarlægt af lögreglunni. Það voru unglingar sem voru „ekta ræflar”, en þau tilheyrðu ekki þessum hópi. Tákn fátækar er orðið fint og eftirsótt, en i raun er meö þessu gert gróft gys að raunverulegri fátækt. Það er svo sem ekkert nýtt. 1 mörg ár hefur ungt fólk af auðugu foreldri sóst eftir að YNrstétUr-reflatizka frá tizkulelðtoganum Zandra Rhodes.Hún gerir druslukjóla úr silki og öryggisnælur úr gulli! klæðast t.d. snjáöum kúrekabux- um. Nú er öryggisnálin orðin að „yndislegum” skartgrip! I búðunum Schmutz og Boy’s við Kings’s Road i London er hægt Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.