Alþýðublaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1978, Blaðsíða 5
iS&r Fimmtudagur 6. april 1978. 5 [SKOÐUN Sæmundur G. Lárusson ] Ad rádast á garðinn þar sem hann er lægstur Það gerðist nokkru eftir að hin illræmdu lög rikisstjórnarinnar voru tilkynnt, að háttvirtur forsætisráðherra Geir Hallgrims- son sat fyrir svörum i sjónvarps- þætti. Þar reyndi hann að verja gjörðir stjórnarinnar og lét m.a. þau orð falla að ekki myndu koma fram lækkanir hjá láglaunafólki og lifeyrisþegum. Við skulum nú athuga hvernig þau hafa verið haldin, loforð forsætisráðherrans. Eftir að gengið hefur verið fellt og margar miklar hækkanir hafa dunið yfir, hefur kaup lágnlauna- fólks svo og framfærsla lifeyris- þega verið skert. Eftir að gengið hefur verið fellt og margar miklar hækkanir hafa dunið yfir, hefur kaup láglauna- fólks, svo og framfærsla lifeyris- þega verið skert. Þannig stóðust nú ummæli for- sætisráðherra, og ekki i fyrsta skipti sem efndirnar verða á þennan veg. Það er i hæsta máta furðulegt, að æðstu ráðamenn þjóðarinnar skuli leyfa sér að leika þennan leik æ ofan i æ, en fólki er þó farið að skiljast að þessum forystu- mönnum er ekki trúandi á nokk- urn hátt. Og það skulu þeir vita sem hlut eiga að máli, að þeir eru og verða gagnrýndir einkum og sér i lagi af unga fólkinu, en einn- ig af okkur „gamlingjunum”, sem leggja þaðá sig að hlusta eft- ir þvi sem er að gerast á hverjum tima i þjóðfélaginu. Hvað kemur til að ekki var hægt að þeim ráðstöfunum, sem forsætisráðherrann var búinn að ýja að? Láglaunastéttirnar og lifeyrisþegar eiga enga samleið með öðrum þjóðfélagsþegnum. Þvi mátti láta óhreyfða liggja þá samninga sem gjöröir voru viö þennan hóp. Morgunblaðið hefur svo sannarlega ekki 'látið sitt eftir liggja, til að réttlæta gjörðir ráðamanna. 5. marz sl. birti þaö leiðara, sem bar þá virðulegu yfirskrift: „Hlutskipti láglauna- fólks”. Þar eru gerðar tilraunir til að breiða yfir gerðir forsætis- ráðherra og m.a. sagt að erfitt sé að greina milli hinna ýmsu launa- hópa i þjóðfélaginu. Þeirri firru hef ég þegar svarað hér á undan. Fullar verölagsbætur. Nokkur fyrirtæki i landinu hafa nú ákveðið að greiða fullar verð- lagsbætur á laun, til að hamla gegn þeirri ósvinnu, sem rikis- stjórnin hefur nú staðið að. Meðal þeirra fyrirtækja, sem svo fara að eru Borgarplast i Borgarnesi. Halldór Brynjúlfsson framkvæmdarstjóri fyrirtækisins sagði í blaðaviðtali fyrir skömmu, að eftir þvi sem hann bezt vissi, hyggðust fleiri fyrir- tæki fara að dæmi Borgarplasts hf., bæði i Borgarnesi og á Snæ- fellsnesi. Astæður þessarar ákvörðunar segir Halldór vera þær, i fyrsta lagi, að standa við gerða samn- inga, i öðru lagi, að þarna sé um láglaunafólk að ræða sem ekki þoli skerðingu á töxtunum og íoks, að afkoma fyrirtækisins sé það góð, að það þoli þetta. Það er vist, að þessir menn fá umhyggju sina við starfsfólk sitt greidda, og er það ósk allra að slikum fyrirtækjum megi blessun fylgja. Má nærri geta, að ef öllum okkar fyrirtækjum væri stjórnað á þennan hátt, væri afkomu þeirra öðru visi farið. En lik 1 egt má teljast, að eitthvaö sé grugg- ugt i pokahorninu hjá stærri fyrirtækjunum og þvi fer sem fer. En svo vikið sé að öðru rétt i lok þessarar greinar, þá kom i ljós, að þátttaka i verkfalli 1. og 2. marz sl. var mjög misjöfn. I Borgarnesi, svo dæmi sé tek- iö, var talið að 2/3 hlutar kennara hefðu farið i eins dags verkfall, og mjög fáir opinberir starfsmenn mastt til vinnu hjá vegagerðinni. Taldist Guðmundi Sigurðssyni kennara i Borgarnesi svo til, að i það heila hefði þátttaka opin- berra starfsmanna verið innan við 50%. Ég sem þessar linur rita, hefði talið rétt að fara ekki út i verk- fallsaðgerðir að svo komu máli, en gefa rikisstjórninni rækilega aðvörun og stöðva svo allt saman 1. april. Þá hefðu ráðamenn feng- ið að finna fyrir þvi að greiða úr þeirri flækju rétt fyrir kosningar og þá hefðu skrautfjaðrirnar fok- ið rækilega af þeim. Marias Sveinsson Utanrlkismálanefnd SUJ boðar til ráðstefnu að Munaðarnesi í Borgarfirði, dagana 7., 8. og 9. apríl nk. Ráðstefnan mun f jalla um kosn- ingabaráttu Alþýðuflokksins — aðferðir og leiðir. Þátttaka er öllum frjáls. þátttaka tilkynnist í sfma 15020 fyrir kl. 15.00 föstudag7. apríl [Kosningabarátta Alþýöuflokksins adferdir og leiðir Benedikt Grondal Bjarni P. Magnússon Guðmundur Bjarnason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.