Alþýðublaðið - 06.04.1978, Side 10
10
Fimmtudagur 6. apríl 1978. SSSSS"'
FREEPORTKLÚBBURINN
boðar til
ráðstEfnu
með
DR. FRANK HERZI.IN
eiganda og yfirlækni
FREEPORT HOSPITAL
um cfnið
THE FREEPORT PHILOSOPHY
FOR SUCCESSFUL LIVING
að
HÓTEL SÖGU
laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. apríl 1978
kl. 10-12 og 13.30-16.00 báða dagana
Ráðstefnan er öllum opin
Þátttökugiald kr. 3.000.00 greiðist við innganginn
Skógræktarkynning 6.-9. april
OLA BÖRSET prófessor, við landbúnað-
arháskólann i Ási i Noregi flytur erindi um
skógrækt á norðurslóðum i kvöld kl. 20.30.
Skógræktarsýning i anddyri.
Verið velkomin Skógræktarfélag íslands
Norræna húsið Skógrækt rikisins.
Ert þú fólagi í Rauða krössinum r
Deildir fólagsins eru um land allt.
RAUÐI KROSS ÍSLANDS iiH
Útboð
Tilboð óskast i byggingu viðbyggingar við
Grunnskóla Eskifjarðar.
Útboðsgögn verða afhent á Skrifstofu
Eskifjarðarbæjar frá og með föstudegin-
um 7. april 1978.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Eskifjarð-
arbæjar mánudaginn 24. april 1978 kl.
Bæjarstjórinn á Eskifirði.
Askell Jónsson.
i
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Guðmundina Þorleifsdóttir,
áöur Hellisgötu 22 Hafnarfiröi, andaðist 3. april s.l.
Þorleifur Gunnarsson, Jón Gunnarsson, Helgi Gunnars-
son, Guðrún Gunnarsdóttir og tengdabörn og barnabörn.
Fáksmenn 7
halla, og loks lagðar á torfristur.
Reynir Vilhjálmsson garðarki-
tekt hefur skipulagt og teiknað
svæðið. Umskipti hafa orðið mikil
við þessar framkvæmdir. Þar
sem áður voru mol.darbingir má
nú sjá fanngræna brekkuna.
Fleiri minni skákir á svæðinu
voru jafnaðar og sáð i grasfræi.
Einnig var ekið miklu magni af
gróðurmold i svæðið innan
gæðingavallarins, sem siðan var
jafnað og sáð i. Allar þessar
framkvæmdir voru unnar að
mikluleiti af nokkrum Fáksfélög-
um i sjálfboðaliðsvinnu
Vert er að geta hinnar margvis-
legu aðstoðar og skilnings sem
Reykjavikurborg hefur sýnt
félaginu, en Borgin lét félaginu i
té allar torfristur og það grasfræ
sem notað var við frágang svæð-
isins, endurgjaldslaust. Félagið
fékk einnig lánuð öll tæki og áhöld
sem með þurfti hjá Borginni. Vill
stjórnin láta i ljós bestu þakkir
fyrir þetta.
Simi hefur nú verið lagður frá
Veðbanka og niður i dómpallinn á
Skeiðvellinum.
Hafin er breyting á félags-
heimilinu við Elliðaárnar. Eru
veggir færðir út á pallinn að hluta
við norður og vestur gafl hússins,
en við þetta stækka- r skrifstofu-
húsnæðið til muna. Hefur það
lengi verið bæði of litið og ófull-
nægjandi, einkum þegar hugsað
er til hinnar mjög svo auknu
starfsemi og umsvifa félagsins.
Mikið hefur verið kvartað um
þungt loft og reykjarmökk á
mannamótum í félagsheimilinu.
A þessu hefur nú verið ráðin bót,
með þvi að loftræstikerfi var sett i
húsið i haust.
Utvarp 9
reglan hefur reynt aö hafa hendur
i hári þeirra og leitað þeirra
beggja vegna landamæranna.
Margir háskólar hafa hrifist
með „Utvarpsbylgjunni” og
stofnsett eigin útvarpsstöðvar, og
ein sjóræningjastðð á Bretagne-
skaga hefur meira að segja tekið
til að útvarpa á bretonsku, mál-
lýzku ibúanna á svæðinu.
Franskt sjónvarp í stað
þess ameríska
1 Paris hefur útvarp Abbesses
sent út annan hvern laugardag
siðan i sumar. Samtimis hefur
rikisrekið sjónvarp legiö undir
þungri gagnrýni i þinginu.
1 skýrslu le Tacs, þingmanns,
er sagt, að sjónvarpið birti allt of
mikið af endurteknu amerísku
1 SKIPatlTGLRB KIMSINS.
1H/s Esja
fer frá Reykjavlk þriðjudag-
inn 11. þ.m. vestur um land I
hringferð og tekur vörur á eft-
irtaldar hafnir: tsafjörð,
Akureyri, Húsavfk, Raufar-
höfn, Þórshöfn, Bakkafjörð,
Vopnafjörð, Borgarfjörð
eystri, Seyðisfjörð, Neskaup-
stað, Eskifjörð, Reyðarfjörö,
Fáskrúðsfjörö, Stöðvarfjörö,
Breiödalsvlk, Djúpavog og
Hornafjörð. Móttaka, fimmtu-
dag, föstudag og til hádegis á
mánudag.
Ws Baldur
fer frá Reykjavfk miðviku-
daginn 12. þ.m. til Þingeyrar
og Breiðafjarðarhafna. Vöru-
móttaka alla virka daga nema
laugardag til 11. þ.m.
M/s Hekla
fer frá Reykjavlk föstudaginn
14. þ.m. vestur um land til
Akureyrar og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Patreks-
fjörð, (Tálknafjörð og Bildu-
dal um Patreksfjörö),
(Bolungarvik um tsafjörð),
isafjörð, Norðurfjörö, Siglu-
fjörð og Akureyri. Móttaka
alla virka daga nema laugar-
dag til 13. þ.m.
Ftofcksstarff*
Aðalfundur Kvenfélags
Alþýðuflokksins í Reykjavík
verður haldinn 13. april nk. i Alþýðuhúsinu við Hverfis-
götu.
Dagskrá: Venjuleg Aðalfundarstörf
önnur mál.
Stjórnin
efni og pólitiskumumræöuþáttum
frá Ameriku i franska sjónvarp-
inu. Samtimis eru hinar þrjár
frönsku sjónvarpsrásir gagn-
rýndar fyrir það að styrkja
franskan kvikmyndaiðnað ekki
nægilega.
Margir stjórnmálamenn sjá
samt ekki annan kost en að við-
halda rikiseinokuninni á útvarpi
og sjónvarpi, en færa einokunina i
dálitið nútimalegra form til að
forða hreinni ringulreið á út-
varpsbylgjunum. Siðustu atburð-
ir i þessum málum i Frakklandi
benda eindregið til þess að
breytinga sé von á fyrirkomulagi
útsendinga útvarps og sjónvarps
— og það fyrr en siðar.
(Endursagt úr AkrúeltJ
Ræflarokk 7
að fá aðstoð við að sprauta blóði
og svita á föt sina. Einnig hefur
hið þekkta vöruhús Macy’s i New
York tekið upp slagorð, sem hefur
tvöfalda merkingu”: „Klæddur
til dauða” og framleiðir nú
skyrtuboli með brunagötum og
rifnum sem haldið er saman með
öryggisnælum. Verðið er 16$ fyrir
stykkið! 1 Ræflabúðinni Surival i
Paris er dauður flugmaður
spenntur niður i sæti og undan
hjálmi hans flýtur blóð yfir and-
litið. En blóðið er óekta og and-
litið úr gúmmii.
Ef til vill er það táknrænt fyrir
ræfildóminn.
Adgerdir 1
yfir I meira en mánuð án nokkurs
minnsta árangurs og þvi augljóst,
að mati Verkamannasambands-
ins, að atvinnurekendur hyggja
ekki á neina samninga. Þess
vegna leggur Verkamannasam-
bandið í þessar aðgerðir. Án að-
gerða sambandsins verða engir
samningar gerðir við verkafólk.”
Deila 12
1 kaupránslögunum er talaö
um, að vfsitölubætur skuli vera
50% af hækkun á verðbótarvisi-
tölu en i lögunum er ekki minnst á
framfærzluvísitöluna. Því álita
flugmenn, að þeir eigi að fá sínar
vísitölubætur óskertar. Stjórn
Flugleiöa telur hins vegar að
sömu reglur eigi að gilda fyrir
framfærzluvisitöluna.
Tillögur til lausnar
1 gær lögöu Loftleiöaflugmenn
fram tillögu til lausnar deilunni.
Tillögurnar voru þessar:
„Greiddar verði umdeildar
framfærzluvfsitölubætur á laun
flugmanna Loftleiða skv. kjara-
samningi umsvifalaust. Deilan
verði lögð í dóm, þ.e. Borgardóm
Reykjavlkur. Báöir aöilar munu
hlita þeim dómi”.
Með tillögunni var greinargerö
og stóð þar m.a.:
„Deilan snýst, sem kunnugt er
um, hvort greiða skuli fulla fram-
færzluvísitölu á laun, sem greidd
eru skv. samningi, sem undirrit-
aður var 28. apríl 1976.
Lög þau, frá Alþingi, um efna-
hagsráðstafanir, taka aðeins til
verðbótavisitölu og verðbóta-
auka, sem gildir fyrir siðustu
kjarasamninga ASÍ og annarra
félaga, sem sömdu á sama tima.
Augljóst má vera, að það er
samningsbrot, að skipta um visi-
tölutryggingu, þ.e.a.s. úr fram-
færzluvísitölu, sem sfðast var
greidd á nóvember laun, en
samningar voru lausir 15. októ-
ber, yfir i hálfa verðbótarvfsitölu
á marzlaun, að flugmönnum for-
spurðum og þrátt fyrir marglt-
rekaðar aðvaranir stéttarfélags-
ins um, að ströngum félagslegum
aðgerðum yröi beitt, ef af slfku
yrði.
Flugmenn Loftleiða telja sig
standa föstum fótum lagalega, i
þessari deilu og hafa lagt eftirfar-
andi tillögu fyrir stjórn Loftleiða,
til lausnar deilunnar”.
Þessari tillögu svaraði stjórn
Flugleiða á þessa leið:
„Stjórn Flugleiða h/f samþykk-
ir að ágreiningsefniö verði lagt
fyrir Félagsdóm sbr. 44. gr. laga
nr. 80/1938, svo og sbr. 47. gr.
sömu laga. Báðir aðilar muni
hlíta niðurstöðu Félagsdóms. Fé-
lagsmenn yðar hefji störf tafar-
laust.
Svar yðar við framanskráðri
tillögu berist fyrir kl. 24.00 f dag”.
Þessu til frekari skýringar
sögðu Flugleiðamenn, að Félags-
dómur gæti afgreitt sllkt mál á
einni til tveim vikum meðan þaö
tæki Borgardóm 1-2 ár, ef Borg-
ardómur á annað borð fengist til
að taka slikt mál fyrir.
Stjórn Flugleiða boðaði félags-
menn i FLF á fund í gær klukkan
20.30.
Visitölumálið hluti af
stærra máli?
— A fundinum, sem stjórn
Flugleiða hélt með fréttamönnum
I gær, sagði örn O. Johnson. —
Við teljum, að i reynd sé visitölu-
máliö aðeins hluti af miklu stærra
máli. Það eru fleiri mál sem á-
greiningur er um, en þau mál eru
fyrir utan hinn almenna kjara-
samning.
Þetta munu einkum vera þrjú
atriði.
I fyrsta lagi um þá ákvörðun
Flugleiða að gera alla flugmenn
Flugfélagsins og Loftleiða að
starfsmönnum Flugleiöa og sam-
eina starfsaldurslistana.
í öðru lagi eru þaö starfs-
mannaráðningar.
Og i þriðja lagi ósk Loftleiða-
flugmanna að fá að fljúga á leiö-
um Air Bahama.
Orn O. Johnson áleit aö þessi
þrjú mál ættu fullt eins mikinn
hlut að máli og vísitölumálið.
Alþýðublaðið bar þetta undir
talsmenn Loftleiðaflugmanna f
gær og sögðu þeir: — Viö erum að
sjálfsögðu óánægöir meö ýmis-
legt en aögerðir okkar núna eru
eingöngu vegna vlsitölumálsins.
Fyrirtækið stendur illa
A fundinum i gær kom að lokum
fram, að tap Flugleiða i beinhörð-
um peningum á þessum eina
sólarhring, sem verkfallið hafði
staðið,næmi 44 milljónum króna.
Sá kostnaður er falinn i kostnaði
vegna farþeganna á Islandi, svo
sem hótel, matur og skoðunar-
ferðir, aukaflugkostnaður, hótel
erlendis og leiga á flugvélum.
— Flugleiöir standa mjög illa
fjárhagslega, sagði örn O. John-
son. — Samkeppnin er orðin svo
geysihörð. Verkföll, tafir og óá-
reiöanleiki I flugáætlunum setur
fólk ekki tekjumegin hjá okkur,
er það velur sér flugfélag. Þannig
er greinilegt, að meira tjón hlýzt
af slikum aögerðum en hrein pen-
ingaútlát vegna þessara 500 far-
þega. Flugleiðir þola ekki með
góðu móti slik skakkaföll. —ATA
■ Munið •
alþjóðlegt
hjálparstarf
Raúða
krossins.
RAUÐI KROSS tSLANDS
CjÍ- - . * -i »