Alþýðublaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. apríl 1978 Pyrrum deildarstjóri ábyrgðardeildar Landsbankans: Gerdi tilraun til ad draga sér rúmar sex milljónir kr. — rétt ádur en upp komst um áralöng fjársvik hans vid bankann Leigjendur undirbúa stofnfund Mánudaginn 17. april verður haldinn opinn undirbúningsfundur vegna stofnunar leigjendasamtaka. Fundurinn verður hald-. inn í Alþýðuhússkiallar- anum við Hverfisgötu og hefst kl. 20.30. Á fundinum verða kynnt lög, sem vernda hagsmuni leigjenda í nágrannalöndunum og hlutverk verkalýðs- hreyfingarinnar í þess- um efnum rætt. Þá verða almennar umræð- ur um markmið og form leigjendasamtaka, sem ætlunin er að stofna sfð- ar í þessum mánuði. Fundarstjóri verður Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafólks. Stuttávörp flytja Hauk- ur Már Haraldsson, blaðafulltrúi ASI, sem setur fundinn, Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasam- bands Islands og Arnmundur Backmann, lögfræðingur. Fundurinn er opinn öllu áhugafólkí og gefst þar væntanlega tækifæri til þess að mynda sér- staka starfshópa í ein- staka málaflokka, sem tengjast stofnun og markmiði samtakanna, auk þess sem skipuð verður 5-7 manna undir- búningsnefnd, sem boð- ar til stofnfundar leigjendasamtaka siðar i þessum mánuði. Hugmyndir um verkefni starfshópa: 1. Starfshópur sem viði að sér upplýsingum og geri upp- kast að leigusamningi, sem opinberir aðilar gæfu út. Starfshópurinn gefi sérstak- lega gaum aö uppsagnar- ákvæðum. 2. Starfshópur sem kanni hvar leiguhúsnæði er helst að finna i borginni, hverjir eru leigusalar fyrir utan Reykjavikurborg, hvernig fyrirframgreiðslu er háttað, hvert leiguverðiö er á almennum markaði o.s.frv. 3. Starfshópur sem kanni á hvern hátt leiguhúsnæði skuli metið með tilliti til aö- búnaðar, miðað við venju- lega ibúö. Ath. Fatseigna- mat rikisins til hliðsjónar. 4. Starfshópur sem vinni að þvi að koma strax inn ákvæðum i frumvarp sem liggur fyrir Alþingi að skattalögum, til þess að tryggja aö leiga verði frádráttarbær til skatts og að rétt leiga verði uppgefin. 5. Starfshópur sem kanni möguleika á veröbindingu leigu og eftirliti meö lögum, sem um leigjendamál kunna að vera sett, beri saman við önnur lönd o.þ.h. 6. Starfhópur sem kanni hvar og hversu aigengt heilsu- spillandi húsnæði er I borg- inni, hverjir eru eigendur þess, hvernig eftirliti og lög- um er háttað, hvaða sjúk- dómar tengjast sliku hús- næði o.n. sem tengist þvl. 7. Starfshópur sem kanni hvar leiguibúðir Reykjavikur- borgar eru, i hvernig ástandi, á hvaö þær leigjast, hverjir eru eigendur hús- Frh. á 10. siöu Haukur Heiðar fyrrum deildarstjóri ábyrgðar- og innheimtudeildar Lands- banka islands hefur játað að hafa gert tilraun til að svikja út rúmar 6 milljónir króna rétt áður en upp komst um fjársvik hans við bankann. Þetta kemur meðal ann- ars fram í fréttatilkynn- ingu sem rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins lét frá sér fara í gær varðandi hið umfangsmikla fjársvika- mál í ábyrgðardeild Landsbanka islands. í fréttatilkynningunni kemur fram að deildarstjórinn fyrrvér- andi hefur viðurkennt að hafa á árunum 1970-1977 dregið aö sér samtals rúma 51 milljón króna i 25 tilfellum. bá segir að til að koma fjár- drættinum i kring hafi Haukur ýmist falsað skjöl eða skotið skjölum undan og þá útbúið ný skjöl i staöinn, en annars efnis en þau sem undan var skotið. 1 þeim tilfellum byggðist framkvæmdin á þvi, að eftir að innborgunar- og útborgunarskjöl höfðu farið um hendur gjaldkera fékk Haukur Heiðar þau aftur til baka og þar með tækifæri til að breyta þeim áður en hann afhenti þau viökom- andi viðskiptamannLMeö þessum hætti tókst honum að skapa mis- ræmi á milli þeirra fjárhæða, er viðskiptamaðurinn greiddi i þóknun og vexti o.fl. gjöld vegna erlendra ábyrgða og innheimtu- vixla.og þeirra upphæðá, sem til bankans runnu vegna þessara sömu viðskipta. Mismunur sem þannig skapaöist var siðan notað- ur til greiðslu krafna á islensk fyrirtæki, sem þau sföan endur- greiddu Hauki Heiðari þessar fjárhæðir beint. 1 frétt rannsóknarlögreglu- stjóra kemur fram að á siðari stigum málsins hefur rannsóknin beinzt aö þvi hvernig Haukur Heiðar hefur ráöstafaö þvl fé sem hann hefur viðurkennt að hafa dregiö sér. Hefur I þvi sambandi komið fram, aö hann hefur komið verulegum fjármunum til geymslu i banka I Sviss, en Hauk- ur Heiðar hefur hins vegar neitað að skýra frá þvi hvenaer og meö hverjum hætti fjármununum var komið þangað. Vegna rannsóknar þessa máls var stofnaö til sérstakrar athug- unar á ábyrgðarskjölum bankans Við byggóum 150m2 einbýlíshús í Reykjavik á fjórum dögum! manudagui—[ EKIÐ TIL REYKJAVÍKUR pþnójudagui— AFHENDING EININGA iHUSETNINGARHFlf «11 ■fimmtudagun Húsið var af hent uppsett og frágengió til innréttingar, á 4 dögum rmiðvikudagur UPPSETNING tilbúið til innréttingar Gjörið svo vel.... skoðið kosti húseininga með eigin augum Einbýlishúsið að Steinaseli 1 Breiðholti LAUGARDAG 15.4: KL.14-22 SUNNUDAG 16.4: KL.14-22 SIGLUFIRÐI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.