Alþýðublaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.04.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 22apríl 1978 9 Nokkrir leikmannsþankar Hinir „stærri” spá- menn í beinu framhaldi af fyrri ábendingum um gildi hinnar sérstæðu lista - og mennta- stefnu Kristins E. Andréssonar og áhrifa hennar á miðlunga og þar fyrk- neðan, verður að lita til nokkurfa, sem meira máttu sin. Hér er vitanlega um að ræða leikmannsþanka, er *kki álit sjálfskipaðs rfienningarvita, siztþeirrartegundar, sem þá óx úr grasi. Kiljan. Halldór Kiljan Laxness hafði um þessar mundir getið sér nokkurt rithöfundarnafn, viða farið og við margt fengizt, gerð- ist kaþólskur um tima og var i trúarvissu sinni þá fullt svo kaþólskur sem hans heilagleiki — páfinn sjálfur! Af þvi mátti ráða, að hógværð og hjartans litillæti yrði ekki hans sierka hlið, ef skipt yrði um „trúarbrögð”. Sú varð og raunin á. Undir handarjaðri Kristins gerðist hann einn um, svifamesti trúboði kommún-, ismans og sparaði hvergi al- vöruþungann i skrifum sinum. Marksteinninn á þeim ferli eru frásagnir hans af hinum ill- ræmdu „réttarhötdum ? Moskvu” og auðskilin samúð með hinu Staliniska blóðbaði i útfealli af þeim. Siðar bættust svo við margskemar furðuskrif i upphafi stýrjaldarinnar, svo sem „Afanginn til Veiksel” og fleira i þeim dúr. Einkenni þessara skrifa voru hmfdflöt undirgefni undir hið Stalinska blóðveldi og allt þess æði. Mætti verða löng bið þess, að úr penna frjálsborins tslendings fljóti önnur eins lág- kúra menguð mannvonzku og mannfyrirlitningu, en skömmin þvi lengur uppi. Um það bil 20 fyrstu mánuð- ina af styrjaldartimanum hélt þessiþemba áfram með tilheyr- andi ónotum um Breta, unz svo kom, að Bretavinnan varð á einni nóttu „landvarnavinna” i stað „landráðavinnu” áður, að hann tók að skrifa i blöð, sem gefin voru út á ensku hér á Islandi, handa brezká hernum! Um hin siðari sinnaskipti hans, verða menn að hafa orð hans sjálfs, hvort sem trúleg þykja eður ei. En hitt má vc-ra vorkunnar mál, að hafa leitað á fengsælli mið, þegar eljan við hið kommúniska trúboð fékk jafnlitla umbun, ekkisvomikið sem rúgbrauðskross, hvað þá annað þyngra i vasa, svo vitað sé! Verða siðari kapitular úr Sktíldferlinum hér ekki raktir. Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes Jótóasson ha fði kvatt sér hljóðs á skáldaþingi með verulegum myndarbrag. Hver, sem les af athygli ljóð hans frá upphafi skáldferils, sér i anda óspilltan, rómantizkan sveita- dreng, sem naut UGafeaT og lifs- fyllingar af sambúð við ætt og umhverfi. Um þessár lifsrætur sinar orti hann bezt og var enda skáld gott. Þar kom viða fram trega- blandin ástúð til alls sem li^ og honum var hugumkært, {jo oft örli á nokkuð upphafinni róman- tik. Nokkuðglöggtdæmi um það má finna i' tjáningu hans á þvi, að það væri ekki við hæfi, að Islendingar bæru annað en lit- klæði, þegar þeir söfnuðust saman á helgistað þjóðarmnar — Þingvöllum —til aö minnast 1000 ára afmælis Alþingis. Jóhannes var ekki i eðli sinu neinn baráttumaður, sem lik- legt væriað hefði nokkurn hug á mannvi'gum, eða aftökum, sizt án dóms og laga. En þess tók fljótt að gæta, eftir að hann skirðist til sér- trúarflokks Kristins, að um verulega hnignun var að ræða. Telja verður að þar hafi fyrsta skáldsaga hans: „Og björgin klofnuðu”, verið nokkur marksteinn. Fleat af þvi, sem þar kemur fram, virrist flutt hálfgert utangarna, þó reynt væri að fylgja hinni frægu formúlu! t fyrsta lagi var sagan i litlu samræmi við nafnið. Þar klofn- uðu engin björg og efnismeðferð öll var við hæfi utanaðlærðrar forskriftar, en laus við allan sannfæringarmátt. Þannig fer flestum,sem iðka þaðað talaúr annarra buxum án eigin lifs- reynslu. Helzt mátti finna eitthvað, sem trúverðugt gæti talizt i samfaralýsingum sögiiníiar, þó á hinn bóginn mættu kallast fluttar af fremur subbulegri ná- kvæmni. Vissulega verður einTeldni i fylgd við menn eða málefni mörgum að fótakefli, en það er þó þvi hörmulegra þegar slikt kostar menn að hafa hreinlega endaskipti á sjálfum sér og sinu innsta eðli, hvað sem allri trúarvissuliöur iþanneðaþann svipinn. Hamskipti Jóhannesar úr Kötlum og klæðaskipti úr lit- klæðum æskuára i Rússablússu er — á sinn hátt — menningar- legur harmleikur. Þegar vinur gróandi lifs umturnast i loftungu á sóðaleg- um mannkynsböðli, verður naumast hrapað lengra niður mannlifshjarnið. Gjöld fyrir fylgd við ranga og óholla leið- sögu, eru oftlega þung. boðs, enda aldrei harðsnúinn trúboði i þeim hópi. Steinn'var löngum einfari að eðli og þvi er liklegt að góð greindoggjörhygli hafi átt sinn þátt i að beina sjónum hans að þeirri hræsni og fláttaskap, sem jafnan hefur verið fastur fylgi- fiskur náttúrukommúnista. Staðfestingu á þessu fékk hann svo samstundis, þegar honum gafst kostur á að lita með eigin augum undir yfir- borðið, og hann sagði sundur griðum. Af þessu stutta yfirliti verðúr bepf, að Aðalsteinn Kristmunds- son, gat borið sinar skáldf jaönr ósviðnar, þó hans hafi um hrið villzt fullnærri eldinum. Skilur þar á milli feigs og ófeigs. (S£ngum er meiri nauðsyn en næmgeðja skáldum, að vera þeir sjálfir gegnum þykkt og þunnt. Klæðnaður annarra, þó glæstur virðist á yfirborði, fer og engum verr en þeim. Steinn Steii-arr. Aðalsteinn Kristifiundsson, sísm var hans skirnarnaþi, réð- ist um hrið nokkuð undir ára- burð Kristins Andréssonar. Enginn var hann vigamaður, þó hann gripi oft á kaldhæðinn hátt á mörgum mannfélagskýl- isn. Vel má vera, að hann hafi laðazt nokkuð að hinu hástemmda lofi um órimuðu ljóðin, en þau voru honum bæði viðfangs- og áhugaefni. Má enda óhætt fullyrða, að i þeim efnum næðihann sýnu iengra en flestir samtiðarmenn hans. En með þvi' hann var skáld gott, sem einnig sjást glögg merki á þvi, að honum var handhaagt að bregða fyrir sig hinu hefð- bundna ljóðformi, svo tók hreint úr höggi — talað á máli fornra sláttumanna, bar hann höfuð og hebðar yfir ýmsa þá, sem vildu feta i slóð hans. Trúlegt er, að hann hafi jafn- an borið i brjósti verulegan ugg um réttmæti hins rússneska trú- f HREÍNSKILNI SAGT Oddur A. Sigurjónsson Fulltrúaráð JUþýðuflokksfélaganna í Reykjavík boðar til kjördæmisþings, laugardaginn 22. apríl að Hótel Esju og hefst það kl. 10.00 f. hd. Verkefni þingsins er lokafrágangur stefnuskrár Alþýðuflokksins í borgarstjórnarmálum 1. Formaður fulltrúaráðsins, Sigurður E. Guðmundsson setur ráðstefnuna 2. Stutt framsöguerindi um eftirfarandi málaflokka: Atvinnumál, Björgvin Gudmundsson, félagsmál: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, húsnæðismál: Sigurður E. Guðmundsson, skólamál: Helga Möller, æskulýðsmál: Omar Morthens, atvinnulýðræði: Bjarni P. Magnússon 3. Hópstarf og matur snæddur á Esjubergi 4. Um kl. 14.00 umræður og ráðstefnunni síðan slitið um kl. 16.00 Rétt til setu á þinginu eiga allir fulltrúaráðsmeðlimir, aðalmenn og varamenn, allir frambjóðendur flokksins til Alþingis og borgarstjórnarkosninga. Fulltrúar Alþýðuflokksins i verkalýðsfélögum i Reykjavik sem sátu síðasta þing ASÍ, svo og fulltrúar flokksins innan aðildarfélaga BSRB i Reykjavik, sem sátu siðasta þing sambandsins. Formaðu^ulltrúaráðsins Sigurður E. Guðmundsson ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.