Alþýðublaðið - 11.06.1978, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 11.06.1978, Qupperneq 2
Sunnudagur 11. júní 1978 alþýóu- blaðið Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Hekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurösson. Aösetur ritstjórnar er i Slöumúla 11, simi 81866. Prentun: Biaöaprent h.f. Áskriftaverö 2000 krónur á mán- uöi og 100 krónur i lausasölu. Mannréttindi kjósenda Alþýðuflokkurinn hefur hrundið af stað bar- áttu fyrir nýju mannréttindamáli, með þvi að hætta að hafa fulltrúa i kjördeildum kosninga til að fylgjast með hverjir kjósa og hverjir ekki. Það hefur nú fengizt staðfest, að kjósend- ur þurfa ekki að láta njósnara flokkanna vita, er þeir kjósa. Ef þeir sýna aðeins nafnskirteini eða ökuskirteini, skal nafnþeirra ekki lesið upp. Samkvæmt stjórnarskránni er atkvæða- greiðsla leynileg. Kjósendur eru einir i kjör- ldefanum, en eiga þeir ekki rétt á að halda þvi leyndu, sem einkamáli, hvort þeir kjósa eða ekki? 1~ borgarstjórnarkosningunum i Reykjavik sat mikill f jöldi kjósenda heima. Þetta voru hjá fjölda þeirra visvitandi mótmæli gegn Sjálf- stæðisflokknum, þótt þetta fólk vildi ekki kjósa aðra. En Sjálfstæðisflokkurinn fylgdist með þvi hverjir kusu ekki, og flokkurinn hefur ná- kvæmar skrár yfir stjómmálaskoðanir svo til allra kjósenda. Flokkurinn veit þvi, hverjir af stuðningsmönnum hans sátu heima, nafn fyrir nafn. Ætli það fólk eigi sjö dagana sæla um þessar mundir, þegar hin volduga maskina Sjálfstæðisflokksins tekur það i gegn fyrir að fella gamla meirihlutann i höfuðborginni? Hvers konar lýðfrelsi og hvers konar leynileg kosning er það, þegar stjómmálaflokkur getur haft slika aðstöðu gagnvart fólki, sem óskaði að láta i ljós mótmæli með þvi að greiða ekki atkvæði? Er þetta einstaklingsfrelsi og lýð- ræði, sem Islendingar sætta sig við. Persónuskrár stóru flokkanna gegna fleiri hlutverkum. Áhrifamenn flokkanna lita i skrámar þegar úthlutað er lánum, lóðum, stöðum eða öðru, og þannig hefur pólitikin óeðlilegustu og hættulegustu áhrif sin á lif fólksins. Þetta er staðreynd sem kunnugir þekkja vel — og ekki er langt siðan það komst upp að fulltrúi framsóknarmanna i húsnæðis- málastjórn hafði merktar nafnaskrár frá flokksskrifstofu sinni þegar ákveðin voru út- lán. Allt þetta kerfi er löngu úrelt og telst til spill- ingar liðinna tima i öðrum löndum. Islendingar verða að taka rögg á sig og hrinda af sér þessu flokksoki og öllum þeim pólitisku sérréttindum og spillingu, sem á kerfinu byggist. Annað sæmir ekki menntaðri lýðræðisþjóð á okkar dögum. BGr Fulltrúaráðið — Reykjavík Fulltrúaráö Alþýöuflokksins er kvatt saman til fundar, næstkomandi mánudag 12. júnf kl. 20.30, I Alþýöuhúsinu viö Hverfisgötu. Fundarefni: Uppkast aö málefnasamningi viö Alþýöu- bandaiag og Framsóknarflokk i borgarstjórn Rvikur. Nauðsyn að gefa gaum öryggi og hollustuháttum á vinnustöðum (Greinargerð með tillögu um hollustu- hætti á vinnustöðum, sem flutt var á Alþingi i vetur). Alvarleg vinnuslys undan- farna mánuöi sýna aö rik nauö- syn er aö gefa gaum aö öryggi og hollustuháttum á vinnustöö- um um land allt. Sú heildar- athugun og úttekt á þeim mál- um, sem tillaga þessi fjallar um, mundi án efa leiöa i ljós fjölmargar hættur sem unnt er aö fyrirbyggja. Auk þess mundi hún veröa ómetanleg stoö viö þá endurskoöun laga um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stööum sem nú stendur yfir. í viöræöum um kjarasamn- inga siöastliöiö sumar lagöi verkalýöshreyfingin mikla áheralu á aö lög um aöbúnaö, hollustuhætti og öryggi á vinnú- stööum yröu endursamin. Meö bréfi 22. júnl féllst rikisstjórnin á aö skipa 9 manna nefnd til aö vinna þaö verk, og skyldi stefna aö þvl, aö ný lög taki gildi eigi slöar en I ársbyriun 1979. Þá lagöi verkalýöshreyfingin jöfnum höndum áherzju á, aö „gerö veröi sérstök allsherjar- athugun og úttekt á ástandi aö- búnaöar og hollustuhátta á vinnustööum”. Var þess óskaö, Gamall jafnaðarmaöur skrifar: DAUÐANN í ScR... ÞAÐ BER Arið 1974 þann 30. mai nánar tiltekið fyrir röskum fjórum ár- um birti Alþýöublaðið bréf frá Hannibal Valdimarssyni, þáver- andi formanni Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna til vara- formanns Sfv. Magnúsar Torfa ólafssonar. Þar sem nefnt bréf er opið plagg og aungvar hömlur sjáanlegar lagöar.á aö ekki sé leyfilegt að endurprenta þaö vildi ég endurvekja efni þess og fer bréfið hér á eftir. „Menntamálaráðherra Magnús Torfi Ólafsson Varaformaöur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna Safamýri 46, Reykjavflc. Reykjavik 28. mal 1974. Meö bréfi þessu afhendi ég þér sem varaformanni Samtaka frjálslyndraog vinstrimanna all- an veg og vanda af formennsku I Samtökunum og dreg mig I hlé frá öflum trúnaðarstörfum og tr ún aöar umboöum , sem formannsstarfinu hafa veriö og eru tengd. Astæöurnar eru meöal annars þessar: Þú hefur ásamt öörum fengið þvl ráöiö, aö horfiö hefur veriö, amk. um sinn frá því hÖfuö- markmiöi Samtakanna aö sam- eina jafnaöarmenn I einum flokki. Einnig hefur veriö hafnaö þvi skrefi, sem nú var hægt aö stlga I sameiningarátt, meö samstarfi viö Alþýðuflokkinn I þessum alþingiskosningum. Lá þó fyrir sameiginleg grundvallarstefna og samþykki viö dægurmála- stefnu Samtakanna I öllum atriö- um nema einu, þar sem skoöana- blæbrigöi voru áskilin. Þú sagöir I blaöagrein, aö þaö bæri dauðann I sér, að sameinast Alþýöuflokknum. En ég segi annaö : Þaö ber dauöann I sér í' stjórnmálum aö svikjast frá. stefnumarki slnu og fyrirheitum. Isameiningarmálinu er nú hlaup- iöeftir hrævareldum. Þú ákvaðst að gerast meðflutningsmaöur aö frumvarpi um efnahagsmál, þótt samráöherra þinn, sem jafn- framt var forseti Alþýðusam- bands tslands, teldi þaðslika árás á samningsrétt frjálsrar verka- lýðshreyfingar, aö hann gæti með engu móti átt aöild aö flutningí þess. Þú átt nú hlutdeild aö setningu bráöabirgöalaga um mjög mikla kjaraskeröingu launþega og fár- ánlegar niöurgreiöslu-sjónhverf- ingar, sem allir sjá I gegnum sem grófa blekkingu. Þú virtir vettugi ákvöröun þngflokksins, er hann vegna ágreinings um efnahags- málin, samþykkti: 1. Aö staöfesta lausnarbeiöjnj Björns Jónssonar 2. Aö þingftokkurinn gæti ekki iengur átt aöild aö rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. 3. Aö hann afturkallaði tilnefn- ingu ráöherra sinna. 4. Aö þingflokkurinn bæri ekki lengur traust til rikisstjórnar ólafe Jóhannessonar, og skor- aöi þvi á hann aö biöjast þegar lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt. Eins og til aö undirstrika aö þú mætir einskisóskir og vilja allra I þingflokknum — aö þér einum undanteknum — hélst þú þér sem fastast I brikur ráöherrastólsins oglést þig hafa þaö aö taka við — bæta á þig —• ráöherraembættum Björns Jónssonar, þrátt fyrir það sem á undan var gengiö. Þrátt fyrir aö þriggja flokka ríkisstjórn ólafs Jóhannessonar, eins og allar sambræöslustjórnir slöari áratuga, væri byggö á hátiðlegu drengskaparioforöi um, aö þingrofsvaldi forsætisráöherra skyldiekki beitt, nema meösam- þykki allra stjórnarflokkanna, heldur skyldi stjórnin segja af sér, efsamstarfiðslitnaði — hefur þú gert Óiafi Jóhannessyni kleift aö rjúfa þing meö þeim löglausa hætti aö þjóðin er nú án löggjafar- samkomu og þingræðið lagt til hliöar um sinn. Auk þess hefur þessi atburð- arás nú leitt til þess, aö Samtökin fá ekki eðlilegt ráörúm til aö- geröa I sameiningarmálinu, svo sem æskilegt og nauösynlegt var, og orðiö heföi ef kosningar bæru aö meö venjulegum og eðlilegum hætti. Þá hefur þú nú upp á siðkastið ásamt þröngum hópi manna byggt starf þitt og aðgerðir á ákvöröunum flokksstjórnarfund- ar, sem undir lokin var ekki ályktunarfær, enda flestir flokks- stjórnarmenn utanaf landi farnir af fundi.— Slikt er hvorki traustur né gæfulegur grunnur til aö byggja á örlagarlkar ákvaröanir. Og I framhaldi af þessu hafiö þiö svo á næturfundi kosiö fram- kvæmdanefnd tíl aö stjórna fram- boösmálum Samtakanna ásamt meö Möðruvallahreyfingunni og hópi menntamanna úr Alþýöu- flokknum. Að sjálfsögöu tókst þú aö þér formennsku og leiösögn þessarar kosningastjórnar og hef ég aöeins heyrtum störfhennaraf viðtölum viö þig I fjölmiölum. Hlýt ég aö sjálfsögðu aö árna þér og ykkur öllum, sem þessa vegi hafa valið og þessum vinnu- brögöum beitt, allra heiila og góös gengis. En hér hljóta leiðir að skilja. Hálæröir menntamenn, sem ekki þurfa svo lágt aö lúta aö lita á sjónarmiö verkalýössam- taka, né viröa þau nokkurs i stefnumótun sinni og stjórnmála- ákvöröunum — ráða nú feröinni og halda um stýriö I Samtökum frjálsiyndra og vinstri manna. Formennskan er fengin þér I hendurmeðþessum llnum ásamt

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.