Alþýðublaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1978, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 12. júlí 1978 Bændur og efnahagsvandinn alþýðu- blaóió Ctgefandi: Alþýöufiokkurinn. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Slðu- múla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mánuöi og 100 krónur I lausa- sölu. Landbúnaðarmálin voru mikið til umræðu fyrir kosningar, og reyndu allir stjórnmálaf lokkarn- ir að höfða til bænda í ræðu og riti. Alþýðubandalagið gekk lengst í þeim efnum, gaf úr sér- stök bændablöð og hélt bænda- fundi. Vafalaust hefur því orðið eitthvað ágengt með málflutn- ingi sínum, enda reiði bænda- stéttarinnar í garð Framsóknar- flokksins mikil. Eftir kosningar hef ur hins veg- ar lítið verið rætt um málefni landbúnaðarins, sem þó er veru- legur hluti af þeim efnahags- vanda, sem nú er við að stríða. Engum blandast hugur um, að bændur eiga við mikla erfiðleika að etja. Framieiðslu- og verð- lagsmálin eru í miklum ólestri, mikil sölutregða er á af urðum og birgðir landbúnaðarafurða hafa hrannast upp. Stór þáttur í vanda bænda er hve seint þeir fá greitt fyrir af- urðir sínar. Ár, og jafnvel lengri tími, getur liðið frá því að þeir afhenda afurðir sínar og þar til þeim berast fullnaðargreiðslur. I þjóðfélagi þar sem verðbólga er 40 til 50% á ári, getur hver maður séð hvað verður um það fjár- magn, sem bændum ber. Þeir fá greitt f yrir vinnu sína í margfalt verðminni peningum en þeir lögðu f ram, þegar þeir viðuðu að sér til verksins. Þá er löngu Ijóst, að stefna sú, sem fylgt hefur verið í að hvetja bændur til að stækka bú sín, er röng. Bú af meðalstærð hafa sýnt beztu útkomuna. Ekkert hefur verið gert til að hagræða land- búnaðarframleiðslunni eftir landkostum, lítið gert til að afla nýrra og betri markaða fyrir ís- lenzka landbúnaðarframleiðslu og lítið gert til að auka hagræð- ingu í landbúnaði almennt. Endurskipulagning i landbún- aðarmálum á Islandi er mikil nauðsyn, og hlýtur að verða eitt af verkefnum næstu ríkisstjórn- ar. Jafnframt verður að auka upplýsingaflæði milli dreifbýlis og þéttbýlis, þannig að skilningur aukist og samband styrkist. Blómlegur landbúnaður er þjóð- inni mikil nauðsyn, og bændur eiga miklu meiri samleið með launþegum en almennt er álitið. Á undanförnum áratugum hef- ur gætt mikillar íhaldssemi á nær öllum sviðum landbúnaðar. Því hefur verið haldið fram, að bændastéttin væri íhaldssöm í eðli sínu og f remur bæri að líta á bændur sem atvinnurekendur en launþega. Þessi sjónarmið eru að breytast og um leið afstaða bænda til stjórnmálaflokkanna. Þetta kom skýrt fram í síðustu kosningum. Þeir flokkar, sem aðallega hafa sótt fylgi sitt til þéttbýlis- staða, mega ekki láta lönd og leið vanda landbúnaðarins. Það er bæði óréttmætt og rangt, ef bændastéttin þarf að styðjast við og treysta á einn stjórnmála- flokk. — Það mun ekki fjarri sanni, að þriðjungur bændastétt- arinnar býr nú við mjög erfið kjör, annar þriðjungur hefur rétt þokkalega afkomu og þeir, sem eftir eru, komast sæmilega og vel af. Það er íslenzkri launþegastétt í hag, að f ramleiðsla á landbúnað- arafurðum sé í góðu lagi, þar sé gætt fyllstu hagsýni og nútíma- legum vinnubrögðum beittá sviði rannsókna og við framleiðslu. Hagur bænda og annarra laun- þega í landinu f er saman. — Þess vegna er það skylda stjórnmála- f lokkanna að verða við þeirri ósk Stéttarsambands bænda að hef ja viðræður umvanda landbúnaðar- ins. —AG— 14. þing Norrænna leiklistarsambandsins FJALLAÐ IIM STÖÐU OG TENGSL LEIKRITAHÖFUNDA VIÐ LEIKHÚSIN Síðustu vikuna i maí var haldið i VASA i Finn- landi 14. þing Norræna leiklistarsambandsins en þing þessi eru haldin ann- að hvert ár. Hátt á annað hundrað manns sóttu þingið, leikhússtjórar, leikritahöfundar, leikar- ar, leikstjórar ofl. þar á meðal 6 fulltrúar frá Is- landi. Aö þessu sinni var einkum fjallað um stöðu leikritahöfunda og tengsl þeirra við leikhúsin. Var rætt um þetta efni í um- ræðuhópum og á stór- fundum, þar sem leik- ritahöfundar frá öllum Norðurlöndum kynntu sjónarmið sin í fram- söguerindum. Meðal framsögumanna á þing- inu var formaður Félags íslenskra leikritahöf- unda, örnólfur Árnason. 1 lok þingsins voru samþykkt- arýmsar ályktanir, þar sem lýst var yfir stuöningi við leikrita- höfunda og itrekuð sú skoðun þingfulltrúa að leikritahöf- undum yrðu veittir möguleikar á auknum tengslum við leikhús- in, ýmist meö fastráöningu eða á annan hátt. I ályktunum þingsins er m.a. mælst til þess að leikritahöfundar eigi kost á leiklistarmenntun til jafns við annaö leikhúsfólk. bá var lýst yfir samstöðu með finnskum leikritahöfundum, sem virðast fjárhagslega verst settir af nor- rænum höfundum og bent á leið- ir til úrbóta. bingiö lýsti yfir eindregnum stuðningi sinum viö starfsemi frjálsra leikhópa og skoraöi á yfirvöld að auka fjár- hagsstuðning til slikra hópaog var i þvi sambandi bent á þá möguleika, sem þessi starfsemi veitti leikritahöfundum. Sam- þykkt var að skora á Norrænu leiklistarnefndina, sem veitir styrki til gestaleikja, að láta norræn nútimaleikrit jafnan njóta forgangs við styrkveiting- . ar og þá ekki siður barnaleikrit en önnur verk. bingið lýsti yfir stuðningi sinum við þá ósk leik- ritahöfunda að fá sjálfir að ráð- stafa ákveðnum hluta þess fjár sem ætlaður er til norrænar framhaldsmenntunar á sviði leiklistar. Segja má, að allur vilji þingsins hafi beinst að þvi að bæta aðstöðu leikritahöfunda og veita þeim starfsaðstöðu og kjör til jafns við aðra fasta leik- hússtarfsmenn. Stjórn Norræna leiklistar- sambandsins var endurkjörin á binginu, formaður sambands- ins er Björn Lense Möller frá Danmörku en vara formaður, Sveinn Einarsson, bjóðleikhús- stjóri. í tengslum við þingið var haldinn fundur Norræna leik- stjórasambandsins og var Ritva Siikala frá Finnlandi endurkjör- inn formaður. Akveöiö var að næsta bing Norræan leiklistarsambandsins veröi haldið i Gautaborg vorið 1980. „Gengisuppfærslan” hækkaði erlend endurlán Seðlabanka um 3,1 milljarð Fjármálaráöuneytið sendir stundum frá sér fréttir um stööu ríkis- sjóðs. Þar er stööugt miðað við það, að jöfn- uður náist i rikisfjár- málum fyrir næstu áramót. — Ein slik frétt barst blaðinu i gær, og þrátt fyrir svart útlit eru þeir i fjármálaráðuneytinu bjartsýnir á jöfnuð, eins og lesa má: Eins og fram kom i fréttatii- kynningu ráöuneytisins frá 8. april s.l. um afkomu rikissjóðs við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs, er 1 greiðsluáætlun A-hluta rikissjóðs gert ráö fyrir jöfnuöi i rikisfjármálum i árslok 1978. Fjárþörf rikissjóös er hins vegar breytileg eftir mánuöum, þar sem tekjur innheimtast yfirleitt siöar á árinu en gjöld falla til. Fjárþörf rikissjóðs til að brúa slikt bU tekna og gjalda var 7,9 milljarðar kr. á fyrri árshelm- ingi þessa árs og er það 1,4 milljaröi kr. hærri fjárhæö en gert var ráð fyrir greiðslu- áætlun ríkissjóös í mars s.l. Frávikiö má m.a. rekja til greið6lna Rikisábyrgöasjóðs á skuldum Rafmagnsveitna rikis- ins viö Landsvirkjun og upp- gjörs útflutningsuppbóta á land- búnaðarafuröir vegna fyrriára, eins og fram kom i fréttatil- kynningu ráðuneytisins frá 8. april s.l. bá hafa greiðslur til Tryggingastofnunar rikisins oröiö hærri en áætlun geröi ráö fyrir, svo og viðskiptaskuldir viö rikissjóö sem stofnuð er til tímabundiö vegna skuldaviöur- kenninga aðflutningsfjalda. Gjöldreyndust71,4 milljaröar kr. á timabilinu janúar - júni eöa 2,4 milljöröum kr. umfram marsáætlun, einkum vegna al- mannatrygginga, útflutings- uppbóta á landbúnaöarafurðir vegna fyrri ára og rikis- ábyrgðasjóðs vegna vaskila- skulda RARIK. Tekjur reyndust samtals 65,2 milljarðar kr., og urðu þvi 2,5 milljarðar kr. um- fram áætlun. Óbeinir skattar námu 4,9 milljörðum kr. um- fram áætlun og munar þar mest um aðflutningsf jöld, 3,2 milljarða kr. Hins vegar reyndust beinir skattar 2,5 milljörðum kr. undir áætlun, Alþýðuflokksfólk Sumarferðalagið verður laugardaginn 15. júli. Upplýsingar á skrifstofu Alþýðuflokksins Hverfisgötu 8-10, simi 29244. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir júni- mánuð er 15. júli. Ber þá að skila skatt- inum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið 12. júli 1978 Gilwell námskeið Dagana 1.-7. sept. verður haldið Gilwell námskeið á Úlfljótsvatni. Þeir skátaforingjar sem eru 18 ára og hafa hug á að sækja námskeiðið, eru beðnir að tilkynna þátttöku á skrifstofu B.Í.S. s. 23190, fyrir 20. júli n.k. Stjórnandi nám- skeiðsins verður Viking Eiriksson. Þátt- tökugjald er 8.000,- kr. FORINGJAÞJÁLFUNARRÁÐ þ.e. tekju- og eignarskattar og sjúkratryggingagjald. Sam- kvæmt þessu námu umfram- tekjur sömu fjárhæð og um- framgjöld og var rekstrar- jöfnuöur rikissjóös á timabilinu janúar - júni þvi I samræmi við áætlun. Lánahreyfingar sýndu nettó-útstreymi að fjárhæð 0,2 milljarðar kr. sem er 0,1 milljarðikr. hagstæöari útkoma en áætlað haföi verið. bá varö nettó-útstreymi vegna við- skiptareikninga 2,0 milljarðar kr., en'ekki var gert ráð fyrir slikum hreyfingum i greiðslu- áætlun ársins. Skuldir rikissjóðs viö Seöla- bankann námu 14,9 milljörðum kr. í ársbyrjun 1978 og i júnilok 22,8 milljörðum kr. Að auki hækkuðu erlend endurlán Seðla- bankans til rikissjóðs um 3,1 milljarða kr. vegna gengisupp- færslu. 1 greiösluáætlun rikissjóðs fyrir árið 1978 frá þvi i mars s.l. er gert ráð fyrir lántökuþörf rikissjóös f Seölabankanum vegna reksturs A-hluta stofnana að fjárhæð rúmir 3 milljarðar kr. i lok þriðja ársfjórðungs og að jöfnuður hafi náðst I árslok. Reykjavik, 10. júli 1078.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.