Alþýðublaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 13. júlí 1978 aær Alþýðuflokki falin myndun ríkisstjórnar alþýðu- blaöíö Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múia 11, simi 81866. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð 2000 krónur á mánuði og 100 krónur I lausa- sölu. Forseti íslands hefur nú falið Benedikt Gröndal, formanni Alþýðuf lokksins, að hafa forustu um viðræður milli stjórnmála- f lokka til myndunar nýrrar ríkis- stjórnar, er njóti meirihlutafylg- is á Alþingi. — Samkvæmt vilja yfirgnæfandi meirihluta flokks- stjórnar og þingflokks Alþýðu- flokksins mun Benedikt fyrst kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisf lokks, svonefndrar nýsköpunarstjórnar. Ekki leikur á því vafi, að það yrði farsælast fyrir þjóðina, ef unnt reyndist að mynda slíka stjórn. Hún hefði meiri mögu- leika en nokkur önnur ríkisstjórn að takast á við verðbólguvand- ann og efnahagsmálin i heild. Um líkurnar á því, að slík stjórnarmyndun takist sagði Benedikt Gröndal í gær: „Ef skynsemin fær að ráða, en ekki pólitískar tilfinningar, þá er ég vongóður um að þessi stjórnar- myndun geti tekist." Um afstöðuna til myndunar svokallaðrar vinstri stjórnar, stjórnar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Framsóknar, sagði Benedikt: . ,,Flokksstjórn Alþýðuflokksins sagði í ályktun sinni, að hún teldi þjóðinni nauð- synlegt að fá meirihlutastjórn, svo að þar var engum dyrum lok- að. Tilraunir til stjórnarmynd- unar verða að leiða í Ijós hvers- konar meirihlutastjórn sam- komulag næst um." Þau málefni, sem eru kjarninn í stefnu Alþýðuf lokksins í þeim viðræðum, sem franundan eru, verða efnahagsmálin og lausn þess gíf urlega vanda, er nú blas- ir við. Lausnin verður byggð á þeim grundvelli, sem Alþýðu- flokkurinn lagði áherzlu á fyrir kosningar. Þar er eitt af aðal- atriðunum að koma á kjarasátt- mála, þ.e. víðtæku samkomulagi milli launþegasamtakanna, at- vinnurekenda og ríkisvalds, sem tryggi kaupmátt og skapi vinnu- frið, í stað deildna og sunrungar. Alþýðuflokknum er fyllilega Ijóst, eins og raunar öllum lands- mönnum hiýtur að vera, að ef na- hagsvandinn verður ekki leystur á skömmum tima og ekki án verulegra fórna af þjóðarinnar hálfu. En hér er um að tefla efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar, sem nú er i mikilli hættu. Alþýðuf lokkurinn veit hvað hann viil og hann mun hrinda hug- myndum sínum og tillögum í framkvæmd fái hann tækifæri til þess. Hann telur, að lausn geti fundist með eindregnum og ein- lægum stuðningi og samstarfi við Alþýðubandalag og Sjálfstæðis- flokk. Þess vegna telur hann eðli- legast að leita til þeirra um stjórnarmyndun. Það yrði mikið áfall og alvar- legt fyrir þjóðina, ef stjórnar- myndun tækist ekki fljótlega. Á- stand atvinnuveganna er nú þannig að vart má minúta f ara til spillis við þá endurreisn, sem verður að eiga sér stað. Enginn stjórnmálaflokkur hefur leyfi til að skjóta sér undan þeirri á- byrgð, sem því fylgir að bæta og lagfæra það, sem úrskeiðis hef- ur farið. Leggja verður á hilluna margvísleg dægurmál, sem skipt hafaþjóðinni í flokka. Efnahags- vandinn verður erfiðari viðfangs með hverjum deginum sem líður og lítill væri sómi þeirra stjórn- málamanna, sem skoruðust und- an því að hefja baráttuna. Heill þjóðarinnar liggur við að vel tak- ist. Alþýðuf lokkurinn hefur lagt fram ákveðnar hugmyndir um lausn þeirra vandamála, sem nú er við að stríða. Hann gengur hreinn og beinn að samninga- borðinu, tilbúinn að axla þá á- byrgð, sem því fylgir að taka við stjórn landsmálanna. I þeim efn- um verður hann dæmdur af verk- um sfnum, og hann er ákveðinn i þvf að standa og falia með stefnumálum sinum. Þjóðin mun siðar fella sinn dóm um verk hans. —AG— Jóhannes Norddal, Seðlabankastjóri: Endurskoðun bankalöggjafar Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri, ritar eftirfarandi grein í sfð- asta hefti Fjármálatíð- inda um endurskoðun bankalöggjafarinnar. Margt fróðlegt kemur fram í greininni, sem les- endum Alþýðublaðsins ætti að vera fengur í: Skipulag og starfshættir bankakerfisins hafa veriö all- mikiö til umræöu hér á landi undanfarin ár. Eitt helsta fram- lag til þeirra umræöna var itar- legt álit bankamálanefndar, er birt var i upphafi árs 1973, en þar var gerö rækileg úttekt á stööu og skipulagi lánsstofnana, en jafnframt bent á leiöir til endurskipulagningar og endur- bóta i starfsháttum. Var i þvi mikil áherzla lögö á nauösyn nýrrar og heilsteyptrar löggjaf- ar um starfsemi innlánsstofn- ana, er tæki tillit til nútima viö- horfa i bankarekstri og breyttra þjööfélagshátta. Jafnframt benti nefndin á leiöir til þess aö einfalda skipulag bankakerfis- ins og koma á hagkvæmari verkaskiptingu milli einstakra bankastofnana. 1 framhaldi af starfi nefndarinnar var á árinu 1974 lagt fram frumvarp um rikisviöskiptabankana þar sem gert var ráö fyrir sameiningu útvegsbankans og Búnaöar- bankans, en þaö frumvarp náöi ekki fram aö ganga. Nýjum áfanga var náö i þeirri viðleitni aö endurskoöa og endurbæta starfshætti banka- kerfisins á liönum vetri, en þá voru lögö fram þrjú stjórnar- frumvörp, er sameiginlega fólu I sér heildarendurskoöun á lög- gjöf allra innlánsstofnana. Er hér um aö ræöa frumvarp um viðskiptabanka, sem reknir eru i hlutafélagsformi, og aö lokum frumvarp um sparisjóöi. Þótt frumvörp þessi næöu ekki fram að ganga og umræður um þau á Alþingi yröu tiltölulega litlar, þá hefur þó með samningu þeirra veriö lokið mjög mikil- vægu verki, sem væntanlega veröur grundvöllur þeirrar lög- gjafarvinnu, sem framundan er i þessu efni. Er nauðsynlegt aö fram fari um efni þeirra ræki- legar umræður, er leiði til þess, að sett verði hiö fyrsta ný heildarlöggjöf um bankastarf- semi, er tryggi heilbrigðan og öruggan rekstur bankastofnana og sem besta þjónustu þeirra bæöi viö atvinnuvegina i landinu og innistæöueigendur. Hingaö til hefur ekki verið sett heilsteypt löggjöf um starf- semi innlánsstofnana hér á landi. Starfar hver banki eftir sérstökum lögum, sem um hann hafa veriö sett, og eru lög þessi mismunandi gömul, og sam- ræmi vantar varðandi meöferö ýmissa mikilvægra mála. Auk þess eru þessi lög flest löngu úr- elt oröin og um margt ófull- nægjandi miöaö viö aöstæöur I dag. Um starfsemi sparisjóö- anna er að visu til heildarlög- gjöf, en hún er nú senn fjögurra tuga ára gömul, og er þvl orðin mikil þörf breytinga og endur- bóta á henni. Óhætt er aö fullyröa, aö meö þeim breytingum, sem i þessum frumvörpum felast yröi löggjöf um innlánsstofnanir komiö i svipaö horf hér á landi og á hin- um Noröurlöndunum, þar sem yfirleitt er til nýleg löggjöf um þessi efni. Nefna má m.a. miklu skýrari ákvæöi en áöur um stjórn banka og sparisjóða, um verkaskiptingu stjórnenda, t.d. bankaráöa og bankastjórna, og um skyldur stjórnenda, t.d. bankaráöa og bankastjórna, og um skyldur stjórnenda og á- byrgö. Einnig eru nú i fyrsta skipti settar samræmdar reglur um starfsemi banka og spari- sjóöa, þar sem tekiö er fram, hvaöa meginsjónarmið skuli gilda um útlánastarfsemi, inn- lánsviöskipti og annaö, er máli skiptir i starfsháttum þeirra. Loks geyma frumvörpin mun rækilegri ákvæöi en áöur um reikningsuppgjör og endurskoð- un, þar sem bæöi er stefnt aö þvi að gefin sé sem skýrust mynd af fjárhagsstööu innlánsstofnana á hverjum tima og ýtrasta örygg- is gætt I öllum rekstri þeirra. Meö þessum og öörum breytingum, sem frumvörpin fela i sér, væri tvimælalaust stuölaö að bættum starfshátt- um, aukinni hagkvæmni og betri þjónustu af hálfu innláns- stofnana. Það er þvi vonandi, aö löggjafinn taki þessi mál aö nýju til meöferðar, svo fljótt sem aðstæður leyfa, svo að sem fyrst veröi tryggö setning nýrr- ar og heilsteyptrar bankalög- gjafar hér á landi. Hinu má þó ekki glcyma, að til umræöu hafa lengi verið tillögur um veiga- miklar skipulagsbreytingar á bankakerfinu, sem ekki hafa verið teknar inn i frumvörp þau, sem hér um ræðir. Fyrst og fremst er hér átt viö þær hug- myndir um samruna banka- stofnana i stærri og hagkvæm- ari einingar, sem fyrst voru fjóra. Mundu með þvi fást stofn- anir, er væru allt i senn, hag- kvæmari i rekstri, traustari I fjárhagslegri uppbyggingu og hæfari til að veita atvinnuveg- um landsins nauösynlega þjón- ustu, en flestir þeir bankar, sem nú eru starfandi. Sömu rök gilda aö sjálfsögöu einnig um sparisjóðina, sem margir eru allt of litlir til að gegna hlut- verki sinu meö viöunandi hætti, en staðbundin og landfræöileg sjónarmið koma þó einatt i veg fyrir breytta skipan þeirra. Þaöskipuiag innlánsstofnana, sem hér rfkir á sér vitaskuld Jóhannes Nordal, Seölabankastjóri settar fram af hálfu {Jpðlabank- ans fyrir tiu árum siöan, en voru siöan nánar kannaöar og út- færöar I álitsgerð bankamáia- nefndar. Úr þvi enn verður dráttur á setningu nýrrar bankalöggjafar er ástæöa til aö hvetja eindregið til þess, aö breytingar á skipulagi banka- kerfisins komi þá um leið til kasta löggjafans. Ekki skal á þessum vettvangi fariö út i þaö aö gera enn á ný grein fyrir þeim margvislegu rökum, sem fyrir þvi eru aö breyta skipulagi bankakerfisins i þá átt, er bankamálanefndin lagöi til, en hún taldi eölilegt, aö stefnt yröi aö þvi aö fækka tölu viöskiptabanka úr sjö i þrjá eöa sögulegar orsakir, og allt fljót- ræöi I skipulagsbreytingum stofnana, sem svo mjög eru háöar trausti almennings, ber aö varast. Hitt er lika hættulegt fyrir það traust, sem almenn- ingur á að geta boriö til stjórn- valda og innlánsstofnana, ef til- lögur um endurbætur og breytingar, sem liklegar eru til aö hafa hagstæö áhrif bæöi á rekstur og þjónustu banka- kerfisins stranda árum saman i þröngum stofnana- eöa hags- munasjónarmiöum. Því væri vel, ef rækilegar og opinskáar umræöur um þessi mál gætu fariö fram, áöur en ný banka- löggjöf verður endanlega af- greidd af Alþingi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.