Alþýðublaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 4
alþýðu- blaðið Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Siðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild Fimmtudagur 13. júlí 1978 blaðsins er að Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. Myndun meirihluta á ísafirði un bæjarráös og bæjarstjórnar. Traust fjármálastjórn, sem byggist á nánu og drengilegu samstarfi allra abila er sá grunnur, sem starfsemi bæjar- félagsins byggist á og aðilar eru sammála um aö efla þaö sam- starf svo sem kostur er”. bá er i málefnasamningnum tekiö fram aö bæjarfulltrúarnir muni vinna aö þvi aö koma á reglubundnu samstarfi stjórn- enda bæjarfélagsins og ibú- anna, m.a. meö bættri upplýs- ingarmiölun og beinum tengsl- um um þau mál, er miklu varö- ar i uppbyggingu bæjarfélags- ins. Undirbúningsfundir meiri- hlutaaöila skulu vera sameigin- legir og áskilja báöir sér rétt til aö fá hverju þvi máli frestað til frekari athugunar, sem upp kann aö koma óundirbúið i bæj- arstjórn eða nefndum, óski þeir þess sérstaklega. Náist ekki samkomulag um fjármál, sem annarhvor aðila ber fram eöa styður i bæjarstjórn skal viö- komandi aöila skylt aö gera grein fyrir þvi á hvern hátt fjár skuli aflaö, ef samþykkt leiöir af sér fjárútlát fyrir bæjarfé- lagið. Forystuaðilum sam- starfsaöila og bæjarstjóra er skylt aö hafa náiö samráð viö undirbúning og afgreiðslu mála. Hin nýskipaöa bæjarstjórn hefur endurráöið Bolla Kjart- ansson sem bæjarstjóra á Isa- firöi næstu fjögur árin. Guö- mundur H. Ingólfsson var kjör- inn forseti bæjarstjórnar, en fyrsti varaforseti var kjörinn Jón Ólafur Þórðarson. t bæjar- ráði eiga sæti sem aðalmenn þeir Guðmundur H. Ingólfsson, Sturla Halldórsson og Kristján Jónasson. Búið er aö kjósa i hinar ýmsu nefndir og ráö sem eru á vegum lsafjaröarkaupstaöar og má þvi segja aö nú geti bærinn aftur hafiö eölileg störf á ný. Sjálfstæðismenn og óháðir borgarar mynda meirihluta Alþýðuflokkur, alþýðubandalag og Framsóknarflokkur eru í minnihluta Sjálfstæðismenn og ó- háðir borgarar hafa nú myndað með sér meiri- hlutasamstarf í bæjar- stjórn Isafjarðar. Var birtur á öðrum fundi nýkjörinnar bæjarstjórn- ar málef nasamningur þessara tveggja aðila til fjögurra ára. I málef nasamningi bæjarfulltrúa D og J list- ans kemur fram að þeir eru sammála um að vinna að framgangi bæj- armála á grundvelli sam- eiginlegra markmiða i stefnuskrám listanna, Eftir þvi sem um hefur verið samið, en sam- komulag er um að sú meginstefna sem mörkuð hefur verið í fjárhagsá- ætlun yfirstandandi árs verði óbreytt og aðilar muni vinna að framgangi þeirra mála á grundvelli áætlana, sem fyrir liggja. Þá leggja aöilar áherslu á aö unnin veröi áætlun um lagningu bundins slitlags á götur bæjar- ins auk frágangs aöliggjandi svæöa og stefnt verði aö því aö framkvæmdum ljúki á kjör- timabilinu. 1 málefnasamningnum er ennfremur minnst á eftirfar- andi: „Haft verði mjög náiö og reglubundiö eftirlit meö fjár- málalegri stööu bæjarfélagsins og skal stefnt að þvi að nýta full- komnustu tækni i þeim tilgangi. Gætt veröi ýtrustu sparsemi i rekstri ogtreyst samvinna bæj- arráös og helstu starfsmanna um ráöstöfun fjármuna. Séö veröi um aö unniö veröi eftir samræmdum áætlunum á sviöi fjármála og framkvæmda og tryggt veröi aö réttkjörnir stjórnendur bæjarins fari með fulla stjórn á framkvæmd þeirra mála, sem ákveöin hafa verið og að framkvæmdum veröi staöiö samkvæmt ákvörö- isafjörður, en þar á sér staö mikil uppbygging. Sin LÍTIÐ AF HVERJU Þaö ar athyglisvert aö heyra hvaða álit Morgunblaöiö hefur á islenskum kennurum. 1 leiðara blaösins miövikudaginn 12. júli eöa i gær, stendur eftirfarandi: „Þaö er vitaö, aö pólitisk innræt- ing fer fram i framhaldsskólum. Þetta vitanemendurog þettavita foreldrar, sem fylgjast meö námi barna sinna. En þessi misnotkun er hins vegar meö þeim hætti aö þaö er erfitt aö rökstyöja staö- hæfingar um hana einfaldlega vegna þess, aö börn og foreldrar skirrast viö aö blanda sér opin- berlega i deilur af þessu tagi. Þetta fólk veit mæta vel hvers konar ofsóknirþaö ætti yfir höfði sér af hálfu kommúnista ef þaö gengi fram fyrirskjöldu og geröi grein fyrir dæmum af þessu tagi og þaö óttast, aö börn þeirra for- eldra, sem reiðubúnir væru til aö nefna rökstudd dæmi, yröu lögö i einelti af hálfu þeirra kennara sem hlut ættu að máli”. Þetta er álit Morgunblaösins á islenskum kennurum i dag. Morgunblaöiö segist vita þaö, aö pólitlsk innræting fari fram i framhaldsskólum, þó svo aö fræöslustjórinn sjálfur Kristján J. Gunnarsson, hafi neitaö því og telji ekki ástæöu til aö láta kanna máliö nánar. Morgunblaöiö segir einnig aö nemendur og foreldrar viti um þennan sóöaskap en þori einfaldlega ekki aö segja frá hon- um. Hvernig væri aö Morgunblaöiö hætti þessum dylgjum og segöi þjóöinni hreint og beint frá þvi, hvaöa menn þetta eru sem séu aö dæla kommaáróðri I börnin á viö- kvæmasta þroska- og mótunar- skeiöi. Islenskkennarastétt á lika heimtingu á þvi, aö fá aö vita hvaða kennarar þetta eru, svo öll stéttin liggiekki undir grun Sjáif- stæöisflokksins. Einnig væri gott að fá skilgreiningu á þvi, frá Sjálfstæöisflokknum eöa Morgun- blaöinu, hver j.ir teljast til komm- únista eöa er hér um pólitfcka hugarflækju aö ræöa, þ.e. aö allir þeir sem ekki kjósa Sjálfstæöis- flokkinn hljóti aö vera kommún- istar. t Timanum i gær var birt viötal viö Kagnar Guömundsson á Brjánslæk. Þar segir Kagnar: Ég tel aö Framsóknarflokkurinn eigi ekki aö taka þátt i stjórnarmynd- un núna. Þaö litiö sem eftir er af þingliöinu, þá held ég aö þing- mönnum mundi ennþá fækka meö stjórnar þátttöku nánast i hvaöa stjórn sem væri....Hlutleysis- stefnan gæti hins vegar komiö til greina”. Um þetta eru nánast flestir Framsóknarmenn sam- mála um, þó þeir geri sér ekki grein fyrir þvi ábyrgöarleysi sem sllk hugsun felur i sér. Þvi er þó ekki aö leyna aö framsóknarfor- ystan horfir löngunaraugum á ráöherrastólanna, þrátt fyrir þaö aö Óiafur Jóhannesson hafi lofaö þvi, aö Framsóknarflokkurinn færi ekki i stjórn ef um verulegt fylgishrun yröi aö ræöa. Ef til vill er þetta loforö ólafs eitthvaö i lik- ingu viö þaö, þegar hann foröum lagöi heiöur sinn aö veöi. Hvernig fór þá? Kosningahátíð A- listans í Vesturlandskjördæmi verður í Hótel Akranesi, föstudaginn 14. júlí kl. 21.00 Skemmtiatriði og dans Allir stuðningsmenn í kjördæminu hvattir til þátttöku Al þýðuflo kksf élögin á Akranesi Ragnar Guðmundsson á Brjánslæk: Ætlunin var að ger; bændur að englu - með því að við samþykktum stóran skatt á okkur sj**' I — Kg tel aö Framsóknar- dcurknn eigi ekki aö taka þátt jórnarmyndun núna. Þaö Bt- em eftir er af þángliöinu, þá i ég aö þingmönnum mundi iþá fckka meö stjörnarþátt- u nánast i hvaöa stjórn sem ri.” sagöi Ragnar Guö- ndsson bóndi á Brjánslck á röaströnd, er blaöiöræddi viö tn I g*r. „HlutleyaUate* li hina vegar komiö »** mlnu állti, aagö*' tótisagöi B' u spenr* en landbúnaöarmálín heföu veriö feimnismál undanfarki 6' Miöaö viö sölumálin eins n" væru nú, hlytu b*ndu*- aö fara aö f*ra ► ina til gamla *' útilov %%■ HEILBRIGÐIS- OG TRYGGIWGAMÁLARAÐUMEYTIÐ REYKJAVlK Laus staða Staða forstöðumanns Selfoss apóteks, sarnvinnulyfjabúðar, Selfossi, er hér með, samkvæmt 2. mgr. 9. gr lyfsölulaga nr. 30/1963, auglýst laus til umsóknar. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 1. mg. 9. gr. lyfsölulaga. Staðan er laus frá 1. október 1978. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 1978. Umsóknir sendist landlækni. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.