Alþýðublaðið - 10.08.1978, Page 2
2
Fimmtudagur 10. ágúst 1978
Verkin tala og staðreyndirnar
alþýöu-
blaðló
Útgefandi: Aiþýöuflokkurinn.
Kitstjóri og ábyrgöannaöur:
Arni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er I Siöu-
múia 11, simi 81866.
■Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverö 2000 krónur á
mánuöi og 100 krónur I lausa-
söiu.
Það vakti þjóðarathygli, þegar
forseti (slands fól Benedikt
Gröndal að reyna að mynda
meirihlutastjórn á íslandi. Hann
hafði um fjóra möguleika að
velja.
Nýsköpunarstjórn, þ.e. sam-
stjórn Alþýðuflokksins, Alþýðu-
bandalagsins og Sjálfstæðis-
flokksins hafði að baki sér þing-
meirihluta.
Vinstristjórn, samstjórn Al-
þýðuflokks, Alþýðubandalags og
Framsóknarflokks hefði notið
stuðnings meirihluta Alþingis.
Stefanía, samstjórn Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisf lokks hafði lika
blasa við
meirihluta stuðning á Alþingi.
Viðreisn, samstjórn Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks hafði
einnig þingmeirihluta að baki.
Benedikt Gröndal hafði þannig
nokkra valkosti í tilraunum til
stjórnarmyndunar. Og menn
spurðu og spáðu um hugmyndir
og áhuga Benedikts á þessum
efnum. Sumir sögðu: Benedikt
vill fyrst og fremst stjórn, sem
verkalýðsflokkarnir eiga báðir
sæti í. Aðrir sögðu: Benedikt sér
ekkert nema hægristjórn. Svo
leið tíminn og staðreyndirnar
fóru að tala sínu máli. Þá þurfti
ekki lengur neinna spádóma við.
Benedikt vildi fyrst reyna
myndun nýsköpunarstjórnar. Al-
þýðubandalagið sagði nei við
þeim möguleika. Það vildi ekki
einu sinni ræða og kanna málið.
Þar með var sá möguleikinn úr
sögunni.
Næst reyndi Benedikt myndun
vinstristjórnar, sem Alþýðu-
bandalagið sagði, að væri sín
óskastjórn. En bráðlega kom í
Ijós takmarkaður áhugi Alþýðu-
bandalagsins til þátttöku í slíkri
stjórn. Og þar kom að þeir Al-
þýðubandalagsmenn sprengdu
þessa stjórnarmyndunartilraun
Benedikts með óraunsæjum
sýndartillögum í efnahagsmál-
um.
Þá hafði Benedikt Gröndal
reynt tvo möguleika að meiri-
hlutastjórn. 1 báðum þessum
möguleikum voru verkalýðs-
flokkarnir Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag aðilar. Með því
móti hefði átt að vera nokkuð ör-
uggt að hlutur launþega væri
tryggður. Þeir flokkar sem hafa
mest og best tengslin við samtök
íslenskra launþega hefðu átt að
hafa slík áhrif i hvorri þessari
rikisstjórn sem var, að allar líkur
voru á þvi að ríkisstjórn af því
tagi hefði bæði máttog vilja til að
gerbreyta og endurreisa íslenskt
þjóðfélag, þar sem réttur laun-
þegans væri tryggður, þar sem
tekið væri á öllu sukki og spill-
ingu, þar sem hreinsað væri til í
samfélaginu. Þessa möguleika
eyðilagði Alþýðubandalagið. Það
vildi bara alls ekki í stjórnina
fara, alls ekki neina ábyrgð taka.
Enn voru eftir tveir kostir til
myndunar meirihlutaríkisstjórn-
ar. í öðrum þeirra urðu Fram-
sóknarmenn og Sjálfstæðismenn
í meirihluta í stjórninni. I hinum
möguleikanum var Sjálfstæðis-
flokkurinn sá aðilinn, sem flesta
þingmenn hafði að baki sér.
Benedikt reyndi hvorugan þenn-
an kostinn. Hann hafði ekki á-
huga á að beita sér f yrir myndun
þessara stjórna. Hann fór á fund
forseta og sagði honum, að hann
væri búinn að reyna þá kosti, sem
hann hafði áhuga á, en án árang-
urs. Þannig tala verkin.
Nú þarf enga spekinga eða
spámenn til þess að segja fyrir
um áhuga og vilja Benedikts
Gröndals um stjórnarmyndanir.
Menn hafa líka fyrir augum sér
framkomu og hegðun Alþýðu-
bandalagsforystunnar við þessar
tilraunir til stjórnarmyndunar.
Benedikt Gröndal hafði áhuga á
að koma á stjórn, sem verkalýðs-
flokkarnir báðir stæðu að. Al-
þýðubandalagið eða forystu-
menn þess skorti þennan áhuga.
Um það tala bæði verkin og stað-
reyndirnar skýru máli.
H.
Þjóðvegir um Garðabæ
Alþýðublaðinu hefur
borist eftirfarandi
grein frá bæjarstjóran-
um i Görðum, Garðari
Sigurgeirssyni. Birt-
um við hér með bréf
hans og greinargerð
um þjóðvegi um
Garðabæ.
Þjóðvegir um Garðabæ
Undanfarin ár hafa veriö til
umræöu i Garöabæ fyrirhugaö-
ar framkvæmdir i þjóövega-
geröum Garöabæ. Umræöurnar
hafa snúizt um endurbætur á
Hafnarfjaröarvegi, lok gerðar
Reykjanesbrautar á milli
Breiöholts og Keflavikurvegar
viö Þórsberg (Kaplakrika) i
Hafnarfirði, svo og „sjávar-
braut” vestan Hafnarfjarðar-
vegar með tengingu út á Alfta-
nes eða i Engidal.
Bæöi fyrrverandi bæjarstjórn
og núverandi hafa veriö á einu
máli um að óhjákvæmiiegar
væru nokkrar endurbætur á nú-
verandi Hafnarf jaröarvegi
sunnan Arnarness, en að hraöa
bæri sem mest að ljúka gerð
Reykjanesbrautar. Borgara-
fundur var haldinn i Garöabæ
um þessi mál i október 1976, og
lýsti hann afdráttarlausum
stuöningi viö stefnu bæjar-
stjórnar i þessum efnum.
Þrátt fyrir itrekaöar tilraunir
Garöbæinga til þess að fá þessa
stefnu viðurkennda af stjórn-
völdum, hefur þaö þvi miöur
enn ekki tekizt, og enn er ein-
blint á aö öll umferö sunnan
Kópavogs fari næstu árin um
vesturhluta Garöabæjar.
Nýkjörin bæjarstjórn óskar
einum rómi mjög eindregið eftir
þvi, aö stjórnvöld endurskoöi
afstöðu sina varöandi þjóövega-
gerö um Garðabæ, sendi ég yöur
þvi meöfylgjandi greinargerö
þessu til skýringar.
Greinargerð varðandi
þjóðvegi um Garðabæ
Ljúka þarf við Reykja
nesbraut til Reykjavik-
ur
Brýn þörf er á þvi aö fá sem
allra fyrst eölilega vegatengingu
á milli Suöurnesja, Hafnar-
fjarðar og Garöabæjar annars
vegar og Sundahafnar, suöur-
og vesturlandsvegar og nýrra
ört vaxandi ibúöar- og iðnaöar-
svæöa i Reykjavik, Kópavogi og
Mosfellssveit hins vegar. Meö
lagningu Reykjanesbrautar tir
Breiöholti aö Kaplakrika i
Hafnarfiröi (og siðar Arnarnes-
vegar á milli Hafnarfjaröarveg-
ar og fyrirhugaörar Reykjanes-
brautar eins og gert var ráö
fyrir i skipulagi) veröur vega-
netiöá þessusvæöimiklum mun
betra og hagkvæmara fyrir um-
feröina heldur en þaö nú er. Sú
umferö sem milli þessara svæöa
þarf aö komast 1 dag, veröur aö
taka á sig stóran krók viö aö
aka Hafnarfjaröarveg, Kringlu-
mýrarbrautog Miklubraut, sem
bæöi er tafsamt og mjög kostn-
aöarsamt.
Tæknilega ætti ekkert aö vera
þvi tii fyrirstööu aö Reykjanes-
braut úr Breiöholtii Kaplakrika
komist i notkun innan tveggja
ára. öryggissjónarmiö mæia
eindregið meö þvi, aö sem allra
fyrst veröi lokiö viö lagningu
Reykjanesbrautar, og naum-
lega er verjandi, aö öll umferö
sunnan Kópavogs veröi aö fara
um Hafnarfjaröarveg.Stórslys,
miki) snjóþyngsli eöa náttúru-
hamfarir gætu teppt alla um-
ferö um Hafnarfjaröarveg um
lengri tima meö alvarlegum af-
leiöingum.
Yröi á næstu árum haldiö á-
fram kostnaðarsamri endur-
byggingu Hafnarfjaröarvegar
suöur i Engidal veröur óhjá-
kvæmilegt aö ráöast i fram-
kvæmdir viö Reykjanesbraut i
beinu framhaldi. Ljóst er, aö
heildarf járfesting þjóöarinnar
yröi meö þessu miklu mun meiri
en meö þvi aö ljúka strax lagn-
ingu Reykjanesbrautar, ef meö
þvi móti má fresta um mörg ár
endurbyggingu Hafnarfjaröar-
vegar sunnan Arnarneslækjar,
þótt gera þyrfti á þeim kafla
nokkrar lagfæringar og setja
þar upp umferöarljós viö Vifils-
staöaveg og Lyngás til þess aö
auka umferöaröryggiö.
Dreifing umferðar-
þungans
Aætlaö hefur veriö, aö þriöj-
ungur þeirra 18 þúsund bfla,
sem daglega fara um Hafnar-
fjaröarveg i Garöabæ mundi
færast yfir á Reykjanes-
braut, væri hún til úr Breiöholti
aö Kaplakrika. Umtalsveröur
hluti þessarar umferöar væru
vinnuvélar og þungaflutningar.
Reykjanesbrautin (og Arnar-
nesvegurinn siöar) myndu einn-
ig létta þessari umferö af
Kringlumýrarbraut, en á mót-
um hennar og Miklubrautar eru
þegar umferöarerfiðleikar, sem
vaxa meö umsvifum i miö-
bæjarkjarnanum við þessi
gatnamót. Ætla veröur, aö meö
tilkomu Reykjanesbrautar (og
Arnarnesvegar siöar) megi
einnig fresta i ailmörg ár gerö
mjög kostnaðarsamra um-
feröarmannvirkja viö þessi
gatnamót. Þá má einnig benda
áaönorðurbærinn i Hafnarfiröi
er nánast fullbyggöur.
Byggðarþróun i Hafnarfiröi
veröur þvi á næstu árum i
suöurhluta bæjarins, sunnan
umrædds hluta Reykjanes-
brautar.
Meö lagningu tengibrautar
(Bæjarbrautar) I Garöabæ milli
Vifilsstaöavegar og fyrirhugaös
Arnarnesvegar I Arnarneshæö
veröur unnt aö beina verulega
umferö úr og i Garöabæ af gatn-
amótum Vifilsstaöavegar og
Hafnarfjaröarvegar á gatna-
mótin á Arnarneshæö, á þann
hluta Hafnarfjaröarvegarins,
stan veröur hraöbraut.
Meö þessari rööun fram-
kvæmda má segja, aö núver-
andi Hafnarfjarðarvegur endi
a.m.k. um sinn, sem hraöbraut i
tengimannvirkjum á Arnarnes-
hæö i staö Engidals eins og
eldri hugmyndir gerðu ráö
fyrir.
Umferðarmannvirkin i
Kópavogi
Ýmsum þykir óeölilegt, vegna
kostnaðarsamra umferöar-
mannvirkja viö Hafnarfjaröar-
veg i Kópavogi, aö vegurinn
endi sem hraöbraut á Arnarnes-
hæö og verði þaöan til suöurs i
þjóöbrautarflokki. Ætti það
sjónarmiö eitt að ráöa aö nýta
sem bezt umferðarmannvirkin I
Kópavogi ætti hraöbrautin aö
sjálfsögöu aö fara i gegnum
Garöabæ og miöbæ Hafnar-
fjaröar meö nauösynlegum
brúm og slaufum og tengjast
Reykjanesbraut hjá Straums-
vik.
Aöra vegi ætti siöan ekki aö
leggja fyrir þessa umferö, fyrr
en mannvirkin IKópavogi þyldu
ekki meiri umferö, væntanlega
eftir nokkra áratugi.
Staöreyndin er hinsvegar sú,
aö umferöarmannvirkin i Kópa-
vogi voru gerö til þess aö aö-
greina umferöina i gegnum
Kópavog frá innanbæjarumferö
þar, en þess var talin þörf af
umferöa- og skipulagsástæöum
i Kópavogi. Aöalatriöiö var
ekki, hvort umferöin sunnan
Kópavogs kæmi eftir vegum i
þjóðbrautar- eöa hraöbrautar-
flokki, heldur hitt að umferöin
kæmist greiðlega um Kópavog.
Tvöföldun Hafnar-
fjarðarvegar leysir
ekki vandann
Garöbæingar eru mjög óá-
nægöir með stefnu stjórnvalda i
þjóövegagerö um bæinn. Er
næsta furöulegt, aö ibúar suður-
nesja og höfuöborgarsvæöisins
skuli ekki sjá þá vitleysu, sem i
er stefnt svo og þá sóun á al-
mannafé, sem þvi fylgir aö ætla
nú aö eyða hundruöum milljóna
króna i Hafnarfjaröarveginn,
sem forráöamönnum vega-
gerðarinnar er alveg ljóst að
leysir takmarkaöan vanda, þótt
minniháttar lagfæringar séu
þarna nauösynlegar. Reykja-
nesbrautinni þarf engu aö siöur
aö ljúka og sjávarbrautin út á
Alftanes verður lika að koma,
þegar Alftanesiö byggist siðar.
Sjónarmiðin við á-
kvörðun röðunar fram-
kvæmda
Frá þröngu tæknilegu sjónar-
miöi kann að vera skiljanlegur
áhugi á þvi að ijúka tvöföldun
Hafnarfjaröarvegar til Hafnar-
fjaröar, og eflaust væri þetta
nokkuð þægileg lausn fyrir þá
umferð, sem komast þarf af
Reykjavikurvegi i Hafnarfiröi i
átt til Reykjavikur og til baka,
en hinsvegar erfið fyrir umferö
til og frá Suöurnesjum og Garö-
bæinga.
Bæjarstjórin hefur taliö aö á-
kveða eigi framkvæmdarööun
viö veganetið á svæöinu i tals-
vertviöara samhengi. Fyrst og
fremst eigi aö lita á arösemi
vegamannvirkjanna, þ.e.a.s.
heildarfjárfestinguna (hvort
semhúnerá vegum rlkisinseöa
sveitarfélaganna) og hvaö sé
umferðinni og fbúum svæöisins i
heild hagkvæmast. Garöabær
hefur ekki nægar upplýsingar
til þess aö framkvæma slika
athugun, og er ekki kunnugt um
aö hún hafi verið gerö af vega-
gerö rikisins eöa öörum opin-
berum aðilum. Þaö er engu að
siður skoöun bæjarstjórnar-
innar, aö niöurstöan yröi sú, aö
strax skuli ljúka framkvæmd-
um viö Reykjanesbraut — og
þótt fyrr hefði veriö.
Byggð á Álftanesi
Ekki er gert ráö fyrir þvi, aö
Framhaid á 3. siöu