Alþýðublaðið - 10.08.1978, Side 4

Alþýðublaðið - 10.08.1978, Side 4
alþýöu- Útgefandi Alþýðuf lokkurinn Ritstjórn og auglýsingadei|d Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Fimmtudagur 10. ágúst 1978 50 milljónir til fallinna þingmanna? ÞINGFLOKKUR ALÞYÐUFLOKKS- INS NEITAÐI AÐ TAKA ÞÁTT í SAMTRYGGINGUNNI, EN HVER ER AFSTAÐA ALÞÝÐUBAN DALAGSINS? Nokkuð hefur verið um það rætt í fjölmiðlum að undanförnu, hvort rétt væri að greiða þeim þing- mönnum, sem féllu út af þingi í siðustu kosningum, svokölluð biðlaun í 3-6 mánuði frá 1. júlí að telja, en samkvæmt núgildandi lögum falla launagreiðslur til þeirra niður frá þeim tíma. Þetta mál hefur nokkuð verið rætt á alþingi, en hefur aldrei verið nándar nærri svo umfangsmikið sem nú, þar sem miklu meiri upp- stokkun varð á þingliðinu í siðustu kosningum en dæmi eru til í samanlagðri sögu islenzka ríkisins. Þannig misstu t.d. 17 þing- menn, sem sæti áttu á siðasta þingi, þingsæti sin. Strax eftir kosningar, eða i end- aðan júni, kom Halldór E. Sigurðsson að máli við Benedikt Gröndal og bað hann að kanna af- stöðu þingflokks Alþýðuflokksins til hugmynda um biðlaun. Þingmenn Alþýöuflokksins voru sammála um það, að visa málinu frá á þeim grundvelli, að lög heimiluðu ekki útgjöld vegna þess arna, en talið er, að þessi út- gjaldaliður mundi nema um 43-50 milljónum, eftir þvi, að hve miklu leyti hlunnindi þingmanna yrðu tekin til greina. Þingflokkurinn vildiekki taka þátt i þeirri „sam- tryggingu”, sem i þvi felst, að föllnum þingmönnum yrðu greidd laun strax, og án heimildar i lögum, i trausti þess að sú heim- ild fengist er þing kemur saman i haust. Hins vegar lýsti þing- flokkurinn sig reiðubúinn til að ræða þessi mál i samhengi viö launa- og kjaramál þingmanna i heild, en það yrði að gerast eftir þingræðislegum leiðum eftir að alþingi er komið saman. Halldór E.: Málið þarf þinglega meðferð Blaðamaður Alþýðublaðsins hafði i gær samband við Halldór E. Sigurðsson og spurði hann um afstöðu hans til þessa máls. Hann sagði: ,,Ég álit það óeðlilegt, að þing- menn hafi ekki einhvers konar biðlaun eins og aðrir þegnar þjóð- félagsins, og að þeir verði þá tekjulausir á einum degi. Þá skiptir ekki máli, þó þeir hafi ákveðið sjálfir að hætta, að maður tali nú ekki um ef þeir hafa ekki sjálfir hugsað sér þaö. Þetta mál er orðið brýnna nú en áöur, þar sem svo margir hafa nú þing- mennskuna að aöalstarfi og gegna ekki öðrum störfum.” — Nú vekur þaö athygli, að þetta mál skuli koma fram einmitt eftir kosningar, þar sem svo margir þingmenn Fram- sóknarflokksins féllu. „Þetta mál er ekkert frekar bundiö við þingmenn Fram- sóknarflokksins en þingmenn annarra flokka. Ég vil benda á það, að þetta mál var til umræðu i þingfararkaupsnefnd nú i vor, löngu fyrir kosningar. Það er alvcg rétt hjá Benedikt Gröndal, sem haft er eftir honum i Þjóð- viljanum i gær, að lögunum þarf aö breyta til að þetta mál komist i höfn.Um þetta var rætt í flokki Framsóknarflokksins i vor og ákveðið að gangast fyrir breyt- ingu i þessa átt er þing kemur saman i haust”. — En hvers vegna voru ekki samykkt lög um þetta efni á siðasta þingi, úr þvi þetta var rætt i þingfararkaupsnefnd? „Málið kom það seint fram, og við vorum með það mörg mál i siöustu lotunni, að það þótti ekki rétt að fara aö bæta þar við nýjum málum. Annars vil ég nú ekki fullyrða of mikið, þar sem ég var ekki sjálfur i þingfararkaups- nefnd. — Ég vil hins vegar taka það fram, að ég er og hef verið fylgj- andi þvi, að alþingi hætti að ákveða þingmönnum laun, og kjaradómi verði veitt þar úrslita- vald. Ég greiddi atkvæði með frumvarpi Gylfa Þ. Gislasonar o.fl. þessa efnis á sinum tima, og talaði með þvi, og 1970, þegar ég var i þingfararkaupsnefnd fyrir Framsóknarflokkinn vorum við Björn Jónsson þeir einu, sem fylgdum þessari tillögu”. Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins styður samtrygginguna Ummæli Ragnars Arnalds, for- manns þingflokks Alþýöubanda- lagsins, i viötali við Þjóðviljann i gær, sýna ótvirætt, að hann er til- búinn til að fallast á, að föllnum þingmönnum verði greidd bið- laun með þegjandi samkomulagi þingflokkanna, og án þess aö máliö fái þinglega meðferð fyrr en eftir á. Þau sýna hve sjónar- mið samtryggingar stjórnmála- flokkanna eru runnin honum i merg og bein. ftokks Alþýðubandalagsiifs sagði: Þaðgildir súi regla varðandi opin- berastarfsmenn að þeir eiga rétt á 3ja mánaða biðlaunum ef þeir hverfa úr opinberu starfi. Mér fifinst að sama regla ætti að'gilda um alþingismenn. Hvernig þessu yerður hagað i framkvæmd skipt- ir ef til viD minna máli. Ég geri ráð fyrir að ef þessu verður brey tt með lögum i haust þá verði það látið gUda um þá sem ekki náðu endurkjöri að þessu sinni. Þaðer ekkert bvi til fyrirstöðu að lögin komi tif framkvæmda frá og méB 1. júli s.l. pó þau verði ekkl sam- þykkt-fyrr en i baust. Ef algerT M eitt til bráðabirgða strav £ ns vegar ékki er samkomiilag fyrir hendi þá veröur afgreiðslan að. biða til haustsins. Varðandi afstöðu þingflokks Alþýðubandalagsins sagði Ragn- ar aö lauslega heföi veriö á þetta minnst og menn þar taliö aðþetta væri ekki óeölileg regla. Þórarinn Þórarinsson, form, þingflokks Framsóknarflokksins sagði aö hann hefði ekki setið - þannfund þegar málið var t'il um- Framhald á:18. slöu „Mannvitsbrekkur" Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson skrifar um það mikinn langhund i Þjóðviljann á þriðjudag- inn í síðustu viku, af hverju mistókst að mynda vinstri stjórn. Er hans sögn öll hin merki- legasta, þó hér verði að- eins fáeinar af hans djúp- úðgustu uppgötvunum gerðar að umtalsefni. Okkur hinum til örlítils hægðarauka, sem ekki erum komnir svo langt á þróunarbrautinni, fylgja þær hér með i úrklippu. „Nýkratar" afhjúpaðir Fyrri kenning Svavars er i sem stytztu máli sú, að hið nýja þingliö Alþýðuflokksins sé upp til hópa gizka fákænt og illa inn- rætt og eigi sér þá ósk heitasta, aö verða auðvaldsöflum þessa lands að sem mestu liöi við að aröræna launafólk. Svavar heldur þvi fram, i til- vitnaöri grein, að stjórnmálaaf- staöa þessara ungmenna sé um margt lik Glistrup hinum danska, en ekki erum við óinn- vigðir dómbærir á dulspeki þá. Hitt virðist alveg laukrétt at- hugaö hjá Svavari, að þetta fólk á sér foreldra, sem sumir hverj- ir eru m.a.s. i Alþýðuflokknum. Skv. kenningu Svavars var þaö ætterni ungmennanna, en ekki stjórnmálaskoðanir, sem réð úrslitum um það, hvar þaö skip- aði sér i flokk. Nú kynnu einhverjir að spyrja: „Hvernig var það, Svavar, það er eins og mig rámi i það, að frambjóðendur Alþyðuflokksins hafi verið vald- ir i opnum prófkjörum? ” Og það stendur ekki á svari hjá Svav- ari: Með þvi að gefa fleirum en flokksbundnum Alþýðuflokks- mönnum kost á að taka þátt i prófkjörunum fengu kratar ihaldinu i hendur úrslitavald um skipan framboðslista, eða svo notuðséu hans eigin orð: „Sjálf- stæðisflokksmenn réðu i raun- inni framboöum Alþýðuflokks- ins i flestum kjördæmum”. Liklegast skiptir það ekki máli i þessu sambandi, að i prófkjörum Alþýðuflokksins tóku þátt um 14 þús. manns, en flokkurinn fékk um 27 þús. at- kvæði i kosningunum, eða um tvöfalt fleiri. tJr þvi þarna virð- ist ekki koma fram umtalsvert magn „umframatkvæða”, sem gæti verið eðlilegt eftir atvikum að gera ráð fyrir að kæmu frá stærsta flokknum, Sjálfstæðis- flokknum, hljóta þeir Alþýðu- bandalagsmenn að hafa sýnt ótrúlegan dugnað og útsjónar- semi i þvi að kynna sér stjórn- málaskoðanir þeirra þúsunda borgara, sem þátt tóku i próf- kjörum Alþýðuflokksins. Eða er þetta kannski aðeins enn eitt dæmið um þær ótrúlegu reikn- ingskúnstir, sem tölspekingar Alþýðubandalagsins hafa á valdi sinu og þeir beittu svo eftirminnilega i timamótatillög- um sinum i efnahagsmálum nú á dögunum? Er það kannski þetta, sem þeir eiga við með dialektik? Hinn visindalegi sósia- lismi Hin snilldarlega greining þeirra Alþýðubandalagsmanna á illu innræti „nýkrata” byggist að sjálfsögðu á bjargföstum grundvelli hins visindalega só- sialisma, og e.t.v. eru þessi óhræsi aumkunarverðust fyrir það, að þeir eru, eins og Svavar segir, „skilningslausir á lögmál stéttabaráttunnar, þar sem anars vegar takast á hags- munir auðmagnseigenda en hins vegar þeirra sem lifa af þvi einu að selja vinnuafl sitt.” Þeir Alþýðubandalagsmenn standa á herðum þeirra andans stór- menna, Marx og Engels, og vér villuráfandi sauöir getum vart varizt þeirri hugsun á stundum, aö stærð þessara 19. aldar mannkynslausnara sé slík, að þeir lyfti áhangendum sinum meðal þessarar þjóðar langt upp i viðerni himinblámans, úr augsýn vor moldvörpuanda. Þar sem við kratar kennum okkar sósialisma við lýðræði og köllum sósisaldemókrati eða lýðræðisjafnaðarstefnu, kenna þeir Alþýðubandalagsmenn sinn við visindi: „Frá öndverðu felur sósia- lisminn i sér visindalega grein- ingu á gerð auðvaldsþjóðfélags- ins, þeim lögmálum sem það lýtur og þeim innri mótsögnum sem marka alla þróun þess þótt i breytilegum myndum sé” (Stefnuskrá Alþýðubandalags- ins, bls. 25). ósjálfstæði ,/nýkrata" gagnvart „sérfræðinga- veldinu". Rúsínan i pylsuendanum er sú staðhæfing Svavars, að hið nýja þinglið Alþýðuflokksins sé hald- ið ósjálfstæði gagnvart sér- fræðingaveldinu. Þetta ósjálf- stæði nýkrata lýsir sér vitaskuld i þvi, að þeir trúðu betur þeim sérfræðingum i efnahagsmál- um, sem þeir kvöddu sér til ráðuneytis við tiliögugerð um lausn hins bráða efnahagsvanda i vinstristjórnarviðræðunum þeim treystu þeir betur til að lita vandann raunsæjum augum en viðmælendum sinum af hálfu Alþýöubandalagsins. Sjálfstæði Alþýðubandalags- manna fólst hins vegar i þvi að virða þaðálit „sérfræðinganna” að vettugi, að um 9-10 milljarða vantaði til að endar næðu saman i efnahagstillögum þeirra. Sjálfstæði þeirra fólst einnig i þvi að setja efnahagssérfræð- inga úr eigin röðum hjá, þegar þeir sömdu efnahagstillögur sinar fyrir kosningar. Já, „með vísindum alþjóð eflist til dáða” — það verða bara aö vera Al- þýðu(bandalags)sinnuð visindi! Alfur utangarös yrir allra flokka mönnum og| liðurstaöan varö^ sú að Siálf- stæðisflokksmenn* réðu í raun- ifust til vegs fjölmiðlungar ðdegisblaðaitna. Stjórnmála-I staða beirra liktist um margt ósialdemókratar. Þannig vart ramboössveit Aiþýöuflokksins yrir kosningarnar 1974 undar- eg blanda af ættarlaukum ilþýðuflokksins, háborgaraleg-l im fjölmiðlungum undir gunn- ána Vilmundar Gylfasonar — ðj ama tima og afstaða Alþýðu- okksins f verkalýðshreyfing-| 3. Alþýöuflokksforystan, jþingflokkurinn, er skipuö ný jum lönnum sem hafa engan skiln- 6ng á löemálum stéttaþjóðfé- jlagsinsl Hugmyndafræði bess- ara manna ræður rikjum, þeii eru hugsjónalega bandingjar íhaldsstefnunnar. Þess vegna jtaka jieir afstöðu með auö íagningu gegn launafólki' og refjast 7% kauplækkunar. 4. Hin nýja forysta Alþýðu- lokksins er- veik. Þibgflokkur- linn ósjálfstæður gagnvart sér- ^fræðingaveldinu" og haldínii *aldastri‘6sandú6 á Alþýðu bandalaginu. Margir hinna nýjii þingmanna flokksins hafa feng feö andúð á sósialistum i vöggu döf.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.