Alþýðublaðið - 12.08.1978, Side 2
2-
Laugardagur 12. ágúst 1978
alþýðu-
blaóió
Útgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgöarmabur:
Árni Gunnarsson.
Aösetur ritstjórnar er i Siöu-
múla 11. sfmi 81866.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Askriftaverö 2000 krónur á
mánuöi og 100 krónur f lausa-
sölu.
Nýafstaðin bílakaup ráðherr-
anna, þeirra Gunnars Thorodd-
sen, Halldórs E. Sigurðssonar og
AAatthíasar A. Mathiesen, hafa
verið mjög til umræðu meðal al-
mennings nú að undanförnu.
Fólki blöskrar bílakaupafríð-
indi ráðherranna og þó kannski
enn meira sú óskammfeilni fyrr-
nefndra ráðherra að neyfa þess-
ara fríðinda á sama tíma og þeir
hafa farið hamförum við að
hvetja þjóðina, og þá fyrst og
fremst launþega, til að herða
sultarólina, sýna ábyrgð, leggja
eiginhagsmunasjónarmið til hlið-
ar, sætta sig við að gerðir kjara-
samningar séu brotnir á bak aft-
ur með lagasetningu.
Þetta er óþolandi
Fólki ofbýður þetta siðleysi
ráðherranna, þar sem ekki
verður betur séð en að þeir ætli
sér annað og minna siðgæði og á-
byrgð en almenningi í landinu.
Kunna þeir ekki einu sinni að
skammast sín? spyrja menn.
Um þetta sagði Eiður Guðna-
son alþingismaður i grein í Al-
þýðublaðinu nú fyrir skömmu:
„Svolítið vekur það grun hjá
manni að ráðherrarnir skammist
sin kannski ofboðlitið fyrir þess-
ar reglur, þegar Halldór E. Sig-
urðsson lætur hafa það eftir sér í
Þjóðviljanum í fyrri viku, að, jú,
víst sé hann að kaupa sér bíl, en
hann muni bara hvorki hvað
hann eigi að kosta, né heldur
hvaða tegund djásnið sé. Það er
töluvert átak fyrir hvern venju-
legan mann að skipta um bíl og
kostar oft talsverðan skulda-
bagga einhvern tíma. Ef marka
má ummæli Halldórs, er þetta
honum ekki meira mál, en að
senda út í búð eftir einhverju
smáræði í sunnudagsmatinn".
Það vill svo til, að þeir Matthí-
as Á. Mathiesen og Halldór E.
Sigurðsson voru fulltrúar ríkis-
stjórnarinnar við kjarasamninga
BSRB. Þeir gengu frá þeim
samningum og undirrituðu þá.
Þremur mánuðum síðar beittu
þeir sér fyrir lagasetningu sem
ógilti undirskrift þeirra. Þeir
sögðu þá, að samningarnir hefðu
f rá upphaf i verið svo óraunhæf ir
og vitlausir, að allir hlytu að sjá
að þeir gætu ekki staðist, ef þjóð-
arbúið ætti ekki að fara um koll.
Þeir félagar BSRB sem mest
hefðu fengið út úr þessum samn-
ingum hefðu samt sem áður haft
minna í árslaun en það sem fyrr-
nefndir ráðherrar taka sér nú
frjálsri hendi með bílakaupafríð-
indum sínum. Það eru svona við-
horf og vinnubrögð sem eru að
gera út af við f járhagslegt sjálf-
stæði islensku þjóðarinnar.
Það er upplýst, að eftirgjöf á
tollum og sköttum í þessum bíla-
kaupum ráðherranna nemur 4 til
*5 milljónum króna á hverja
bifreið. Það eru því 12 til 15
milljóna króna kaupbætur sem
þessir þrír kaupránsráðherrar
taka sér svona á einu bretti. I
augum þessara ráðherra er ekki
sama Jón og séra Jón. Sömu
sjónarmið gilda ekki fyrir al-
mennan launþega og ráðherra að
mati ráðherranna sjálfra.
Alþýðuflokkurinn hefur tekið
skýra afstöðu í þessum málúm.
Hann vill afnema fríðindi ráð-
herranna. Hann vill virða gerða
kjarasamninga og láta þá taka
gildi 1. september næstkomandi.
Hann hef ur sagt spillingu og sið-
lausu samtryggingarkerf i stríð á
hendur. Hann líður það ekki að
annað siðgæðismat gildi fyrir
ráðherra og aðra forráðamenn í
þjóðfélaginu en fyrir almenning i
landinu. Þetta mættu þeir stjórn-
málaflokkar sem nú hafa boðið
Alþýðuflokknum með sér að
samningaborði hugleiða ræki-
lega. H.
Staða fulltrúa
Staða fulltrúa á Skattstofu Suðurlandsum-
dæmis, Hellu, er laus til umsóknar.
Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið prófi
i viðskipta- eða lögfræði eða hafi langa
starfsreynslu við skatta- eða bókhalds-
mál.
Sé þess óskað eru möguleikar á að útvega •
góða leiguibúð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist skattstjóra
Suðurlandsumdæmis fyrir 5. september
n.k.
Fjármálaráðuneytið,
3. ágúst 1978.
lÍTBOO
5 óskast I efnii stálþil, um 1150 tonn, til hafnargeröar
i Sundahöfn.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3,
Reykjavik.
Tilboöin veröa opnuö á sama staö, þriöjudaginn 19. sept-
ember 1978, kl. 11,00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKMVIKURBORGAR
Frikiricjuvegi 3 — Sími 25800
Skrifstofumaður
óskast til starfa við útgáfu Lögbirtinga-
blaðs og Stjórnartiðinda. Góð vélritunar-
og islenzkukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 15.
þ.m.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
9. ágúst 1978.
Kennarar
Nokkra kennara vantar við Grunnskóla
Grindavikur, þar á meðal islenskukenn-
ara fyrir eldri bekki, handavinnukennara
stúlkna og kennara 6 ára barna. —•
Upplýsingar gefnar i simum 92-8119 og 92-
8250.
Skólanefndin.
Hvaða erindi 2
hitasvæöa á aö vera eign þjóö-
arinnar allrar og sama máli á
aö gegna um þau landssvæði,
semskýlausar eignarheimildir
einstaklinga liggja ekki fyrir
um.
Heillandi viðfangsefni
Þetta eru meginatriöin i
stefnu Alþýðuflokksins, sem
hlaut stuðning 22% kjósenda i
siöustu kosningum og færði
flokknum mesta kosningasigur,
sem um getur i sögu islenskra
stjórnmaála frá þvi núverandi
flokkakerfi var myndað. Ef
Alþýðuflokkurinn fer i rikis-
stjórn þá fer hann til þess að
koma þessum atriöum til fram-
kvæmdar. Að öðrum kosti eig-
um við ekkert erindi i stjórn.
Margir Alþýðuflokksmenn,
þ.á m. undirritaður, töldu að
mörg af þessum stefnumálum
myndu eiga auðvelt uppdráttar
i nýrri vinstri stjórn. Að stjórn
meö aðild beggja verkalýös-
flokkanna væri likleg til þess aö
hafa áhuga á að koma slikum
málefnum áleiðis. Að hér væri
um aö ræða freistandi og heill-
andi viðfangsefni vinstri stjórn-
ar.
En Alþýöubandalagiö var á
öðru máli. Þau mál, sem að
framan voru talin, eru engin
stórmál i þess augum. Þá skipti
meira máli að taka upp slaginn
um hin óhjákvæmilegu bráða-
birgðaúrræði i efnahagsmálun-
um meö sama gamla og útjask-
aða slagorðatungutakinu en að
ræða og takast á við það heill-
andi viðfangsefni aö breyta gerð
þjóðfélagsins i átt til aukins lýö-
ræðis, siðgæðis og vinstri stefnu
með kerfisbreytingum og um-
bótum, sem svo lengi hefur
skort.
Magnús Kjartansson segir i
grein i Þjóðviljanum á dögun-
um, að sig skorti greind til þess
að fá botn i efnahagstillögur
Alþýðubandalagsins. Vertiðar-
dæmi Lúðviks Jósefssonar,
Ragnars Arnalds og-
„mööruhvellsins” Ólafs Ragn-
ars gekk ekki upp fyrir Magnúsi
Kjartanssyni frekar en okkur
Alþýðuflokksmönnum. En á
þessum tillögum, sem Magnús
Kjartansson brast greind til
þess að skilja, komu Alþýðu-
bandalagsmenn i veg fyrir
framgang vinstri stefnu á is-
landi.
t vinstri stjórnar viðræöunum
lagði Alþýðuflokkurinn fram
þau mál, sem að framan voru
rakin. Þau voru grundvöllur
fyrir stjórnarþátttöku hans þá.
Þau eru það enn. Það eina, sem
breytst hefur er, aö Alþýöu-
flokkurinn nýtur ekki atbeina
Alþýðubandalagsins til þess að
framfylgja þeim. Alþýðubanda-.
lagið skarst úr leik. Sjálfsagt
brestur Magnús Kjartansson
lika greind til að skilja það.
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir júli mán-
uð er 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum
til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið
lO.ágúst 1978
Lögtaksúrskurður
Hér meö úrskurðast lögtak fyrir gjaldföllnum og ógreidd-
um þinggjöldum ársins 1978 álögðum i Kópavogskaup-
stað, en þau eru: tekjuskattur, eignarskattur, kirkjugjaid,
slysatryggingagjald v/heimilisstarfa, iðnaðargjaid,
slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 36. gr. laga nr.
67/1971, Ilfeyristryggingagjald skv. 9. gr. laga nr. 11/1975,
atvinnuleysistryggingargjald, almennur og sérstakur
iaunaskattur, kirkjugarðsgjald, iðnlánasjóðsgjald og
sjúkratryggingagjald. Ennfremur fyrir skipaskoðunar-
gjaldi, lestargjaldi og vitagjaldi.bifreiðaskatti, skoðunar-
gjaldi bifreiða og slysatryggingagjaldi ökumanna 1978,
vélaeftirlitsgjaldi, áföllnum og ógreiddum skemmtana-
skatti og miðagjaldi, söluskatti af skemmtunum, vöru-
gjaidi af innl. framl. sbr. 1. 65/1975, gjöldum af inniendum
tollvörutegundum, matvælaeftirlitsgjaldi og gjaldi til
styrktarsjóðs fatlaðra, skipulagsgjaldi af nýbyggingum,
söluskatti, sem I eindaga er faliinn, svo og fyrir viðbótar
og aukaáiagningum söluskatts vegna fyrri timabila.
Veröa lögtök látin fara fram án frekari fyrirvara á kostn-
að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að 8 dögum liðnum frá
birtingu úrskurðar þessa, ef full skil hafa ekki verið gerð.
Bæjarfógetinn i Kópavogi
10. ágúst 1978.
Menningarsjóður Norðurlanda
Verkefni Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuðla að
norrænni samvinnu á sviði menningarmála. 1 þessum til-
gangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverk-
efna á sviði visinda, fræðslumála og almennrar menn-
ingarstarfsemi.
A árinu 1979 mun sjóðurinn hafa til ráðstöfunar 8 milljónir
danskra króna. Af þessu fé er hægt að sækja um styrki til
norrænna samstarfsverkefna sem unnin eru f eitt skipti
fyriröll. Einnig má sækja um styrki til verkefna sem taka
lengri tima og þá fyrir ákveðið reynsiutlmabil.
Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins og er
umsóknum veitt viötaka allt árið. Umsóknirverða af-
greiddar eins fljótt og unnt er, væntanlega á fyrsta eöa
öörum stjórnarfundi eftir að þær berast.
Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins veitir Nor-
ræna menningarmálaskrifstofan. Snaregade 10, DK-1205
Kaupmannahöfn, simi (01) 11 47 11.
Umsóknareyöublöö fást á sama stað og einnig i mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, simi 25000.
Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda.