Alþýðublaðið - 12.08.1978, Síða 3

Alþýðublaðið - 12.08.1978, Síða 3
3 Laugardagur 12. ágúst 1978 SUNNUDAGSSÍÐAN Vextir og brask og hugmynd- ir Magnúsar Kjartanssonar Magnús Kjartansson, fyrrum ráðherra, ritar ágæta grein í Þjóðviljann á fimmtudag. Þar gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni, að verðbólga út af fyrir sig sé aðeins lýsandi hug- tak, og hvorki góð eða vond í sjálfu sér. En það er verðbólgu- gróðinn, tilhneigingin til þess að braska og græða í verðbólgunni, sem er hið alvarlega ástand. Ein stærsta ástæðan fyrir því hversu verðbólgugróðinn hefur blómstr- að í íslenzku efnahagslífi á und- anförnum árum er sú einfalda staðreynd, að vextir hafa verið neikvæðir. Þaðþýðir einfaldlega, að sá sem tekur lán, borgar þau ekki til baka nema að hluta. Þetta hefur orðið einhver spillt- asta gróðalind samtímans, og þátttakendurnir eru margir og þeim fer sífellt f jölgandi. Það er ekki sízt með þessum hætti sem verðbólgan gerspillir öllu efna- hagslífi. Magnús Kjartansson gerir glögglega grein fyrir því, hvern- ig lágvaxtastefna sú, sem Lúðvík Jósepsson hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum haldið fram, er einungis til þess fallin að hossa þeim sem braska, og draga þar með úr hvatanum til þess að berja verðbólguna niður. Magnús Kjartansson notar þarna nákvæmlega sömu rök og tals- menn Alþýðuf lokksins í efna- hagsmálum hafa notað. Hinir neikvæðu vextir eru undirrót bankaspillingarinnar í landinu, og þegar við bætist að hið póli- tíska bankakerfi er að mestu leyti eftirlitslaust, þá er ekki von á góðu. Lúðvík Jósepsson, og að því er virðist allur þingflokkur Alþýðu- bandalagsins meðhonum, leggur hins vegar til að lækka vexti. Þeir segjast vera að bjarga atvinnu- vegunum með þessum tillögum. En málið er ekki svo einfalt. Með þessum tillögum er Lúðvík Jósepsson, eins og Magnús Kjartansson bendir réttilega á, að hygla þeim sem braska í verð- bólgu — og það gera nánast allir lántakendur meðan vextir eru neikvæðir — en hins vegar er hann að ráðast að hagsmunum sparif járeigenda. Alþýðuf lokkurinn og Alþýðu- bandalagiðhafa gerðlíka stefnu í vaxtamálum. Stefna Alþýðu- flokksins er stefna heilbrigðrar skynsemi, stefna Alþýðubanda- lagsins er stefna sem ýtir undir verðbólgu og klingir vel í eyrum br-askara. Þetta veit Magnús Kjartansson og skilur. Skrif hans eru því á- kaflega þarft innlegg í skrif þau um efnahagsmál, sem undanfar- ið hafa sett svip á fjölmiðla. Magnús Kjartansson hefur áhrif á menntamannahóp Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík. Geti hann sannfært þetta fólk um gildi hugmynda sinna, þá er líklegra að Alþýðuf lokkur og Alþýðu- bandalag nái samstöðu um úr- lausn efnahagsmála í náinni f ramtið. —VG. Raunvextir 1 „Þaö skiptir au&vitað miklu máli, a& sérfræöingar leggi fram öU tátæk gögn. Svo er a& draga ályktanir af þeim sta&reyndum, sem sérfræöingarnir safna, og þaö liggur ekki endilega i hlutarins eöli, aö þeir séu-færari til þess en stjórnmálamenn, þar koma lika til atriöi eins og mis- munandi skoöanir, llfsviöhorf o.s.frv. — Eitthvaö aö lokum? „Vextir eiga aö tryggja þaö, aö sprifé haldi alltaf verögildi sinu. Háir vextir eru hrikalegt vanda- mál, en þaö ver&ur aö lækna þaö meö þvi aö uppræta orsökina, en ekki vera aö káfa i afleiöingun- um”. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐU6LAÐIÐ Tilkynning frá Póst og simamálastofnuninni um breytt simanúmer póst- og sim- stöðvarinnar að Brúarlandi, nú Varmá. Afgreiðslunúmer póst- og simstöðvarinn- ar verða framvegis 66109 og 66220. Skattstofa Reykjavikur óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa lögfræðing til starfa Umsóknir sem greini fyrri störf, skal senda skattstjóra fyrir 20. ágúst n.k. Reykjavik, 8. ágúst 1978. Skattstjórinn i Reykjavik. f fllsölu Tilboð óskast i húseignina Hverfisgötu 86, hér I borg, sem er bárujárnsklætt timburhús byggt á steyptum kjallara. Tiiboöin skutu miöuð viö aö væntanlegur kaupandi fiytji húsið innar á lóöina á sinn kostnaö. Lóöin veröur siðan út- hlutuö honum sem leigulóð. Athygli skal vakin á því aö húsiö er friöaö I B-flokki. Allar frekari upplýsingar gefur Pétur Hannesson, í síma 18000. Tilboðin verða opnuö á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik, þriðjudaginn 22. ágúst 1978, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 M Meðal annars tvær gyltur með grísi, hænur og ungar, kal- kúnar, endur og gæsir, folaldsmeri, minnsti og stærsti hestur landsins, fimmtán mjólkurkýr, nýborinn kálfur, tólf ær, forystukind með lambi, geitafjölskylda — hafur, huðna og tveir fjörugir kiðlingar, dúfur, lax og laxaseiði, o.m.fl. Sýningin er opin 11.-20.ÁGÚST Virka daga kl. 14 — 23.^1.10 — 23 laugardaga og sunnudaga. Komið á Selfoss — Komið á Landbúnaðarsýninguna 1978

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.