Alþýðublaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 25. ágúst 1978 aasr alþýou' blaðið .Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðu- múla 11, simi 81866. •Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 2000 krónur á mánuði og 100 krónur f lausa- sötu. Ný ríkisstjórn boðin velkomin í dag fá íslendingar nýja ríkis- stjórn. Hún er mynduð undir for- sæti Ólafs Jóhannessonar og Al- þýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið eiga aðild að henni, auk Framsóknarf lokksins. Landsmenn voru orðnir nokkuð langeygðir eftir þessari vinstri- stjórn og þreyttir á að sitja undir aðgerðarleysi og stefnuleysi frá- farandi stjórnar. Vonandi takast störf hinnar nýju stjórnar vel og giftusam- lega. Hún fær þegar í hendur mörg erf ið verkef ni að glíma við, sem hún verður að ganga að með heilindum og þrótti. Staða vinstriaflanna í landinu um langa framtíð er undir því kom- in, hvernig þetta stjórnarsam- starf tekst til. Alþýðuflokkurinn mun leggja sig allan fram og ganga heill til þessa leiks og hann ætlast til hins sama af sam- starfsaðilum sínum. Alþýðuf lokkurinn, Alþýðu- bandalagiðog Framsóknarf lokk- urinn hafa samþykkt samstarfs- yfirlýsingu um verkefni og stefnu þessarar nýju vinstri- stjórnar. Þar kemur fram að vinstri- stjórnin ætlar sér að jafna lífs- kjörin í landinu, auka félagslegt réttlæti og uppræta spillingu, misrétti og forréttindi. Hún ætlar koma á traustu sam- starfi fulltrúa launþega, at- vinnurekenda og ríkisvalds. Þetta samstarf á að miða að því að treysta kaupmátt launatekna, jafna lífskjör og tryggja vinnu- frið. Ríkisstjórnin á heill sína og hamingju undir því komið, að þetta samstarf við launþega- hreyf ingarnar takist sem best og árangurinn af því samstarfi verði kjarasáttmáli milli þessara aðila, hornsteinn þjóðarinnar fyrir betri lífskjörum og fram- farasókn. Efnahagsmálin verða eitt erf- iðasta vandamál komandi ríkis- stjórnar. Það hefur komið í Ijós, að ef nahagsvandinn er enn meiri og geigvænlegri en menn gerðu sér Ijóst. Hvorki gengislækkun né niðurfærsla verðlags nægðu ein sér. Það varð að f ara báðar þess- ar leiðir í bland til þess að geta veitt verðbólguskriðunni og af- leiðingunum af henni nauðsyn- legt viðnám. Það verður að leggja byrðar á þjóðina til þess að það sé einhver von til þess að komast út úr ógöngum ef nahagsvandamál- anna. Þær byrðar verða þeir að bera fyrst og fremst sem breið- ust hafa bökin. Ríkisstjórnin mun leggja skatta á atvinnurekstur, eyðslu, eignir og hátekjur. Hún mun draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Þannig hyggst ríkisstjórnin standa straum af kostnaði við að greiða niður verðlagið. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir gerbreyttri efnahags- stef nu. Hún mun láta gera áætlun i samráði við aðila vinnu- markaðsins um hjöðnun verð- bólgunnar í ákveðnum áföngum. Hún mun beita sér fyrir jöfnun tekju- og eignaskiptingar, m.a. með verðbólguskatti. Hún ætlar að draga úr erlendum lántökum og stef na að jöf nuði í viðskiptum við útlönd á árinu 1979. Ný og gjörbreytt f járfestingar- stefna verðurtekin upp, þar sem f járfestingunni verður með sam- ræmdum aðgerðum beint í tækni- búnað, endurskipulagningu og hagræðingu í þjóðfélagslega arð- bærum atvinnurekstri. Rikisstjórnin mun leita nýrra leiða til að lækka verðlag í land- inu og leggja áherslu á strangt verðlagseftirlit jafnframt því sem verðlagsyf irvöld eiga að fylgjast með verðlagi nauðsynja í viðskiptalöndunum til saman- burðar. Opinberri þjónustu verður gert að endurskipuleggja rekstur sinn og stranglega verður hamlað gegn verðhækkunum hjá þessum aðilum. Skipulag og rekstur innflutn- ingsverslunarinnar verður tekið til rækilegrar rannsóknar og út- tekt gerð á rekstri skipafélaga í því skyni að lækka flutnings- kostnað og þar með almennt vöruverð í landinu. Þá mun ríkisstjórnin gera full- trúum neytendasamtaka og sam- taka launafóks kleift að hafa eft- irlit með framkvæmd verðlags- málanna. Skattaeftirlitið verður hert og ströng viðurlög sett gegn skatt- svikum. Jafnframt verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að koma i veg f yrir að einkaneysla sé færð á reikning fyrirtækja. Stefna stjórnarinnar í land- búnaðarmálum er, að fram- leiðsla landbúnaðarvara miðist fyrst og fremst við innanlands- markað jaf nf ramt því sem hún á að stuðla að f jölbreytni i búvöru- framleiðslu. Ríkisstjórnin mun einnig hlut- ast til um það, að málefni Kröfluvirkjunar verði tekin til endurmats. Bankakerfið verður endur- skoðað og ríkisbönkum fækkað i tvo. Úttekt verður gerð á kjörum og aðbúnaði aldraðra og öryrkja og leitast við að tryggja jafnræði óháð búsetu. Lög um almanna- tryggingar verða endurskoðuð þannig að aukin áhersla verður lögð á tekjujöfnunar áhrif trygg- ingakerf isins. í dómsmálum mun ríkisstjórn- in beita sér fyrir auknum hraða í afgreiðslu mála, greiðari að- gangi almennings að dómstólum, svosem með lögfræðilegri aðstoð án endurgjalds og mjög aukinni aðstöðu til harðari baráttu gegn efnahagslegum brotum. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir lagabótum um starfsum- hverfi og vinnuvernd, skipulags- mál, mengunarmál, náttúru- rannsóknir og þjóðminjavernd. Löggjöf verður sett um at- vinnulýðræði og byrjað á þvi að veita starfsfólki aðild að stjórn- un ríkisfyrirtækja. Þingsköp og starfshættir al- þingis verða endurskoðaðir og sama er að segja um stjórnar- skrána. Þá mun ríkisstjórnin hlutast til um að sett verði löggjöf, sem tryggi öllum landsmönnum verð- tryggðan lífeyri jafnframt því sem stefnt verður að einum líf- eyrissjóði fyrir alla landsmenn. Af því sem hér hef ur verið talið má nokkuð sjá og marka stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar og er þó margt merkra mála enn ótalið. Alþýðublaðið býður nýju ríkis- stjórnina velkomna til starfa og árnar henni gæfu og gengis. H. UTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar óskar eftir tilboðum i raflögn i 15 parhús i Hólahverfi, Breiðholti. — tJtboðsgögn verða afhent á skrifstofu F.B.,Mávahlið 4, Reykjavik, gegn 20. þús. kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu F.B. þriðjudaginn 5. september 1978kl. 16.00. — Athugið að skilafrestur er mjög stuttur. Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistaskólinn i Reykjavik verður settur miðvikudaginn 20. september kl. 4. e.h. Umsóknarfrestur er til 8. sept. og eru umsóknareyðublöð afhent hjá Hljóðfæra- verslun Poul Bernburg, Rauðarárstig 16j* og Tónverkamiðstöðinni, Laufásvegi 40. Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skólans. Inntökupróf verða sem hér segir: Pianónemendur, miðvikudaginn 13. sept. kl. 2 e.h. Nemendur á strengjahljóðfæri kl. 4 og blásturshljóðfæri kl. 5 sama dag. 1 Tónmenntakennaradeild, fimmtudaginn 14. sept. kl. 2 e.h. Skóiastjóri Frá Landssamtökum Þroskahjálpar: Vandamál foreldra þroskaheftra barna áhugafólki um málefni þroska- Landssamtökin Þroskahjálp eru nú að hefja starfsemi sina á ný eftir sumarleyfi. I næstu viku eru fyrirhugaöir almennir fundir um málefni þroskaheftra bæöi í Reykjavík og úti á landsbyggöinni. Landssamtökin Þroskahjálp hafa boöiö til landsins fulltrúa frá Landssamtökum foreldra þroskaheftra i Danmörku frú Agnete Schou og dvelur hún hér daganafrá 3ja til 10. september. Næstkomandi mánudags- kvöld þ. 4. sept. kl. 8.30 mun Agnete Schou flytja erindi á al mennum fundi f Domus Medica viö Egilsgötu, þar sem hún mun ræöa um vandamál foreldra þroskaheftra barna, um fræöslu- og upplýsingastarf fyrir foreldra svo og samstarf á milli foreldra og starfsfólks stofnana. A þriöjudagskvöldiöþ. 5. sept. er fyrirhugaöur almennur fundur um málefni þroska- heftra á Akureyri kl. 20.30. Fundarstaöur er Hótel KEA og á miövikudagskvöld er fyrir- hugaöur fundur á Egilsstööum kl. 20.30 og veröur Agnete Schou meö framsöguerindi á báðum stööum. Allir fundirnir eru opnir öllu heftra, en foreldrar og starfs- fólk stofnana ásamt barna- læknum og hjúkrunarf ræö- ingum, eru sérstaklega hvattir til aö sækja þessa fundi. Agnete Schou hefur mikla reynsluog þekkingu um málefni vangefinna og þroskaheftra, bæöi af eigin raun, sem foreldri Hver veröa helstu verkefnin? Nefna má endurskoöun laga um almannatryggingar, um- bæturá sviöi húsnæöismála, verkaskiptingu rikis og sveitar- félaga og siöast en ekki sist lagasetningu um verötryggöan lifeyrissjóöö fyrir alla lands- menn. Hvaö er þér efst i huga á þessari stundu? vangefinnar dóttur, svo og vegna starfs i Landssamtök- unum Evnesvage Vel i Dan- mörku. Hún hefur flutt marga fyrirlestra viöa á Norðurlönd- um og ritað hjölda greina um málefni þroskaheftra. Það skal tekið fram, að erindin verða flutt á dönsku, en túlkuð á islensku. Þakklæti til samstarfsmanna minna i þingflokki Alþýöu- flokksins og til flokksstjórnar fyrir þaö traust, sem mér hefur veriö sýnt meö þvi aö velja mig til þessara starfa. Ég geri mér fulla grein fyrir þvi, að starf þessarar stjórnar verður erfitt, veröur ekki dans á rósum. Þetta verður aöhaldsstjórn og það hlutverk er sjaldnast vin- sælt. Frá Menntaskólanum í Reykjavík Skólinn verður settur mánudaginn 4. september kl. 14.00. Nemendur safnist saman við skólahúsið laust fyrir kl. 14.00. Rektor Magnús H. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.