Alþýðublaðið - 20.09.1978, Qupperneq 1
alþýöu
LnEh
Miðvikudagur 20. september 177. tbl. 59. árg.
Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur
Félagsfundur verður haldinn n.k. fimmtudag að
Hótel Esju kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Kjartan Jóhannsson flytur ræðu.
2. Magnús H. Magnússon og Kjartan jó-
hannsson svara fyrirspurnum.
3. Kosning uppstillingarnefndar. Stjórnin.
Járniðnaðar-
menn fagna
bráðabirgða-
lögunum
Á félagsfundi hjá
Félagi Járniðnaðar-
manna sem haldinn
var 18. september s.l.
var samþykkt ályktun
þar sem lýst er yfir
fullum stuðningi við
aðgerðir rikisstjórnar-
innar i kaupgjaldsmál-
um. í ályktuninni kem-
ur einnig fram, að með
afnámi kaupráns-
laganna frá þvi i febrú-
ar og mai, hafi verka-
fólk fengið staðfest að
hægt sé að nota kjör-
seðilinn i kjarabarátt-
unni.
Alyktun fundar Félags járn-
iðnaðarmanna er á þessa leiö:
„Félagsfundur i Félagi járn-
iðnaðarmanna haldinn 18. sept.
1978 fagnar afnámi laga Nr.
3,17. feb. 1978 og Nr. 63, 24. mai
1978 um skerðingu verölagsbóta
á laun. Með afnámi laga þess-
ara hefur verkafólk á Alþýöu-
sambandi Islands unnið mikils-
verðan sigur i kjaradeilu og
fengið staðfest að hægt er að
nota kjörseðilinn sem vopn i
kjarabaráttu.
Jafnframt fagnar félagsfund-
urinn ráðstöfunum stjórnvalda
sem auka kaupmátt vinnulauna
almennra launþega, svo sem
niðurfærslu verðlags og afnámi
sölusatts af matvörm.
Félag fundur Félags járniðn-
aðarmanna væntir þess aö ný
rikisstjórn viðhaldi kaupmætti
almennra vinnulauna m.a. með
áframhaldandi niðurfærslu
verðlags á nauðsynjavörum.
Félagsfundur Félags járniðn-
aðarmanna telur að með slikri
stefnu verði tryggður friöur á
vinnumarkaði og full atvinna.”
Þess má einnig geta i
sambandi við þennan fund i
Félagi járniðnaðarmanna, að á
siðasta þingi Málm- og skipa-
smiðasambands Islands sem
haldið var i vor, var samþykkt
ályktun þar sem verkafólk var
hvatt til að greiða ekki þáver-
andi stjórnarflokkum atkvæði i
væntanlegum kosningum.
Jafnaðar-
menn!
Gerist áskrif-
endur að
málgagni ykkar
Alþýðublaðinu,
strax í dag
Jafnrétti!
Mörg hundruð manns í
jafnréttisgöngu fatlaðra
Jafnréttisganga fatlaðra
fór fram i gær. Fleiri
hundruð manns voru í
göngunni hvort heldur fatl-
aðir sem heilbrigðir. Voru
mörg kröfuspjöld á lofti
um aukið jafnrétti til
handa fötluðum.
Hófst jafnréttisgangan við Sjó-
mannaskólann. Var þaðan haldið
sem leið lá niður aö Kjarvals-
stöðum, en þar var haldinn
fundur með borgarstjórn Reykja-
vikur.
Héldu þar ýmsir ræður fyrir
hönd fatlaðra sem bentu á þá
nauðsyn að hefjast þyrfti handa
um að auka jafnréttið milli fatl-
aöra og heilbrigðra. Var bent á þá
staðreynd að þjóðfélagið væri
fyrst og fremst sniðið fyrir þá
heilbrigöu, ekki væri gert ráð
fyrir þvi að fatlaðir þyrftu að
ferðast vinna eða lifa á þann
máta er heilbrigðir helst kjósa að
lifa.
Þá benti einn ræðumaður á það
að framið hefði verið andlegt
morð á fötluðum. Fatlaðir hefðu
verið útilokaðir frá hinum
almenna vinnumarkaði, er hefði
orðið þess valdandi að fatlaðir
hefðu lokað sig inni, hætt að láta
sjá sig meðal fólks.
Þá benti annar á þá staðreynd
að flestar byggingar væruþannig
hannaðar að þær geröu fötluðum
svo til ókleyft aö komast ferða
sinna, heimsækja kunningja eða
ættingja. Hefði þetta allt saman
stuölað aö því að hefta athafna-
frelsi þeirra. Benti hann á að gera
Framhald á bls. 2
Endurskoðun visitolunnar:
BEÐIÐ EFTIR TILNEFNINGU
HAGSMUNASAMTAKA í NEFNDINA
A rikisstjórnarfundi i gær var
endanlega ákveðiö, hverjir
skyldu tilnefna fulltrúa i nefnd
þá, sem rikisstjórnin skipar til
að endurskoöa visitölumálið, i
samræmi við bókun þá, sem
ráðherrar Alþýðuflokksins
fengu samþykkta um þau mál
nú fyrir skömmu.
Að sögn Ölafs Jóhannessonar,
forsætisráöherra, verður nú
skrifað þeim aðiium, sem óskað
er eftir aö tilnefni menn i nefnd-
ina, en það eru öll helztu hags-
munasamtök á vinnumarkaðn-
um, Alþýðusambandið, Banda-
lag starfsmanna rikis og bæja,
Bandalag háskólamanna, og
fleiri samtök. Veröur áherzla á
það lögð, aö þessi mál gangi
fljótt fyrir sig. Strax og þessi
hagsmunasamtök hafa tilnefnt
sina menn, verður gefin út
fréttatilkynning um máliö.
ASÍ gengur með opnum huga til
endurskoðunar vísitölunnar
— segir Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur sambandsins
,/Miðstjórn Alþýðu-
sambandsins hefur lýst
því yfir, að hún muni taka
þátt í þeirri endurskoðun
visitölukerf isins, sem
rikisstjórnin gengst nú
fyrir, og ég sé enga
ástæðu til að vera með
neinar fyrirfram mótað-
ar skoðanir á þvi, hvernig
sú endurskoðun eigi að
fara fram. Þó erum við
auðvitað ekki tilbúnir að
gefa eftir varðandi það,
að kaupmáttur verði
tryggður með þeirri að-
ferð, sem mælt kann að
verða með f þessari
endurskoðun. Visitölu-
kerfið hefur i okkar aug-
um það markmið að
tryggja kaupmátt og það
er auðvitað hægt að gera
það eftir ýmsum mis-
munandi leiðum. Við höf-
um ekki neinar fyrirfram
mótaðar skoðanir á þeim
leiðum að þessu marki,
sem stungið kann að
verða upp á í viðræðun-
um".
Þetta var álit Asmundar
Stefánssonar, hagfræðings Al-
þýðusambandsins, á fyrirhug-
aðri endurskoðun visitölukerfis-
ins, en eins og fram kemur á
öðrum staö i blaðinu, var á
rikisstjórnarfundi i gær tekin
ákvörðun um skipan nefndar
þeirrar, sem um máliö á að
fjalla. Blaðið hafði einnig sam-
band við Björn Jónsson, forseta
Alþýðusambandsins, en hann
skoraðist undan að tjá sig þar
sem hann hefði ekki getaö sett
sig nógu mikið inn i málið vegna
vanheilsu sinnar.
Asmundur Stefánsson sagði
ennfremur að þeir Alþýðusam-
bandsmenn hefðu sjálfir bent á
ýmsa annmarka á núgildandi
visitölukerfi. ,,Það er engin full-
nægjandi vörn i kerfinu eins og
það er núna, þannig aö þaö er
tvimælalaust hægt að gera úr-
bætur til að bæta okkar stöðu.
Til dæmis búum við i þessu kerfi
við búvörufrádrátt, sem þýðir
það að við fáum ekki bættar þær
hækkanir, sem verða á búvör-
um i kjölfar allmennra kaup-
hækkana. Þar á ofan eru svo
hækkanir bættar eftir á, þannig
aö menn verða að bera hækkan-
irnar óbættar i nokkurn tima
eftir að þær koma fram. Þetta
eru nú þeir helztu annmarkar,
sem við sjáum á núgildandi
kerfi, og á þá höfum við oftsinn-
is bent og um þá rætt”.
,,Þaö sem við viljum fá út úr
visitölukerfinu er sem traust-
astur kaupmáttur, og það verð-
ur bara að ræða það, hvaða að-
ferðir koma þar til greina að
öðru leyti. Það er mjög mis-
munandi, hvaða aðferðum hefur
verið beitt i hinum ýmsu lönd-
um. Það er alveg ljóst, að þar
sem verðbólgan hjá okkur er
miklu meiri en viðast annars
staðar, þá er næsta óhjákvæmi-
legt að sett sé á þetta eitthvert
kerfi. Miðað við þá miklu
óvissu, sem rikir hjá okkur á
þessu sviði, þá er i rauninni ekki
nema um tvennt að velja, annað
hvort traust visitölukerfi eða
mjög stutta samninga. Þess
vegna held ég aö það sé öllum
fyrir beztu að hafa traust visi-
tölukerfi”.
,,Hafa farið fram innan Al-
þýðusa mbandsins miklar um-
ræður i sambandi við þessa
endurskoðun núna?”
„Nei, það hafa ekki farið fram
neinar verulegar umræöur ein-
mitt núna, en þetta eru atriði,
sem hafa verið upp á borðinu
við alla samninga undanfarið,
og vafalaust miklu lengur en ég
þekki til. Þannig eru þetta
atriði, sem menn eru tiltölulega
vel inni i, mér liggur við að
segja frá fornu fari, og menn
þekkja geysilega vel, og það
hefur verið fjallað um þetta
jafnaðarlega”.
„Hvað vilt þú segja um
hugmyndir um þjóðhagsvisi-
tölu?
„Ég tel það á margan hátt
mjög æskilegt aö hægt veröi aö
ná slikri tryggingu. Það sem
fyrst og fremst hefur staðið þar
i veginum, eru þeir „praktisku”
örðugleikar, sem eru viö slikt
kerfi. Það er ákaflega erfitt að
finna þvi það form, að það gefi
möguleika á ársfjóröungslegri
endurskoöun á kaupi. Alla vega
höfum við mér vitanlega ekki
fundið þá aðferð enn.þá”.
„En er ekki von til þess að sú
aðferð finnist? Eru ekki bara
tæknilegir örðugleikar við út-
reikning slikrar visitölu?
„Jú það eru tæknilegir og að
vissu marki málefnalegir
öröugleikar. Þaö er ákaflega
erfitt að gera upp ársfjórðungs-
lega hluti eins og þjóðartekjur i
þjóðfélagi eins og okkar, með
öllum þess sveiflum, bæði innan
árs og milli ára. Þaö eru bæði
miklar sveiflur á magni, sér-
staklega aflamagni, og einnig
gifurlegar sveiflur i viðskipta-
kjrum. En þó að miklir tækni-
legir öröugleikar séu á þvi að ná
slikri tengingu heim og saman
við ársfjórðungslega endur-
skoðun á kaupi, þarf að sjálf-
sögðu að skoða, hvaða hug-
myndir eru uppi i þvi efni og ég
vil ekki fullyrða neitt um niður-
stööur i þvi”, sagði Asmundur
Stefánsson að lokum. —ko