Alþýðublaðið - 20.09.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.09.1978, Síða 4
aiþýðu Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að múla 11/ sími 81866. Síðu- AAiðvikudagur 20. september 1978 Rætt við Kjartan Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra: Niðurfærsla verðlags kemur öllum til góða, sérstaklega þeim sem stærstar hafa skyldurnar Efnahagsmálin hafa verið mjög til umræðu að undanförnu, bæði hér i blaðinu og annars staðar. Alþýðublaðið átti stutt viðtal við Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra um þessi mál og fer viðtalið hér á eftir. l>aö er sagt að fyrstu aðgerðir rikisstjórnarinnar séu bráða- birgðaráðstafanir af sama toga og venjulega. Er það rétt? Þessar ráðstafanir miöuðu fyrst og fremst að þvi að hindra stöðvun atvinnuveganna og þar með at vinnuleysijafnframt þvi að koma kjarasamningum al- mennra launþcga i gildi. Þetta tvennt hefur áunnist. Um fram- kvæmdina var haft samráð við launþegasamtökin. Meö niður- færslu verölags hefur lika verið dregiö úr verðbólguholskeflunni Arangur til lengri tima mun mótast af þvi hvernig tekst að ná samstöðu milli rikisins og aðila vinnumarkaðsins um framhaldsaðgeröir. Þær þurfa aömiða aðþvi að treysta kjörin án þess að aöilar búi við visi- tölukerfi, sem veitir litið svig- rúm til hagstjórnar og vindur verðbólguskrúfuna áfram. Kjör eru lika fleira en launin ein. Um þetta verða menn aö skiptast hreinskilnislega á skoðunum. Það er vitaskuld rétt að þessar aðgerðir hrSikva skammt og annaö þarf til aö koma,þar á meðal gerbreytt fjárfestingar- stefna og aöhald I peningamál- um. Það hefur veriö gagnrýnt að hækkun launa komi misjafnlega niður. Hvernig vikur þvi viö? Hækkun launanna er misjöfn eftir þvi hve skerðingin var mik il samkv. lögum fyrri rikis stjornar. Samningar voru settir igildi og nú er greitt samkvæmt þeim. Niðurfærsla verölags kemur svo öllum til góða, en þó sérstaklega þeim.sem stærstar hafa fjþlskyldurnar. Þeir sem höfðu ó^kertar verðlagsbætur á daglaun'.samkvæmt gömlu lög- unum fá'einungis grunnkaups- hækkun á daglaunin, en hins vegar verður eftirvinna nú greidd með réttu álagi sam- kvæmt samningum, en i skerð- ingu þess fólst sivaxandi rang- læti. Hjá opinberum starfs- mönnum i nokkrum launaflokk- um felur þetta i sér lækkun peningalauna fyrir dagvinnu um leið og visitalan lækkar. Meðan visitalan var hærri, fyrstu 10 dagana i mánuöinum miðastlaun við þáverandi visi- tölu, en verðbæturnar fylgjasvo visitölunni þegar hún lækkar. Kaupmáttur á þvi aö vera hinn sami. Svona virka visitöluá- kvæði. Það hefur ekkert veriö haft af neinum. Þetta er i sam- ræmi viö samninga, en það minnir á nauðsyn þess að endurskoða fyrirkomulagið á tengingu launa við visitölu. Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður skrifar: Alþýðubandalagið — flokkur eða fyrirbæri? 1 umræðum, sem orðið hafa að undanförnu um Alþýðu- bandalagið — hvort það sé hefð- bundin kommaflokkur eða ekki — hafa menn gleymt megin- atriði. Sem sé þvi, að Alþýðu- bandalagið er hvorki hefð- bundið þetta né hitt. Bandalagið er ekki nema að litlu leyti stjórnmálaflokkur i hefðbundn- um skilningi þess orðs. Þvert á móti er Alþýðubandalagið laus-' tengd samtök sértrúarsöfnuða úr hvippi og hvappi, nokkurs konar heimskirkjuráð i smækkaðri mynd samansett úr stórum og smáum sértrúarhóp- um úr öllum áttum, sem litið eiga sameiginlegt annað en mottóið: ,,Ég trúi!”. i hibýlum Alþýðubandalgsins eru þvi ekki aðeins mörg herbergi, heldur eru þar lika dýrkaðir margir guöir. Menn eru jafnvel i Al- þýðubandalaginu út á það eitt aðdýrka stokka ogsteina i bók- staflegri merkingu — þ.e.a.s. að hvorki megi hreyfa stokk né bylta steini. Slik fræði — tabú- ismi — eru fjarlægari sósial- isma en tunglið sólu, enda er sá ismi, sósialisminn, siöur en svo nokkur kjarní i Alþýðubanda- laginu. Mun fleiri fíokksmenn aðhyllast t.d. infantilisma, sér- staklega i efnahagsmálum. Pólitískur kálhaus Þaö er þvi tilgangslitið að leita aö einhverjum pólitiskum samnefnara fyrir Alþýðubanda- lagiö. Alþýðubandalagið er nefnilegaekki pólitiskhnot, sem br jóta þarf til kjarnans. Alþýðu- bandalagið er þvert á móti kál- haus. Þú fiysjar utan afþvi hvert sértrúarkálblaðið á fætur öðru unz allt er búið og ekkert eftir. Bara afskrælingar og flus. Þjóð- viljaklikukálblaðið. Sósfalista- félagsflusið. Þjóðernisróman- tikurafskrælingurinn. Menning- arhjálpræöisherinn. Stóriðju- varnarliöið ásamt andfram- farafélaginu. Keflavikurgöngu- liöið ásamt hverskonar öðrum labb-röbburum og pólitiskum heilagsandahoppurum. Auö- vitað eru svo innanum hópar fólks með hefðbundnari stjórn- málaskoðanir, sem eru i alvöru stjórnmálabaráttu og telja sig vera i alvöru flokki. Mikil- vægastur þeirra er án efa verkalýösleiðtogahópur Al- þýðubandalagsins. En menn skyldu minnast þess, aö t.d. sá hópur er aöeins einn af mörgum blööum i kálhaus Alþýöubanda- lagsins og þvi miður ekki áhrifameiri en margir hópar heilagsandahopparanna. Þvi miður segi ég, vegna þess að það er einmitt þessi hópur Al- þýöubandalagsfólks, sem Al- þýðuflokkurinn þarf fyrst og fremst að ná traustari sam- vinnu við og þvi væri betur, að hann væri jafnáhrifamikill i Al- þýðubandalaginu og Alþýðu- bandalagið er i verkalýðshreyf- ingunni, sem hann ekki er. Ef verkalýösöflin i Alþýöu- bandalaginu eflast aö áhrifum getur samstarf Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins i rikis- stjórn orðið farsælt og markað tfmamót i stjórnmálasögu landsins. Haldi hinir pólitísku heilagsandahopparar áhrifum sinum i Alþýðubandalaginu verður Alþýðubandalagið áfram gervistjórnmálaflokkur, sem er gersamlega óhæfur til samstarfs og stjórnunar og árangur rikisstjórnarinnar veröur eftir þvi. Hver er ástæðan? Nú vita allir, að fyrirrennarar Alþýðubandalagsins — Sósialistaflokkurinn og Komm- unistaflokkur tslands — voru flokkar, sem öðrum fremur ein- kenndust af sterkri og sam- stæðri stefnumótun. Hvers vegna skyldi Alþýöubandalagiö vera þeim svo frábrugðið? Skýringin er mjög einföld. Al- þýöubandalið var bókstaflega stofnað i þeim tilgangi. Alþýðu- bandalagið var ekki stofnað til þess að vera stjórnmálafiokkur, heldur lauslegt kosningabanda- lag aðila með ólikar grund- vallarskoðanir. Það var ekki einu sinni gerð tilraun til þess að samhæfa þessar óliku skoðanir i samræmda flokksstefnu heldur þvert á móti lögö áhersla á að geraþaö ekki i þeim tilgangi að geta sótst eftir fylgi allra óánægju- og minnihlutahópa. Sú aðferö skilaði árangri. Kommúnistaflokkurinn og Sósialistaflokkurinn náðu ekki árangri vegna þess að flokks- stefnan var svoákveðin, skýr og afdráttarlaus að engir gengu til fylgis við þá flokka nema þeir, sem þá stefnu aðhylltust. Al- þýöubandalagið náði árangri vegna þess, að þaö var ekki flokkur, hafði enga ákveðna og skýra flokkslinu og þeir, sem af einhverjum ástæðum ekki fundu sig eiga samleið með hinum flokkunum, gátu auðveldlega gengiö til liðs við Alþýðubanda- lagið — ekki vegna þess, að þeir fyndu þar stefnu við sitt hæfi heldur vegna hins, aU stefnu- skorturinn setti þeim engan þröskuld f veg. Þannig hefur Al- þýðubandalagið vaxiö með ár- unum eins og hvitkálshaus i matjurtagarði — hvert lagiö bætst við af ööru. Aðildarfélög- um bandalags pólitfskra sér- trúarsöfnuða á íslandi hefur snöggtum fjölgaö á undan- förnum árum. Vandræðinkoma svo auðvitað þegar gera á slik samtök að hefðbundnum pólitiskum flokki og fá þeim verkefni stjórnmála- flokks. Eitt gleggsta dæmiö um það eru langvinnar tilraunir forystu Alþýðubandalagsins til þess að fá flokknum setta stefnuskrá. Skyldi nokkur stjórnmálaflokkur i viðri veröld annar en Alþýðubandalagið hafa starfað i hartnær 20 ár án þess að eiga sér stefnuskrá — grundvallarplagg allrar stjórnmálastarfsemi — þá skoðun, sém flokkur er reistur á? Alþýðubandalagið hefur aldrei verið hefðbundin stjórn- málaflokkur og er ekki oröinn það enn. Þetta er lykilatriði i öllum umræðum um Alþýðu- bandalagið, sem ekki má gleymast. Alvöruflokkur i stjórn Annað atriðið, sem kveður á um hvort sjórnmálasamtök getí- talist alvöruflokkur eða sé gerviflokkur, er hvort þau eigi sér skoðanalegan kjarna — mótaöa flokksstefnu, sem flokksfélagar hafa markað og eru sammála um. Hitt er hvort stjórnmálasamtökin séu fær um aö takast á heröar stjórnunar- lega ábyrgð — þ.e.a.s. hvort skoðanaleg samstaöa flokks- manna sé slik, að flokkurinn sé fær um að velja og hafna sem sá, sem ræöur. 1 stjórnarand- stöðu er litill vandi að halda ósamstæðu liði.saman meö þvi að segjast ætla að gera allt fyrir aila. Það er fyrst þegar i stjórn er komið sem í ljós kemur, hvort um er að ræða alvöru- flokka eða pólitisk kálhöfuð. 1 byrjun greinarinnar likti ég Alþýðubandalaginu viö lausleg samtök sértrúarsafnaða. I greinarlokin færi vel á því að rekja þá samlikingu öllu lengra. Alþýðubandalag isl enskra sértrúarsafnaða. Segjum svo, að ýmsir svo- nefndir sértrúflokkar i landinu hefðu myndað með sér samtök, sem hétu Alþýðubandalag islenskra sértrúarsafnaöa. Bandalagið heföi að sjálfsögðu ekki sett sér neina stefnuskrá i trúmálum og hefði það verið gert væri vandlega yfir henni þagað. í bandalaginu væru t.d. ásatrúarmenn, kannski ein- hverjir frikirkjusöfnuðir, mórmónar, kannske aðventist- ar og vottar Jehóva, e.t.v. áhangendur Ananda Marga og liklega fleiri fylgismenn fram- andi trúarbragða (sagt án ábyrgðar). Sjálfsagt færi allvel á með mönnum i bandalaginu, a.m.k. svona fyrsta kastið. En svo kemur heldur en ekki til kasta þeirra Teits og Siggu. Alþýðubandalag islenskra sér- trúarsafnaða á nefnilega aö fara i rikisstjórn. Og eins og alþjóð er kunnugt er eitt af verkefnum rikisstjórnar lands- ins að fara með yfirstjórn kirkjumála i samvinnu við biskup landsins og þjóðkirkj- una. Alþýðubandalag islenskra sértrúarsafnaða, sem tíl þessa hefur verið i áhrifalitilli stjórn- arandstöðu við kirkjumálaráð- herra, biskup og þjóðkirkju, á nú allt i einu að fá ráð i sinar hendur. Og bandalaginu verð- ursauðvitað ekki skotaskuld úr þvi — eða hvað? Gagnger endurskoðun á trúmálum lands- ins að sjálfsögðu! Byltinga- kenndar umbætur! Róttæk um- skipti! nema hvaö? En i hvaða átt? Ananda Marga? Votta Jehóva? Mormóna? Hvitasunnumanna? Trúað gæti ég, að það tæki meira en tvo mánuði að berja saman rikisstjórn með aðild Alþýðubandalags islenskra sér- trúarsafnaða. Mér segir meira að segja svo hugur um, að slikt verk væri með öllu óvinnandi, nemaannaðaf tvennu kæmi til: 1. Að mönnum tækist að finna eitthvert slikt þjóðþrifamál, sem hefði þann algera forgang umfram önnur mál að það gæti réttlætt aðild Alþýðubandalags islenskra sértrúarsafnaða að ríkisstjórn án þess að allt færi uppfloft i bandalaginu vegna framferðis kirkjumálaráðherra (t.d. landhelgismálið). 2. Að vegna fyrirsjáanlegs atvinnuleysis safnaðarmeðlima (og annara landsmanna) og i kjölfarandi samdráttar á fram- lögum til guðsþakkarverka væri algerlega óhjákvæmilegt að setja á fót björgunarstjórn með aðild Alþýðubandalags Islenskra sértrúarsafnaða með það eitt að markmiði að losa hnútinn. Algert skilyrði fyrir aðild bandalagsins væri að sjálfsögðu aö slik stjórn væri aðeins mynduð til mjög skammstimaog þvi lofað,aðað þeim ti'ma liðnum yrði gerður ýtarlegur samningur milli stjórnarfiokkanna um algera endurskoðun, gagngerar um- bætur og róttækar umbreyting- ar á skipan trúmála i landinu ella hlyti aðild bandalagsins aö rikisstjórninni að vera lokið. Alþýðubandalag islenskra sértrúarsafnaða er auövitað ekki til, en væri þaö til og tæki með þessum hætti þátt I islensk- um stjórnmálum myndi enginn Islendingur lita á slikt sem alvörubaráttu alvöruflokks. Þvert á mótí gætu vist fæstir varist hlátri. En hvað er það annað en aðhlátursefni ef pólitiskir sér- trúarsöfnuðir og heilagsanda- hopparar komast upp með að leika öflugasta flokk islenskrar verkalýðshreyfingar, Alþýðu- bandalagið, með þessum hætti? Erekki kominn timi til þess að alvörustjórnmálamennirnir i Alþýðubandalaginu geri það aö alvöruflokki i stað þess að láta trúða og leikara hafa flokkinn að fifli.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.