Alþýðublaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. október 1978 191. tbl. 59. árg. Flokksþing Alþýduflokksins 38. þing Alþýðuflokksins verður haldið dagana 11. og 12. nóv. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst síðar. Benedikt Gröndal formaður, Björn Jónsson Horfum fram á bjartari vetur nú en áður fyrir okkur i Fljótsdalnum, til viöbótar þvi sem fyrir er, svo að almennt séð erum við ákaflega hamingjusamir og bjartsýnir. Svo tala ég ekki um það, .lö okkar von og krafa er aö reyna að koma þessu sem fyrst i 1 ag viö Kröflu, þvi hún er og verður miklu meira atriði fyrir okkur austfirðinga, heldut en hun verður fyrir norð'endinga. —L— — segir Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri á Egilsstöðum i tilefni af því að lokið er lagningu austurlín- unnar nýju/ hafði Alþýðu- blaðið samband við Erling Garðar Jónasson rafveitustjóra á Egils- stöðum og spurði hann um þýðingu þessarar framkvæmdar fyrir austf iröinga. Erling sagði að lagning þess- arar linu skiptr sköpuum fyrir austfirðinga, hvað varðaði allt öryggi i rafmagnsmálum þar eystra. Sérstaklega væri þetta stórt mál fyrir öll atvinnufyrir- tæki, þar sem skortur á raforku hefur á veturna oft gert at- vinnustarfsemi erfitt um vik. t þvi sambandi mætti benda á starfsemi loðnubræðslanna. En hér væri ekkí aðeins um að ræða aukna hagkvæmni fyrir aust- firðinga, heldur væri hér um að ræða framkvæmd, sem komi til með að spara þjóðinni allri stórar upphæðir i gjaldeyri, þar sem oliunotkun mundi minnka verulega. Með tilkomu þessarar linu væri náð merkum áfanga i rafmagnsmálum Austurlands, þó þeim áfanga væri kannski full seint náð, eins og reyndar hefði verið með öll helstu fram- farastökk i rafmagnsmálum austfirðinga. — Ilvaða svæði á Aust- fjörðum hafa helst verið háð oliuknúnum rafstöðvum? „Það hafa verið Vopnafjörður og Bakkafjörður ásamt svæðunum þar i kring. Fram- kvæmdaráð Rafmagnsveitna Austurlands hefur reyndar verið með á framkvæmda- áætlun, að leggja linu þangað niðureftir en ekki hefur tekist að Utvega fjármagn til þeirra framkvæmda, þrátt fyrir af ljóst sé að um þjóðhagslega hagkvæma framkvæmd sé að ræða. En þetta er dýr fram kvæmd og við ýmis vandamál að striða. Rafmagnsdreifingin hér er erfið við að etja, þvi viða er yfir háa fjallgarða að fara þegar linur eru lagðar.” — Er ekkert að rætast Ur dreifingarvanda ykkar? „Við fengum i gagnið i fyrra nýja linu frá Skriðdal þar sem austurlinan endar, og baint i Reyðarfjörð. Með þvi höfum við hringlinu frá vatnsorku verunum i tvær áttir sem endar á sama stað, þ.e. á Reyðarfirði Og það tvöfaldar öryggi þeirra niðri á fjörðunum, þegar þetta samanlagt ásamt tilkomu austurlinu og orkunni frá okkar kæru Kröflu og Landsvirkjunar- svæðinu kemur til. Þetta allt gjörbreytir ástandinu hér. Við bUumst þvi við að fara að bUa við sama öryggið og aðrir landsmenn i raforkumálum. — Þannig að þið horfið fram á bjartari vetur en áður hefur verið hjá ykkur? „Já, þaðer óhætt að segja það þannig, og reyndar miklu bjart- ari framtið almennt. NU er lika komin rikisstjórn til valda sem ætlar að stökkva i það að virk ja Snælaugur Stefánsson, formaður kjördæmisráðs í Norðuriandi eystra Kjördæmisþing Al- þýðuflokksins í Norður- landskjördæmi eystra var haldið á Akureyri á laugardaginn var. Þingið sóttu fulltrúar víða að úr kjördæminu og urðu tals- verðar umræður um stjórnmálaástandið. Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuf lokksins flutti ræðu. Þorvaldur Jónsson formaður kjördæmisráðsins, gerði grein fyrir störfum ráðsins á starfs- timabilinu en eitt helzta verk- efni þess var undirbUningur og stjórn prófkjöra flokksins. Þor- valdur lét af formennsku og i hans stað var kjörinn Snælaug- ur Stefánsson, Akureyri,og með honum i stjórn eru ölafur Er- lendsson, HUsavik, og Siguröur Jóhannsson,Ólafsfiröi. Til vara: Freyr Ófeigsson, Akureyri, Ingvar Ingvarsson, Akureyri og Gunnar Salömonsson, HUsav. 1 flokksstjórn Alþýðuflokksins voru kjörnir: Hreinn Pálsson, Akureyri, Einar Fr. Jóhannsson HUsavik, Ólöf Jónasdóttir, Akureyri, og Sigurður Jóhanns- son, ólafsfirði. Til vara voru kjörin Hjördis Jónsdóttir, Dal- vik, og Snælaugur Stefánsson, Akureyri. A þinginu var samþykkt stjórnmálaályktun sem verður birt i heild i blaðinu á morgun en hennar er að nokkru getið i leiðara blaðsins i dag. Þing- menn- irnir skrifa: Fyrir allmörgum árum iðkuðu sumir blaðamenn og jafnvel ritstjórar það að skrifa meinlegar greinar sinar undir álika snjöllum nöfnum og ,,kona ur Vesturbænum” eða „verkamaður við höfnina” og þótti þetta gáfulegt og gott til áróðurs. En stundum flldrei fvrr og aldrei síðar takk urðu höfundareinkenni greinanna það skýr að lesendum fannst litið til nafnanna koma og dæmdu þá sannleiks- gildi málflutningsins eftir réttleika nafnanna og mun enginn hafa láð mönnum það. NUerkominá ról önnur „kona Ur Vesturbænum” og skrifar gjarnan I Morgunblaðið og slð- degisblöðin og kallar sig nU eitt- hvað í áttina við „kjósandi Alþýðuflokksins i siðustu Alþingiskosningum”. Aldrei fyrr og aldrei siðar, takk. Undan þessu gervinafni eða sauðargæru finnst manni nU jafnan gægjast sjálfstæðismaður í sárum, sem aldrei hefur kosið Alþýðuflokkinn og hefuraldreihugsaðsérað gera það. En hvað skyldu nU þessar hulduverur vera aö segja okkur i fréttum. JU helst er að Aiþýðu- Bragi Níelsson skrifar flokkurinn sé þegar bUinn að svfkja öll kosningaloforðin sem hann gaf fyrir síðustu Alþingis- kosningar, hafikyngt öllum stóru orðunum og hann hafiengu komiö fram af sinum málum i samstarfi sinuvið núverandi stjórnarflokka og ennþá sé engin gullöld komin á tslandi þótt þessi ríkisstjórn hafi nú setið i meira en heilan mánuð. Ég held að þessi áróður nái fremur skammt eins og öll sýndarmennska og loginn mál- flutningur. Ég hygg nefnilega að meginhluti landsmanna hafi verið farinn að gera sér grein fyrir hversu ógurlegu þrotabUi rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar gekk frá i byrjun siðasta mánaðar og það þarf meira en mánuð til að slfkt gleymist. Fólkið san var orðið atvinnulaust og hinir sem sáu fram á sömu Ut- reið og þjóðin i heild sem sá undirstöðuatvinnuvegina vera að stöðvast. Þétta fólk kvaddi ekki rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar með neinum söknuði. Vitanlega hefðum við öll viljað aðhægt hefði verið að sniða allan syndahala ihaldsstjórnarinnar af með einu höggi og kippa öllu i' lag á einum mánuði en viö vissum að slikt var ekki i neinu mannlegu valdi og við sögðum það hrein- skilnislega bæði fyrir og eftir kosnin gar. Það varð að byrja á byrjuninni oghUn hlaut aö verða sU að finna sem breiðastan samstarfsgrund- völl bæði innan þings og utan og það hefurtekist. Það gekk aðvisu enganveginn átakalaust fyrir sig eins og öllum er kunnugt. Já eins og öllum er kunnugt þvi þessar . stjórnarmyndunarviörasður voru opnarí og hreinskilnari en áöur hefur verið og þjóðin fylgdist betur með en nokkru sinni og tók á þann veg þátt i ákvarðana- tökum forystumanna sinna auk þess sem meginaðilar atvinnu- lifsins voru kvaddir til ráða. Sá sem gengur götuna til góðs jafnvel þótt erfið sé, byrjar á fyrsta' skrefi og tekur siðan það næsta en fer ekki á neinu héra- hoppi eftir braut sinni. Næsta skrefið var að bjarga neyðarástandi atvinnueganna með skammtima ráðstöfunum, sem vonandi veita nægan umþótt- unartima til að mynda grund- völlinn að heilbrigðara efnahags- lifi og koma okkur Ut Ur brjál- uðum hringdansi verðbólguþjóð- félagsins og það verður þriöja skrefið og það mikilvægasta. Ég veit að þetta verður erfitt og margir verða að taka á sig byrðarenégtrúiþviaö við höfum þann þroska til að bera sem til nægir. En huldukonurnar, sem segjast hafa kosiö Alþýðuflokkinn siðast, en gerðu það ekki, þær halda áfram að skrifa i Morgunblaðið og niða Alþýðuflokkinn, jafnvel þótt allt gangi vel og ekki siöur þá. Bragi Níelsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.