Alþýðublaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.10.1978, Blaðsíða 3
3 al(iýðu- blaioiA Þriðjudagur 10. október 1978 Vísitalan 4 settur var, þ.e. könnunin átti i fyrsta lagi aðeins til að taka til fjölskyldna sem ekki höfðu aðra á sinu framfæri en börn innan 16 ára aldurs, i öðru lagi að heimilisfeður urðu að vera laun- þegar og máttu ekki stunda sjálfstæðan rekstur, og auk þess var könnunin einskorðuð við Reykvikinga. Innan þessa ramma var svo reynt að finna meðaltal af neyslu þessa sundurleita hóps. Það á við um úrtök eins og þetta, að meðaltalið er i rauninni aðeins útreiknuð stærð, og á ekki við um neinn einstakan i hópnum. Sem dæmi um þetta má nefna að i þessum 100 fjölskyldum voru samtals 198 börn, eða að meðaltali 1,98 börn, sem augljóst er að ekki getur átt við neina einstaka fjölskyldu. í ljós kom i neyslu- könnuninni að fjölskyldunar 100 eyddu að meðaltali 2,62 prósentum af tekjum sinum i tóbak, og hafa þó eflaust verið i hópnum fjölskyldur, þar sem enginn reykti, en svo hins vegar fjölskyldur, þar sem þvi meira var reykt. Þannig er ekki til nokkur einstök fjölskylda, sem er alveg eins i háttum og visi- tölugrundvöllurinn segir til um. Með öðrum orðum, það er ekki til nein fiölskylda, sem hægt er að kalla visitölufjölskylduna. Samsetning visitölu- grundva llarins Nú þykir vist lesanda timi til kominn, að vikið sé að þvi, sem telja má kjarna málsins, sem sé samsetningu visitölu- grundvallarins. Eins og áður segir eru i hönum yfir 500 liðir, og allir miðaðir við útgjöld til kaupa á ákveðnu magni, t.d. 940 litrum af mjólk yfir árið eða t.d. til að greiða 10,47 viðtöl við heimilislækni á stofu. Ekki verður fjallað meira um þá magnsamsetningu, bæði er hún of margþætt til þess og getur verið villandi, slitin út úr sam- hengi. Hér verur þvi aðeins rætt litil- lega um það, hvernig útgjöldin skiptast hlutfallsiega á stærtu flokka vöru og þjónustu. Einstakir flokkar hafa hækkaö mjög mismikið siðan grund- völlurinn var ekinn i notkun, og hafa þvi hlutföll milli flokka breyst mjög. t meðfylgjandi töflu er sýnt i fremri dálki hvernig skiptingin var er visitalan var tekin upp, og i þeim seinni hvernig hún var 1. ágúst siðastliðinn. Fyrri dálkurinn er upp úr Hagtiðindum, febrúarblaði 1968. Auk vöru og þjónustu er i visi- tölugrundvellinum húsnæðis- liður, sem nú er um 9,2 prósent. — Auk þess liðirnir, „gjöld til opinberra aðila (almanna- tryggingaiðgjald, sjúkra- samlagsgjald o.fl. )” og „fjöl- skyldubætur”, sem dregst frá. Þessir tveir liðir eru aðeins eftirstöðvarliðir, og verður ekki tekið frekara tillit til þeirra hér. Frá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna Hinn 1. janúar 1979 munu taka gildi nýjar reglur um ákvörðun iðgjalda, er sjóðfé- lagar i Lifeyrissjóði starfsmanna rikisins, Lifeyrissjóði barnakennara og Lifeyris- sjóði hjúkrunarkvenna greiða vegna rétt- indakaupa í nefndum sjóðum fyrir starfs- tima, sem iðgjöld hafa ekki verið greidd fyrir áður, en fullnægja skilyrðum um réttindakaup i sjóðunum. Iðgjöld verða ákvörðuð þannig: a. Þegar um er að ræða starfstima fyrir 1. janúar 1970, reiknast iðgjöld eins og sjóð- félagi hefði allan timann haft sömu laun og hann hefur, þegar réttindakaup eru gerð og greidd. Ekki reiknast vextir á ið- gjöldin. b. Fyrir starfstima frá 1. janúar 1970 og siðar, reiknast iðgjöld af launum sjóðfé- laga eins og þau hafa verið á hverjum tima á þvi timabili, sem réttindakaupin varða. Á iðgjöld reiknast vextir til greiðsludags. Reykjavik 03. október 1978. Lifeyrissjóður starfsmanna rikisins, Lifeyrissjóður barnakennara, Lifeyrissjóður hjúkrunarkvenna, TRYGGINGASTOFNUN RIKISINS. S.. Matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. október 1978 að Óðins- götu 7 kl. 15.00. Fundarefni: Félagsmál, kjaramál, önnur mál. Félag matreiðslumanna hefur ákveðið að halda félagsnámskeið fyrir félagsmenn FM i samvinnu við Menningar-og fræðslu- samband Alþýðusambands Islands, ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins. Vörur og þjónusta Stærsti vöruflokkurinn innan bálksins „vörur og þjónusta” er matvörur, sem 1. ágúst siðast- liðinn voru 36,2% af heildarút- gjöldum i grundvellinum. Þar af er liðurinn „mjólk, mjólkur- vörur, feitmeti, egg, 98% og kjöt og kjötvörur 9,7%. Brauð, kex og mjölvara er 3,2%, ávextir 2,0% og fiskur og fiskvörur 3,3%. Þá eru kartöflur og annað grænmeti 2,9%. Til saman- buröar má geta þess, að i eldri grundvelli voru matvörur 42,3%, en voru upphaflega 26,7% af núgildandi grundvelli, eins og sést á töflunni. Of langt yrði að telja upp alla aðra liði sem falla undir vöru og þjónustu, hér verða aðeins nefndir þeir helstu. Föt og skó- fatnaður er 11%, heimilis- búnaður, hreinlætisvörur o.fl. 7.6%, hiti og rafmagn 3,6%, drykkjarvörur, þar á meðal áfengi, 5,1%, og tóbak 3,1%. Kostnaður við rekstur eigin bif- reiðar var 10,9%, en sá flokkur hefur ekki verið i eldri grund- völlum. Þá er ótalinn viðamikill liður, „lestrarefni, hljóðvarp, sjónvarp, skemmtanir o.fl.” sem nemur 10,3% i grund- vellinum. Eins og áður segir, byggir visitölugrundvöllurinn á niður- stöðum neyslukönnunar, sem framkvæmd var á árunum 1964—1965. Væri strax þess vegna ástæða til að draga i efa að visitalan mældi raunveru- legan framfærslukostnaö, þvi óhætt er að gera ráð fyrir þvi að neysluvenjum hafi breyst veru- lega sfðan grundvöllurinn var fundinn. Reynir Hugason, verkfræðing- ur skrifar athyglisverða kjall- aragrein i Dagblaðið siðastlið- inn þriðjudag (3. október), þar sem hann fjallar einmitt um þetta mál. Þar færir hann rök að þvi, aðframfærsluvisitalan hafi hækkað meira en raunverulegur framfærslukostnaður. Reynir vitnar til talna, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér um samsetningu einka- neyslunnar, en einkaneyslan er mælikvarði á það, til hvaöa hluta ráðstöfunarfé einstaklina er ráðstafað.Samkvæmt út- reikningum Þjóðhagsstofnunar, segir Reynir, lækkuðu útgjöld ti matarkaupa hlutfallslega úr 25,4% af einkaneyslunni árið 1969 i 20,7% árið 1971, en nýjustu tölur eru frá þvi ári.l visitöluút- reikningum hækkaði hins vegar það hlutfall af útgjöldum „visi- tölufjölskyldunnar”, sem fór til matarkaupa, úr 26,7% er núver- andi visitöluútreikningur hófst i ársbyrjun 1968 i 36,2% 1. ágúst siðastliðinn. Matvörur hafa hækkað meira en aðrir liðir i visitölugrundvellinum, og hlut- fall þeirra þvi hækkað sjálf- krafa. Sé það rétt, sem reyndar verður að gera ráð fyrir, að neysluvenjur hafi breyst i þá átt siðan neyslukönnunin var gerð, að minni hluti af útgjöldum einkaaðila fari nú til matar- kaupa en þá,þá táknar þetta, að launþegar fá meiri visitölubæt- ur en sem nemur kostnaðar- auka þeirra vegna dýrtiöarinn- ar. Færir Reynir rök að þvi i grein sinni, að hér geti verið um verulegar upphæðir aö ræöa. Það skal að lokum i tekið fram vegna misskilnings, sem Flokksstarfié FUJ í Reykjavík Félag ungra jafnaðarmanna i Reykjavík Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. október kl. 8.30 i skrif- stofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10. Dagskrá: • 1. Vetrarstarfið. 2. fnntaka nýrra félaga. 3. önnur mál. Stjórnin. Kópavogsbúar! Fundur að llamraborg 1, 4. hæö, miðvikudaginn 11.10. kl. 20.30. Fundarefni: Bæjarmálin Alþýðuflokkurinn. Xylitol cr náttúrulcgt sæticlni sykurlaust tyggigúmmí frá Wrigleys virðist hafa komið upp jafnvel meðal helstu forystumanna launþega, að visitölunefndinni er ekki ætlað að endursoða nú- gildandi visitölugrundvöll framfærslukostnaðar, heldur viðmiðun launa við visitölu. Það mál verður viðfangsefni ann- arra greina um visitölumálin. Þeim, sem vilja fræðast nán- ar um tilhögun neyslukönnunar- innar og visitölugrundvöllinn, skal bent á febrúarhefti Hagtið- ihda 1968. INGVAR HELGASON Vonoriond! v Sogaveg Simar 84510 og 8451) Eigum mjög gott úrval af þessum heims- frægu þroskaleikföngum.Þau þjálfa huga og hreyfiskyn barnsins og auka þroska þess. Heildsölubirgðir. c^ER L°Ks Kiddicraft G/?OW ÞR OSKALEIKFONG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.