Alþýðublaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.10.1978, Blaðsíða 1
alþýðu i n rt.it. Fimmtudagur 19. október 1978 198. tbl. 59. árg. VIKA SAMVISKUFANGANS 1978 Amnesty Internat- ional var stofnað árið 1961 til að leysa úr fangelsum einstak- linga, sem þangað væru komnir vegna kynþáttar sins, trúar- bragða eða persónu- legrar sannfæringar og samvizku. Þetta var tjáð með orðum Peter Benensons stofnanda Fá 18 ára að kjósa næst? — Vona að svo verði, segir Gunniaugur Stefánsson alþing- ismaður, fyrsti flutningsmaður frumvarps Alþýðuflokksins um 18 ára kosningarétt EUt at baráttumálum Alþýðuflokksins á Alþingi s.l. þrettán ár, hefur verið að kosn- ingaraldur skuli lækkaður i 18 ár. Enn á ný hafa þingmenn Alþýðu- flokksins lagt mál þetta fram á þingi, en þó með þeirri nýbreytni að nú er gert ráð fyrir i frum- varpinu, að kosninga- réttur miðist við að fólk verði 18 ára á kosningaári, en þurfi ekki að vera búið að ná þeim aldri á kjördegi. í greinargerö meö frumvarpinu segir m.a.: „Ariö 1965 var í fyrsta sinn flutt frumvarp á Alþingi um 18 ára kosningaaldur, en flutnings- fékk misjafnar móttökur og veröur ekki sagt aö hrifning hafi veriö almenn meöal þingmanna. En nú er 18 ára kosningaaldur aö breiðast út i landinu. 1 prófkjörum stjórmálaflokkanna hefur yfirleitt veriö fylgt 18 ára kosningaaldri og i atkvæöa- greiöslu um kaupstaöarréttindi fyrir Selfoss var fylgt 18 ára kosningaaldri. Viröist þetta mál á góðum vegi, þjóöin er aö tileinka sér það eins og flestar Evrópuþjóöir hafa gert. 18 ára kosningaréttur er nú i eftir- töldum Evrópurikjum: Sviþjóö, Finnlandi, Stóra-Bretlandi, Irlandi, Portúgal, Frakklandi, Hollandi, Austur-Þýskalandi, Vestur-Þýskalandi, Italiu, Júgóslaviu, Alban, Búlgariu, Rúmeniu, Ungver jalandi, Tékkóslóvakiu, Póllandi, Sovétrikjunum, Danmörku og Luxemborg. Þaö er timi til komin að Alþingi sýni islensku æskufólki aukið traust og lögfesti þessi mannréttindi hér á landi." 1 greinargerðinni kemur fram aö barátta Alþýðuflokksins haföi þó boriö þann árangur, aö áriö 1968 hafi sú stjórnarskrár breyting verið gerö aö kosn- ingaaldur haföi veriö lækkaöur úr“21 ári i 20. Siöan segir i greinargerö ' frumvarpsins: „Þingmenn Alþýöuflokksins tóku málið upp aftur áriö 1974 og komu fram meö tillögur um 18 ára kosningaaldur á nýjan leik. Máliö hefur verið svæft I nefnd ár eftir ár, en nú er ástæöa til aö ætla aö breyting kynni aö geta oröið á þannig aö máliö nái fram aö ganga. í ársbyrjun 1978 flutti þingmaöur Alþýöubanda- lagsins I fyrsta sinn tillögu um 18 ára kosningaaldur. Þá hafa þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna og þing Sambands ungra framsóknarmanna nýlega tekiö undir kröfuna um 18 ára kostningaaldur. Þetta sýnir aö nú er ef tíl víll aö vakna skilningur á nauösyn þess aö færa kosningaaldurinn i 18 ár.” 1 tilefni þessa frumvarps snéri Alþýöublaöiö sér til Gunnlaugs Stefánssonar alþingismanns, sem er fyrsti flutningsmaöur frumvarpsins. Má segja aö þaö sé vel viö hæfi þar sem Gunnlaugur er yngsti þingmaöurinn sem nú situr a þingi aöeins 26 ára gamall. Gunnlaugur sagöi aö þetta væri lengi búiö aö vera mikiö baráttumál Alþýðuflokksins. A- fangsigur heföi náöst 1968 þegar kosningaaldur heföi veriö færöur úr 21 ári I 20 . Nú væri meiningin aö knýja á um fullan sigur, þannig aö kosningalöggjöf hér yröi i samræmi viö fiestar nágranna- þjóöir okkar sem hafa tekið upp 18 ára kosningarétt. —Nú er þaö nýmæii I frumvarpinu aö kosningaáldur skal miöast viö þaö aö fólk veröi 18 ára á kosningaárinu, en þurfi ekki aö vera oröiö 18 ára á kjördag. Okkur finnst þaö eölilegri leiö aö miöaö skuli viö að ná aldrinum á árinu, þar sem i skólakerfinu er nemendum raöaö I sömu árganga burt séö frá því hvort þeir eigi afmæli I april eöa október. —Vill fólk sem er miili 18 ára og tvftugs kosningarétt? Ég trúi þvl aö svo sé, þótt skoðanir kunni aö vera skiptar um þaö eins og annaö. —Hafiö þiö von um aö þetta frumvarp nái fram aö ganga á þessu þingi? Ég hef sterkan grun um að svo verði. Augu stjórnmála- manna eru aö opnast fyrir þvl, að fólki sem er oröiö þetta gamalt hlýtur að vera hæft til þess aö taka þátt i kosningum. Flokkarnir hafa reyndar viöur- kennt þetta i verki, meö þvi aö leyfa 18 ára aldurshópnum aö taka þátt I prófkjörum sinum. Þess ber aö geta i þessu sambandi.aö þaö verður sett á laggirnar nefnd nú i vetur til aö gera nýjar tillögur aö stjórnar- skránni. Viö alþýöuflokksmenn gerum okkursterkarvonir um aö nefndin taki tillit til þessa frumvarps ókkar um lækkun kosningaaldursins. —L samtakanna: Að flytja „gleymda fanga” úr dýflissunum”. Siöan þetta gerðist, i 17 ár hefur Amnesty International oröiö alheimshreyfing meö rúmlega 200 þúsund félagsmönnum sistarfandi til frelsunar „samvizkuföngum” og jafnframt til aö fræöa fólk um viöa veröld um ábyrgö stjórnvalda á vanhelgun á grundvallaratriöum mannréttinda, sérstaklega gjörræöisfullu gæzluvaröhaldi, misþyrmingu, óréttlátri málsmeðferð og dauöarefsingu. A siöustu árum hefur Amnesty Interna tiona 1 skjalfest slik mannréttindabrot i meira en 110 löndum og sannaö yfir 5000 tilfelli sérstakra samvizkufanga. Samt sem áöur eru þessi fimmþúsund aðeins brotabrot þess fjölda einstaklinga, sem almennt hafa veriö settir saklausir i fangelsi. Meö þvi hefur verið brotin Mannréttindayfirlýsing Sameinuöu þjóöanna um mannréttindi, sem veitir hverjum einstaklingi rétt til trúarskoðana og sannfæringar án ótta viö ofsóknir. Margir þessara fanga eru i afskekktum fangelsum án minnstu snertingar viö umheiminn. Aö tilheyra undirokuðum þjóöarbrotum eöa litlum sveita- samfélögum og vita ekki einu sinni sjálfir um réttindi sin eöa mögulegan stuöning alþjóöa- samtaka. Margir hafa horfiö eftir hand- töku. Fjölskyldur þeirra vita ekki hvort þeir eru lifs eöa liðnir. Oft er lika þaggaö niöur i ættingjum eöa vinum meö ógnunum eöa þeir hafa engin ráö fjárhagslega til aö leita hjálpar. Vika samvizkufangans 1978er helguð þvi að kynna neyðar- ástand karla og kvenna, sem i dýflissum dvelja fyrir trúar- skoðanir og trúarbrögö, kynþátt eða litarhátt, „gleymd” bæöi stjórnvöldum sinum og umheimi öllum. Vænti þess að ungt fólk setji svip á flokksþingið — segir Eyjólfur Sigurðsson, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins Eins og lesendur Alþýðublaðsins munu hafa tekið eftir, hefur verið auglýst að flokks- þing Alþýðuflokksins fari fram helgina 10.-12. nóvember næstkom- andi, i Reykjavík. Tilhögun þingsins hefur nú verið ákveðin i höfuð- dráttum, og hafði blaðið af þvi tilefni samband við Eyjólf Sigurðsson, formann framkvæmda- stjórnar flokksins. — Hvaö sækja margir fulltrúar þingiö? „Þingfulltrúar munu veröa ein- hversstaöará bilinu 130—150, þaö fer eftir þvi, hvaö félagar 1 hinum einstöku flokksfélögum reynast vera margir, þvi eftir þvi fer full- trúatala félaganna. Hin einstöku Alþýöuflokksfélög og Kvenfélög Alþýöuflokksins mega senda 1 fulltrúa fyrir hverja 30 félaga og einn fyrir þá félagatölu, sem fram yfir er, þó ekki nái 30. Hjá unghreyfingunni gilda aörar regl- ur. Samband ungra jafnaðar- manna sendir I einu lagi um 30 fulltrúa, sem kosnir eru á þingi sambandsins’ sem haldiö veröur 4.-5. nóvember.” — Hvernig eru fulltrúarnir valdir að öðru leyti? „Hjá Alþýöuflokksfélögunum eru þeir ýmist kosnir á félags- fundum eöa þaö fer fram sérstakt fulltrúakjör, eins og i Reykjavik, þar sem þaö stendur i tvo daga. Þá eru borin fram öll þau nöfn, sem tilnefnd hafa veriö, og kosiö um þau. Þeir hæstu verða þá aöalfulltrúar, jafnmargir og félagafjöldinn gefur rétt til, en i Reykjavik eru þaö 35-36 eöa jafn- vel meira. Siöan koma varafull- trúar inn i þeirri röð, sem at- kvæöatala þeirra segir til um. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur hefur ekki ákveöiö hvenær þessar kosningar fara fram hér, en þaö hlýtur aö veröa innan tiðar og i siöasta lagi hálf- um mánuði fyrir flokksþing”. — Hvernig er svo dagskrá þings- ins? „Það er aðeins búiö aö ganga frá henni I aðalatriðum, og eftir aö setja nákvæmar timasetning- ar. En þingið veröur sett á Hótel Esjuföstudagskvöldiö 10. nóvem- ber, þó þaö sé aö ööru ley ti haldið á Hótel Sögu. Viö setninguna, sem er öllum opin,' veröur sérstök hátiðadag- skrá. Þar verða flutt pólitisk skemmtiatriöi, og formaöur flokksins, Benedikt Gröndal, for- maður Landssambands Alþýðu- f 1 o k k s k v e n n a , Kristin Guömundsdóttir, og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, Bjarni P. Magnússon, flytja ávörp”. — Hvernig veröur svo dagskrá laugardagsins? „Um morguninn flytur formaö- ur flokksins ræöu um stjórn- málaástandið og stööu Alþýöu- flokksins. Þá flyt ég sem formað- ur framkvæmdastjórnar skýrslu, og gjaldkeri flokksins, Kristin Guömundsdóttir, leggur fram reikninga flokksins. Aö þessu loknu verða svo almennar umræöur um stjórn- málaástandið. Siödegis á laugardaginn munu starfa starfshópar um bæöi einstök þjóömál og starfsemi flokksins. Þessir starfshópar munu hver um sig skila áliti sem siðan veröur ályktun þingsins eft- ir aö hafa farið I gegnum umræöu þar. — Og á sunnudaginn, hvernig verður dagskráin þá? „A sunnudaginn veröur rætt um álit starfshópanna og almenn- ar umræöur veröa. Þá veröa samþykktar ályktanir þingsins. Yfirleitt standa umræöur til svona 3-4 á aöfaranótt mánudags- ins. Upp úr kaffi á sunnudaaginn veröa kosningar f stjórnir flokks- ins, hvernig svo sem þingiö stend- ur þá. Kosnir veröa 6 i aöalstjórn, formaöur, varaformaður, ritari, vararitari, gjaldkeri og vara- gjaldkeri. Þessa 6 menn I aðal- stjóm veröur samkvæmt lögum flokksins aökjósa hvernfyrir sig, i sérstakri kosningu og veröur aö kjósa jafnvel þótt aðeins sé einn i framboöi. Þessir 6 eru allir sjálf- kjörnir i framkvæmdastjórn flokksins og flokksstjórn. Auk þess veröur kosiö þarna i flokksstjórn allir i einu lagi. Reyndar veröur búiö aö kjósa tæpan þriðjung flokks- stjómarinnar þegar aö þinginu kemur. Kjördæmaráöiö úti um land og fulltrúaráö Alþýöuflokks- félaganna i Reykjavik kjósa ákveöna tölu fulltrúa i flokks- stjórn, til aö tryggja hverjum landshluta ákveöinn lágmarks- fjölda fulltrúa i flokksstjórninni, en aö ööru leyti veröur flokks- stjórnin kosin á flokksþinginu”. — Verður þá ekkert einstakt mál uppistaða flokksþingisins eins og verið hefur? „Eins og málin horfa nú, verður þaö ekki. Þaö var jafnvel hugmyndinaö hafa sjávarútvegs- mál sem aðalmál þingsins, en þaö veröur nú ekki þannig, heldur munum við gera tilraun meö þaö, sem viö höfum aldrei verið meö áöur, að skipta þinginu upp i hópa, svo aö fjallaö veröi um sem flesta málaflokka og afgreidd ályktun um þá. Þaö er sem sagt ekki tekinn neinn sérstakur mála- flokkur út úr.” — Att þú von á einhverjum átökum á þessu þingi? „Nei, ekki hef ég nú ástæöu til að ætla þaö veröi. Hins vegar býst ég viö aö þetta geti oröiö merki- legt þing, þvi miklar breytingar hafa orðið. 1 fyrsta lagi er nú flokkurinn miklu sterkarien áöur og einnig geri ég ráö fyrir þvi aö ungt fólk setji mikinn svip á starf þingsins. Þetta er fyrsta flokksþing eftir þá tilraun sem viö ákváöum aö gera á siöasta þingi, þar sem eru prófkjörin. Ekki er óliklegt aö umræöur veröi um þaö, hvernig - sú aöferö hafi gefist”. — Einhver önnur mál, sem þú býst viðað veröiofarlega á baugi á þinginu? „Skattamál veröa eflaust mikiö til umræðu, einnig visitalan og auk þess önnur helstu mál, sem deilt er um nú á vettvangi stjórn- málanna. Það veröur vafalaust mikiö rætt um stööu núverandi rikisstjórnar. Auk þess er eitt mál, sem a.m.k. ég persónulega vona að tekið veröi fyrir á þing- inu, en það er almennt skipulag og starf flokks- ins i framhaldi af kosninga- sigrinum i vor. Þaö þarf að endurskipuleggja allt starf flokksins, og ég hef mfnar ákveðnu hugmyndir um þaö, i hvaöa átt skuli stefnt i þeim efnum. Ég vil opna flokkinn meira, oggefa fólkikost á aö taka þátt i starfi flokksins, án þess aö þaö þurfi aö ganga i hin einstöku flokksfélög, og reyna aö fá hinn almenna kjósanda til aö hafa meiri afskipti af stefnumótun Alþýöuflokksins. En ég vil taka fram að þetta er nú persónuleg skoðun min.” — Eitthvaö aö lokum, Eyjólfur? „Ég vona aö þetta flokksþing eigieftiraöstyrkjaflokkinnog aö við komum út Ur þessu flokks- þingi meö meiri samstööu en áður. —k

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.