Alþýðublaðið - 25.10.1978, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.10.1978, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 25. október 1978 alþýöu- bladió tJtgefandi: Alþýöuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Árni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er i Sföumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverð 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur 1 lausasölu. Bruðlað með tíma Alþingis Umræður utan dagskrár í sameinuðu þingi á mánudag lýsa betur en margt annað hverníg bruðlað er með dýrmætan tíma Alþingis. Tilefni þessara umræðna var f rétt í Morgunblaðinu. Varla er álitamál að annar vettvangur hefði verið hæfari en sameinað þing til að ræða fréttir Morgunblaðsins. Um það bil ein klukkustund af tveggja klukkustunda fundartíma fór í næsta innihaldslítið þref. Á dagskrá efri og neðri deildar voru mörg merkileg mál, en sáralítill tími gafst til að ræða þau vegna umræðna utan dagskrár. Þannig komust aðeins tveir þingmenn að í neðri deild til að f jalla um breytingar á stjórnar- skránni, þ.e. sameiningu þingdeilda í eina málstofu. Oll önnur mál varð að taka útaf dagskrá. I umræðum á Alþingi geta þingmenn oft komið skoðunum sínum á framfæri við fjölmiðla. Sú staðreynd má þóekki koma á undan gagnsemi þeirrar umræðu, sem á að fara fram í þingsölum. Þurf i þing- menn að kveðja sér hljóðs utan dagskrár á það auðvitað að vera til að f jalla um hin mikilsverðustu mál, sem skipt geta þing og þjóð miklu. Fyrirspurn til f jármálaráðherra, sem hægt hefði verið að afgreiða um síma, getur varla flokkast undir slík mál. Þessi umræða utan dagskrár ber einnig vott um þann ótta, sem stöku menn i þjóðfélaginu hafa af Morgunblaðinu. Það er nokkur ofrausn að ætla því blaði sérstakan tíma á fundum sameinaðs þings. Hið margumtalaða ofurvald Morgunblaðsins er ekki meira en svo, að með það í fararbroddi tapaði Sjálf- stæðisflokkurinn meirihluta sínum í Reykjavík og fékk slæma útreið í síðusti* þingkosningum. Unnið að málum Alþýðuflokksins f útvarpsumræðum frá Alþingi á dögunum boðaði Magnús H. Magnússon, félagsmálaráðherra, merk nýmæli í lífeyrissjóðs- og húsnæðismáfum. Hann gat þess að þrátt fyrir mikla fjölgun lífeyrissjóða á síðustu árum, ætti ennþá meira en helmingur allra líf- eyrisþega enga aðild að lífeyrissjóðum. Til að bæta úr þessu mikla misrétti yrði stefnt að einum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn. Kvaðst Magnús einskis láta óf reistaðtil að koma þessu máli sem fyrst í höfn. Rápherrann kvaðst vonast til að geta um næstu mánaðamót lagt fram frumvarp til laga um almenn eftirlaun til aldraðra. Þetta frumvarp myndi rétta verulega hlutþeirra, sem til þessa hafa einungis notið óverðtryggs lífeyris eða verið alveg utan líféyris- sjóða. Þá gat ráðherrann þess, að nú væri að Ijúka störf um nefnd, sem fjallað hefði um endurskoðun laga um smíði svokallaðra félagslegra fbúða, einkum verka- mannabústaða og leiguibúða sveitarfélaga. Vænti hann þess, að f rumvarp um þennan mikilsverða þátt í starfi Húsnæðismálastofnunar ríkisins kæmi fyrir Alþingi strax í haust. Ráðherra sagði, að þessum hópi var m.a. ætlað að kanna möguleika á því að lánum stof nunarinnar verði breytt þannig, að þau verði ákveðið hlutfall af byggingarkostnaði nýs húsnæðis, innan hóflegra stærðarmarka og lán til kaupa á eldra húsnæði verði hlutfall f jármagnsþarfar kaupenda. ( því yrði fólgin gjörbreyting, ef hægt væri að efla sjóði Húsnæðis- málastofnunar svo, að lán hennar nægðu til að full- nægja að mestu eða öllu leyti eðlilegri lánsf járþörf húsbyggjenda og að útborgun þessa f jár gæti haldist f hendur við framkvæmdahraðann. Hér hefur Magnús H. Magnússon gert grein fyrir því hvernig hann hyggst vinna að tveim þeirra mála, er Alþýðuflokkurinn lagði mikla áherzlu á fyrir síðustu kosningar, þ.e. einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn og stórhækkun lána Húsnaeðismála- stjórnar til að létta drápsklyf jum af húsbyggjendum. —ÁG— LoRihefur ordid Olíufélög án samkeppni? Hér á landi eru 3 stór oliufé- lög. öll byggja þau rekstur sinn á sölu spmu oliunnar og sama bensinsins, sem flutt er inn frá Rússlandi. Þótt hægt væri aö fara nokkrum orðum um „gæöi” rússabensinsins, þá er ekki ástæöa til þess, hinsvegar er ætlunin aö benda á þá stað- reynd, aö oliufélögin hafa á und- anförnum árum sýnt lands- mönnum hvers þeir mega vænta af hinni fullkmnu frjálsu verslun. Þjónusta oliufélaganna er stöðluð. Þau hafa komið sér saman um opnunartima bensin- stöðva sem er alveg út i hött. Stöðvunum er lokað fyrir allar aldir á kvöldin, en siðan reka þau einskonar skömmtunar- nefnd fyrir sameiginlegan reikning við Umferðarmiðstöð- ina i Reykjavik. Þar gefur að lita langa halarófu bila á hverju kvöldi, biðandi eftir þvi að kom- ast að þessari einu bensinsölu borgarinnar eftir að skyggja tekur. Skýringin á þessu er sú, að svo gott samkomulag er á milli þessara oliufélaga, að tvö þeirraer rekin eru i nafni einka- framtaksins hafa tekið saman höndum við hið þriðja, sem rek- ið er að Samvinnuhreyfingunni, um að auka hagræðingu i rekstri með þvi að svipta neyt- endur þeirri þjónustu sem þeir eiga kost á i flestum löndum heims. Ekki þarf nokkur að ef- ast um að þessi hagræðing hafi fariðfram i anda þeirrar frjálsu samkeppni, sem atvinnurek- endur eru alltaf að staglast á. Hér á árunum þegar stórir hlutar Reykjavikur voru enn kyntir með oliu og sala oliu til húshitunar var stór hluti af starfsemi oliufélaganna, gérðist það allt i einu, að þau hættu öll þrjú samtimis að skrifa hjá fólki,- nú skyldi staðgreiöa oliuna eftir átöppun á hús- geymi. Samstaða oliufélaganna var i þessu tilviki fullkomin, enda verið að minnka þjónustu við neytendur. Var hér enn á ferðinni hin rómaða frjálsa samkeppni og hagkvæmni hennar fyrir neytendur i land- inu? Næsta skrefið i samkeppni oliufélaganna um hylli við- skiptavina sinna var svo stigið fyrir nokkrum árum þegar þau tóku sig saman, sem eitt félag, og neituðu einstaklingum og fyrirtækjum um bensinúttektir gegn framvisun lánskorta. Nú skyldi allt bensin staðgreitt á öllum bensinstöðvum þessara þriggja oliufélaga i Reykjavik og viðar. Nú getur fólk sjálft i- myndað sér hvort samstaða oliufélaganna frjálsu, sé ekki með miklum ágætum á öðrum sviðum, svo sem gagnvart út- gerðinni i landinu? Hverjar sem orsakir þessa skorts á samkeppni islensku oliufélaganna kunna að vera , þá hefur samstaða þeirra gagn- vart þvi að skerða þjónustu sina gagnvart neytendum, sýnt fram á að þessi félög eiga engan rétt á sér eins og þau eru rekin nú til dags. Þau hafa sjálf sýnt fram á það með óyggjandi hætti að til- veruréttur þeirra orkar tvimæl- is, þótt ekki sé nú sterkara aö oröi kveðið. í Reykjavik og viða úti á landi má sjá bensinsölur þessara þriggja fyrirtækja hverja ofan i annarri, oft sin hvoru megin við sömu götuna. í Hafnarfiröi t.d. eru tvær þeirra hlið við hlið. Staösetning bensinstöðva oliu- félaganna i Reykjavik ber órækt vitnieinhv. allt öðru en þjónustu við neytendur það er ekki þeirra hagur að þær séu allar hver ofan i annarri, staðsetningin ber órækt vitni einhverju allt ööru en hagkvæmni i dreifingu þess- ara mikilvægu vöru sem bensin og olia er. Hvort sem það er af búrahætti og forpokun sem is- lensk oliufélög hafa valið þá leið sem i Bandarikjunum mundi valda þvi að forráðamenn þeirra sætu i fangelsum fyrir brot á hringamyndunarlögun- um þar, eða að það er rikisvald- ið sem taktfast og ákveðið hefur grafið þannig undan rekstri þessara félaga að þau eru ófær um að veita lágmarksþjónustu i krafti heiðarlegrar samkeppni, þá er skeið þeirra runnið. Þjóð- nýting þjónustufyrirtækja sem ekki veita neina þjónustu getur aldrei haft annað i för með sér en áframhald lélegrar eða engr- ar þjónustu. Hinsvegar er það augljóst að sameining þessara félaga og jafnvel þjóðnýting yrði tii þess að hægt væri að koma á skynsamlegri dreifingu þessara lifsnauðsynja i landinu. Þetta hafa oliufélögin beðið um fyrir löngu, þau hafa sjálf lagst á höggstokkinn og frjáls viö- skipti og frjáls .samkeppni eru fyrir bi á þessu sviði fyrir löngu. Eina bensínsalan á kvöldin Víkursamfélagið Vikursamfélagiö er þriðja bók Guðlaugs Arasonar og önnur bókin, sem út kemur eftir þenn- an höfund á sama árinu, en hii) bókin er Eldhúsmellur, sem kom út hjá forlagi Máls og menningar fyrir nokkru. Vikursamfélagið gerist i islenzku sjávarþorpi — Rúna- vik — þar sem Kaupfélag Langafjaröar, óseyri hefur alla þræði atvinnulifsins i höidum sér. Trillukarlar undir forystu Fjalars Guðmundssonar frá Nesi taka höndum sman, þegar þeim finnst kaupfélagið sýna þeim óbilgirni og yfirgang. I Vlkursamfélaginu er i fyrsta skipti i i'slenzkri skáldsagna- gerð gerö alvarleg úttekt á stöðu kaupfélagsins og má það merkilegt heita, þar sem kaup- félög yfirleit.t hafa ekki gegnt svo litlu hlutverki i islenzku at- vinnu- og félagslifi. Vikursam- félagið lýsir á raunsæjan hátt islenzku sjávarþorpi — hvers- dagslifi sem hátiðum — amstri og ánægju þorpsbúa, sem eru aö vaknatil vitundarum sjálfasig og gæti um leiö og lesa má úr þvi litla sögu um hversdagsfólk veriö háðsk ádeila á samtima .atburði með þjóðinni. / . Vikursamfélagið var lesin i útvarp á liðnu ári og á siðasta hausti hlaut sagan verðlaun i verðlaunasamkeppni bóka- Hausthappdrætti Krabba- meinsfélagsins 1978 er nú hafið. Hafa happdrættismiðar ásamt giróseðlum verið sendir öllum skattframteljendum á aldrinum 23ja—66 ára á höfuöborgar- svæðinu (á vorin eru miðar sendir skattframteljendum utan höfuðborgarsvæðis). Krabba- meinsfélag Reykjavikur sér um framkvæmd happdrættisins en ágóðinn rennur að hálfu til Krabbameinsfélags Islands. Vinningar i hausthappdrætt- inu eru alis fjórir: VOLVO 264 bifreiðaf árgerð 1979 og þrjú lit- sjónvarpstæki, öll búin fullkom- útgáfunnar Bókás. Guðlaugur Arason er fæddur og uppalinn i Dalvik og gerþekkir það um- hverfi, sem hann lýsir i Vikur- samfélaginu. Margar persónur þessa verks eiga vafalitið eftir að veröa góöir kunningjar Islenzkra lesenda- enda er höf- undi einkar létt um persónu- sköpun. Vikursamfélagið er önnur bók bókaútgáfunnar Bókáss, sem stofnuð var á siöastliðnu ári. Bókin er 264 bls. að stærö og kostar kr. 6.480útúr verzlunum. inni tjarstýringu. Heildarverð- mæti vinninga er um 9 milljónir króna. Dregið verður i happdrættinu 24. desember n.k. en æskilegt er að heimsendir miöar séu greiddir sem fyrst. Verð hvers miða er 600 krónur. Happdrættisbifreiöin er þegar komin á venjulegan stað i Bankastræti og miðasala um þaðbilað hefjast. Auk þess fást miðar á skrifstofu Krabba- meinsfélags Reykjavikur i Suðurgötu 24 (simi 15033) og þar eru veittar nánari upplýsingar um happdrættið. Níu milljón króna vinningar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.