Alþýðublaðið - 25.10.1978, Qupperneq 4
alþýöu-
blaðió
utgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu-
múla 11, sími 81866.
Miðvikudagur 25. október 1978
Sambúðarvanda-
málið fyrir
hálfri öld síðan
— í sviðsetningu Leikfélags Akureyrar
á leikriti Guðmundar Kambans,
„Þess vegna skiljum við”
Siöastliöinn föstudag
frumsýndi Leikfélag
Akureyrar leikrit Guð-
mundar Kambans / // Þess
vegna skiljum við" —
fyrsta verkefni nýhafins
leikárs. Fullt hús gesta
var í Samkómuhúsinu á
Akureyri á frumsýningu
og leikurum, leikstjóra og
starfsfólki vel fagnað í
leikslok. önnur og þriðja
sýning voru laugardags-
og sunnudagskvöld og
leikritið verður sýnt
áfram næstu helgar.
Haukur J. Gunnarsson leik-
stýröi fyrsta verkefni ársins hjá
LA, en hann hefur einnig veriö
ráöinn til aö leikstýra siöasta
verkefninu af fimm ráögeröum
leikritum vetrarins. Aöstoöar-
leikstjóri er Viöar Eggertsson.
Leikritiö „Þess vegna skiljum
viö,”sem Guömundur Kamban,
einn af brautryöjendum is-
lenskrar leikritunar skrifaöi á
þriöja áratug þessarar aldar og
frumsýnt var I Kaupmannahöfn
undir nafni „Arabisku tjöldin”,
hefur I þessari uppsetningu
veriö dagsett áriö 1928. Frá þvl
ári hefur leikstjóri sótt um-
hverfi og svið leiksins, sem og
leikmyndasmiður, Jón Þóris-
son, og andblæ allan.
Þótt leikritiö gerist á þessum
árum er efniviöur þess mun si-
gildari; þaö fjallar fyrst og
fremst um smbúöarvandamál
nokkurra hjóna innan sömu fjöl-
skyldu, en ekki siöur hvernig
fólk bregst hvert viö annars
vanda og um þaö tvöfalda siö-
gæöi, sem rikir þar sem ar.naö
skal sjást á yfirboröinu en þaö
sem undir fáguöu og felldu yfir-
boröi borgarfjölskyldunnar býr.
Leikendur eru allmargir, 12
talsins, og veröur ekki annaö
sagt, en að leikurinn beri meö
sér svip þess hve Leikfélag
Akureyrar stendur á mörkum
þess að vera áhugaleikfélag og
atvinnuleikhús. Og veröur svo
hver um sig aö meta hvort þaö
telst eftirsóknarvert eða ekki,
en vissulega væri ýmsum eftir-
sjá ef leikstarf áhugamanna
hyrfi meö öllu úr leikhúslifi
Akureyrar. Og meö þennan
mælikvaröa aö leiöarljósi
veröur ekki annaö sagt en aö
Guðmundur Kamban.
allir skili leikararnir góöu
starfi, þótt nokkrir beri vissu-
lega af.
Þaö má vissulega deila um
þaö hvort leikrit sem þetta geti
oröiö hvetjandi innlegg i bolla-
ieggingar manna nú til dags um
stööu hjónabandsins sem fé-
lagslegrar stofnunar og sam-
býlisforms, en þaö er óneitan--
lega fróölegt aö setja sig inn i
umræöur um þetta efni frá
þriöja áratug aldarinnar.
Alvöruþungi og einhæfni leik-
ritsins fellur þó trúlega ekki aö
kröfum sjónvarpskynslóðar,
sem er farin aö venjast hrööum
taktslætti klippara sjónvarps-
þátta og kvikmynda, og þar meö
viröist leikritiö til að mynda
fremur lognast út af en ljúka af-
gerandi. Sifellt ráp leikara inn I
og út úr leikmyndinni ætti llka
aö tilheyra liðinni tiö og heföi
mátt koma þar til nokkur lag-
færing á handriti, en svo virðist
sem handritiö hafi veriö lagfært
og nútimasett I leikstjórn meö
smáspaugilegum atriðum sem
kaffidrykkjunni og dárahætti
grallarans Baldvins (Aöalsteinn
Bergdal).
I heildina tekiö má komast aö
þeirri niöurstöðu, aö upphaf
leikárs LA hefði aö ósekju mátt
verða ögn nútimalegra leikrit,
ekki sist til aö koma Eyfiröing-
um og nábúum á Norðurlandi
inn I Samkomuhúsið — en miöaö
viö verkefnisval hafi bærilega
til tekist.
Vert er aö vekja athygli á, aö
á undan sýningu og milli þátta
leika Soffla Guömundsdóttir og
Michael Clark á píanó og fiölu,
og I forsölum leikhússins sýnir
Óli G. Jóhannsson listmálari
myndir. -BS
Stjórn Leikfélags Akureyrar ásamt leikhússtjóra: Hreinn Sk.
Pálsson, Heimir Ingimarsson, Þórhalla Þorsteinsdóttir, Marinó
Þorsteinsson, Þórey Aöaisteinsdóttir, Guömundur Magnússon,
formaöur L.A., Oddur Björnsson.
ÞINGMENN ALÞYÐUBANDALAGSINS
STYÐJA FRUMVARP UM 18 ÁRA
KOSNINGA-
ALDUR
Athugasemd
frá Arthúr
Morthens
Herra ritstjóri.
t blaöi yöar þann 19. 10. er á
forsiöu viötal viö undirritaöan,
þar sem i fyrirsögn er mjög
hallaö réttu máli. Þar stendur:
„A.m.k. ungir Alþýöubanda-
lagsmenn vilja 18 árakosninga-
aldur”. Slöar I viötalinu er sett
fram sú fullyröing að þing-
menn Alþýöubandalagsins
hafi ekki tekiö vel I frumvarpiö
um 18 ára kosningaaldur. Meö
fyrirsögninni er I raun veriö aö
undirstrika þessa staöhæfingu.
Hér er aö mlnu viti um mjög
grófar falsanir aö ræöa. Sann-
leikurinn er sá, aö þingmenn
Alþýöubandalaagsins hafa bæöi
á siöasta þingi og I upphafi
þessa þings flutt frumvarp um
18 ára kosningaaldur, og
fullyrði ég, aö allir þingmenn
Alþýðubandalagsins standa
heilshugar aö þessu máli.
Svar ritstjórnar:
I rauninni er Arthúr Morthens
hér aöeins aö mótmæla þeirri
staöhæfingu, aö Alþýöubanda-
lagsmenn hafi tekiö dræmt und-
ir málflutning þingmanna
Alþýöuflokksins þegar þeir hafa
áöur flutt þetta mál á þingi, en
þvl mótmælti hann reyndar ekki
I viötalinu, heldur visaöi hann á
þingmenninna sjálfa.
Viö eftirgrennslan I
Alþingistlðindum kom I ljós, aö
þingmenn Alþýöuflokksins hafa
flutt þetta mal á þingi fjórum
sinnum áöur. Fyrst fluttu þeir
þaö áriö 1965, og náöist þá sú
málamiölun, aö kosningaaldur
var lækkaöurúr21ári niður 120.
Ariö 1974 tóku þingmenn flokks-
ins máliö upp aftur á þingi.
Enginn kvaddi sér hljóös um
málið, og var þvl visaö til 2. um-
ræöu og siðan til nefndar, þar
sem þaö var svæft. Alveg fór á
sömu leiö árið eftir. Veröur þvi
varla sagt aö þingmenn Alþýöu-
bandalagsins hafi sýnt málinu
brennandi áhuga á þessum
tima.
Nú brá hins vegar svo viö, er
þingmenn Alþýöuflokksins
fluttu málið I þriöja sinn I þess-
ari atrennu, aö Lúövlk Jóseps-
son kvaddi sér hljóös og sagöi
þann 25. nóvember 1976: „Herra
forseti. Ég vildi viö fyrri um-
ræöu um þessa tillögu strax lýsa
afstööu minni til tillögunnar. Ég
er samþykkur efni þessarar til-
lögu, ég álít aö þaö sé kominn
tlmi til þess aö viö leiöum I lög
hér 18 ára kosningaldur. Þessi
skoöun mln er i fullu samræmi
við afstööu mins flokks”. 1 árs-
byrjun 1978 flutti svo þingmaöur
Alþýöubandalagsins I fyrsta
sinn tillögu um 18 ára kosninga-
aldur.
Enda þótt þingmenn Alþýöu-
bandalagsins hafi þannig verið
nokkuö lengi aö taka viö sér, ber
auövitaö að fagna þvi, ef þeim
finnst nú timabært að lækka
kosningaaldurinn.
Sjómannablaðið Víkingur 40 ára
Nú um þessar mundir
er sjómannablaðið Vik-
ingur 40 ára. óhætt er að
fullyrða að blaðið hefur
tekið miklum stakka-
skiptum á þessu fertugs-
afmæli þvi svo mjög hef-
ur það breyst i útliti.
Er þaö ætlun forráömanna sjó-
mannablaösins aö gera þetta blaö
aö meira málgagni sjómanna en
þaö hefur verið. Fjallað verður
um kjaramál, öryggismál og ým-
is félagsmál sjómanna. Þá veröur
einnig fræöslu- og skemmtiefni I
blaöinu.
1 þtssu nýútkomna afmælis-
blaöi Vikings segir m.a. I leiö-
ara. „Vikingurinn tekur stakka-
skiptum á fertugsafmælinu.
Þakka ber þaö,^sem vel hefur
veriö gert I útgáfu blaðsins á
undanförnum árum. Þaö er
vissulega margt og liggur ekki
gleymt. En þvi er eins farið meö
timaritog önnurmannanna verk,
að eigi þau að halda notagildi
sinu, veröa þau að aölaga sig aö-
stæöum hverju sinni, tileinka sér
nú og sibreytileg viðhorf. Með
þetta I huga var ákveðið aö
breyta útliti Vikingsins og fjöl-
breytni þess efnis, sem hann flyt-
ur lesendum sinum. Vikingurinn
mun eftir sem áður birta
skemmtilegtefni og fræöandi, en
félags- og áhugamál sjómanna-
stéttarinnar allrar munu skipa
veglegri sess i blaðinu en áöur
hefur veriö. Vikingurinn er gefinn
út af félagasamtökum sjómanna,
og þvi er ekkert eölilegra en að
hann sé málgagn þeirra, segi af
þeim fréttir og komi sjónarmið-
um þeirra á framfæri”.
Alþýöublaöið óskar Vfldngi til
hamingju með fertugsafmæliö og
vonar að blaö allra sjómanna
megi þjóna þvi hlutverki sem þvi
er ætlað um langan aldur.
—G
Söngvinir í heimsókn
Schuberttónleikar: Gérard Souzay og Dalton Bald-
win flytja Winterreise hjá Tónlistarfélaginu
Góöir gestir sækja Noröbýlinga
heim, þegar myrkriö sækir aö og
vetrarkuldinn. Þeir flytja okkur
list Franz Schubert og skamm-
degiö veröur bærilegra.
Sum lög Schuberts eru svo
yndisleg aöþaueru hafin yfiralla
umræöu. Algjört samræmi er
milli lags og texta, hin skáidlega
ljóðræna og hrynjandi lag-
llnunnar falla I eitt. Þessi lög eru
svo hrifandi, aö allir heillast af
þeim og gleymaþeim aldrei. Þau
eru bæöi dægurlög og eillf list.
í Schubert sameinast
Vinarklassikin og rómantlkin,
enda eru mörg af 600 sönglögum
meistaranstaliðþað bezta i ljóða-
söng.
Winterreise fjallar um ástar-
sorg og brostiö hjarta, einmana-
leik og aðrar sálarhræringar hins
umkomulausa manns. Inn á milli
eru þó stöku vinjar og eru það
sjálfsagt þau lög, sem þekktust
eru, t.d. Linditréö og Vor-
draumur. Textinn er eftir
Wilhelm Mulier og er ekki vafi
& þvl, aö lifsreynsla Schuberts
sjálfs, hefur laöað hann aö text-
anum. Þótt vinamargur væri, átti
hann viö andstreymi aö búa,
ástarsorg sbr. Meyjar-
skemmuna, og rúmlega þrítugur
dó hann I sárustu fátækt.
Um tónleikana og flutning
Souzay og Baldwin á þessu
snilldarverki þarf ekki aö hafa
mörg orö. Þeir voru I einu orði
sagt stórkostlegir. i raun og veru
er þaö hrein lifsreynsla fyrir
hvern þann, sem hefur veriö
aödáandi sumra þessara laga frá
barnæsku aö upplifa þaö algjöra
vald, sem söngvarinn hefur á
röddinni, textanum og þeim
skilningi sem flestum finnst aö
eigi aö leggja I túlkun laganna.
Þá er ekki slöur stórkostlegt aö
sjá samvinnu þessara tveggja
meistara og hversu algjörlega
fyrirhafnarlaust þeir túlkuöu
listaverkiö. Þaö var ekki einu
sinni, aö á þurfti aö halda hinu
velkunna „nikki” söngvarans til
undirleikarans,þegarbyrjað er á
nýju lagi, heldur kom þetta allt
viðstöðulaust.
Sem sagt, takk fyrir yndislega
stund og vonandi læra íslenzkir
einsöngvarar og undirleikarar
sem mest af þessum snillingum.
Guölaugur Tryggvi Karlsson