Alþýðublaðið - 02.11.1978, Side 2
2
Fimmtudagur 2. nóvember 1978
alþýdi blaónó i- |
Ctgefandi: Aiþýöufiokkurinn Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnár er i Siöumúla 11, simi 81866. Prentun: Biaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur I lausasölu.
Viðvaranir Alþýðuflokks-
ins í landbúnaðarmálum
Alþýðuflokkurinn hefur hvað eftir annað bent á
nauðsyn þess, að auknu skipulagi verði komið á
framleiðslu landbúnaðarafurða hér á landi.
Þessar ábendingar Alþýðuflokksins hafa verið
túlkaðar sem andstaða við bændastéttina.
. Nú er hins vegar svo komið, að samtök bænda
hafa séð að viðvaranir Alþýðuflokksins voru á
rökum reistar. útflutningsuppbætur á land-
búnaðarafurðir hafa aukist ár frá ári, og verða
meiri á næsta ári en nokkru sinni fyrr.
Offramleiðsla á kjöti og smjöri er staðreynd.
Talið er, að á þessu hausti verði slátrað um
einni milljón fjár. Fallþungi dilka er nú yfirleitt
meiri en i fyrr-, og má þvi ætla að talsverð aukn-
ing verði á magni þess dilkakjöts, er á markað
kemur. Er álitið, að um 40 af hundraði fram-
leiðslunnar verði að selja úr landi.
Við útflutning á dilkakjöti fæst ekki nema brot
af framleiðslukostnaði, og verður þvi að gripa til
útflutningsuppbóta svo bændur fái samþykkt
verð fyrir kjötið. Tilraunir hafa verið gerðar til
að leita nýrra markaða fyrir islenzkt diikakjöt,
þar sem hugsanlega fengist hærra verð, en þær
hafa ekki borið árangur.
Smjör- og ostabirgðir i landinu eru nú meiri en
dæmi eru tii áður. í smjörbirgðum er ársneyzla
Islendinga og birgðir i ostum eru miklar. Sömu
lögmál gilda um sölu á þessum afurðum úr landi
og með kjötið.
1 samstarfsyfirlýsingu rikisstjórnarinnar er
ákvæði um það, að stefnt skuli að þvi, að land-
búnaðarframleiðslan miðist við innanlands-
neyzlu. Þetta er gagnmerk staðfesting á við-
vörunum Alþýðuflokksins, og verður þessum
þætti yfirlýsingarinnar væntanlega fylgt eftir. En
það þarf að gerast með skjótum hætti, svo sömu
vandamálin blasi ekki við um þetta leyti á næsta
ári.
Jafnvægi i landbúnaðarframleiðslu er eitt af
brýnustu verkefnum rikisstjórnarinnar, og
verður að beita öllum ráðum til að það komist á.
—Á sama hátt verður að tryggja það, að bændur
verði ekki fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á hverju
ári vegna þess hve seint þeir fá greiðslur fyrir
afurðir sinar.
Dæmi eru þess, að bændur hafi enn ekki fengið
að fullu greitt fyrir afurðir frá i fyrra. öllum
hlýtur að vera ljóst, að i 40 til 50% verðbólgu
rýrna fjármunir bænda herfilega, en á sama
tima verða þeir að greiða fullu verði rekstrar-
vörur sinar, t.d. áburð og fóðurbæti, sem hefur
hækkað i réttu hlutfalli við verðbólguna.
Á sviði landbúnaðar er mörg verk að vinna.
Þar hefur verið látið reka á reiðanum undan-
farna áratugi, og engar tilraunir gerðar til
heildar-skipulagningar. Nú eru menn hins vegar
að vakna af vondum draumi og skilningur að
aukast. Væntanlega verður það upphaf nýrrar
stefnu i landbúnaðarmálum.
—ÁG—
Forfallakennara
vantar að gagnfræðaskólanum, Mosfells-
sveit. Upplýsingar veitir skólastjóri Gylfi
Pálsson
S.66586.
Hvetja listamenn til að
sniðganga Kjarvalsstaði
Bandalag ísl. listamanna og Félag ísl.
myndlistarmanna hafa sent frá sér
ályktun þar sem skorað er á listamenn
að sýna ekki né fremja aðra listræna
starfsemi á Kjarvalsstöðum meðan deila
þeirra stendur yfir við hússtjórn
Kjarvalsstaða og ráðamenn ^eykjavíkur-
borgar
Undanfarnar vikur hafa stah-
i6 viöræöur um stjórnun og
rekstur Kjarvalsstaöa milli full-
trúa Bandalags islenskra lista-
manna og Félags islenskra
myndlistarmanna annars vegar
oghússtjórnarKjarvalsstaöa og
annarra ráöamanna Reykja-
vikurborgar hins vegar.
1 viöræöum þessum hefur
komiö greinilega i ljós, aö þaö
er vilji beggja aöila aö setja
þessari mikilvægu lista- og
menningarmiöstöö eina stjórn
og sterkari en veriö hefur á siö-
astliönum þrem árum eöa siöan
deilan um Kjarvalsstaöi var
leyst 18. desember 1975.
Talsveröur ágreiningur hefur
veriö um þátttöku listamanna i
stjórnun stofnunarinnar — eink-
um milli viöræöufulltnla BIL og
FIM og formanns hússtjórnar —
og hafa oddvitar borgarinnar
leitast viö aö jafna hann eftir
mætti. Ennfremur hefur Guö-
rún Helgadóttir — einn þriggja
fulltrúa i hUsstjóminni — jafnan
sýnt skilning á sjónarmiöum
listamanna og óskaö eftir góöu
samstarfi viö þá.
NUhefur þaöhinsvegar gerst,
aö meirihluti hUsstjórnar Kjar-
valsstaöa Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir og Daviö Oddsson — hefur
lýstþeirriósveigjanlegu afstööu
sinni, aö listamenn skuli aöeins
kveöja á fund hUsstjórnar til
ráöuneytis um einstök listræn
málefni. Er þeim hvorki ætlaö-
ur atkvæöisréttur á fundum né
annar ákvöröunarréttur á Kjar-
valsstööum. Þá hyggst meiri-
hlutinn ráöa starfskraft til húss-
ins án fulls samráös viö BIL og
FIM.
Félag islenskra myndlistar-
manna unir ekki þessari fávis-
legu afstööu meirihluta hUs-
stjórnar og lýsir þvi yfir banni
á Kjarvalsstaöi i annaö sinn frá
og meö 1. nóvember nk.
Félagiö mun hvetja alla fé-
lagsmenn sína svo og alla félaga
Bandalags islenskra list-
amanna til þess aö sniöganga
Kjarvalsstaöi, sýna þar ekki né
fremja aöra listræna starfsemi
eins og málum er nú háttaö.
Þaö mun einnig senda Norræna
myndlistarbandalaginu og
Nordfag, stéttarsambandi nor-
rænna myndlistarmanna, ná-
kvæmar fréttir af framferöi
meirihluta hússtjórnar Kjar-
valsstaöa. Listráöunautur, sem
ef til vill kemur á Kjarvalsstaöi
meö skilmálum meirihlutans,
veröur þar i algjörri óþökk
listamanna.
Félag Islenskra myndlistar-
manna harmar mjög, aö þaö
skuli hafa neyöst til aö gripa til
framangreindra aögeröa gegn
Kjarvalsstööum, þeirri stofnun,
sem átti aö veröa lyftistöng og
hin blómlegasta miöstöö lista-
og menningarlifs f borginni. Þaö
undrast aö I hUsst jórn skuli velj-
ast fólk, sem ekki gerir sér
grein fyrir grundvallaratriöum
i samskiptum viö listamenn og
getur þvi ekki stuölaö aö reisn
Kjarvalsstaöa i listrænum og
almennum málefnum.
Þaö er staöreynd, aö Kjar-
valsstööum veröur ekki stjórn-
aö án fullrar samstööu og góör-
ar samvinnu Reykjavikurborg-
ar og samtaka listamanna.
■..... k—■
Guðbjörg
Guðmunds-
dóttir áttræð
í dag
Guöbjörg Guömundsdóttir,
Austurgeröi 10, Reykjavik er
áttræö i dag. Hún er fædd 2.
nóvember 1898 á Seyöisfiröi og
voru foreldrar hennar hjónin
Arnbjörg Jónsdóttir og Guö-
mundur Erlendsson báta-
smiöur, Seyöisfiröi.
Eiginmaöur Guöbjargar sem
látin er fyrir nokkrum árum var
Jón Arnason skipsstjóri.
Guðbjörg tók snemma þátt I
störfum verkalýös-
hreyfingarinnar. Sat m.a. mörg
þing Alþýöusambands Islands,
fyrst sem fulltrUi verkakvenna-
félagsins Brynju á Seyðisfiröi til
1947 og siöar sem fulltrúi verka-
kvennafélagsins Framsóknar i
Reykjavik, seinast áriö 1962.
Guöbjörg hefur einnig lagt
Alþýöuflokknum gott liö.
Starfaö mikiö I kvenfélagi
Alþýöuflokksins I Reykjavik og
setiö flokksþing Alþýöu-
flokksins fyrir þess hönd.
Alþýðuflokkurinn þakkar
Guöbjörgu vel unnin og fórnfúst
starf á liðnum áratugum og
óskar henni til hamingju meö
afmælisdaginn.
Laus staða
Umsóknarfrestur um stööu framkvæmdastjóra viö Raun-
vfsindastofnun Háskólans er framlengdur til 10. nóvember
n.k. Framkvæmdastjóri annast almennan rekstur stofn-
unarinnar og hefur umsjón meö allri starfsemi sem ekki
heyrir undir einstakar rannsóknarstofur.
Umsækjandi skai hafa lokið háskólaprófi.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Nánari
upplýsingar um starf þetta veitir stjórn Raunvlsinda-
stofnunar.
Umsóknir meö itarlegum upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu,
Hverfisgötu 6, Rvk., fyrir 10. nóv. 1978.
Menntamálaráðuneytið,
31. október 1978.
Skólastjórastaða
við Iðnskólann á Patreksfirði er laus til
umsóknar. Skólinn mun starfa frá ára-
mótum og fram i mai. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og fjölskyldu-
stærð skulu berast formanni skólanefndar
fyrir 20. nóvember.
Menntamálaráðuneytið
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Umsóknir um skólavist á vorinu 1979
skulu hafa borist Fjölbrautarskólanum i
Breiðholti, Austurbergi, fyrir 15. nóv. n.k.;
i umsókninni skal koma fram á hvaða
námssviði óskað er eftir að stunda nám og
eins á hvaða námsbraut.
Nánari upplýsingar verða gefnar á skrif-
stofu skólans, simi 75600, og þar er hægt að
fá sérstök umsóknareyðublöð.
Skólameistari.