Alþýðublaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 1
alþýóu- Þriðjudagur 14. nóvember 1978 — 216. tbi. 59. árg. Jafnaðarmenn Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Frá 38. þingi Alþýðuflokksins Benedikt endur- kjörinn formaður Alþýðuflokksins — Kjartan end- urkjörinn vara- formaður Á flokksþingi Alþýðu- flokksins sem haldið var um helgina, var Bene- dikt Gröndal endurkjör- inn formaður Alþýðu- flokksins, með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Benedikt fekk 151 atkvæði, auðir seðlar voru 10 og 4 atkvæði féllu á aðra. Það var greinilegt á flokks- þinginu, að Alþýðuflokksfólk stóð þétt saman um forustumenn sina, þvi Kjartan Jóhannsson var llka svo gott sem einróma endur- r-------------------------^ Fulltrúar í flokksstjórn Samkvæmt lögum Alþýðuflokksins voru kjörnir 25 menn i flokksst jórn flokksins á þingi Alþýðuflokksins nú um helgina. Áður höfðu kjördæmisráð hvers kjördæmis valíð i flokksst jórn á fundum i kj örd æmisr áðunum. Þeir flokksstjórnarfull- trúar sem kjörnir voru á þinginu eru: Gylfi Þ. Gislason 138 atkv., Bjarni Guðnason 136 atkv., Eggert G. Þorsteinssson 124 atkv., Bjarni P. Magnilsson 115 atkv., ÁgUst Einarsson 114 atkv., Jón Helgason 105 atkv., Björn Friðfinnsson 104 atkv., Höröur Zóphanfasson 98 atkv., Haukur Helgason 94 atkv., Jón Baldvinsson 91 atkv., Ólafur Björnsson 90 atkv., Rannveig Edda Hálfdánardóttir 84 atkv., Gunnar Eyjólfsson 80 atkv., Siguröur E. Guðmunds- son 80 atkv., Bragi Jósefsson 79 atkv., Jóhann Möller 79 atkv., Geir Gunnlaugsson76 atkv., Ás- geir Jóhannesson 75 atkv., Gunnar Gissurarson 74 atkv., Hallsteinn Friðþjófsson 72 atkv., Pétur Sjgurðsson 70 atkv., Gunnar Már Kristófersson 67 atkv., Reynir Guðsteinsson 67 atkv., Ragna Bergmann 66 atkv., Jón H. Karlsson 64 atkv. Varamenn I flokksstjórn voru kjörin þau, Björgvin Vilmund- arson, Guðmundur Vésteinsson, Guöni B. Kjærbo, Guðriöur Eliasdóttir, Helga Möller, Hrafnkell Ásgeirsson, Hreinn Erlendsson, Jón H, Guðmunds- son, Sigþór Jóhannesson, og Sæ- mundur J. Pétursson. —L kjörinn varaformaður Alþýðu- Björn Jónsson forseti ASl gaf flokksins.. Kjartan fékk 152 at- ekki kost á sér að þessu sinni sem kvæði , 6 átkvæði skiptust á aðra ritariflokksins, og i hans stað var og auðir og ógildir voru 9. kjörinn Karl Steinar Guðnason formaður Sjómanna - og verka- lýðsfélags Keflavikur. Karl Stein- ar fékk 112 atkvæði, Bjarni P. Magnússson 39 og Kristin Guö- mundsdóttir fékk 17 atkvæði. Gjaldkeri Alþýðuflokksins var kjörinn Eyjólfur Sigurðsson með 135 atkvæöum en Kristin Guðmundsdóttir fráfarandi gjaldkeri gaf ekki kost á sér i það starf að þessu sinni. Vararitari vár kjörinn Kristin Guömundsdóttir með 135 atkvæð- im og varagjaldkeri GuðrUn Helga Jónsdóttir með 80 atkvæð- um. í vararitara kjörinu var Garðar Sveinn Arnason einnig I kjöri, og fékk hann 65 atkvæði. Þessi nýkjörna aðalstjórn Al- þýöuflokksins er i anda þeirrar sérstöðu sem flokkurinn hefur I islenskum stjórnmálum, hvaö varðar yngra fólk i ábyrgöarstoo- um. Fulltrúar á flokksinginu fögnuðu innilega með löngu lófa- klappi, þegar Urslit kosninganna lágu fyrir. Það er mikill styrkur fyrir Alþyðuflokkinn, að svo mikill einhugur skuli ríkja um forystusveit hans, ekki sist með tilliti til þess vanda sem viö er að etja I Islenskum stjórnmálum um þessar mundir. L- 38. þing Alþýðuflokksins: Alyktun um verðbólgumál Verðbólgan er skað- valdur i þjóðfélaginu. Þess vegna telur 38. þing Alþýðuflokksins Þá nauðsyn mesta nú i efnahagsmálum þjóð- arinnar, að horfið verði af braut sívaxandi verðbólgu og fórna þar með öðrum markmið- um um tima. Þjóöin veröur aö horfast i auguviðþástaðreyndaö ekki er von á umtalsverðum árangri án verulegra fórna og sjálfafneit- unar. Þess vegna verða önnur verkefni að vikja næstu 1-2 ár. Verðbólgan hefur rýrt efna- hagslega getu þjóðarbúsins til aðskila góðum og batnandi lifs- kjörum. HUn flytur verðmæti frá sem spara til hinna sem skulda og braska. HUn dregur Ur siðferðislegum styrk þjóðar- innar og grefur undan siðgæði i meðferö fjármuna. Hún brengl- ar verðmætamat, jafnt hjá fyrirtækjum sem hjá heimilum. HUn eykur völd þeirra sem lána fjármagn. Þess vegna er það sameiginlegt hagsmunamál allra annarra en þeirra sem átt hafa óeölilegan aðgang að láns- fjármagni, aö kveöa verðbólg- una niður. Hagsmunir launþega: Það krefst fórna um sinn að vinna á verðbólgunni I þvi skyni aö treysta lifskjörin til frambUðar. Alþýöuflokkurinn vill aö stjórn- völd tryggi aö þær fórnir komi réttlátlega niður. Verðbólgan og láglaunafólkiö: Þaðfólk sem lökust hefur kjörin veröur ævinlega undir i verö- bólgukapphlaupinu, þvi að það getur ekki varið hagsmuni sina með aögangi að lánsfjármagni með sama hætti og aörir. Harð- ar aögeröir gegn veröbólgu 'miða þvi ekki sist aö þvi að vernda hagsmuni þessa fólks eftir nýjum leiöun. Samvirkar aögeröir: 1 viður- eigninni við verðbólguna þarf samvirkar aðgerðir m.a. I fjár- 'festingarmálum, rikisfjármál- um, peningamálum og launa- málum. Heilsteypt áætlun er •forsenda góðs árangurs. Peningalaun og visitala: Að óbreyttu kerfi er framundan mikil peningalaunahækkun hinn 1. desember n.k., sem hlýtur að leiða til fiskverðshækkunar og almennra verðhækkana og sið- an gengisfalls. Veröbólgan verður ekki hamin við slikar að- stæöur. Alþýöuflokkurinn telur það hagsmunamál launafólks að til þessa komi ekki, enda verði hliðstæö breyting á kjör- um þeirra sem ekki búa viö visi- töluviðmiöun tekna. Alþýðu- flokkurinn telur aö treysta eigi kjörin til lengdar með félagsleg- um aögeröum og hjöðnun verö- bólgu. Alþýöuflokkurinn vill nýtt vfeitölukerfi, sem taki mið af þjóðarhag og tryggi raunveru- leglifskjör sem best og varan- legast. Aö þessuverður að vinna i samráði viö launþegasamtök- in. Breyttur rekstur: SvigrUm og hjöðnun veröbólgu þarf að nota til þess aö gera kerfisbreytingar á rekstri fyrirtækja og rikis- stofnana, og vinna eför gerðum áætlunim að vexti og viögangi atvinnuveganna um allt land, svo að ekki hrapi i sama far verðbólgu og ráövillu. Alþýöu- flokkurinn er fyrst og fremst flokkur launafólks. Þvi aðeins hvetur Alþýðuflokkurinn um- bjóðendur sina til þess að færa stundarfórnir i þágu heildarinn- ar aö jafnframt verði gerð viö- tæk endurskipulagning I at- vinnurekstri i landinu. Bæta verður stjórnun og auka fram- leiöni. Aðhald og skattaeftirlit verðuraöauka.Komaþarf I veg fyrir að einkaneysla sé færð sem kostnaöur fyrirtækja. Al- menningur þarf að geta treyst þvi aö atvinnurekstur sé heil- brigöur. Kjarasáttmáli: Samvinna við samtök launafólks er lykill að góðum árangri. Kjarninn i sliku samstarfi aöila vinnumarkað- arins er aö þaö eru þjóðarhags- munir að ná verðbólgunni niður, og kjörin veröa best treyst með hjöðnun veröbólgu og félagsleg- um aögerðum. Vextir: Alþýðuflokkurinn vill koma á raunvöxtum I áföngum. Þaö er undirstaöa heilbrigðra viðskipta og fjármálalegs sið- feröis, að fjármagn fengiö aö láni, sé endurgreitt á sannvirði. Raunvextir mundu breyta af- stöðu fólks og fyrirtækja til lánsfjár, draga Ur óeðlilegri eftirspurn og á skömmum tima minnka verðbólgu verulega. Lánskjörum þarf jafnframt aö breyta svo aö afborgunarbyröi sé ekki óeðlilega þungog þannig verðbólguvaldandi. Sér I lagi þurfa lán vegna Ibúöarhúsnæðis að vera til mun lengri tima. Skattar: Alþýöuflokkurinn vill afnema tekjuskattaf almennum launatekjum, en taka upp virð- isaukaskatt. Jafnframt verður að heröa eftirlit með skattsvik- um, og þyngja viöurlög, enda eru skattsvik afbrot. Ríkisfjármál: Aðhald I rikisbU- Framhald á 4. siðu Birni Jónssyni vottað þakklæti A flokksþingi Aiþýðuflokksins nú um helgina gaf Björn Jóns- son, forseti Alþýðu- sambands íslands, ekki kost á sér að þessu sinni sem ritari Alþýðuf lokksins. Björn Jónsson hefur gegnt starfi ritara Alþýðuflokksins siðan árið 1974, og naut í þvi starfi mikils trausts og álits flokkssystkina sinna. Það var jafnaðarmönnum mikið fagnaðarefni, þegar Björn Jónsson gekk til liös viö Alþýðuflokkinn. Björn hefur veriö ötull baráttumaður verka- lýðshreyfingarinnar á íslandi, og kom fáum óvart er hann var kjörinn forseti Alþýusambands íslands þegar Hannibal Valdi- marsson lét af þvi starfi. A 38. þingi Alþýöuflokksins voru Birni Jónssyni færðar sér- stakar þakkir fyrir störf hans sem ritari Alþýðuflokksins. Forseti flokksþingsins Höröur Zóphaniasson las upp skeyti á þinginu, sem Birni Jónssyni var sent, en hann á nú viö veikindi að striða. 1 skeytinu voru Birni færðar hlýjar kveöjur frá félögum hans áflokksþinginu, og honum voru færðar þakkir fyrir störf hans i þágu Alþýöuflokksins og jafn- aöarstefnunnar. A flokksþinginu flutti Bene- dikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins jafnframt ræðu, þar sem hann flutti Birni Jónssyni þakklæti allra Alþýöu- flokksmanna, fyrir hans giftu- drjúga framlag i baráttunni fyr- ir jafnaðarstefnunni og kjörum islenskrar alþýðu. Alþýðublaðiö vill taka undir þessar kveðjur Benedikts og flokksþingsins til Björns Jóns- sonar, og vill setja fram þær óskir, að þótt nú um hrffi verði hlé á beinni þátttöku hans I stjórn Alþýöuflokksins, megi þeir timar koma að Alþýöu- flokkurinn fái á ný að njóta hæfileika hans og starfskrafta. —L

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.