Alþýðublaðið - 17.11.1978, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.11.1978, Qupperneq 1
alþýðu- Jafnaðarmenn Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Hörmulegasta flugslys Um 200 manns fórust - þar af 8 íslendingar Skömmu eftir kl. 22.00 I gær- kvöldi barst aöalstöövum Flug- leiöa I Reykjavík sú harma- fregn, aö flugvél félagsins TF- FLA af geröinni DC-8 heföi far- ist fyrr um kvöldiö I aöfiugi aö ftugvellinum I C'olombo á Ceyl- on, þar sem vélin var i pfla- grímafiugi. Meövélinni voru 246 farþegar og 8 manna áhöfn, en auk þess voruí aukaáhöfn 2 flugstjörar, 1 flugfreyja, forstööumaöur flug- deildar Flugleiöa og deildar- stjóri i fiugdeiid Flugleiöa, eöa 13 tslendingar. Af þeim fórust 8. Þeir eru: Haukur Hervinsson, flug- stjóri, 42 ára, kvæntur, til heim- ilis aö Uröarstekk 1, R. Guöjón Rdnar Guöjónsson, flugmaöur, 38 ára, kvæntur, til heimilis aö Bergþórugötu 33, R. Ragnar Þorkelsson, flugvéi- stjóri, 55 ára, kvæntur, til heim- iiis aö Hliöarvegi 18, Kóp. Erna Haraldsdóttir, flug- freyja, 38 ára, gift, til heimilis aö Tiingötu 7, R. Sigurbjörg Sveinsdóttir, flug- freyja, 38 ára, gift, tQ heimilis aö Hraunbrdn 6, Hf. Ásgeir Pétursson, yfirflug- stjóri, 48 ára, kvæntur, tii heim- ilis aö Furulundi 9, Gb. Ólafur Axelsson, deildarstjóri I flugdeild, 47 ára, kvæntur, til heimilis aö Kóngsbakka 3, R. Þórarinn Jónsson, forstööu- maöur flugdeildar, 52 ára, kvæntur, til heimilis aö Skóla- geröi 36, Kóp. 5 tslendingar slösuöust og hafa veriö færöir á sjúkrahús I Colombo. Þeir eru: Kristin E. Kristleifsdóttir, flugfreyja, Oddný Björgúlfsdóttir, flug- freyja, Þuriöur Viihjálmsdóttir, flug- freyja, Harald Snæhólm, flugstjóri, Jónina Sigmarsdóttir, flug- freyja. Þeir munu ekki vera lifs- í sögu landsins hættulega slasaöir. Taliö er aö um 50 farþegar hafi komist lifs af. Samkvæmt skeytum frá Col- ombo var flugvélin i aöfiugi og brotlenti kl. 18.00 I gærkvöidi aö íslenskum tima, nokkrum mil- um frá brautarenda viö erfiö veöurskilyröi. Aö ööru ley.ti er ekki vitaö um tildrög og orsakir slyssins. Flugvélin TF-FLA var af geröinni DC-8-63. Hún haföi lengi veriö I förum á vegum Loftieiöa og keyptu Flugleiöir hana áriö 1975. Var hún ein af þremur flugvélum af geröinni DC-8, sem Flugleiöir áttu. Flug- vélin flaug um kl. 14.00 I fyrra- dag frá Luxemburg til Aþenu þar sem áhafnahvild var tekin. Sföan var flogiö i gærmorgun frá Aþenu til Jeddah f Saudi- Arabiu og hélt vélin þaöan full- hlaöin pilagrfmum kl. 12.00 samdægurs áleiöis til Surabaya á Jövu meö millilendingu I Coi- ombo á Ceylon. Aukaáhöfn og starfsmenn áttu aö fara af i Col- ombo, en hluti áhafna haföi fariö þangaö áöur meö ööru flugfélagi. Þetta var fyrsta feröin f siöari hiuta pilagrimsfiugs Flugleiöa milli Surabaya i Indóneshi og Jeddah I Saudi-Arabfu. Alis áttu 6 fiugáhafnir aö annast þetta flug, þ.e. 48 flugliöar, auk flug- virkja, afgreiösiuliös og rekstr- arstjóra eöaalls 62 starfsmenn. Fiugleiöir, stjórn félagsins og starfsfólk eru harmi slegin yfir þessu slysi og votta aöstandend- um þeirra sem fórust dýpstu samúö. Þingmenn gegni ekki oðrum stðrfum Rætt við Gunnlaug Stefáns son um frumvarp hans //Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að efla sjálf- stæði þingmanna og virkni AlþingiS/ og vald þess um leið. Ég tel að þeir þing- menn sem gegna öðrum störfum samhliða þing- mennsku/ dreifi starfs- kröftum sínum á þann hátt að þeir geti ekki einbeitt sér að þingstörfum sem skyldi. Þau laun, sem greidd eru fyrir þingstörf, eru það há, að til þess að vinna sómasamlega fyrir þeim, þurfa menn að eyða öllum sinum starfskröft- um í það". Þetta sagöi Gunnlaugur Stefánsson, alþingismaöur f viö- tali viö Alþýöublaöiö, en hann flytur frumvarp um stjórnar- skrárbreytingu I þá veru, aö þing- menn megi ekki gegna öörum störfum. „Hér áöur fyrr”, sagöi Gunnlaugur, „þegar stjórnkerfiö var ekki jafn flókiö og þaö er i dag, þá þótti ástæöa til þess aö þingmenn sinntu öörum störfum samhliöa þingstörfum. Nú þegar stjórnkerfiö veröur æ flóknara, þá gerir þaö auknar kröfur til lýö- ræöisins og Alþingis um leiö. Þess vegna er nauösynlegt aö þing- menn geti sinnt þessu af krafti og meiri krafti en áö undanförnu. Þaö er lfka nauösynlegt til þess aö Alþingi viöhaldi valdi sinu gagn- vart embættismannakerfinu, sem stööugt sækir á um aö taka til sin meira og meira af þvi valdi, sem Alþingi ber aö hafa samkvæmt stjórnarskránni”. — Hvers vegna berö þú þetta fram sem stjórnarskrárbreyt- ingu, þegar einföld iagabreyting viröist nægja? „Astæöan er einfaldlega sú, aö samsvarandi ákvæöi og ég legg hér til er aö finna I stjórnar- skránni um forseta Islands. 1 ööru lagi tel ég aö þaö þurfi aö kveöa nánar á um réttindi og skyldur þingmanna, i stjórnarskránni. 1 þriöja lagi tel ég nauösynlegt aö stjórnarskráin tryggi eins og kostur er sjálfstæöi þingsins og virkni þess á hverjum tima” — Veist þú hvaö margir þing- menn gegna nú aukastörfum? „Nei, ég veit þaö ekki meö vissu, en þaö má geta þess, aö áriö 1977 voru 34 þingmenn i ýmsum launuöum opinberum nefndum, og þágu fyrir þaö greiöslur allt upp i tvær og hálfa milljón króna á þágildandi verö- lagi. — Hve margir þingmenn Al- þýöuflokksins gegna nú auka- störfum? „Mér er nú ekki alveg kunnugt um þaö, en þeir eru fáir, en nokkrir, færri en nokkru sinni fyrr”. — Hvaöa launuö störf eru þaö nákvæmlega, sem þú vilt aö þingmönnum veröi óheimilt aö gegna jafnframt þingmennsk- unni? „Þarna er náttúrlega átt viö störf f hjá opinberum aöilum og einkaatvinnufyrirtækjum, og auk þess nefndarstörf, stjórnunar- störf, ráögjöf og aöstoö. Eins og viö vitum, hefur þaö tiökast á erlendum þjóöþingum I ná- grannalöndunum, aö fyrirtæki hreinlega veita þingmönnum ákveönar greiöslur fyrir aö gæta hagsmuna tiltekins hagsmuna- Gunniaugur Stefánsson hópa, eöa fyrirtækjahóps. Eg tel aö þaö þurfi aö tryggja sérstak- lega sjálfstæöi þingmanna gagn- vart slikum hættum, þó aö ég sé ekki aö tala um þaö aö ástandiö sé svona hér”. — Hvenær dagsins geta þeir þingmenn, sem eru i öörum störfum, sinnt þeim? „Þaö kom nú fram f umræö- unum um frumvarpiö á þingi á miövikudaginn, aö sumir þing- menn heföu veriö svo uppteknir af öörum störfum, aö þeir heföu ekki getaö tekiö þátt i nefndar- störfum vegna þess. En mér skilst aö þeir sem sinna öörum störfum, géri þaö helst á morgn- ana, og eftir aö þingi lýkur á dag- inn klukkan 4, og titt kemur þaö fyrir, aö þingmenn sjáist hér hreinlega ekki, vegna þess aö þeir eru uppteknir af öörum störfum úti I bæ, og þá launuöum störfum, óskyldum þingstörfum”. — Hvaöa reglur gilda nú um launagreiöslur fyrir aukastörf hjá þvf opinbera? „Þaö eru tvenns konar reglur 1 gildi. Ef þingmaöur sinnir aukastarfi sinu allar þær stundir, sem tæki- færi gefst frá þingstörfum, á meöan þingiö stendur yfir, og á sumrin lika, þá fá þeir 60% af fullum launum fyrir aukastarfiö, Framhald á bls. 3 Bragi Jósefsson skrifar: Áhrifastaða Alþýðuflokks- ins að kosningum loknum Á þessu ári, sem nú er senn liðið, fóru fram tvennar kosningar. t pólitiskum skilningi er þó óhætt að segja að árið 1978 hafi verið eitt alsherjar kosninga og umbrotaár, i það minnsta fyrir Alþýðu- flokkinn. Fyrst voru þaö prófkjörin fyrir b org a r s t j ór n a r- kosningarnar og sveitar- stjórnarkosningarnarútum allt land. Þá þegar var ljóst aö straumurinn lá til Alþýöu- flokksins, en frá þáverandi stjórnarflokkum. Skoöana- kannanir og umræöur manna á milli bentu einnig til þess aö Al- þýöuflokkurinn væri i sókn. Sföan komu prófkjörin fyrir alþingiskosningarnar hér i Reykjavik og út um allt land, og svo aö lokum hinar raunveru- legukosningar til sveitarstjórna og Alþingis. Orslitin i þessum kosningum uröu þau aö Alþýöu- flokkurinn varö hinn eini raun- verulegi sigurvegari. 1 Reykjavik tók Alþýöu- flokkurinn þátt i þvi aö mynda meirihluta meö Alþýöubanda- laginu og Framsóknarflokk- num. Þaö samstarf hefur, aö þvl er viröist, tekist meö ágætum, og er ekki annaö aö sjá, en aö hinum nýja meirihluta muni takast giftusamlega um stjórn borgarinnar. A landsmálasviöinu tókst ef tir langa mæöu aö koma saman rikisstjórn. Sú rikisstjórn er aö visu mjög langt frá því aö vera óskastjórn Alþýöuflokksins. Réttara væri aö segja aö fyrir- bæriö væri stórklikicaö og illa gert, bæöi aö þvl er útlit og inn- ræti snertir. 1 fyrsta lagi hlýtur þaö aö vera mikiö áfall fyrir fjölmarga stuöningsmenn Al- þýöuflokksins aö þessi nýja rlkisstjórn skuli vera undir forystu Framsóknarflokks- ins, þess flokks sem Alþýöu- flokkurinn beindi haröast skeytum slnum gegn I kosn- ingabaráttunni. Þar á ofan fer þessi flokkur meö yfirmál dómsmála, og veröur þaö vart skoöaösem annaö en ögrun, viö þá stjórnmálamenn innan Al- jjýöuflokksins, sem hvaö harö- ast böröust gegn spillingu réttarkerfisins, úreltu dóms- kerfi og þunglamalegu kerfi embættismannavalds. Þaö er einnig ljóst, aö Alþýöu- flokkurinn hefur ekki komiö ár sinni þannig fyrir borö, aö hinn almenni fiokksmaöur hafi á- stæöu til aö hrópa húrra. Þvert á móti viröist allt benda til þess, aö ráöherrar flokksins hafi veriö reknir út i horn meö allar slnar hugmyndir I skatta- málum, visitölumálum, fjár- festingarmálum og vaxta- málum. Þegar ástandiö er eins og hér hefur veriö lýst er fyllsta á- stæöa til.aö forystum. fiokks- ins haldi vöku sinni og endur- meti þær forsendur og pólitisku kröfur sem Alþýöuflokkurinn veröur aö gera til viöunandi stjórnarsamstarfs. Leiðrétting I frétt í Alþýðublaðinu í gær um söfnun til greiðslu skulda Alþýðuf lokksins, misritaðist illilega símanúmer Guðrúnar Helgu Jónsdóttur. Rétta símanúmerið er 42627. Blaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum leiðu mistökum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.