Alþýðublaðið - 17.11.1978, Page 2

Alþýðublaðið - 17.11.1978, Page 2
2 alþýöu- blaöió Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er I Síðumúia IX, slmi 81866. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 2200 krónur á mánuði og 110 krónur I lausasölu. Hörmulegt flugslys Þegar váleg tiðindi gerast á meðal okkar, er islenska þjóðin sem ein sál i sorg sinni og hlut- tekningu. , Þegar þau tiðindi bárust að flugvél Flugleiða hefði brotlent við flugvöllinn i Colombo á Ceylon, var eins og timinn stæði kyrr augnablik. Hörmu- legur atburður hafði gerst, og hjá svo mörgum yrði ekkert eins og áður. Hjá litilli þjóð eins og á íslandi býr, hafa slikir atburðir mikið meiri áhrif en i stærri þjóð- félögum. Við erum þegar allt kemur til alls ein stór f jölskylda sem nú er sameinuð i samúð sinni, þegar svo margir hafa misst svo mikið. 1 þessum hörmulega atburði létu átta íslend- ingar lifið, við skyldustörf sin i fjarlægum heims- hluta. öll okkar dýpsta samúð er með aðstand- endum þeirra á þessari stundu, en jafnframt erum við þakklátir þeirri Guðs blessun, sem fylgdi þeim sem komust lifs af úr þessu mikla slysi. Asamt þeim átta íslendingum sem með vélinni fórust, biðu bana hátt á annað hundrað indó- nesiskir pilagrimar. Þótt við vitum ekki nöfn þeirra, og værum engu nær þótt við vissum þau, eiga aðstandendur þeirra samúð okkar lika. Alþýðublaðið vottar aðstandendum hinna látnu sina dýpstu samúð og hluttekningu. Megi góður Guð styrkja ástvini og ættingja hinna látnu i sorg sinni. -L Yfirlýsing Benedikts Á flokksþingi Alþýðuflokksins nú um helgina fluttu ungir jafnaðarmenn tillögu um brottför hersins af Miðnesheiði, og úrsögn íslands úr NATO. Þessi tillaga var felld með miklum mun, en i umræðum um hana kom fram hjá Benedikt Gröndal, að ef svo hefði farið að flokksþingið hefði breytt stefnu Alþýðuflokksins i utanrikis- málum, yrði það hans fyrsta verk að segja af sér embætti utanrikisráðherra. Þessari yfirlýsingu utanrikisráðherra ber að fagna, burt séð frá þvi hvaða skoðun menn hafa á stefnu Islands i utanrikismálum. Benedikt Grön- dal hefur þvi gert öllum ljóst, að hann vilji standa og falla með skoðunum sinum, en sé ekki tilbúinn til að sitja i embætti, og túlka eina skoðun i dag og aðra á morgun. Jafnframt benti Benedikt á, að þrátt fyrir að i röðum Alþýðuflokksmanna væru skiptar skoð- anir um afstöðuna til hersins og NATO væri það þyngra sem sameinaði skoðanir jafnaðarmanna heldur en sundraði þeim. Alþýðuflokkurinn væri, og ætti að vera þannig flokkur, sem rúmaði innan sinna vébanda mis- jafnar skoðanir á þessu eilifðar deilumáli ís- lendinga. Jafnaðarmenn hafa þann þroska til að bera sagði Benedikt, að sjá að jafnaðarstefnan er sterkari sem sameiningarafl, heldur en hermálið sem sundrungarafl. -L Leiksýning í Flensborg Föstudaginn, 17. nóv. frum- sýnir Menningarfélag Flens- borgarskóla tvo einþáttunga. A rúmsjó eftir pólska rithöfund- inn og gárungann Blawomir Mrozek f þýöingu Bjama Bene- diktssonar frá Hofteigi og Undantekningin og reglan eftir þýska skáldið Bertolt Brecht, i þýðingu Erlings E. Halldórs- sonar. Baeði þessi leikrit hafa verið sýnd viða um heim við miklar vinsældir. Leikendur i sýningunni eru 15, en annar eins fjöldi starfar að undirbúningi og-aö tjalda- baki. Þetta er þriöja áriö I röð sem Flensborgarar standa að meiri- háttar leiksýningu Hafnfirðing- um og öðrum Islendingum til andlegrar uppörvunar i skammdeginu. Aöur hafa þeir sýnt söngleikinn „ó, þetta er indælt strið”, sl. vetur var það bandarfska leikritið „Indiánar” sem sýnt var viö góðan oröstfr. Leikstjóri er Arni Ibsen og hefur hann leikstýrt öllum sýningum sem ofan eru greind- ar. Ekki hyggst Menningarfélag Flensborgarskóla láta sér nægja þessa sýningu einþátt- unganna I vetur þvi strax að af- loknu jólafrii í janúar hefjast æfingar á sigildum rússneskum gamanleik sem heitir Eftirlits- maðurinn og er eftir Nikola Gogol. Er áætlað að frumsýna það verk í ,mars. Einþáttungarnir verða sýndir eftirtalda daga: Föstudag 17. nóvember kl. 20.30 Sunnudag 19. nóvember kl. 20.30 Mánudag 20. nóvember kl. - 20.30 Þriðjudag 21. nóvember kl. 20.30 Miðvikudag 22. nóvember kl. 20.30. Miðapantanir eru teknar i sima 53392 milli 14-17 alla dag- ana. Það er ekki 4 Þann lærdóm þurfa menn gjarnan að nema fyrr en sfðar á ævinni, meöan hugurinn er op- inn og fr jór og höndin lipur, en vinnuþjökun ungs fólks er ein- mitt hérlendis oft ofboösleg, t.d. þess sem er aö byggja yfir sig, þegar lögö er nótt með degi ár- langt eða jafnvel lengur. 1 sum- ar heyrði ég greindan og athug- ulan iðnaðarmann lýsa ástand- inu i vinnumálum margra, sem nú eru á miöjum aldri á þessa leiö efnislega: Viðunnum myrkrannaá milli við að koma yfir okkur þaki og koma börnunum til manns I gegnum skóla og annaö nám, siöan þegar þau festu ráð sitt, réttum viö þeim hjálparhönd eftir getu. Nú höfum við efni á að taka okkur pásu og njóta lífs- ins, en rekum okkur þá á, að okkur leiðist, ef við höfum ekki verk að vinna, viö kunnum ekki á tómstundir, það er eitthvert tómarúm í okkur, einhver ein- semd, ég held að það sé þetta, sem veldur þvi að margt fólk á miöjum aldri leitar um of á vit áfengis um margar helgar. Það er ekki andskotalaust að vera maöur, eins og karlinn sagði. Canon D1Q-D Þessi vél var aö fá CES-verðlaunin í Bandaríkjunum. Vélin gerir allar vinnslur stærri véla Ijósaborð & strimill + rafhleðsla. Verö kr. 50.400- SKRIFVÉLIN HF Suöurlandsbr. 12 s. 85277 ...■"!.—......... " ' Bifreiðaeigendur r I vetur höfum við einnig opið á laugardögum fró kl. 8-18.40. Komið reglulega með bifreiðina og við ÞVOUM OG BÓNUM meðan beðið er Bón og þvottastöðin Sigtúni 3 — Simi 14820 Styrkur fil háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa lslendingi til háskólanáms i Hollandi skólaárið 1979-80. Styrkurinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis I háskólanámi eða kandidat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft tii jafns við almennt háskóianám. Styrkfjárhæðin er 950 flórinur á mánuði i 9 mánuði og styrkþegi er undanþeginn greiðslu skólagjalda. Þá eru og veittar allt að 300 flórinur til kaupa á bókum eða öðrum námsgögnum og 300 flórinur tii greiðslu nauðsynlegra útgjalda i upphafi styrktimabils. — Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi gott vald á hollensku, ensku, frönsku eða þýsku. Umsóknir um styrki þessa ásamt nauðsynlegum fylgi- gögnum skulu hafa borist mennamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. janúar n.k. Umsókn um styrk til myndlistarnáms fylgi ljósmyndir af verkum um- sækjanda, en seguibandsupptaka ef sótt er um styrk til tónlistarnáms. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 14. nóvember 1978. Styrkur til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa tslend- ingum til háskólanáms I Danmörku námsárið 1979-80. Einn styrkjanna er einkum ætlaður kandidat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerkur og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaraháskóla Danmerkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 2.197.- danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið ■ 14. nóvember 1978.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.