Alþýðublaðið - 06.12.1978, Blaðsíða 1
alþýöu
Miðvikudagur 6. desember 1978 — 231. tbl. 59. árg.
Jafnaðarmenn
Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar
— Alþýðublaðinu, strax í dag
Vantar viðurkenningu á því að
skattsvik séu afbrot
segir Vilmundur Gylfason sem flytur
frumvarpið um sérstakan skattadómstól
//A undanförnum árum
hafa mjög aukist í land-
inu afbrot/ sem eru af
ef anhagslegum toga/
fyrst og fremst vegna
hins siðlausa verðbólguá-
stands. Megintilgangur-
inn með flutningi þessa
frumvarps er sá/ að
hamla gegn þessari þróun
og í annan stað að hef ja
nýja sókn rikisvaldsins á
hendur skattsvikurum."
Þetta sagði Vilmundur
Gylfason um frumvarp
það sem hann flytur á-
samt Jóhönnu Sigurðar-
dóttur um sérstakan
dómara og rannsóknar-
deild i skattamálum og
bókha Idsmálum.
„Dómskerfiö,” sagöi Vil-
mundur „hefur veriB alveg ó-
virkt aö þvi er tekur til skatt-
svika. Af einhverjum ástæöum
hefur ekki fengist á þvi pólitfsk
viöurkenning, aö skattsvik séu
eins og hver önnur afbrot. Þaö
er hugmynd flutningsmanna
þessa frumvarps aö breyta
þessu. Viö gerum ráö fyrir þvi
aö skattrannsóknadeildin, sem
nú fjallar um skattsvikamál,
fari undir þennan skattadóm-
stól, og aö þetta veröi rekiö af
dómsmálaráöuneyti. Þannig
yröi skattrannsóknastjóri
starfsmaöur dómsmálaráöu-
neytisins”.
— Hvaöa kosti heföi þessi
skipan mála urnfram þaö sem
nú er?
„I fyrsta lagi hafa sérdóm-
stólar á afmörkuöum sviöum
reynst vel hér á landi, en þar er
fyrst og fremst um fikniefna-
dómstólinn aö ræöa. Aö visu
koma upp takmarkatilfelli, og
þaö er viss ókostur.
1 ööru lagi er þaö kostur aö
þetta mundi kalla á sérhæfðan
starfskraft. í fjárlagafrum-
varpinu, sem nú liggur fyrir er
tillaga um 75 milljón króna fjár-
veitingu til skattrannsókna.
Reynslan sýnir okkur, aö þaö er
hyggilegast aö gera kerfis-
breytingu, þegar svona miklum
fjármunum er varið til ákveöins
verkefnis.
í þriöja lagi nefni ég þaö, aö
efnahagsleg afbrot og skattsvik
eru mjög sérstæöir þættir i af-
brotakerfi okkar, og okkar hug-
mynd er sú, aö rikisvaldiö taki
þarna duglega til höndunum. En
þarna þarf helst aö koma til sú
hugarfarsbreyting, aö litiö sé á
skattsvik sem hver önnur af-
brot.”
— Veltur ekki áfram mikið á
pólitiskum vilja stjórnvalda, þó
aö þessi breyting yröi gerö?
„Jú, þaö er áreiöanlega rétt.
En ég þykist hafa þaö á tilfinn-
ingunni, aö þaö hefur oröiö tölu-
verö viöhorfsbreyting i samfé-
laginu aö þvf er tekur til þessara
hluta. En þó þýöir ekkert aö
draga úr þvi, aö svona lagaö er
alltaf komiö undir pólitiskum
vilja þeirra, sem um þetta
fjalla, jafnvel þótt hin æskileg-
asta kerfisbreyting væri gerð.”
— Þú segir i greinargerö meö
frumvarpinu, aö skort hafi á
þennan pólitfska vilja.
„Já, þaö þarf ekki annaö en
aö horfa á söguna til aö komast
aö raun um þaö. Þekkir þú til
dæmis mann, sem setiö hefur
inni fyrir skattsvik? Nei, þaö
hefur aldrei komiö fyrir.
Skattsvik eru auðvitaö sam-
kvæmt skilgreiningu eins og
hver önnur afbrot, en hins vegar
hafa stjórnvöld á hverjum tfma
ekki litiö svo á i reynd. Annars
væri þetta ástand ekki hjá okk-
ur.
Þaö er meginatriöi f sam-
bandi viö þessa kerfisbreytingu,
aö þarna er um aö ræöa viöur-
kenningu á þvi aö um þessi mál
sé fjallaö eins og hvert annaö
afbrot væri. Þegar sú stjórn-
valdslega viöurkenning fæst, þá
hygg ég aö allur eftirleikurinn
veröi auöveldari. Viö getum
gert samþykktir eftir sam-
þykktir á fundum, niöri i þingi
og alls staöar, um þaö aö nú ætl-
um viö aö vera kaldir karlar og
ráöast gegn skattsvikunum, en
reynslan hefur bara sýnt þaö aö
þaö eitt dugar ekki, þaö veröur
þessi viöhorfsbreyting stjórn-
valda að koma til.”
— En er ekki þörf á endur-
skoöun laga og ákvæöa um t.d.
sektir, nafnbirtingar o.þ.h.?
„Jú, þaö er alveg klárt. Þetta
er mjög mikilvægt spor, sem
þarna er gerö tillaga um, en þaö
er ekki nema eitt spor, þaö er
alveg satt.
En þegar hér er kominn sér-
stakur dómstóll meö sérmennt-
uöu starfsliöi, þá held ég aö þaö
væri stigið svo stórt spor, aö eft-
irleikurinn yröi nokkuö eölileg-
ur.”
— Hvaö meö frádráttarliöi,
undanþágur o.þ.h.?
„Þaö þarf lfka endurskoöunar
viö, en þaö má ekki gleyma þvl,
aö þau atriöi eru allt annars eöl-
is. Tekjur og tekjumunur I þjóö-
félaginu ræöst ekki siöur af frá-
dráttarliöum en sköttum.
Þó held ég nú aö brotamögu-
leikarnir séu minni þar en i
skattamálunum sjáfum, þ.e.
hvaö varöar framtaldar tekjur,
þvi þaö eru tiltölulega hreinleg-
ar reglur um frádrætti. Þær
geta veriö réttar eöa rangar, en
þær eru a.m.k. öruggar.”
— Nú vekur þaö athygli, aö
þetta frumvarp kemur fram
nokkurn veginn samtlmis til-
löguflutningi Alþýöubandalags-
ins i skattamálum.
„Já, en þar er um allt annan
hlut aö ræöa. Þeir eru meö
þingsályktunartillögu, sem er
frekar almennt oröuö, og má
iita á sem e.k. viljayfirlýsingu.
Viö erum hins vegar meö
áþreifaniegar tillögur. Sérstak-
ur skattadómstóll er mál, sem
viö i Alþýöuflokknum höfum
mikiö veriö meö.
En ég efast ekki um aö þaö
gildi bæöi um okkur og komm-
ana, aö viö erum á móti skatt-
svikum.”
— Eitthvaö aö lokum.Vil-
mundur?
„Ekki annaö en þaö, aö þessi
tillöguflutningur okkar er allur 1
beinu framhaldi af þvf, sem viö
höfum veriö aö gera og segja.
Ég vænti þess aö þetta frum-
varp nái fljótt fram aö ganga, af
þvi aö þaö hangir saman viö
peningatillögur, sem eru i fjár-
lögunum.” __k
ieð endurskipulagningu olíuverslunarinnar?
flrni og Gunnlaugur leggja til að það verði kannað
//Ttlgangurinn með
flutningi þessarar tillögu
er að kannaðar veröi allar
færar leiðir til að draga úr
dreifingarkostnaöi á olíu
innanlands annars vegar
og hins vegar hvort ekki sé
unnt að koma við hentugri
aðferð við innkaup á olíu,
sem gæti lækkað innkaups-
verð. I tillögunni eru taldir
upp 3 valkostir, sem eink-
um ber að hafa i huga viö
athugun á þessu máli, en
enginn dómur lagður á
það, hver þeirra sé vænleg-
astur, það verður könnunin
að leiöa i Ijós "
Þetta sagöi Arni Gunnarsson,
sem flytur þingsályktunartillögu
um endurskipulagningu á oliu-
verslun i landinu ásamt Gunn-
laugi Stefánssyni. Er ráö fyrir þvi
gert I tillögunni, aö skipuö veröi
nefnd til aö gera tillögur um þetta
mál, og aö hún beini athygli sinni
einkum aö eftirfarandi atriöum:
1. Hugsanlegri einkasölu rfkisins
á oliuvörum. 2. Sameiningu'ollu-
félaganna. 3. Aöhaldi i rekstri
félaganna og meira frjálsræöi i
oliuinnflutningi, er gæti aukiö
samkeppni i olfukaupum og oliu-
dreifingu. 1 greinargerö meö til-
lögunni segir m.a. að þau þrjú
stórfyrirtæki, sem nú annast oliu-
verslun I landinu hafi i raun hlotiö
einokunaraöstööu. Viö spuröum
Árna, á hverju þessi einokunar-
aöstaöa byggöist.
„Hún byggist á þvi,” sagöi
Arni, „i fyrsta lagi, aö oliufélögin
nota til dreifingar oliu, sem er
keypt til landsins meö sérstökum
samningum viö sovétmenn,
þannig aö þaö er ekki um neina
samkeppni f innkaupum aö ræöa.
t ööru lagi hafa olfufélögin komiö
sér saman um verö á þessarl oliu,
sem þeir dreifa, sem er allt sama
olian, og sama bensiniö.
Þau hafa haft möguleika á þvf
aö koma sér saman um
dreif ingarkerfi oliunnar, og
maöur veit ekki til þess aö
minnsta kosti aö þaö hafi komiö
upp neinar deilur um þaö, hvar
oliufélögin reistu sfnar
dreifingarstöövar, t.d. þjónustu-
stöövar viö bila, oliugeyma úti á
landi. Allt eru þetta samkomu-
lagsatriöi, þannig aö þaö er ekki
um neina samkeppni aö ræöa
milli þessara aöila.
Þaö sem er náttúrlega alvar-
legast f þessu er þaö aö hvert
oliufélag er meö sitt dýra kerfi,
sitt skrifstofubákn. Þaö væri hægt
aö vinna þessa vinnu fyrir öll
félögin á einni skrifstofu i staö
þess aö vera meö þrjú fyrirtæki,
sem eölilega þurfa aö hafa i
þrennu lagi allt bókhald, og
sömuleiðis allt dreifikerfi.
Þau eru þekkt, dæmin hér frá
þvi áöur fyrr, þegar menn sáu bil
frá Esso koma á einn sveitabæ, og
svo nokkrum kiukkustundum
siöar kom blll frá Shell aö næsta
bæ.
Einnig eru dæmi um þaö aö
tankar frá tveimur eöa jafnvel
þremur félögum séu viö sömu
stööina úti á landi. Þá er þaö
spumingin.hvort þaö fara þrir bil-
ar frá oliufélögunum til aö fylla á
þessa tanka. Lika er til aö þessar
stöövar standa hliö viö hliö i bæj-
um og þorpum.”
— Getur ekki svona takmörkun
á samkeppni varöaö viö islensk
lög, t.d. ef oiiufélögin koma sér
saman um verö og skipta á miili
sin dreifíngarstöövum?
„Þaö þori ég ekkert aö fullyröa
um. Bensinveröiö er ákvarðaö af
verölagsnefnd, sem heimilar
hækkanir á bensini ogolfum, og
oliufélögin viröast sækja um
þetta sameiginlega. Þaö hefur
ekki boriö á þvi aö eitt oliufélaga
hafi óskaö eftir eöa taliö sig geta
boöiö oliu á lægra veröi en hin.”
— En er ekki markaöurinn
hreinlega of lltili til þess aö þrjú
oiiufélög geti haldiö uppi
raunhæfri samkeppni?
„Ef þú átt við það aö mark-
aöurinn sé þaö litill, aö þaö séu
ekki aöstæöur fyrir ollufélögin aö
keppa, þá höfum viö ekkert viö
þrjú oliufélög aö gera.”
— Telur þú æskilegt aö kaupa
oliu frá fleiri löndum?
„Alveg tvimælalaust. Ég tel
þaö fyrirkomulag, sem hefur ver-
iö á oliuinnkaupum frá Sovétrikj-
unum alveg fráleitt. Viö erum
bundnir aö nokkru leyti vegna
viöskipta, sem viö höfum átt viö
Sovétrikin, þvi þeir hafa keypt af
okkur fisk, sem ekki hefur veriö
verulega góöur markaöur fyrir i
öörum löndum. Þannig má meö
vissum rétti segja, aö þetta hafi
veriö hrein og kiár vöruskipti.
Engu aö siöur tel ég aö viö
þyrftum aö athuga meö kaup á
oliu frá öörum löndum. Viö höfum
nú keypt olfu frá Portúgal til þess
aö greiöa fyrir viöskiptum viö
Portúgaii.
Ég teldi þaö t.d. koma mjög vel
til greina, aö viö keyptum oliur
frá Kfna. Viö eigum góö
samskipti viö Kfnverja, og viö
þurfum aö auka viöskipti okkar
viö þá þjóö. Þeir eiga olfur aflögu
til útflutnings og selja þegar
gffurlega mikiö af oliu úr landi,
bæöi til Japans og fleiri þjóöa. Aö
undanförnu hafa þeir keypt mikiö
af áli af okkur.”
— Hvern þeirra þriggja kosta,
sem þú telur upp I tiliögunni teldir
þú vænlegastan sem framtiöar-
skipulag olluverslunar i landinu?
„Ég ætla á þessu stigi ekki aö
leggja neinn dóm á þá kosti, sem
þarna eru taldir upp, þ.e.a.s.
rikisoliuverslun, sameiningu
oliufélaganna eöa aö einhverju
leyti frjálsari samkeppni I oliu-
innflutningi og meiri samkeppni
yfirleitt. Ég vil fyrst og fremst aö
sérfróöir menn á þessu sviöi
Framhald á bls. 3