Alþýðublaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1978, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 14. desember 1978 alþýdi blaðið i- Útgefandi: Alþýöuflokkurinn Hitstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aösetur ritstjórnar er I Sföumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi og 110 krónur 1 lausasölu. Hin mikla mæða Tímaritstjórans Dagblaðið Timinn hefur af þvi miklar áhyggjur hve illa Framsóknarflokki gengur að teyma Alþýðuflokkinn i fjárlagagerðinni. Skrif ritstjóra blaðsins verða vart skilin á annan veg en þann, að Alþýðuflokkurinn sé hafður með i núverandi rikis- stjórn til að segja já og amen við flestu þvi sem for- ysta Framsóknar segir, hversu vitlaust, sem það annars kann að vera. Það er ekki undrunarefni Alþýðuflokksmönnum, né öðrum, sem þekkja til vinnubragða innan Fram- sóknarflokksins, að þar skuli sjálfstæð hugsun vekja undrun. Þar er fylgispektin við forystuna al- gjör. Orð hennar eru lög og eftir þeim skal farið. Vinnubrögðum i Alþýðuflokknum er á annan veg háttað. Alþýðuflokkurinn hefur frá upphafi stjórn- arsamstarfsins gert sér far um að komast til botns i efnahagsvandanum með öflun upplýsinga, viðtölum og fundum. Niðurstaða Alþýðuflokksins eru sú, að gerð nú- verandi fjárlaga getur ráðið þvi hvort hér á landi verður 30 eða 60 prósent verðbólga á næsta ári. Gerð fjárlaganna verður ekki slitin úr tengslum við þær aðgerðir i efnahagsmálum, sem rikisstjórnin hefur lofað að beita sér fyrir. Með fjárlagagerðinni nú er stefnan i efnahagsmálum á næsta ári rigbundin. Mistakist þetta verk þjóna frekari efnahagsaðgerð- ir, sem virka eiga á næsta ári, harla litlum tilgangi. Það eru þessar staðreyndir, sem Alþýðuflokkur- inn byggir afstöðu sina á. Honum er alvara i þvi að takast á við verðbólguna. Hann treystir þvi, að samstarfsflokkarnir séu sama sinnis. Þess vegna telur hann ástæðulaust að flýta fjárlagagerðinni svo, að rasað verði um ráð fram. Það er mikilvæg- ara að afgreiða verðbólguhjaðnandi fjárlög, þótt lengri tima taki, en fjárlög, sem eru verðbólgu- hvetjandi, aðeins til að rikisstjórnin geti státað af þvi, að hafa afgreitt fjárlögin á „réttum” tima. Við gerð þessara fjárlaga hefur á það skort, að nægileg samráð hafi verið höfð við aðila vinnu- markaðarins. Til dæmis hefði verið nauðsynlegt, að fulltrúar launþega og atvinnurekenda hefðu átt að- ild að þeirri vinnunefnd i skattamálum, sem fyrir skömmu skilaði áliti sinu. Sama mætti segja um fleiri þætti við undirbúning fjárlagagerðarinnar. Frágangur þeirra fjárlaga, sem nú liggja fyrir Al- þingi, svo og lánsfjáráætlunar, ræður úrslitum um það hvort rikisstjórnin fer inn á þá braut, sem leiðir til hjöðnunar verðbólgu. Samráð við aðila vinnu- markaðarins munu ráða miklu um hvort það tekst. Alþýðuflokkurinn mun ekki taka þátt i gerð fjár- laga, sem fyrirsjáanlega munu koma i veg fyrir að hægt verði að hef jast handa um frekari efnahagsað- gerðir á næsta ári. Hann leggur á það höfuðáherzlu, að um tima verði verulega dregið úr opinberum framkvæmdum og að tekjuskattar á lágtekjur og miðlungstekjur verði lækkaðir. Hann mun beita sér fyrir þvi, að hraðað verði þeim félagslegu aðgerð- um, sem lofað hefur verið og hefur félagsmálaráð- herra þegar gengið frá fjölmörgum frumvörpum i þeim efnum. Alþýðuflokkurinn telur mikla nauðsyn á þvi, að við fjárlagagerðina verði hugað að auknum stuðningi við islenzkan iðnað og allra ráða leitað til að ná til verðbólgugróðans. — Tölur á blaði, þar sem aðeins er hugað um að fá rétta útkomu, án tillits til reikni- aðférða, segir ekki nema hluta sögunnar. Að ákveða útgjöld fyrst og fylla siðan upp i götin með tekju- sparðatiningi hér og þar, er löngu úrelt aðferð. Nið- urstaða hennar verður ávallt sú að auka álögur á al- menning. í aðra vasa getur rikissjóður ekki farið, þegar illa árar. — Mæða Timaritstjórans á eftir að aukast ef hann skilur ekki þessar staðreyndir. AG [ Jólaösin í fullum gangi ■ Það má segja að þessi gamli góði siður ylji okkur um hjartaræturnar I jólaösinni. begar fólk þrammar fram og til baka I leit að einhverju til þess að gefa um jólin. Þessi mynd sýnir okkur mestu verslunargötu landsins þar sem kveikt hefur verið á jólaskrautinu versluninni til dýrðar. DEN KONGELIGE PORCELAINSFABRIK A/S Jólaplattinn 1978 JÓHANNES NORÐFJÖRÐ HF. Hverfisgötu 49, slmi 13313. Laugavegi 5, sími 12090. VORUM AÐFÁÚRVAL HHBHHBHI SN YRTISTÓLAI sr HUSGAGNAVERZLUN Brautarholti REYKJAVÍKUR Símar 11940 og 12691 TILVALIN JÓLAGJÖF PÓSTSENDUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.