Alþýðublaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1978, Blaðsíða 4
alþýóU' blaðiö Otgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýöublaðsins er að Siðu- múla 11, sími 81866. * Föstudagur 22. desember 1978 llndir öræfahimni — ný Ijóðabók eftir Gest Guðfinnsson Út er komin ljóöabókin Undir öræfahimni eftir Gest Guöfinns- son. I bókinni eru 33 ljóö. Gestur Guöfinnsson er kunnur feröagarpur og bera mörg ljóö- anna meö sér þaö dálæti sem höf- undur hefur á náttúru landsins, fegurö þess og margbreytileika. Kvæöi eins og öræfakyrrö, Dýja- mosi og Blómið og eignarréttur- inn bera þvi glöggt vitni. Gestur er greinilega þeirrar skoöunar aö þeir sem unna náttúruskoöun og útivist, séu hinir sönnu eigendur landsins þótt lögin segi stundum annað. t kvæðinu Blómiö og eignarréttur- inn segir Gestur: Ég rakst á litiö rautt blóm á leiðinni yfir heiðina þaö kinkaði til min kolli i hlýjum andvaranum eins og viö heföum þekkst lengi ég settist niöur horföi á blómið og snerti þaö ósköp varlega mér fannst viö hafa þekkst lengi áður en ég vissi af var mér farið aö þykja vænt um þaö svona einfalt var þetta út af þessu spunnust málaferlin eins og þiö sjálfsagt vitiö — landeigandinn kom og sagöi: ég á þetta blóm þetta er mitt blóm þú hefur ekkert leyfi til að káfa á annarra manna blómum siðan hófust málaferlin um blómiö og eignarréttinn ég tapaöi málinu fyrir dómstólunum landeigandinn haföi lögin sin megin eins og við var aö búast. Undir öræfahimni er 10. bók Gests Guöfinnssonar, en hann hefur skrifaö mikið um feröir og Fyrirhuguðum sölutakmörk- unum á víta- mínum mótmælt A miövikudaginn 20. des. sendu Samtök um svæöameöferö og heilsuvernd heilbrigðisráöherra undirskriftalista, þar sem mót- mælt var fyrirhuguöum takmörk- unum á sölu vitamina og annarra náttúrulegra næringarefna, sem ætlun heilbrigöisráöuneytisins er aö draga aö mestu af frjálsum markaöi og setja i lyfjabúöir. Aö baki þessari ákvörðun telja sam- tökin liggja misskilning á gildi náttúrulegra næringarefna eins og vltamlna og aö þetta eigi aö samræmast nútimaþekkingu um fæöubótaefni sem liö i heilsu- vernd. Einnig mótmæla samtökin kröftuglega þeirri ákvöröun aö hækka toll á heilsujurtateum úrl5 — 35% i 90% auk 30% vörugjalds, meðan kaffi og svart örvandi te eru enn i 0 — 15% tolli. Telja sam- tökin þetta sýna athugunarleysi yfirvalda gagnvart heilsu og matarræöi enn skýrar og vera beina móögun viö þaö grasa- lækningafólk sem haldið hefur viö grasalækningahefö liöinna kyn- slóöa. ferðalög, m.a. skrifaði hann staö- háttalýsingu um Þórsmörk I eina árbók Ferðafélags Isiands. -L Þriðja bindi Sögu íslands: Atök um stjóm- og kirkju- skipan, skrífaðar íslendinga- sögur Komið er útþriðja bindi Sögu islands. Er það að mestu helgað stjórnmálasögunni frá 1262 til miðrar 14. aldar — eða nánar tiltekið 1354, er Kristinn réttur Árna Þorlákssonar var lögfestur i Hólabisk- upsdæmi. Þetta timabil var mikið um- brotaskeiö í stjórnmálum og mjög viðburöarikt, en átökin stóðu einkum um stjórnskipan og kirkjuskipan. 1 lok þess var komin á sú skipan á stjórn rikis og kirkju, sem siöan stóö um langan aldur — stendur jafnvel aö nokkru leyti enn i dag — svo að lýsingu á henni er ekki unnt að binda nákvæmlega viö fram- angreint timabil. Á þetta eink- anlega viö um einstakar stjórn- arstofnanir og embætti. Ritiö skiptist i fjóra megin- þætti og eru þeir sem hér segir: Stjórnskipunarhugmyndir og stjórnarhættir til loka hámiö- aldaeftir Sigurö Lindal.Þar er gerö stuttlega grein fyrir þróun stjórnarhátta og stjórnskipun- arhugmynda i Evrópu fram til 1300 og leitazt viö aö rekja tengsl þeirra viö þróun islenzks þjóöfélags. Auk þess er gerö til- raun til aö skýra nokkur grund- vallarhugtök, sem máli skipta svo sem: lénsskipulag, aðall, lögstéttir og nokkur fleiri. Annar þáttur ritsins nefnist Lögfesting konungsvalds og er hann eftir Björn Þorsteinsson og Sigurö Lindal. Þar er greint frá stjórnarháttum norska rik- isins, gerð grein fyrir Gamla sáttmála 1262-64, endurskoöun löggjafar 1271-81 og siöan lýst stjórnskipan landsins. Loks eru raktar deilur Islendinga viö Framhald á bls. 3 1978 BÆKURNAR{ OKKAR 1978 Oírmæta llt - Frant?. jacobsm Wiliian IferníNen ái Hjáónu' í'í’tsiaÁi DYRMÆTA LÍF Úrval af frábærum sendibréfum sem Jörgen-Frantz Jacobsen rit- aói vini sínum, skáldinu William Heinesen. Hjálmar Ólafsson menntaskólakennari þýddi. ÞORGILS GJALLANDI: SÖGUR, ÚRVAL Úrval af smásögum Þorgils Gjall- anda, ennfremur sagan Upp við fossa. Þórður Helgason cand. mag. annaðist útgáfuna. Steiodðr Stcindórsson frá Hlödum 1SLCN8K ÍSLENSK PLÖNTUSIÖfN PLÖNTÚNÖFN EFTIR STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁHLÖÐUM Stórfróðlegt rit um heiti íslenskra plantna frá landnámsöld til okkar daga. ALÞIN GISM ANN AT AL 1845-1975 TEKIÐ HAFA SAMAN LÁRUS H. BLÖNDAL, ÓLAFUR HJARTAR OG HALLDÓR KRISTJÁNSSON Stórglæsilegt og fróðlegt upp- sláttarrit sem ekki má vanta í neitt heimilisbókasafn. AlWNGlS MAN'KA m tal • « SÓFOKLES ÞEBULEIKIRNIR OIDlPÚS KONUNGUR OlDlPÚS 1 KÓLONOS ANTlGONA JÓN GtSLASON ÞEBULEIKIRNIR ODÍPÚS KONUNGUR - ODÍPÚS I KÓLONOS - ANTÍGÓNA Einhver frægustu verk SÓFÓ- KLESAR í frábærri lausamálsþýð- ingu dr. Jóns Gíslasonar. SAGA REYKJAVÍKUR- SKÓLAII EFTIR HEIMI ÞORLEIFSSON MENNTASKÓLAKENNARA Ekki einungis fræðandi heldur líka skemmtileg. Annað bindið tekur jafnvel fram hinu fyrra, sem kom út 1975. SAGA REYKJAVÍKUR SKÓLA J | SkiUalif'iS i Ijk'rbn xMaium ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS NÝTT BINDI í ALFRÆÐI MENNINGARSJÓÐS LÆKNISFRÆÐI EFTIR GUÐSTEIN ÞENGILSSON LÆKNI BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.