Alþýðublaðið - 30.12.1978, Page 5

Alþýðublaðið - 30.12.1978, Page 5
5 Laugardagur 30. desember 1978. ■ uflokksins ns skort á til þessa), ættu þeir að geta stýrtlandinu enn um sinn ogkomiö mörgu góöu til leiðar. Kosningaúrslitin á siðastliðnu sumri leiddu til fjölmargra stærö- fræðilegra möguleika á myndun meirihlutastjórnar, en í reynd hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu og reyndust óraunhæfir. Ekki er hyggilegt aö Utiloka breytingar á viöhorfum flokka til stjórnarmynd- unar, en samt sem áður eru þeir ótrúlega margir, sem koma ekki auga á góða kosti, ef núverandi samstarf tekur skjötan endir. Allt mælir þvi með áframhaldandi setu rikisstjórnarinnar, þótt óliklegt sé, að það verði þrautalaust á kom- andi tímum frekar en hingað til. Hér verða ekki rakin einstök málefiii, sem nauösyn er að takast á við. A ýmsum sviðum virðist þó vera um breytt viðhorf hagsmuna- aðila aö ræöa, sem ættu að geta leitt til skynsamlegra breytinga, svo sem i landbúnaðarmálum. Athygli almennings hefur mjög beinst aö þeim þingflokkum, sem flesta hafa nýliða i röðum sinum. Þvi má þó ekki gleyma, að átta af niu ráðherrum eru nýliðar i sinum störfum,þóttþeir hafisumir setið á þingi, og einnig þeir hafa margt að læra, en bera þunga starfsbyröi. Af þessum sökum er ekki ástæða til að láta róstusamt haust I stjórnmála- heiminum útiloka, að betur geti gengið samstarf stjórnarflokkánna i framtiðinni. V. Alþýðuflokkurinn er það, sem hann sagöist vera fyrir kosningar I fyrrasumar, nýr flokkur á göml- um grunni. Ég þarf ekki að skilgreina þetta tvennt. Enginn getur efast um bar- áttu flokksins fyrir litilmögnum þjóðfélagsins, enda hafa félags- málin ávallt veriö það sviö, sem flokkurinn náöi mestum árangri á (og kommúnistar minnstum). Margir af núverandi þingmönnum Alþýðuflokksins eru sérfræðingar á sviðum trygginga, heilbrigðismála og vinnumála. Gamla grunninum er vel borgið. Þaö sáum við á svip eldra fólksins, sem stutt hefur Alþýðuflokkinn i áratugi gegnum þykkt og þunnt, er það brosandi keypti sér ráuða rós og hópaðist á fundi okkar I fyrra- vor. Nýja flokkinn þekkir núlifandi kynslóðvafalaustbetur,enda hefur hann látið meira I sér heyra i f jöl- miðlum. Baráttan gegn spillingu og misrétti snertir strengi I hjarta hvers manns, sem ekki sjálfur stundar þessar ódyggðir. Harkan og þrótturinn I ungu þingmönn- unum er einnig ný af nálinni, af þvi að hinir herskáu á vinstri væng stjórnmálanna hafa oft aðhyllst kommúnista, meðan hinir mildari mannvinir hafá aðhyllst jafnaðar- menn. Þaö sakar ekki, þótt sú skipting verði jafnari I framtiöinni, meðan bandalagskommar halda enn áfram að bæta við sig ein- hverju fylgi. VI. Alþýðuflokkurinn á að baki við- buröarikasta ári' sögusinniallt frá stofnun. Þaö munar aðeins hárs- breidd, aö hann sé jafnstór Alþýöu- bandalaginu og þá i nánd við að veröa annar stærsti ftokkur lands- ins. Barátta þingftokksins bendir til þess, að sóknin haldi áfram. Við eigum að visu margt óunnið, sér- staklega á skipulagssviði, og verðum að undirbyggja betur ftokk af þeirri stærö, sem nú situr á Alþingi. Þetta mun takast, en það verkefni má ekki vanmeta og það mun krefjast starfs og fórna af okkur öllum. Eg þakka öllum þeim, sem á ein- hvern hátt veittu Alþýðuflokknum stuöning I prófkjörum, sveitar- stjórnar- og alþingiskosningum siðasta árs. Ég vona, að þið styðjið okkur öll til nýrra átaka og nýrra sigra. Ég óska þjóöinni árs og friöar. Benedikt Gröndal Friðaða svæðið á Papagrunni og Lónsdjúpi opnað Nú nýverið var ofangreint veiðisvæði kannað undir eftirliti Hafrannsóknastofnunarinnar. 1 ljós kom að fiskur á svæðinu var allur mjög stór, afli var misjafn, en góður sums staðar á svæöinu. Með tilliti til þessara niðurstaða lagði Hafrannsóknastofnunin til að veiðisvæöi þetta yrði opnað og hefur sjávarútvegsráöuneytiö gefið út reglugerö þar að lútandi I dag. Verða þvl togveíðar heimilar aftur á þessu svæöi frá og með fimmtudeginum 28. desember n.k. Sj ávarút vegsráðun ey tiö, 27. desember 1978. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði óskar viðskiptavinum og starfsfólki sínu farsæls komandi árs. Þakkar viðskiptin á liðna árinu. Gleöilegt nýár, þökkum viðskiptin á liðna árinu. ístak, iþróttamiöst. Laugardal Gleöilegt nýár, þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ferðafélag islands öldugötu 3 Vonogvissa Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SÍBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slikar > vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að Iiði. Happdrætti SÍBS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.