Alþýðublaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.01.1979, Blaðsíða 1
alþýðu IH hT'JT' Fimmtudagur 11. janúar 1979 7. tbl. 60. árg. : 'M þau hrunið fyrirvarflaust? Möstrin á Vatnsendahæð orðin svo tærð að burðarþol þeirra hefur rýmað um 20% 11 vindstig geta riðið þeim að fullu Neytendasamtökin unnu málið næstum 100% AÐALKRAFA NESCO H.F. EKKI TEKIN TIL GREINA Tvö orð „lævís brella” — kostaði Neytendasamtökin 90.000 kr. Vegna þeirrar um- ræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um neytendamál að undan- förnu og þá sérstaklega þátt Neytendasamtak- anna i þeim vakti það forvitni Alþýðublaðsins að vita hvemig dómur í hinu svokallaða Nesco- máli hefði fallið. Eins og menn muna auglýsti Nesco h.f. haustiö 1977 Grundig sjónvarpstæki til sölu og vitnuöu I auglýsingunni i mikla könnun sem neytendablaöiö Test geröi. En samkvæmt þeirri könnun átti Grundig sjónvarpiö aö vera meö bestu fáanlegum litsjónvarps- tækjum á markaönum. Þessu mótmæltu Neytendasamtökin og sögöu iyfirlýsingu sem þau sendu frá sér aö i þessari Nesco — aug-' lýsingu væri fariö mjög svo f!frjálslega meö staöreyndir og vöruöu Neytendasamtökin al- menning gegn henni. Fór Nesco- fyrirtækiö þá i mál viö Neytenda- samtökin og kraföist þess aö um- mæli Neytendasamtakanna yröu dæmd dauö og ómerk. Núhefur dómur falliö i málinu og haföi Alþýöublaöiö samband við Reyni Armannsson formann Neytendasamtakanna og innti hann eftir þvi hvernig málalok hefðu oröiö. Sagöi Reynir aö aöalkrafa Nesco h.f. hefði ekki veriö tekin til greina á þeirri forsendu aö fréttatilkynningin frá Neytenda- samtökunum heföi veriöá rökum reist og þvi rétt. Aðlokum sagöi Reynir aö hann fyrir sitt leyti væri ánægöur meö dómsniöurstööurnar þó svo aö oröin „Lævis brella” hafi kostaö Neytendasamtökin 90.000 krónur. —G. Að öllu jöfnu litum við á útvarpið sem miðil, sem f lytur okkur fréttir og 'efni til skemmtunar og fróðleiks. Dagsdaglega hlusta allir á útvarp að meira eða minna leyti. En útvarpið er meira en skemmti- og fróðleiks- miðill. Það má segja, að sem betur fer heyrí það til undantekninga að útvarpið þurfi að vera sá hornsteinn upplýsingamiðlunar, sem það er í stórslysa- og náttúrhamfaratilfellum. En þegar slíkir atburðir gerast, er hlutverk út- varpsins ómetanlegt og erfitt að benda á eitthvað sem í stað þess gæti komið. Það er þvi öryggisatriði að minnka þann möguleika eins og kostur er, að út- sendingar þess stöðvist. Ábyrgðin er stórnvalda, sem skammta fjármagnið sem þarf til uppbyggingar og endurnýjunar. Einn af mikilvægari hlekkjun- um i útsendingarkeðju útvarps- ins, er útvarpsstööin á Vatns- endahæð. Þau möstur sem þar standa sjá um langbylgjuútsend- ingar útvarpsins. Möstrin á Vatnsenda eru oröin fimmtiu ára gömul, og þegar þau voru reist voru geröar mun minni styrkleikakröfur til slikra mannvirkja en nú er gert. T.d. eru þau meö öllu ógalvanihúöuö, sem nú er krafist af öllum álika mannvirkjum úr járni, til varnar tæringu og ryöi. Styrkur mastranna á Vatnsenda nýbyggðra, var aöeins tveir þriöju af þeim styrkleikakröfum sem geröar eru i dag. 1 samtali viö Harald Sigurösson yfirverkfræöing hjá Pósti og sima kom fram, að s.l. sumar var gerö úttekt á ásigkomulagi loft- netsmastranna á Vatnsendahæö. Sagöi Haraldur aö útkoma þeirr- ar úttektar hafi veriö mjög ugg- vænleg, og raunar gætu þau falliö hvenær sem er þar sem úttekt mastranna leiddi i ljós, aö þegar vindhraöi væri kominn upp I 11 stig, væri mjög mikil hætta á þvi aö þau hryndu. Haraldur sagöi að þó aö styrkleiki mastranna nýrra heföi veriö mikið minni en nú er krafist, þýddi þaö ekki aö um léleg möstur hafi verið aö ræöa. Meö aukinni tækniþekkingu heföi hinsvegar oröiö ljóst, aö álag á Framhald á bls. 2 Gera neytendasamtökin innrás á Keflavíkurflugvöll? Alþýðublaðið fregnaði i gær að Neytendasam- tökin hygðust gera inn- rás á Keflavikurflug- völl. Komið hefði neyð- arkall frá starfsmönn- um á Keflavikurflug- velli um að samtökin kæmu og kynntu starf- semi sina. Vegna þessa haföi Alþýöublaöiö samband viö Reyni Armannsson formann Neytendasamtakanna og innti hann álits á þessari lausafrétt. Sagöi Reynir aö þetta ætti viö rök aö styöjast, þvi þaö heföi komið ósk um þaö aö Neyt- endasamtökin kynntu starfsemi slna fyrir islenska starfsmenn Aöalverktaka og aðra þá fslenska starfsmenn sem þar vinna og þurfa jafnvel aö dvelja sólar- hringum saman. Má þvi búast viö þvi á næstu dögum, aö bandariski herinn vig- búi sig fyrir innrásina nema þeir bjóöi þá velkomna likt og hinir is- lensku starfsmenn flugvallarins hafa gert. — G Þegar ærleg barátta bögglast fyrir brjósti hinna „ráðsettu" Hvað hefur Alþýðu- flokkurinn gert? Andstæðingar Alþýðuflokksins i stjórnmálum hafa haft um það mörg og stór orð hve þingmenn Alþýðuflokksins hafi „hagað sér illa” á þingi. Þeir hafi verið eins og götustrákar, séu bæði óalandi og ó- ferjandi. Ástæðurnar fyrir þessum ummæl- um' eru margar og margvislegar. Þingmenn Alþýöuflokksins tóku mjög virkan þátt I öllum umræöum um efnahagsmál á þingi fyrir áramót. Þeir lögöu fram fjölda frumvarpa til laga og þingsályktunartillögur, sem vöktu verulega athygli. Og þaö er einmitt þessi athugli, sem hefur bögglasi fyrir brjósti sumra þingmanna annarra flokka. En rauði þráöurinn i öllu starfi þingmanna Alþýöuflokks- ins hefur veriö baráttan gegn veröbólgunni, gegn misréttinu i þjóöfélaginu, gegn stefnuleysi i efnahagsmálum, gegn skamm- timarábstöfunum og gegn hinu gamla og gróna flokksræöi. Þaö er ekki að undra þótt eldri og „ráðsettari,, þingmönnum þyki nóg um. Þeir eru vanastir þvi, að flestu sé fórnað fyrir ráöherrastóla, þingsæti og aör- ar valdastööur, sem stjórnar- snmstarfi fylgja. Þeir eru hins vegar óvanir þvi, að þingmenn séu tilbúnir aö fórna þessu öllu fyrir skynsamlega þjóömála- stefnu, vitræna stefnu i efna- hagsmálum. Og þaö er einmitt þarna, sem greinir á milli þing- manna Alþýöuflokksins og flestra andstæöinga þeirra á þingi. En þingmenn þurfa hvorki aö vera fullorönir né „ráösettir” til aö láta baráttu þingmanna Alþýöuflokksins valda sér hugarangri. 1 stuttri grein I Morgunblaöinu nú i vikunni tek- ur Ellert B. Schram undir meö þjáningarbræörum sinum i Alþýöubandalaginu og Fram- sóknarflokknum. Þar ræöir hann um óróleikann i Alþýöu- flokknum og tiltekur sérstak- lega, að forsætisráöherra hafi orðiö að biöja þingiö afsökunar á framkomu stuöningsmanna rikisstjórnarinnar. Meö fullri viröingu fyrir for- sætisráöherra heföi verið eðli- legra, aö hann heföi beöist af- sökunar á viljaleysi sumra stjórnarþingmanna til aö takast á viö veröbólguvan.dann. Hann hefur fulla heimild til aö afsaka sig og sina flokksmenn, en Alþýöuflokksmenn geta sjálfir beðist afsökunar, ef þeim þykir ástæða til. Og hvaö er þaö, sem Alþýöu- flokkurinn hefur gert, sem veld- ur allri þessari hneykslan.Þaö, sem andstæöingar hans kalla ó- róa, er staðföst og einbeitt bar- átta fyrir nýrri stefnumótun i efnahagsmálum. Alþýðuflokk- urinn hét þvi fyrir kosningar, aö hann skyldi taka þessi mál föst- um tökum. Við þaö hefur hann staöiö. Þaö er svo önnur saga hve miklu af áhugamálum sin- um flokkurinn kemur i fram- kvæmd i rlkisstjórn þriggja flokka, þar sem afstaöa sam- starfsflokkanna til Alþýöu- flokksins hefur aö verulegu leyti mótast af öfund og reiöi vegna úrslita siöustu kosninga. Hlutverk Sjálfstæöisflokksins I stjórnarandstööu hefur ekki verið til aö hrópa húrra fyrir. Sjálfstæöismenn tala um óein- ingu innan rikisstjórnarinnar, en þar komast stjórnarflokk- arnir ekki með tærnar, þar sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefurhælana. Liklega er enginn þingflokkur á Alþingi jafn sundurlyndur og ósamstæöur og þingflokkur Sjálfstæöisflokks- ins. Þaö er einmitt sú staö- Ámi Gunnarsson skrifar reynd, sem stjórnar skrifum ungra þingmanna eins og Ell- erts B. Schram. Hann vildi gjarnan aö Sjálfstæöisflokkur- inn væri jafn kappsfullur og samstæður og þingflokkur Alþýöuflokksins er i baráttunni gegn veröbólgunni. „Sumir” Framsóknar- menn. Ef undirritaður ætti aö svara þvi hvaö einkennt heföi störf Alþingis fram að þessu, yröi svarið einfalt: Þaö eru látlaus- ar, barnalegar og vægast sagt heimskulegar árásir „sumra” Framsóknarmanna á Alþýöu- flokkinn. Þar hafa þrir þing- menn veriö fremstir I flokki. 1 umræöum um nærfellt hvert einasta mál á þingi, hafa þeir notað tækifæriö til aö tala niör- andi um hina yngri þingmenn Alþýöuflokksins og þátttöku þeirra I þingstörfunum. Um- mæli þeirra hafa oft á tiöum veriö lítt vitræn og ekki igrund- uö. Þaðer vafalitiö, aöhinn virti þingmaöur Framsóknarfloks- ins, Vilhjálmur Hjálmarsson, talaöi ekki siður til þessara flokksbræöra sinna á þingi, þeg- ar hann gagnrýndi störfin á þinginu skömmu fyrir jólaleyfi. Þaö er ljóst, aö þessir fyrr- nefndu þingmenn Framsóknar- flokksins hafa ekki þá pólitisku vizku til að bera, aö þeir sjái hvert þeir veröa aö beina spjót- um sinum, ef ætlun þeirra er aö ná Framsóknarflokknum upp úr þeim öldudal, sem hann er nú i. Þaö hefur ekki hvarflað aö þeim I þingræöum aö gagnrýna t.d. hin glórulausu yfirboö Alþýöu- bandalagsins i landbúnaðar- málum. En það var einmitt Alþýöubandalagiö, sem hirti mestan hlutann af fylgistapi Framsóknar i siöustu kosning- um. A þau mið veröa Fram- sóknarmenn aö róa fyrir næstu kosningar, ef þeir ætla aö endurheimta fylgi sitt. Þeir fá þaö ekki frá Alþýöuflokknum. Stöðugar árásir „sumra” Framsóknarmanna á Alþýöu- flokkinn gerir þaö eitt aö sanna kjósendum aö Alþýöuflokkurinn hefur haft talsvert til sins máls, þegar hann gagnrýndi Fram- sókn fyrir kosningar. Þessir „sumir” eru þvi beint og óbeint aö vinna Framsóknarflokknum verulegt tjón meö málflutningi sinum. „Sumir” þingmenn Fram- sóknar ættu nú fremur aö eyöa bleki sinu og oröagnótt á fram- komu Alþýðubandalagsins og Lúöviks Jósepssonar, þegar fjallaö var uin frumvarpiö um Framleiösluráö og fóöurbætis- skatt. Þá kom fram i máli land- búnaðarráöherra, aö þingflokk- ur Alþýðubandalagsins heföi heitiö þvi aö styöja þetta st jórnarf rum v arp. En þegar Lúövik fjallaöi um Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.