Alþýðublaðið - 13.01.1979, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.01.1979, Qupperneq 4
4 Laugardagur 13. janúar 1979. i alþýöu- blaðió tltgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgóarmabur: Arni Gunnarsson. Absetur ritstjórnár. er I Sfbumúla 11, simi 81866. Prentun: Blabaprent h.f. Askriftaverb 2200 krónur á mánubi og 110 krónur i lausasölu. Árásir verðbólguflokkanna á Alþýðufiokkinn Allan þennan áratug hefur stjórn efnahagsmála á íslandi í meginatriðum verið röng. Peningastefnan hefur verið röng, og vandi ríkisins leystur með því að prenta meira seðlamagn. Vaxtastefnan hefur verið röng, sem leitt hefur til þess að sparif járeigendur hafa tapað, en verðbólgubraskarar grætt. Einstaklingar og ríkisvaldið hafa f járfest ranglega, sem auðvitað er bein af leiðing rangrar vaxtastefnu. Ríkisvaldið hef ur gengið áundan með vitlausar f járfestingar. Þarer Kröfluvirkj- un í senn vitlausasta og sorglegasta dæmið. Árangur þessarar óstjórnar blasir hvarvetna við. Fimmtíu prósent verðbólga, með allri þeirri efnahags- legu og siðferðilegu brenglun, sem slíku ástandi fylgir. Upplausn í stjórnkerfi, sem sliku ástandi fylgir ævin- lega. Misskipting eigna og tekna, sem einnig fylgir ævin- legaóðri verðbólguPeningalaun hækka, en kaupmáttur launastenduristaðeða jafnvel versnar. Atvinnuvegirnir sigla í strand á nokkurra mánaða fresti. Allt eru þetta staðreyndir sem lýðum eru Ijósar. Verð- bólguflokkarnir þrír, Sjálfstæðisflokkur Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur, hafa stjórnað landinu til skiptis f rá því snemma á þessum áratug og þangað til í haust. AAeðferð efnahagsmála á þessum áratugi á eftir að vera víti til þess að varast um langa framtíð. AlþfI. gagnrýnándi þéssarar hagspeki, vann hins vegar kosn- ingasigur síðast liðið sumar, og tekur nú þátt í lands- stjórninni í framhaldi af því. Alþýðuf lokkurinn berst fyrir skoðunum sfnum, þótt viðurkenna beri, að skilning- ur verðbólguflokkanna þriggja sé hryggilega litill. Enn j hefur ekki náðst viðunandi árangur til upprætingar þessu ástandi, hvað sem síðar verður. Alþýðuf lokkurinn hef ur kynnt ítarlega skoðanir sínar í efnahagsmálum, meðal annars í Frumvarpi til laga um Jafnvægisstefnu í efnahagsmálum og samræmdar að- gerðir gegn verðbólgu, sem er tveggja ára áætlun til endurreisnar islenzku efnahagslifi. Þjóðin þekkir þá stjórnmálabaráttu, sem háð var í desembermánuði, og stendur enn. Viðbrögð verðbólguflokkanna þriggja hafa verið dæmalaus. Sjálfstæðisflokkurinn og AAorgunblaðið hafa hamazt gegn Alþýðuflokknum í allt sumar og í vetur. Annað hefur vart komist að, hvorki á síðum AAorgun- blaðsins eða í þingræðum þingmanna Sjálfstæðisf lokks- ins. Það er út af fyrir sig skiljanlegt, þar sem svo á að heita að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórnarandstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að minnsta kosti haft uppi tilburði til slíks, en virðist hins vegar kominn að fótum fram, enda tilburðirnir eftir því. Forkostulegri eru viðbrögð verðbólguflokkanna tveggja sem taka þátt í landsstjórninni ásamt með Alþýðuflokknum. Þingmenn Framsóknarflokksins skrifa hverja langlokuna á fætur annarri þar sem þing- menn Alþýðuf lokksins eru kallaðir snyrtilegum orðum eins og óaldarlýður. Og þingmenn Alþýðubandalagsins, eða minnsta kosti sá þeirra, sem þó er með nokkru lífs- marki, Olafur Ragnar Grímsson, ritar hverja þrumu- greinina af fætur annarri í Þjóðviljann, þar sem fram kemur að einn óvin á hann stærstan: Alþýðuf lokkinn. Og hvers végna skyldu verðbólguflokkarnir viðhafa þennantaugatitring?Alþýðuflokkurinn hefur haft um það forustu, einn stjórnmálaf lokka, að uppskurður verði gerður á verðbólgusamfélaginu. Aldrei verður hjá því komizt að það skerði hagsmuni einhverra. Það mun fyrst og síðast skerða hagsmuni þeirra af la, sem í skjóli póli- tískrar aðstöðu hafa komizt yfir verðbólgugróða og út- deila honum, samfélaginu öllu til langvarandi tjóns. Um þetta hafa verið og eru átök í íslenzkum stjórnmálurr Til þessa hafa augljós vatnaskil legið milli Alþýðu- flokksins annars vegar og verðbólguflokkanna þriggja hins vegar. Næstu vikur munu skera úr um að, hvort varanlegur árangur næst við úrlausn þessarra verkef na. Tillögur Alþýðuf lokksins eru þekktar. Endanleg afstaða annarra liggur enn ekki fyrir. Máttarstólpar þjóðfélagsins Forlátið mér að setj- ast fyrst nú, til að þakka góðar stundir i Þjóðleikhúsinu um jól- in, og nýtt ár byrjað að telja dagana til næstu áramóta. Það sló til min flensa og hitti! Þaö er nú 150 ára afmæli Ibsen og þessvegna þessi sýning á Máttarstólpum þjóðfélagsins, leikritinu sem Ibsen var lengi aö skrifa og umskrifa, tvö ár sam- felld i önnum og þvi lokið 1877 meö oröum ungfrú Hessel um sannleikann og frelsiö,- máttar- stólpa þjóöfélagsins. Djúpt verk I hugsun er klárt þó, persónur vel teiknaðar f þeim lygavef sem þær eru fastar i, einkum aöalpersónan, Karsten Bernick, sem er aö ólmast viö aö fela syndir sinar og vernda álit sitt á kostnaö annars manns. Leikrit- iö fjallar lika mikiö um kven- réttindamál og svo um „lik- kisturnar fljótandi”, þegar sjó- menn voru sendir á haf út á hriplekum fúaskipum. Fram- setning þessa efnis og úr- vinnsla, átti eftir aö hafa mikil áhrif á leikritun almennt. Auövitað tóku Norömenn leik- ritinu heldur fálega. A sinum tima þýddi Arni Guönason verkiö fyrir útvarp og var þaö nokkuö stytt. Nú hefur Jónas Kristjánsson þýtt þá kafla verksins sem ekki voru meö i útvarpsgeröinni. Leikmynd og búninga geröi Snorri Sveinn Friöriksson, glæsilega. Leikurinn gerist i taröstofu i húsi Bernicks onsúls og leikmynd sönn eins og geröist I norskum húsum, stór stofa og gengiö út á „ver- önd” og svo áfram út I garöinn, sem mikiö er notaöur af fólki, einkum á sumrin. Baldvin Halldórsson er leik- stjóri, en hann sviösetti einnig Þjóöniðing Ibsens fyrir þremur Ur leikhúsinu árum. Máttarstólpar þjóö- félagsins er áttunda verk Ibsens sem Þjóðleikhúsiö tekur til sýningar. Nú er þaö min skoöun aö ann- ar dagur jóla sé frekar vondur dagur til frumsýninga. Hann er dagur erils og mannfunda i heimahúsum, og er ekki rétt, aö æfingar á jólaleikritinu fari i stans i tvo daga eöa meir kannski, og þegar svo frumsýnt er, gæti nokkuö þreytu eöa ryö hefur fallið á texta? Ég var ekki allskostar ánægður meö heildarmyndina, mér þótti leik- ur Erlings Gislasonar i aöal- hlutverkinu, Bernicks konsúls, einkennilega óöruggur, og stundum mátti ég hafa mig nokkuö viö aö missa ekki orö og orö frá honum niöur i skilnings- leysi, þegar of hratt var talaö. Enginn vafi er á aö Erlingur er glæsilegur leikari og ég oft lýst þeirri skoöun minni, og oft voru leifturkaflar góöir i leik hans sem lifa i minni, frekar en þeir kaflar þar sém mér þótti vanta festu og sannfæringu. Ég vona að þaö sem miöur fór að minu mati, sé nú horfið þegar sýningar eru byrjaöar og frum- sýning horfin fyrir horn. Ibsen er strangur leikritafaöir og i' þessu verki sviptir hann blæju af smáborgarahætti, hræsni og tvöföldu siðgæði góð- borgaranna, enda haföi Ibsen búiö I smábæ á stærö viö Húsa- vik og siöar ienn smærribæmeö 500 ibúum. Ibsen skrifaöf um samtimann, nöfn og » tburöir og raunverulegar kringumstæöur, skjóta hvaö eftir annaö upp kollinum I leikritum hans. En þótt hann væri aö skrifa um samtimann, uröu verk hans listaverk sem skirskota til hins almenna á öörum staö og öörum tima. Engin leið er aö tiunda alla leikara og auövitaö má alltaf deila um hvort rétt sé valiö I hlutverkin, en þegar ég renni i huga nöfnum leikara, koma mér I hug, auk Erlings, Margrét Guðmundsdóttir sem leikur konu konáulsins, Hákon Waage, bróöir hennar, Gunnar Eyjólfsson sem Tönnesen, frændi konsúlsfrúarinnar, gott hlutverk og vel I stil fært, Ævar Kvaran sem ágætur kaupmaö- ur, Stefán ungi Jónsson sem stóð sig vel I hlutverki sonar konsúlshjónanna, Guörún Þ. Stephensen sem Lóna Hessel og fylgdi henni hressandi andblær nýs tima, Guörún Þórðardóttir, nýliði á sviöi Þjóöleikhússins, glæsilega ung leikkona semveröur gaman aö fylgjast meö, og miklu mest Briet Héöinsdóttir sem lék afbragös- vel systur konsúlsins, hógværö og fegurö einkenndi allan leik hennar. Bjarni Steingrimsson barðist hetjulega viö þraut- leiöinlegan kennara og fleiri og fleiri mætti svo sem nefna, en hér voru úrvals leikarar hússins I hlutverkum litlum, sumum án oröa, og þótti mér fara vel á þvi í tilefni af Barnaárinu W§MlM Til að vernda heilsu barnsins, verða allir að hafa aðgang að: — árlegri heilsuskoð- un, sem meðal annars nær til sjón*og heyrnar- skoðunar og þess hátt- ar. — ilæknishjálp ef slys eða óhapp ber að höndum. — reglulegri tannskoðum. Hlýlegum sjúkrahús- um, sem sniðin eru sér- staklega við hæfi bama, og þar sem að- standendur barnanna geta verið hjá þeim. — aðstöðu fyrir börn með sérþarfir til að njóta lengri eða skemmri dvalar á stofnunum með hæfi- lega stórum hópi ann- arra barna. — Þessar stofnanir eiga að vera i grennd við heimili barnanna. — þegar ný byggðar- hverfi eru skipulögð og reist, verður að taka tillit til barna með sér- þarfir, þannig að þau geti sem mest farið Oryggið fyrir öll börn ferða sinna i fullkomnu öryggi. Samfélagið ber alveg sérstaka ábyrgð á börnum, sem eru for- eldra laus eða vanrækt af foreldrum sinum. Þeim verður að sjá fyrir: — nægum fjölda að- laðandi litilla heimila með traustu starfsfólki af báðum kynjum. — fósturheimilum undir eftirliti sérhæfðs starfsliðs fullorðinna, sem séu nægilega vel launað fyrir vanda- samt starf. — skipulegri ættleið- ingu undir eftirliti. öllum börnum verð- ur samfélagið að sýna ábyrgð sina með þvi: — að borga út barna- bætur, til að tryggja börnum gott fæði, fatn- að, leik- og iþróttaút- búnað. (Sjá lög nr. 11/1975,9 gr. C, um barnabætur) — að einstæðu for- eldri verði gefinn kost- ur að velja milli þess að hafa barn sitt á dag- vistunarstofnun, eða vera heima og annast það sjálft. Barnið í þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar VG

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.