Alþýðublaðið - 13.01.1979, Side 6

Alþýðublaðið - 13.01.1979, Side 6
6 Laugardagur 13. janúar 1979. SUNNUDAGSLEIÐARI Ábyrgðarlaus hróp Alþýðu- bandalagsins Fiskveiðisamningar (slendinga og Færeyinga hafa orðið Þjóðviljanum og einstökum þingmönnum Al- þýðubandalagsins tilefni heiftarlegra árása á utan- rfkis- og sjávarútvegsráðherra. f afstöðu nokkurra þingmanna Alþýðubandalagsins/ sem rekið hafa upp móðursýkislegt væl, birtist hið þjóðkunna ábyrgðar- leysi Alþýðubandalagsins og sú tækifærissinnaða af- staða, sem tekin er til mála almennt. Fyrirhugaðir samningafundir með Færeyingum voru ræddir í ríkisstjórninni, en þar var ekki gerð at- hugasemd af hálfu ráðherra Alþýðubandalagsins. Síðan var f jallað um málið í utanrfkismálanefnd, þar sem meðal annars kom í Ijós, að annar fulltrúi Al- þýðubandalagsins, Gils Guðmundsson, var hlynntur samningagerð. Þingflokkur Alþýðubandalagsins hafði nægan tíma til að f jalla um málið og taka af- stöðu til þess, en hann gerði það ekki. öllum var Ijóst, að fyrirhugaðir samningar við Fær- eyinga var viðkvæmt mál. Skiptar skoðanir voru í öll- um þingflokkum um það hvort semja bæri eða ekki. Rikisstjórnin stóð frammi fyrir því, að gera Færey- inga afturreka og neita þeim alfarið um heimildir til loðnuveiða. Þá hefði fyrri samningur gilt, m.a. um bolfiskafla og það fyrirkomulag eftirlits, sem reynst hefur ófullnægjandi. A hinn bóginn gat ríkisstjórnin samið um samdrátt í veiðunum, aukið ef tirlit og endurskoðun samninga að sex mánuðum liðnum. Þessi leið var farin. Auðvitað munu menn deila um þessa samninga og sýnist sitt hverjum. En Alþýðubandalagið kaus að segja ekkert fyrr en ákvörðun hafði verið tekin. Flokkurinn vildi ekki bera ábyrgðá hvorn veginn, sem málið hefði far- ið. Þetta er lítilmótleg afstaða og ódrengileg. Þess má fastlega vænta, að þingmenn Alþýðubandalagsins hefðu hrópað jaf nhátt og þeir gera nú, ef öllum samn- ingum hefði verið hafnað. Hrópin fara eftir pólitísk- um nótum en ekki ábyrgri afstöðu. Samningarnir voru gerðir í f ullri samstöðu við ráð- herra Framsóknarf lokksins og forsætisráðherra fylgdist með gangi mála á öllum stigum þess. Það hefði því mátt ætla, að ráðherrum Alþýðubandalags- ins hefði verið í lófa lagið að gera athugasemdir áður en samningar voru undirritaðir. En Alþýðubandalagið kaus að þegja þar til allt var frágengið. En nú er rétt, að Alþýðubandalagið svari þeirri spurningu hvað gerst hefði, ef engir samningar hef ðu verið gerðir við Færeyinga, og núgildandi samningum sagt upp. Flokkurinn myndi væntanlega sjá til þess að koma sjávaraf urðum á markað Ef nahagsbandalags- ríkjanna eftir að bandalagið hefði skorist í leikinn. Al- þýðubandalagið myndi væntanlega verja þá afstöðu Islendinga að semja ekki við minnstu f rændþjóð okk- ar, sem verður að sækja verulegan hluta af afla- magni sínu í langhelgi annarra ríkja vegna þess að landhelgi þeirr&nægir þeim hvergi nærri. Hvar er allt talið um norræna samvinnu, alþjóðahyggju og fleira af því taginu? — Alþýðubandalagið verður að gera nokkurn greinarmun á Færeyingum og stórþjóðum, sem Islendingar hafa átt í stríði við. Þetta viðkvæma mál, samninga við Færeyinga, varð að leysa og það varð hlutverk ráðherra Alþýðu- flokksins að gera það. Þeir skutu sér ekki undan á- byrgðinni, náðu fram samningum um stórminnkað aflamagn, aukið eftirlit með veiðum Færeyinga og endurskoðun á samningum eftir sex mánuði. Islend- ingar eiga eftir að gera samninga við aðrar þjóðir vegna landhelgismála. Þar eru ekki síður hagsmunir Islendinga í húfi en annarra. — Ef Islendingar hefðu sent Færeyinga heim, án samninga, hefðu samningar f rá 1976 áfram verið í gildi, ekki dregið úr þorskveið- um þeirra hér við land og ekki hægt að beita auknu eftirliti. En hvenær skyldi Alþýðubandalagið verða á- byrgur stjórnmálaflokkur? Ályktun Verslunarráðs Islands um iðnaðarmál:_ Virðisaukaskattur og raunhæf geng isskráning alger forsenda fyrir bættum hag íslensks iðnaðar x Friverzlun er sam- eiginlegt hagsmunamál fólksins og fyrirtækj- anna i landinu. Sú við- skiptastefna hefur fært okkur framfarir, frjáls- ræði og batnandi lifs- ■kjör. Þessa stefnu verBum viB tslendingar aö verja meö öllum okkar mætti innanlands og á erlendum vettvangi. t þeirri bar- áttu veröum viö aö beita ákvæö- um i okkar viöskiptasamningum tilaökoma I veg fyrir viöskipta- höft og styrktaraögeröir erlendis, og beita undirborös- og jöfnunar- tollum, þegar innflutningur er- lendra vara er innlendri fram- leiöslu til skaöa vegna órétt- mætra samkeppnisaöstæöna. Frjáls utanrikisviöskipti eru for- senda ve lmegunar h érlendis o g á Vesturlöndum. Haftastefnan get- ur hins vegar stórskaöaö okkar utanrikisviöskipti, sem helm- ingur þjóöarteknanna byggist á ogfært okkur léleg llfskjör og at- vinnuleysi. Þaö má aldrei veröa. Aö undanförnu hafa komiö fram eöa veriö samþykktar ýms- ar tillögur um frávik frá þvi fri- verzlunartakmarki, sem viö höf- um stefnt aö. Verzlunarráöiö vill eindregiö vara viö þessum tillög- um þvi aö þær beina okkur frá þeirri friverzlun, sem er landinu farsælust, án þess aö leysa vanda islenzks iönaöar: Fyrir jól samþykkti Alþingi aö afla 1150 m. króna meö hækkun sérstaks vörugjalds úr 16% i 18%. Þessi hækkun kemur islenzkum iönaöi ekki á nokkurn hátt til góöa, enda eru hér einungis auknar á- lögur á annan innflutning en EFTA-EBE vörur i staö tollalækkana, sem uröu um áramótin. Frá inngöngu Islands I EFTA hafa álögur á þennan innflutning aukizt svo mjög, að álögur á inn- fluttar vörur I heild eru nú hlutfallslega jafnháar og var 1970, þrátt fyrir tollalækkan- ir á EFTA-EBE vörum. í sibustu viku ákvaö rikis- stjórnin 35% innborgunar- skyldu til þriggja mánaöa á húsgögn og innréttingar. Jafnframt er i athugun aö leggja sérstakt gjald á inn- flutt sælgæti, kex og brauö- vörur og fresta tollalækkun- um á fatnaði og skóm frá löndum utan EFTA OG EBE. Veröi þessi leið farin eru lifs- kjör þjóöarinnar skert, en vandanum viöhaldiö meö úr- eltu haftakerfi. Til þess aö bæta samkeppnisaöstööu þessara greina væri æski- legra aö fella niður hráefnis- tolla og heimila framleiðend- um aö kaupa hráefni á heimsmarkaðsverði. 1 kjöl- far þess ætti svo aö gefa inn- flutning á sælgæti og brauö- vörum frjálsan eins og viö erum skuldbundnir til I EFTA samningnum, en inn- flutningur á sælgæti átti aö ■^eröa frjáls i ársbyrjun 1975. Nú hafa rikjandi höft á inn- flutningi þessara vara, aö þvi er viröist, leitt til sams konar spillingar og okkur Islendingum er aö illu kunn frá haftaárunum. Loks stendur til aö kanna for- sendur þess aö tvöfalda þaö 3% jöfnunargjald, sem nú er lagt á vissar innfluttar vör- ur, i 6,6%. Verzlunarráðiö telur, að slikar aögeröir séu ekki til þess fallnar aö leysa vanda innlends iönaöar. Þess I staö ber aö taka upp virðis- aukaskatt og framfylgja raunhæfri gengisskráningu. skoöunar, aö sú skerta sam- keppnisaöstaða, sem islenzkur iönaöur býr viö gagnvart erlend- um framleiöendum, veröi bezt leiðrétt meö almennri iönaöar- stefnu og varanlegum iönþró- unaraögeröum. Raunhæf gengis- skráning er eitt helzta hagsmuna- mál iönaöarins og sameiginlegt hagsmunamál atvinnuveganna. Afnám innflutningsgjalda og til- svarandi breyting á gengisskrán- ingu, sem byggist á frjálsum gjaldeyrisviðskiptum og upptöku auölindaskatts, sem rynni I rikis- sjóö, er sú atvinnustefna, sem all- ir atvinnuvegir geta sameinazt um. Slik nýskipan myndi gjör- breyta mati á hagkvæmni inn- lendrar framleiöslu og beina at- vinnustarfseminni i þá farvegi, sem skila landsmönnnum batn- andi lifskjörum. 1 nýrri atvinnnu- stefnu þarf loks aö felast upptaka viröisaukaskatts i staö sölu- skatts, afnám verðmyndunar- hafta og jafnræöi milli atvinnu- vega i skatta- og lánamálum. Verzlunarráöiö vill loks benda á, aö hækkun vörugjalds og jöfn- unargjalds eykur á þá skaövæn- leguveröbólgu, sem geisar i land- inu. Má áætla, aö veröbólgan yrði 2% hærri i ár, ef þessar álögur veröa allar aö veruleika. Ef efna- hagslifiö þolir, aö verðbólgan aukist, hljóta þaö aö vera hags- munir islenzks iðnaöar og alls annars atvinnulifs I landinu, aö sli'kt verði vegna almennrar gengisbreytingar og jafnaöra rekstrarskilyröa sjávarútvegs og iönaöar en ekki meö upptöku nýrra verndartolla. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa auglýsa laust til umsóknar starf skrif- stofustjóra I að svæðisskrifstofu Raf- magnsveitnanna á Egilsstöðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist rafveitustjóra á Egilsstöðum eða starfsmannastjóra i Reykjavik. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116. Námsflokkar Reykjavikur auglýsa Innritun er hafin Getum bætt við nemendum i eftirtalda flokka: Ensku, dönsku, islensku fyrir út- lendinga, norsku, sænsku, spænsku, itölsku, frönsku, þýðsku, leirmunagerð, leikfimi (i Fellahelli), postulinsmálningu, bótasaum, barnafatasaum i Breiðholti, o.fl. Kennslustaðir: Miðbæjarskóli (aðal- stöðvar), Laugalækjarskóli, Breiðholts- skóli, og Fellahellir. Kennslugjald fyrir 22. stunda flokka kr. 9.000,-, fyrir 33. stunda flokka kr. 13.500,- og fyrir 44 stunda flokka 18.000,- kr. Kennslugjald greiðist við innritun. Hafið samband við skrifstofu okkar i simum 14106, 12992 og 14862. Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar ~ ~ DAGVISTLN BARNA, FORNHAGA 8 StMI 27277 'V Staða forstððumanns við Dagheimilið Hagaborg er laus til umsóknar. Fósturmenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 29. janúar. Umsóknir sendist til skrifstofu Dag- vistunar, Fornhaga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. —ÁG Verzlunarráö Islands er þeirrar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.