Alþýðublaðið - 13.01.1979, Síða 7

Alþýðublaðið - 13.01.1979, Síða 7
7 335» Laugardagur 13. janúar 1979. I' viku- iokin Byggðastefna Eitt af þeim meiri- hátta pölitisku lausnar- orðum, sem dunið hafa i eyrum landsmanna undanfarin ár er orðið byggðaste^ha. Allir stjórnmálaflokkar hafa svarið og sárt við lagt, að byggðastefna væri eitt af þeirra hjartans málum. Vinstri stjórnin síð- asta telur byggða- stefnu sina, eina aðal skrautfjöðrina i hatti sinum og nefnir hana gjarnan fyrst, þegar fjallað er um lifsferil þeirrar stjórnar. Um byggðastefnu er eflaust ekki nema gott eitt að segja, og eftir- farandi skrif ber þvi að taka sem leikmanns- þanka, sem kunna að orsakast af vanþekk- ingu vegna ófullnægj- andi upplýsinga. A timum vinstristjórnarinnar fyrrivar skuttogurum dreift um landiö þvert og endilangt. At- vinnuli'f fór að blómstra viöast hvar, raunar ekki bara út á landi þvi þéttbýliö fékk góöan skerf af þessum flota. Þaö kom fljótt i ljós aö af- kastageta margra frystihúsa var i engu samræmi viö hin stórvirku veiðitæki, sem afla áttu hráefnis fyrir viökomandi frystihús. Mörg frystihúsanna voru smá og hentuðu ágætlega þeim bátaafla sem á land barst. En þegar togararnir fóru aö landa hverjum stórfarminum á fætur öðrum fór aö þrengja aö, og aöauki komu á þessum tima upp strangar kröfur um stór- bættan ú.tbúnaö frystihúsa, meö tilliti til meiri gæöakrafa og hreinlætiskröfur til frystihúsa innandyra sem utan uröu mjög strangar. Erlendir markaðir voru i stórhættu ef ekki yrði tek- iö til hendi. Þaö var vissulega gert, sumsstaöar var byggt nýtt, annarsstaöar byggt viö og eða endurbætt. Af allri þessari byltingu frétti landslýður i gegnum fjölmiöla, og flestir fylltust stolti yfir dug þjóðarinnar. Allir sem vetti'ing'i gátu valdið fengu sér skuttog- ara, jafnvel þótt skipið kæmist ekki inn I höfnina á viökomandi staö, nema þá helst í stór- straumsflóði og þá tómt. Þegar öll þessi mikla bylting er vel á veg komin fara aö ber- ast ýmis tiöindi, sem ekki falla allskostar vel inn i alla þessa uppbyggingarmynd. Alvarleg- ustu fréttirnar eru þær aö sá fiskur sem allir þessir togarar byggja sina afkomu á, er svo gott sem aö veröa búinn i sjón- um. Farið er aö gripa til afla- takmarkana, sem eru þó aö mati fiskifræöinga allsendis ó- fullnægjandi. Þær fréttir byrja að berast lika, aö útgeröar- grundvöllur sumra skipanna er fyrir bi, og sum þeirra jafnvel þannig úr garöi gerö frá fram- leiðanda, aö þaö jaörar viö aö viöhaldskostnaöur sé eigendum ofviöa. A einstaka stööum fer aö blasa viö, aö afkastageta skips og frystihúss nýtist ekki sem skyldi vegna fámennis á staön- um. Annarsstaöar getur af- kastagetan veriö meiri, og þá er beöiö um annan togara til aö veita fisk sem sagöur er aö veröa búinn. t öllum þessum hamagangi hafa þingmenn kjördæmanna haft nóg aö gera. Hæstvirtir kjósendur þeirra hafa bankað upp h já þeim ogsagt sinar farir ekki sléttar. Þá vantar tog- ara. Þá vantar fyrirgreiöslu tilaögeta gertútþá togara sem þeir eiga. Þingmenn eru aö eölisfari viömótsþýöir menn, og þeir lofa aö gera þaö sem þeir geta. Sumir efna loforö sitt, aör- ir ekki. Enn aörir þingmenn eru þátttakendur i vandamálinu, þar sem þeir eiga hlutdeild I viðkomandi skipum eöa fisk- vinnslufyrirtækjum. Siöan fyrir einhverja tilviljun, hafa opin- berar fyrirgreiðslur þeirra fyrirtækja gengiö slysalaust fyrir sig I kerfinu. Þagar skuttogarnir komu til sögunnar þurfti aö rýma sum- staöar til viö bryggjuna til þess aö þeir kæmust fyrir. Þá voru seldir þeir bátar sem tíltækir voru, og ekki höföu þvert rass- gat og skutrennu. Þeirra tlmi var liöinn, þaö þurfti pláss fyrir nútímann. Boginnvar spenntur til hins ýtrasta, allt stóö og féll meö skipunum meö þverrass- gatiö. Meö framansögöu er ekki átt viö aö láta heföi átt allt rdca á reiöanum i atvinnumálum landsbyggðarinnar. Hér er ein- ungis veriö aö leiöa hugann aö þvi, hvort skipulagningar og þjóöhagslegra langtimamark- miöa hafi veriö gætt sem skyldi. I smærri byggöalögum út á landi kemur strax upp töluvert atvinnuleysi ef togarinn á staönum bilar, eöa ef þeim sem skipiö reka dettur I hug aö láta þaö sigla erlendis meö aflann. t minnstu byggöalögunum setur mikill taprekstur dýrs togara sveitarfélagiö I slíka úlfa- kreppu, aö rikissjóöur er neydd- ur til aö hlaupa undir bagga, þvl fámenn sveitarfélög hcifa ekki bolmagn til aö standa undir sllkum taprekstri. Þaö er ekki laust viö aö sú. hugsun hvarfli stundum að manni aö byggöastefnan, sem vissulega er þarfur hlutur, hafi veriörekin af meira kappi held- ur en forsjá. Sú hugsun hafi kannskiveriö ofarlega I hugum ráöamanna, aö framkvæmda- hraöi yröi slíkur að hægt væri að hæla sér af verkunum sem fyrst. Liklega hefur byggbastefnan liöiö fyrir þaö þjóðarböl okkar íslendinga, aö okkur virðist gjörsamlega illmögulegt aö gera langtlmaáætlanir, san slö- an er unniö markvisst og öruggt aö. Þaö er fyrst þegar allt er komiðl óefni, aö rokið er upp til handa og fóta og öllu á þá aö bjarga í hvelli. Sllkt viröist hafa átt sér staö þegar byggöastefna vinstri stjórnarinnar fyrri fór af staö. Þá var atvinnulif lands- byggöarinnar I molum, og vissulega þurfti eitthvaö aö gera. En þaö er meö atvinnu- lega uppbyggingu eins og hor- mónaneyslu Iþróttamanna. Of- vöxtur hleypur í vissa hluta, en aörirrýrna þannig aö þaö skað- ar heildina. Jafnhliöa uppbygg- ingu sjávarútvegs heföi mátt gera aögeröir til annarar at- vinnulegrar uppbyggingar, sem þá ekki væru háöar þeim sveifl- um sem óhjákvæmilega fylgja útgerð hér á landi. Slfkt veitti minni plássum mikiö meira at- vinnuöryggi, þvi' óneitanlega er mikið lagt á eitt spil aö láta einn togara bera uppi aö meira eöa minna leyti atvinnullf I heilu byggðarlagi. Það er kominn tlmi tilaöviölltum á landiö sem einaheild, sem á sameiginlegra hagsmuna aö gæta. Kannski væri rétt að viö litum á okkur sem vanþróaöa þjóö, sem taka þurfi upp þróunaraögeröir á borö við þær sem Sameinuðu þjóöirnar standa fyrir viöa um heim. —L Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Jeppabifreið (Cherokee ’76 skemmd eftir veltu) og Pick-up bifreið. Ennfremur nokkrar ógangfærar bifreiðar þ.á.m. Pick-up með framhjóladrifi er verða sýndar að Grensásvegi9, þriðjudaginn 16. jan. kl. 12- 15. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl-17. SALA VARNARUÐSEIGNA i Rafveita Hafnarfjarðar Fjármálastjóri Starf f jármálastjóra hjá Rafveitu Hafnar- fjarðar er laust til umsóknar. Óskað er eftir að umsækjandi hafi viðskiptafræði- menntun eða góða starfsreynslu við bókhald. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðu- blöðum fyrir 19. janúar n.k. til rafveitu- stjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Starfsmenn ríkisstofnana lýsa stuðningi sýnum við BSRB Trúnaöarmannafundur SFR 11. jan. 1979 lýsir yfir stuöningi sln- um viö drög BSRB frá 5. jan. s.l. aö samkomulagi viö fjármála- ráöherra um efnisbreytingar á lögum um kjarasamninga opin- berra sterfsmanna. Fundurinn telur aö þaö veröi algjört skilyröi fyrir samþykki félagsmanna aö auk breytinga á lagaákvæöum um samningstlma- bil, liggi ljóst fyrir, áöur en geng- iö veröi til atkvæöa um breyting- ar á kjarasamningi, ákvæöi um réttarstööu allra félagsmanna BSRB. Þá leggur fundurinn rlka áherslu á breytingar á lögum um kjaradeilunefnd, er tryggi ótvl- ræðan verkfallsrétt BSRB. 1979 BILAR FRÁ CHRYSLER Hjá okkurfærð þú eitthvað mesta bílaúrval, sem völ erá hér á landi. Eftirtaldar gerðir Chryslér-bíla eru til afgreiðslu með stuttum fyrirvara: CHRYSLER Þetta er einn glæsilegasti bíll sem þú getur valið þér á nýju ári. Lebaron hefur vakið athygli fyrir glæsileika og iburð. Hér er bíllinn fyrir þá sem aðeins vilja það besta. OadgEj Aspen er einn vinsælasti fólksbill hér á landi, enda hefur hann margsannað kosti sina. Eigum til bæöi 2ja og 4ra dyra bíla, auk þess station. Bílarnir eru sjálfskiptir með vökvastýri og deluxe-búnaði. Vlymoutfi Plymouth Volaré á stóran aðdáendahóp á íslandi, enda bíllinn búinn frábærum kostum, sem auka ánægju ökumannsins, fyrir utan það aö hann, ásamt öðrum Chrysler-bílum skilar ætíð háu endursöluverði. Eigum til 2jaog 4ra dyra, auk þessstation-bílinn. Alltglæsilegir vagnar, með sjálfskiptingu og vökvastýri. CHRYSLER HORIZON l • Þetta er bíllinn sem valinn hefur verið bíll ársins 1978 í Evrópu og Ameríku, en það hefur aldrei skeð fyrr að sami bíllinn beri af beggja vegna Atlantshafsins á sama tíma. Þetta er fimm dyra, fimm manna, framhjóladrifinn fjölskyldubíll frá Chrysler France. Þrjár útgáfur til að velja úr. Hér er bíllinn sem'fjölskyldan hefur verið aö leita að. Hafið samband við okkur þegar í stað og veljið ykkur glæsilegan fararskjóta frá CHRYSLER. Sölumenn CHRYSLER-SAL 83454 og 833ó0 ð líökull hf. ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491 Umboösmenn: ÓSKAR JÓNSSON Neskaupstaö SNIÐILL HF. - Akureyri. BÍLASALA HINRIKS Akranesi

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.