Alþýðublaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 23. janúar 1979. alþýöu blaðid (Jtgefandi: Alþýbuflokkurinn Ritstjóri og ábyrgftarma&ur: Árni Gunnarsson. A&setur ritstjórnár. er i Sl&umiila 11,'simi 81866. Prentun: Bla&aprent h.f. AskriftaverO 2200 krónur á mánu&i og 110 krónur I lausasölu. Læknisþjónusta í dreifbýli Viða á landsbyggðinni er heilbrigðisþjónustu á- bótavant. Þar skortir heilsugæzlustöðvar og starfs- lið. Oft hefur reynst erfitt að fá lækna til starfa i einangruðum byggðarlögum, m.a. vegna þess, að aðstaða hefur verið léleg eða alls engin. Góð heilbrigðisþjónusta er dýr. A siðustu áratug- um hefur margt verið gert til að bæta hana, en þó skortir talsvert á að allir landsmenn búi við það öryggi, sem nauðsynlegt er. Á þessu sviði þarf enn að taka til höndunum og stór verkefni biða. Á siðustu árum hefur fjöldi islenzkra lækna farið utan að loknu námi hér á landi. Til dæmis eru marg- ir tugir starfandi i Sviþjóð og allstór hópur i Banda- rikjunum. Ýmsum hefur þótt það súrt i broti, að þessir menn flytji dýrmæta menntun úr landi og að aðrar þjóðir skuli njóta hennar. Menntun lækna er dýr og vissulega þurfa þeir að leggja mikið á sig svo að góður árangur náist. En það er fráleitt að þjóðin fái ekki notið starfskrafta þeirra manna, sem hún sjálf menntar. Það er þvi verulegt umhugsunarefni hvort ekki ætti að setja strangari skilyrði en nú gilda um störf lækna að námi loknu, og þá einkum úti á landsbyggðinni. Tvennt þarf að gera: bæta starfsaðstöðuna i dreifbýlinu og að ná samkomulagi við samtök lækna um starfsskyldu að námi loknu utan þétt- býlisstaða. Með þessu er þó ekki verið að gera þvi skóna, að þessi stétt manna verði hneppt i átthaga- f jötra, heldur að hún verði sér betur meðvitandi um skyldur gagnvart eigin þjóð. Tannlæknar og sjúkrasamlög Á sviði tannlækninga er ástandið mun lakara en hvað snertir almennar lækningar. í mörgum þorp- um og bæjum er enginn tannlæknir. Þó hafa mörg bæjarfélög lagt i verulegan kostnað vegna kaupa á fullkomnum tannlækningatækjum, en tannlæknar fást ekki til starfa. Fjöldi fólks fer langan veg til að ná fundum tann- lækna og ferðast landshluta á milli i þeim tilgangi. Af þessu skapast verulegur aukakostnaður og ó- þægindi, auk þess sem veruleg hætta er á þvi, að fólk trassi nauðsynlega umhirðu tanna sinna. Tannlæknar hafa reynt að ráða á þessu nokkra bót með þvi að ferðast um landið og til þeirra staða,. þar sem ástandið er verst. Þetta nægir þó hvergi nærri. Tannlæknaskortur er alvarlegt vandamál. viðast hvar utan þéttbýlisstaða, og ástandið er óvið- unandi. Þá er orðið mjög timabært að gera alvarlega til- raun til að binda tannlækningar sjúkrasamlögum, eins og er um aðra læknisþjónustu hér á landi. Æskilegt væri að tannlæknar hefðu frumkvæði i þessu máli, — ella reyni heilbrigðisyfirvöld að beita sér meira en verið hefur. —ÁG— Styrkir til náms á Italíu Iltölsk stjór'nvöld bjóöa fram styrki handa Islendingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1979-80. Styrkfjárhæðin nemur 280 þúsund lirum á mánuöi. Þeir ganga aö ööru jöfnu fyrir um styrkveitingu sem hafa kunnáttu I ítölsku og hyggja á framhaldsnam aö loknu háskólaprófi. Umsóknum skal komiö til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 20. febrúar n.k. Umsóknarblöö fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 18. janúar 1970 Áheit og gjafir til Stokkseyrarkirkju Áheit og gjafir til Stokkseyrarkirkju fyrir áriö 1978. Aheit 1. Gamalt áheit (Gestur) kr. 5.000,- 2. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson kr. 10.000,- 3. Konráö Ingimundarson kr. 25.000,- á.Hjónin Sigri&ur og Guömundur i Sætúni kr. 5.000,- ð.Hilmar Guömundsson Þorlákshöfn kr. 10.000.- Gjafir 1. Gunnar V. Jónsson Sólvöllum4 kr. 2.000,- ’ ' 1 2. Ingjaldur Tómasson kr. 15.000- 3. Hjónin Sesselja og JónSöndu kr. 2.000,- 4. SIsí kr. 2.000,- 5. A.T kr. 5.000. Seld minningarkort 46.440.- Samtals kr. 127,440.00 Einnig hafa kirkjunni veriö gefnar aörar stórgjafir. Þaö er þá fyrst aö geta aö Guörún Siguröar- dóttir gaf 2 stóla útsaumaöa og skorna til minningar um ólaf Jóhannesson mann sinn og foreldra slna, Sigurö Einarsson og Kristbjörgu Jónsdóttur frá Siguröarhúsi. Vandaö altaris- klæöi gáfu þau Bjarni Jónsson og Margrét Jónsdóttir til minningar' um foreldra slna, Jón Adolfsson kaupmann og Þórdisi Bjarna- dóttur frá Vestur-Móhúsum. Þá var sett ný hliögrind (sáluhliöiö) vönduö og fögur smföi. v ar hún gjot frá Hraöfrystihúsi Stokks- eyrar. Fyrir allt sem hér hefur veriö á minnst, þakkar safnaöarstjórn af alhug og biöur öllum, sem hlut eiga aö máli allra guösblessunar á komandi ári. * „ m « illl Skíðaferðir á vegum Flugleiða Þann 18. janúar hófust á vegum Flugleiða Skíða- ferðir til Akureyrar, Húsa- víkur og Isaf jarðar. Hér er um að ræða f jögurra daga ferðir sem síðan má fram- lengja. Sú skiðaferðaáætl- un sem nú hefst gildir til 2. april n.k. Akureyri A Akureyri geta sklöamenn valiö um þrjá gististaöi, þ.e. Skiöahóteliö I Hllöarfjalli, Hótel KEA og Hótel Varöborg. Fjögurra daga dvöl og flugfar, sé dvaliö á hótelinu i Hllöarf jalli, kostar 32.600 krónur, sé dvalið I herbergjum, en 22.100 sé dvaliö I svefnpokaplássi. Innifaliö 1 þessu veröi er morgunveröur. A Hótel KEA kostar dvöl ásamt flugfari 25.300 kr. sé dvalið I eins manns herbergi, en 22.300 á mann, sé dvaliö I tveggja manna herbergi. A Hótel Varöborg eru veröin hin sömu. Húsavík Kjósi fólk að fara á skl&i á Húsavlk er gist aö Hótel Húsavlk og hægt aö velja um tvenns konar fyrirkomulag. Annars vegar er flug og gisting án fæöis, sem kost- ar fyrir fjóra daga kr. 28.800 sé dvaliö i eins manns herbergi og 22.300 sé dvalið I tveggja manna herbergi. Þá er einnig hægt aö fá gistingu I Hótel Húsavlk og fullt fæöi, og kostar fjögurra daga dvöl i eins manns herbergi 47.600 kr., en ef dvaliö er I tveggja manna herbergi kostar flugfar, gisting og fæöi 40.100 kr. Isafjörður A Isafiröi er einn gististaöur, Hótel Mánakaffi. Flugfar og gist- ing aö Hótel Mánakaffi I fjóra daga kostar samtals 20.000 kr. Sem fyrr segir er mögulegt aö framlengja dvöl á öllum þessum stööum, kjósi ski&afólkiö aö vera lengur. HÁSKÓLI ÍSLANDS óskar eftir húsi til leigu i nágrenni skól- ans. Húsnæði þetta verður nýtt sem vinnuað- staða fyrir kennara og umræðuhópa. Nánari upplýsingar gefnar i sima 2 50 88. IÍTB0Ð TiIboÐ óskast I jar&strengi fyrir Hitaveitu Reykjavikur. (Jtbo&sgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboöin ver&a opnuð á sama staö, fimmtu- daginn 22. febrúar n.k. ki. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desember- mánuð 1978, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlag eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 3% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 19. janúar 1979 Lausar stöður Eftirtaldar stöður i læknadeild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar: Dósentssta&a i lyflæknisfræ&i (hiutastaöa) tengd sér- fræöingsstööu á Borgarspitalanum, Lektorsstaöa I lifefnafræ&i (hálft starf), DósentsstaOa I liffærameinafræöi (hlutasta&a), Dósentsstaöa I augnlækningum (háift starf), Dósentssta&a I sálarfræ&i (hlutastaöa), Lektorsstaöa I barnasjúkdómafræöi (hlutastaöa), Dósentssta&a I gigtarsjúkdómum og skyldum sjúkdómum (hlutasta&a), Dósentsstaöa I innkirtlasjúkdómum (hlutastaöa), Lektorsstaöa I meltingarsjúkdómum (hlutastaöa). Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu uin visindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 17. janúar 1979

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.