Alþýðublaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 2
2 alþýóu- blaðið Otgefandi: Alþýöuflokkurinn \ Ritstjóri og ábyrgöarraaöur: Arni Gunnarsson. \ Aösetur ritstjórnár. er i Siðumúla 11, simi 81866. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2200 krónur á mánuöi oe 110 krónur I iausasölu. Landanir islenskra togara erlendis Að undanförnu hafa fjölmargir islenzkir togarar landað erlendis. Stundum hefur mjög hátt verð fengist fyrir aflann, tvöfalt og upp i fjórfalt það sem hér á landi fæst. Það er þvi ekki óeðlilegt, að út- gerðarmenn og sjómenn hafi áhuga á þessum sigl- ingum. En á þessu sviði verður að gæta hófs. 1 sumum frystihúsum á landinu má engu muna að nóg hráefni sé fyrir hendi. Dæmi eru þess, að veru- lega hefur dregið úr atvinnu i húsunum vegna sigl- inga skipa. Það má ekki gerast að atvinnuöryggi hér á landi sé stefnt i voða vegna sölu á erlendum markaði. Atvinnuástand hér á landi er nú þess eðlis, að brugðið getur til beggja vona. Ekki þarf mikið útaf að bera svo samdráttar fari að.gæta, og má i þvi sambandi benda á byggingariðnaðinn i Reykjavik. Ekki er óliklegt, að fiskiðnaðurinn þurfi á næstunni að taka við einhverju vinnuafli úr öðrum greinum vegna minnkandi atvinnu. Einnig hljóta stjórnvöld að stefna að þvi, að hið dýrmæta hráefni, sem skipin afla, verði fullnýtt hér á landi og þannig gert að verðmætari vöru, sem jafnframt eykur atvinnu. Af þessum ástæðum ber að vara við siglingum skipa til útlanda. I þessu sambandi er vert að benda á atvinnu- ástandið á Þórshöfn á Langanesi. Þegar Þórs- hafnarbúar gátu ekki lengur notað togara sinn, Font, var fyrirsjáanlegt að samdráttur yrði hjá frystihúsinu, er leitt gæti til verulegs atvinnuleysis. Þá var samið við útgerð togarans Dagnýjar, sem fékk þorskveiðileyfi með þeirri kvöð, að skipið land- aði afla sinum á Þórshöfn. Á þessu hefur orðið mikill misbrestur. Frá þvi að samningurinn var gerður, hefur Dagný landað tvisvar sinnum á Þórshöfn en fjórum sinnum á öðrum stöðum. í samningnum er gert ráð fyrir þvi, að ef Dagný geti ekki landað á Þórshöfn, eigi annað skip útgerðarfélagsins, Sigurey, að landa þar. Það skip hefur aldrei komið til Þórshafnar. 1 Hraðfrystistöðinni á Þórshöfn er nú litil atvinna, enda afli bátanna verið fremur litill og gæftir stirðar. En á sama tima og ástandið er svo erfitt, siglir Dagný með afla sinn. Þetta er óþolandi og ber yfirvöldum að svipta útgerð Dagnýjar þorskveiði- leyfi, ef hún ekki stendur við gerða samninga. Fræðsla fyrir launþega í útvarpi Óvenjumiklar umræður hafa orðið um Rikisút- varpið siðustu vikur. Ýmsar kröfur hafa verið gerðar um breytingar á dagskrá hljóðvarps, og margar réttmætar. Núverandi útvarpsráð hefur mikinn hug á þvi, að gera ýmsar breytingar, sem væntanlega sjá dagsins ljós á næstunni. Einn er sá þáttur i rekstri útvarpsins, sem ekki hefur verið nægilega sinnt. Þetta er upplýsinga- og fræðslustarfsemi fyrir launþega. í útvarpi hefur verið litið um sérstaka þætti um launþegamál. Á þvi þarf að verða breyting. Nauðsynlegt er að kynna rækilega störf fjölmargra hópa i þjóðfélaginu, gera launþegum grein fyrir réttindum sinum og skyldum og fjalla um afkomu einstakra þjóðfélagshópa. Samtök launþega hafa ekki sýnt þessum þætti i upplýsinga- og fræðslustarfi nægilega mikinn áhuga, en vonandi verður breyting þar á. Hér er á ferðinni eitt mikilvægasta mál launþegahreyfing- anna og kannski ekki siður vinnuveitenda. Þekking launþega á eigin málum getur komið i veg fyrir margvislega erfiðleika. trtvarpinu ber skylda til að gegna þessu fræðsluhlutverki. Föstudagur 9. febrúar 1979., Grín eða alvara? Blaðamaður Alþýðu- blaðsins komst yfir eintak af aII sérstöku frumvarpi í gær. Ekki er alveg Ijóst hvort hér sé alvara eða grin á ferð. Hins vegar þótti full ástæða til þess að láta lesendur blaðsins dæma um það hvort heldur væri. Frumvarp til laga um neyshiskyldu almenn- ings á iandbúnaöarafurðum og um afnám verðbólgu. Flm.: Lúðvík Jósefsson, ólafur R. Grímsson. 1. gr. Sérhver þjóðfélagsþegn skal éta helmingi meira af land- búnaðarvörum hér eftir en hingað til. 2. gr. Svo markmiðum 1. gr. verði náð skal leggja á alla neitendur landbúnaðarafurða skatt, sem svarar þeirri upphæö, sem neit- andiog fjölskylda hans hefur var- ið til kaupa á landbúnaðarvörum fyrir gildistöku laga þessara. Skatturinn skal renna i rlkissjóð. 3. gr. Skatttekjum skv. 2. gr. skal rlkisstjórnin verja til þess að greiða niður verð á landbunaðar- afurðum innanlands þannig að sérhver landsmaöur geti eftir gildistöku laganna étið helmingi meira af landbúnaðarafurðum en hann áður gerði, en fyrir sama verð. 4. gr. Vegna augljósra kjarabóta, sem af ákvæðum 2. og 3. gr. leiðir, skal kaupgreiðsluvisitala lækkuð sem þvl nemur og þurfa þykir eftir ástæðum. 5. gr. Frá og með gildistöku laga þessara telst vandi landbúnaðar á Islandi leystur og verðbólga af- numin að viðlagöri aðför að lög- um. Sérstök þriggja manna nefnd skipuð af viðskiptaráðherra án umsagnar skal sjá um, að svo verði. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi I fyrra. Skýringar við einstakar gr. frumvarpsins. Við 1. gr. Hvað annað? Við 2. gr. Sbr. ákvæði 3. gr. Við 3. gr. Sbr. ákvæði 2. gr. Við 4. gr. Af þvi bara. Viö 5. gr. „Pólitik — það er að vilja!” Við 6. gr. Smbr. almennar reglur um afturvirkni skatta — þjóðlegt sér- einkenni, sem ber að varðveita. Eiga þeir heiðurinn af frumvarpinu Greinargerð Svo sem kunnugt er hafa and- stæðingar Alþýðubandalagsins, einkum kratabullurnar, haldið þvifram, aö f landbúnaði væri við offramleiðsluvandamál að etja. Alþýðubandalagið hefur harðlega neitaðþví. Við Alþýðubandalags- menn erum á öndverðri skoðun. Við Alþýðubandalagsmenn höf- um leitt óyggjandi rök að því, að svonefndur „vandi landbúnaðar- ins” er alls ekki til og slst af öllu er hann offramleiðsluvandi þótt hann væri til, sem hann er ekki. Það smáræði, sem að er, ef eitt- hvað væri að I landbúnaðarmál- um, sem ekki er, er aö áliti okkar Alþýðubandalagsmanna, að landsmenn éta ekki nógu mikiö af . landbúnaðarvörum — þ.e.a.s. af smjöri, ostum, mysu, mjólk, skyri, rjóma, súrmjólk, kéti, hangikéti, saltkéti, lifrarkæfu (ekkiúr þorsklifur) o.s.frv. Þetta er eini vandinn, ef um vanda væri að ræða. Og okkur Alþýöubanda- lagsmönnum þykir næsta aug- ljóst, að hann verði ekki leystur nema með því að láta landsmenn éta meira af landbúnaðarvörum — þ.e.a.s. af smjöri, ostum, mysu, mjólk, skyri, rjóma, súr- mjólk, kéti, hangikéti, saltkéti, lifrakæfu (ekki úr þorsklifur), o.s.frv. ásamt með hakki (ekki úr fiski). Það ber að gera — þ.e.a.s. að láta landsmenn éta meira — og þess vegna er þetta frumvarp flutt. Og hvernig á að láta lands- menn éta meira? 1. Með þvi A) að hækka kaup- gjald i landinu, eða B) lækka verð á landbúnaðarvörum, eða A) + B). 2. Með þvi að mæla svo fyrir 3. Með 1+2. Þá höfum við Alþýðubanda- lagsmenn einnig bent á, að verö- bólga I landinu stafi ekki af vixl- hækkunum verðlags og kaup- gjalds heldur af eftirtöldum or- sökum. 1. Of háu vöruverði. 2. Sifelldu verðbólgukjaftæði i blöðum. Viö Alþýðubandalagsmenn telj- um að endilega þurfi að stoppa verðbólguna. Af framansögðu teljum við Alþýöubandalagsmenn augljóst, að það verði ekki gert nema: A) Með þvi að banna 1. B) Með þvi að banna 2 C) Með A) + B). 1 frumvarpi þessu, sem hér er flutt, er stigið stórt skref i áttina að 1, 2 og 3 (þ.e.a.s. meira bú- vöruáti) og A, B og C (þ.e.a.s. stöðvun verðbólgu) og gert á þann hátt að samræmt er í einni lagasetaingu hvort fyrir sig og hvort tveggja. Sem næsta skref mætti t.d. hugsa sér að dreifa landbúnaðarvörum án endur- gjalds, þ.e.a.s. ókeypis, að þvi til- skyldu aðþær væru étnar á staðn- um undir opinberueftirliti til þess að fbrðast brask og braskgróða. Sem þriðja og siðasta áfanga mætti husa sér át landbúnaðaraf- urða á félagslegum grundvelli meðmeðgjöf úr rikissjóði og yrði þá veröbólga orðin að verðhjöðn- un og offramleiðsluskortur i land- búnaði,þ.e.a.s. vöntun á meirutil að éta. Færi það að sjálfsögðu eftir ákvörðun meðgjafar hverjj sinni. Við Alþýðubandalagsmenn væntum þess, að frv. þetta fái greiða leið i gegn um þingið þvi augljóst er, að lausn sú, sem það gerir ráð fyrir, er einföld og handhæg. Engin vandkvæfii eru viðframgang málsins fólgin utan það að tryggja veröur með sér- stökum ráðstöfunum nauðsynlegt fjármagn i þessu skyni en eins og kunnugt er, þá vantar ekki peninga á Islandi og ef svo væri, sem ekki er, þá má alltaf búa til fleiri. A hittber að leggja áherslu, að aðgerðirnar verði vel skipu- lagðar og framkvæmdin byggð á traustum grunni eins ogfrv. gerir raunar ráð fyrir. Af tæknilegum ástæðum rit- aðist orðið neytandi i 2 gr. frum- varpsins með i i stað y, þó er Alþýðublaðið ekki alveg öruggt hvort heldur eigi aö vera þó lik- legast eigi þar að standa neytandi i stað neitandi. B Samheldni og sam- ábyrgð er eitt af grund- vallaratriðum alþýðu- hreyf ingarinnar. Frá sögulegu sjónarmiði á þetta upptök sín í bræðra- lagshugsjóninni og er byggt upp á sömu for- sendum og hún. Verka- lýðshreyf inginhefur fært út þessi hugtök, ábyrgðar- og sam- einingarhugtakið, frá því að vera gagnkvæm skuld- binding, til þess að verða aðöflugu pólitísku vopni í baráttunni fyrir sam- eiginlegum hagsmuna- málum. Samheldni og sam- ábyrgð lýsir sér einkum í tvennu, það er í viljanum til að halda vörð um sam- eiginlega hagsmuni, samtímis því sem hún hvetur til virkra stjórn- málalegra aðgerða í þágu heildarinnar. Samheldið og sam- ábyrgt þjóðfélag er sam- félag þar sem enginn hagnast á öðrum, en allir vinna að sameiginlegum hagsmunum heild- arinnar. Barnið í bióðfélagi jafnaðarstefnunnar •AG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.