Alþýðublaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 3
3 jjjjj1'Föstudagur 9. febrúar 1979. Neytendasamtökin 1 sig við afarkosti og deildin þvi ekki getaðlagt þeim það lið setn annars heföi veriö hætt. Þaö verður þvi aldrei of oft brýnt fyrir neytendum að leita ti okkar ef þeir eru i vafa um rétt sinn, þvi þar virðast neytendur vita alltof litið. I upphafi fór talsverður timi i að fylgjast meö vörum I versl- unum sem komnar voru fram yfir siðasta söludag. Yfirleitt tóku forráðamenn verslana aö- finnslum okkar vel og fjarlægðu umbeönar vörur og er þaö trú okkar að þarna hafi ástandið skánað.En í þessuhafa árvökul augu hins almenna neytanda mestaþýðinguogviljum við enn hvetja fólk til að gera okkur eða heilbrigðisfulitröanum aðvart, veröi það vart við slikar vörur i umferö. Starfið kynnt I upphafi vetrar kom ósk frá Samvinnuskólanum í Bifröst, um að Neytendasamtökin sendu fulltrúa til að halda erindi um starf Neytendasamtakanna og neytendamál almennt. Fóru tveir fulltrúar frá deildinni héö- an og ræddu og svöruðu fyrir- spurnum nemenda i samtals fjórar kennslustundir og er það von okkar að nemendur hafi gagn af. All mörg sveitarfélög hafa lagt okkur liö með fjárhags- stuðningi og verður að segjast, aö án þess hefði starfið orðið mun minna. Borgarfjarðardeild NS vill hér með koma á fram- færi þakklæti til þessara sveita- félaga, sem miðað við ibúa- fjölda hafa styrkt samtökin miklum mun meira en ýmis önnur stærri sveitafélög. Stórefla þarf starfsem- ina Stjórn Borgarfjarðardeildar ■ NS vill aö endingu þakka öllum félögum samstarfið á þessu fyrsta starfsári og er það von okkar aö hér sé aðeins um byrjunarverkaö ræða, þviverk- efni sem neytendur snertir eru fjölmörg og þar eru næg verk- efni fyrir alla þá sem vilj- starfa. Leggjumst þvi öll á eitt, stóreflum starf deildarinnar og þar meö um leið Neytendasam- takanna til hagsbóta fyrir okkur <ai. Ábyrgðarmaður fréttabréfsins: Ágúst Guðmundsson. Raunhæf 4 lengur. Einnig er það hugmynd flutningsmanna, að aukið frjáls- ræði í þessum efnum muni leiða til þess, að meiri fjölbreytni muni gæta í þessari þjónustu og að hagur neytenda verði einnig tryggður með þeim hætti. Þá gerir þetta frumvarp einnig ráð fyrir þvi aö auövelda fólki að opna litla matsölustaði og veita þar vin með mat, ef svo henta þykir. Loks er gert ráð fyrir þvi, að fólk, sem oröið er fullra 18 ára, hafi til þess fullan rétt að sækja staði þar sem áfengi er á boð- stólnum, enda er þaö fólk stund- um harðgift og jafnvel margra barna foreldrar. Frumvarp þetta tekur til all- nokkurra þátta áfengislöggjafar- innar i landinu. Þar er þó sá rauöi jráður aö auka frjálsræðiö og færa ábyrgðina yfir til þjóð- félagsþegnanna. Jafnframt þer sá rauði þráður i þessu frumvarpi aö afnema hömlur i þessum eftium og auka frjálsræði. Að þvi má leiða nokkur rök, að i þessum efnum hafi hömlur beinlinis stuðlaö að ómenningu. Valfrelsiö hefur verið of lltið og fólki sjálfu hefur verið of litið treyst. Veit- ingastaðir verða hvorki rismeiri né rislægri heldur en fólkið sem sækir þá. Það er skoöun flutningsmanna, að hömlur hafi verið of miklar og félagslegt val - hafi veriö of lítið. Það er grund- vallarregla í þvi, sem hér er lagt til, að búa svo um hnútana af lög- gjafans hálfu, að þetta félagslega val verði aukiö og að með þvi verði stuðlað að bættri menningu i þessum efnum.” Þetta eru rök flutningsmanna frumvarpsins.. Hver og einn getur svo dæmt Ut frá sinum sjónarmiðum, og þvi sem fyrir augu ber, í skemmtanalífi og þeirrivinmenningusem berja má augum i veitingahúsum landsins. —L Jafnaðar- menn! , Gerist áskrif- endur að málgagni ! ykkar Alþýðublaðinu, j strax í dag j FloKKsstarfið Hafnfirðingar Opið hús verður I Alþýðuhús- inu Hafnarfirði mánudaginn 12. febrúar 1979 kl. 20.30 — 22.30. Bæjarfulltrúar ræða um fjárhagsáætlun bæjarins. Alþýðuflokksfélag Akureyrar Akureyringar Bæjarmáiaráðsfundur verð- ' ur haldinn að Strandgötu 9 n.k. mánudag kl. 20.30. Stjórnin. Sauðárkrókur Kökubasar i Bifröst sunnudaginn 11.2 kl. 14.00 Kvenfélag Alþýðuflokksfélags Sauðárkróks Fjölbreytt danstónlist DANSSTEMNING um heigar Ljúffengur matur Hótel á besta stað Hótel Borg, simi 11440 í fararbroddi I hálfa öld. Ms. Baldur fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 13. þ.m. til Patreks- fjarðar og Breiðafjarðar- hafnar. Tekur einnig vörur til Tálknafjarðar og Bfidu- dals um Patreksfjörð Móttaka alla virka daga til 12. þ.m. Ms. Hekla fer frá Reykjavik miðviku- daginn 14. þ.m. til isafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: tsafjörð, Bolungavik, (Súgandaf jörö og Flateyri um isafjörð) og Þingeyri. Móttaka alla virka daga til 13. þ.m. Ms. Esja fer frá Reykjavik föstudag- inn 16. þ.m. austur um land til Vopnafjarðar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestin annaey jar, Ilorna- fjörð, Djúpavog, Breiðdals- vík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðs- fjörö, Reyöarfjörð, Eski- fjörð, Neskaupstað, Seyðis- fjörö, Borgarfjörö-Eystri og Vopnafjörð. Móttaka alla virka daga nema laugardaga tii 15. þ.m. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasaluc moð sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR ' Blómásalur, opinn alla daga' vikunnar. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar,. opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Sfmi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR j|| Tilkynning Þeir, sem telja sig eiga bila á geymslu- svæði „Vöku” i Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. mars n.k. Hlutaðeigendur hafi samband við af- greiðslumann „Vöku” að Stórhöfða 3, og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum, verður svæðið hreinsað og bilgarmar fluttir, á kostnað og ábyrgð oigenda, á sorphauga, án frekari viðvörunar. Reykjavik, 6. febrúar 1979. Gatnamálastjórinn í Reykjavik Hreinsunardeild Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur i febrúarmánuði 1979 Mánudagur 12. febrúar R-1 til R-400 Þriöjudagur 13. febrúar R-401 til R-800 Miövikudagur 14. febrúar R-801 til R-1200 Fimmtudagur 15. febrúar R-1201 til R-1600 Föstudagur 16. febrúar R-1601 til R-2000 Mánudagur 19. febrúar R-2001 til R-2400 Þriöjudagur 20. febrúar R-2401 til R-2800 Miðvikudagur 21. febrúar R-2801 til R-3200 Fimmtudagur 22. febrúar R-3201 til R-3600 Föstudagur 23. febrúar R-3601 til R-4000 Mánudagur 26. febrúar R-4001 til R-4400 Þriðjudagur 27. febrúar R-4401 . til R-4800 Miðvikudagur 28. febrúar R-4801 til R-5200 Birfreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00—16.00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubifreið- um til mannflutninga, allt að 8 farþega, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni tilskoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á iaugardög- um. Lögreglustjórinn i Reykjavík 6. febrúar 1979 Sigurjón Sigurðsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.