Alþýðublaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1979, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 22. mars 1979. Mig dreymir um þjóðfé- lag, þar sem valddreifing er mikil. Þar á að vera at- vinnulýðræði á stærri vinnustöðum, þannig að fulltrúar launafólks eigi fulltrúa í stjórnum og taki þátt í að móta stefnu fyrir- tækjanna eftir ákveðnum reg lum. Fólk á að taka þátt i því sjálftað móta nánasta umhverfi sitt, bæði félags- lega, efnahagslega og menningarlega. Félags- lega þjónustu margvíslega eiga ríki og sveitarfélög að reka. Frjáls félög einstakl- inga, stundum samkvæmt rannalöggjöf, ef þurfa þykir, eiga að móta samfé- lagið í vaxandi mæli. Hag- vöxtur og auknar þjóðar- tekjur gera einstaklingum í vaxandi mæli kleift, að taka sig saman til þess að vinna að áhugamálum, hvort sem það er i menn- ingarmálum, útivistar- málum, í þróttamálum eða öðrum málaflokkum. Hag- vöxtur og auknar þjóðar- tekjur leyfa okkur eða ættu að leyfa okkur þann mun- að, að slíkt félagslíf verði í ríkari mæli en áður á hönd- um þátttakenda — með réttindum og skyldum sem því fylgja. Valddreifing er takmark af sjálfu sér. Launþegar mynda félög utan um hagsmuni slna — og einnig til þess að sinna öðrum þáttum mannlegs lifs.Bændur mynda samtök til þess aö varð- veita hagsmuni sína. Neytendur mynda samtök til þess að varð- veita hagsmuni sina. Margs kon- ar sjónarmiö þarf að verja, vernda eða sækja með samtök- um. Allt er þetta bæöi eðlíleg og jákvæð þróun. Þvi valddreifðara sem sam- félag er þvi betra er það. Þaö er lika margsönnuð regla, að þvi virkari sem samtök eru, þeim mun betur gengur þeim aöþrýsta á þjóðarheildina og fulltrúa hennar, rikisvaldiö. Ellilffeyris- þegar hafa ekki myndað með sér samtök. Kannske af þeim sökum hafa hagsmunir þeirra iöulega verið fyrir borö bornir. En vald- dreift samfélag er takmark af sjáifu sér vegna þess að það er öruggasta tryggingin gegn vald- hroka og annarri misnotkun valds. Sterkt rikisvald Mig dreymir um niðurbrot samansafnaðs valds, hvort sem það hvilir hjá stórfyrirtækjum, embættismönnum eða litt eöa ekki kosnum foringjum þrýsti- hópa. Ég trúi þvi aö sterkt rikis- vald eigi að setja almennar leik- reglur, sem beri að hlýða. Þessar leikregiur geta til dæmis verið um auöhringalöggjöf, til þess aö hindra að samansafnaö vald f jár- magnseigenda veröi umhverfinu hættulegt. Eða samsæri I við- skiptum gangi gegn neytendum vöru og þjónustu. Eöa löggjöf um ráðningu og valdsvið embættis- manna, til þess aö koma I veg fyrir að æviráönir embættismenn fari með völd, sem kjörnir full- trúar ættu að fara með. Eða rammareglur um lýðræði I fjöldahreyfingum, til þess aö tryggja, að fjöldaviiji sé tryggð- ur. Sterktrikisvald veröur að stýra efnahagsmálum frá miöjunni, bæöi meö almennum leikreglum, áætlunum og öörum þeim aðgerð- um, sem þjóðarheildinni eru fyrir beztu. Æskilegast er, að sem mest ráðist I frjálsum samning- um einstaklinga og samtaka þeirra. En blandað hagkerfi, þar sem félagslegra sjónarmiöa gætir verulega, er stundum flóknara en svo. Þaö hefur um of gerzt, að I frjálsum samningum er samið um verðmæti, sem ekki eru til og allir vissu að aldrei voru til. Þá koma báðir aðilar sem grenjandi ljón yfir rikisvaldið, og krefjast þess að vitleysunni verði kippt i liðinn. Og rikisvaldið á um það að velja aö láta fyrirtæki fara á höfuöið, framkalla atvinnuleysi — eða rýra sameiginleg verð- mæti, til dæmis gjaldmiðil eða meö þvi að hleypa veröbólgu af stað. Það hefur veriö viðtekin venja hér. Sterkt rikisvald verður að hafa samráð við öll meiriháttar hags- munasamtök. Þannig veröur lagasetning meö þeim hætti, að hún njóti trausts. En samráð rikisvalds viö hagsmunaaðila. þýöir auðvitað ekki valdaafsal rikisvalds til hagsmunaaöila. Samráö þýðir ekki, að engin ákvörðun verði tekin, aldrei, nema allir hagsmunaaðilar skrifi upp á lausnina. Slfkur skilningur getur til þess leitt að fleyiö reki endalaust og stjórnlaust fyrir veðri og vindum. Opið þjóðfélag Mig dreymir um opið þjóðfélag, þar sem allur almenningur hefur allar upplýsingar, sem tiltækar eru, um öll mál sem varða samfé- lagið allt, og ekki þarf af öryggis- ástæðum að halda leyndum. Það virðist almenn leikregla, að þeim mun meiri upplýsingar sem allur almenningur hefur um gang þjóð- mála eða héraðsmála, þeim mun skynsamlegri ákvörðun tekur hann. Hið flókna valdakerfi verð- ur stundum svo flókið og torráöið, að réttlæti verður aö ranglæti, sanngirni að óbilgirni. Rikisvaldið, I þessu tilfelli Al- þingi, hefur þýöingarmiklu hlut- verki aö gegna að þvi er tekur til opnunar samfélagsins. Það á að gera með starfi og meö lagasetn- ingum. Þingnefndir Alþingis eiga að gegna stöðugu eftirlitshlut- verki meö öðrum valdastofnun- um, til dæmis bæði embættis- mönnum og viðskiptalifi. Þarna eiga að vera afar mikilvægar undirstöður lifandi lýðræðis. Þjóðræöi Valdakerfið I landinu hefur skekkzt mikiö á liðnum árum og áratugum. Samansafnaö vald i skjóli auðs, embætta eöa litils lýðræðis eru megineinkenni á samfélaginu. Þessa mynd verður aö rétta af. Það einkenni blasir um of við, aö foringjar þrýstihópa reyna aö setja kjörnu Alþingi stólinn fyrir dyrnar, og hindra lagasetningar, sem þjóðkjörnir fulltrúar kunna að telja þjóðar- nauðsyn, séð frá sjónarhóli heildarinnar. óprúttnir stjórn- málamenn hóta meirihlutanum meö þvi, aö þeir hafi tök á þvi að beita verkkönnum eöa verkföll- um. Ég spái þvi, aö I framtiöinni verði þeirri aöferð beitt, að i stað hins flókna foringjaræðis Is- lenzkra valdastofnana verði horf- ið til þess ráös að spurja þjóðina beint og milliliöalaust. En hitt eru ekki siður mikilvæg verkefni, mikilvægari ef eitthvað er en þó náskyld, að koma I veg fyrir vald I skjóli auðs og embætta samspil fjármagns og rikisvalds. Allt eru þetta greinar á sama meiði. Mig dreymir um þjóöfélag, þar sem valddreifing er mikil. Samt verður að vera sterkt ríkisvald, sem setur almennar leikreglur, bæði til þess aö gera skyldur sinar við þá sem minna mega sin og uppfylla félagslegt réttlæti, og siðferðilegar jöfnunarskyldur, og eins til þess að tryggja, að rekstur þjóðarfyrirtækisins sé I jafnvægi og efnahagslegu sjálfstæði sé ekki stefnt i voða. En innan þessa ramma höfum við öll tækifæri til þess að skapa manneskjulegt og menningarlegt samfélag frjálsra einstaklinga. Þetta er hægt og þetta skal okkur takast. I S Undirrituð/aður óskar eftir að gerast áskrifandi S að Alþýðublaðinu og Helgarpóstinum S Nafn:________________________________________________ Heimilisfong:_____________________________________________ i □ eins mánaðar áskrift kr. 3,000,00 LJþriggja mánaða áskrift kr. 8,000,00 n sex mánaða áskrift kr. 15,000,00 J Þriggja og sex mánaða áskrift | miðast við fyrirframgreiðslu Utanáskrift: AIþýðublaðið og Helgarpósturinn Síðumúla 11 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.