Alþýðublaðið - 19.05.1979, Síða 1

Alþýðublaðið - 19.05.1979, Síða 1
alþýöu- blaöió Laugardagur 19. maí 1979. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundur kl. 2 sunnudaginn 20. maí í kaffiteriunni Glæsibæ Flokksstjórn og þingflokkur Alþýðuflokksins: Gegn því að skipa kaupgjalds- málum með einhliða lagasetningu Þingflokkur Alþýöuflokksins samþykkti aöfaranótt fimmtu- dags stefnumótun er varöar af- stööu þingflokksins til þess vanda sem viö er aö glfma vegna ástandsins á vinnumark- aöinum. A fundi þingflokksins var ennfremur ákveöiö aö leggja stefnumótunina fyrir flokksstjórn áöur en hún yröi lögö fram I rikisstjórninni. Flokksstjóns Alþýöuflokksins kom saman til fundar á fimmtu- dag klukkan fimm og ræddi stefnumótun þingflokksins. t lok fundarins var eftirfarandi sam. þykkt gerö. „Flokksstjórn Alþýöuflokks- ins lýsir stuöningi viö þau viö- horf þingflokks Alþýöuflokks- ins, aö lausn efnahagsmála- vandans felist ekki í þvi aö skipa kaupgjaldsmálum almennt I landinu einhliöa meö lögum. Slík aögerö er í andstööu viö stefnu og störf Alþýöuflokksins og grundvallarviöhorf verka- lýöshreyfingarinnar um frjáls- an samningsrétt og skipan launamála i landinu. Flokksstjórnin itrekar and- stööu sina viö einhliöa almenna lögskipan kaupgjaldsmálanna og minnir á ólög rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar sem viti til varnaöar. Flokksstjórnin samþykkir aö taka ástandiö 1 efnahagsmálum og tillögur um úrræöi til frekari umræöu á framhaldsfundi flokksstjórnar næstkomandi sunnudag og visar framkomnum tillögum til framkvæmdastjórnar til úr- vinnslu fyrir fundinn’”. 'BtABEFUA 11 \ 1 j jjpL' iMl | P ™ 1 Éi ATM0C3O SSfe 3 t m A MAMt iii „Mjólkurfræðingaverkfallið" Bitnar ekki á deiluaðilum — einvörðungu á neytendum — segir Gísli Jónsson hjá Neytendasamtökunum „Okkur finnst aö þarna sé eingöngu veriö aö beita neytendum i verkfalii, en bæöi vinnuveitandinn og launþeginn eru á fullum launum i þessu svo- kaliaöa „verkfalli” þvi bændur losna viö sínar afuröir og mjólkurfræöingar fá sin laun” sagöi Gísli Jónsson prófessor og stjórnarmeölimur hjá Neytenda- samtökunum, viö Alþýöublaöiö er hann var inntur aö þvi hvers vegna samtökin væru aö skipta sér af þessari deilu. „Viö teljum þaö mjög óeölilegt aö stööva vinnu þeirra manna sem eru á fullum launum t.d. mjólkurbilstjóranna sem fá nú full laun fyrir það aö vera i verkfalli til þess eins aö verkfallið bitni einvöröungu á neytendum.” — Hvaö hafa Neytendasamtök- in gert i þessu máli? Viö höfum rætt við landbún- aðarráöherra. Hann hins vegar varð steinhissa á þviaö viö skyld- um veraaöskipta okkur af þessu. Þetta kæmi okkur alls ekki viö. Viö teljum þaö aftur á móti ólög- legt að banna mönnum að vinna á fullum launum til þess eins aö svona aögeröir bitni á utanað- komandi aðilum vegna þess aö mjólkinni er ekki dreift. — Hver hefur bannaö dreifing- una? Landbúnaöararráöherra aö þvi er ráðuneytisstjórinn hefúr tjáð mér. Hins vegar vildi hann sjálf- ur þ.e. landbúnaöarráðherra ekki kannast við þaö. — Að hvaöa leyti á annan hátt skaðar þetta gerviverkfall neytendur? Að þvi' leyti aö nú eru einvörö- ungu framleiddar óaröbærar vör- ur eins og mjólkurduft og vörur sem ekki er hægt aö selja. Þetta þýðir aö sjálfsögðu meiri niður- greiðslur, en þær þurfa neytendur aöborga. Þvíværiskárraaöhella mjólkinni niður strax heldur en aö vera flytja hana og vinna á kostnað neytenda. Alþýðuflokkur- inn kynnir stjórnmála- ástandið í flokksfélög- unum Stjórnmálaástandið verður á dagskrá á fundi Alþýðuflokks- félags Reykjavikur sem haldinn verður i dag kl. 14.00. Á fund- inum munu þing- mennirnir Sighvatur Björgvinsson, Jó- hanna Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfa- son ræða stjórn- málaviðhorfið og greina frá viðhorfum þingflokksins til þeirra vandamála sem nú steðja að þjóðinni þ.e. efna- hagsvandanum og á- framhaldandi verð- bólguþróun. Fundar- stjóri verður Bragi Jósefsson formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavikur. -gbk Neytendasamtökin álykta um mjólkurfræðingaverkfallið: Stjórnvöld grípi í taumana Neytendasamtökin hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu vegna m jólkur fr æðingav erk- fallsins sem þeir álita nokkurskonar gervi- verkfall. Fer fréttatil- kynningin hér á eftir: „Sú furöulega staða hefur kom- iðupp, aö mjólkurfræöingar eru i „verkfalli” en vinna fulla vinnu nema 4, að því er fréttir herma. Dreifing mjólkur er mjög tak- mörkuö og þvi mjólkurskortur. „Verkfall” mjólkurf ræöinga bitnar þvi eingöngu á hinum al- menna neytanda. Þeir aðilar, sem semja viö mjólkurfræöinga, þ.e. Vinnu- málasamband samvinnufélaga og Vinnuveitendasamband Islands, hafa tekiö þvi tilboði mjólkurfræðinga, að vinna mjólkina til þess aö verkfalliö bitnaði ekki á bændum en gegn þvi skilyrði aö mjólkinni og unn- um mjólkurvörum veröi ekki dreift nema þá i vissum undan- þágutilfellum, sem mjólkurfræö- ingar koma til meö aö veita. Það eru ekki störf mjólkurfræð- inga aö annast flutning og dreif- ingu mjólkur og mjólkurafurða. Mjólkursamlögin hafa hins vegar fyrirskipað mönnum, sem ekki eru i neinu verkfalli, aö leggja niöur vinnu, en þeir eru, aö sjáifsögöu á fullum launum, sem neytendur aö siöustu greiöa og með þeim afleiðingum, eins og áöur greinir, aö verkfalliö bitnar nú einvöröungu á neytendum en ekki þeim aöilum, sem mjólkur- fræöingar eiga i verkfalli viö. Með visun til þess, sem aö framan greinir, mótmæla Neyt- endasamtökin harölega, aö þeir, sem vinna aö dreifingu mjólkur, skuli hafa veriö látnir leggja niö- ur vinnu meö framangreindum afieiöingum og skora á stjórnvöld að stöðva slika kúgun, sem enga stoö á i lögum um vinnudeilur.” F.h. stjórnarNeytendasamtak- anna Reynir Armannsson, formaöur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.