Alþýðublaðið - 19.05.1979, Side 4

Alþýðublaðið - 19.05.1979, Side 4
nrrr.mai blaðió Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- múla 11, sími 81866. Laugardagur 19. maí 1979. Sigurður E. Guðmundsson: Löggjöfin um verkamannabústaðina Hinn 18. mai sl. er skylt að minnast bess, aö þá voru liðin rétt 50 ár frá þvi að Alþingi samþykkti löggjöf þá um verka- mannabústaði, sem enn i dag er igildi imörgum meginatriðum. Flutningsmaður lagafrum- varpsins var Héðinn Vald- imarsson, sem þá var einn af 5 þingmönnum Alþýðuflokksins, 2. þingmaður Reykvikinga og formaður Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Aö völdum i landinu sat rikisstjórn Framáóknarflokksins undir for- sæti Tryggva Þórhallssonar og naut hún hlutleysisstuðnings Alþýðuflokksins. Naut frum- varpið stuðnings þingmanna Alþýðuflokksins og ýmissa ágætra þingmanna Fram- sóknarflokksins, en andstæðir þvi voru einkum þingmenn lhaldsflokksins og ýmsir aðrir þingmenn, sem fundu þvi sitt- hvað til foráttu. Það varð þó aö lögum, að vfsu verulega breytt frá frumvarpsgerö Héðins Valdimarssonar, á siðustu stundu, bæði i þeim skiiningi, að það var samþykkt á siöasta degi þingsins, og eins þeim, að kreppan mikla reiö yfir nokkru eftir samþykkt þessog hefði það þá haft litla möguleika á að ná samþykki þingmanna. Komu fyrstu blikur hennar fram hérlendis þegar á haustmánuð- um 1929. íbúðabyggingar fyrir verkamenn i kaup- stöðum 1 frumvarpi sinu gerði Héðinn ráö fyrir þvi, að hlutverk hinna nýjulaga yrði að aðstoða bæjar- stjórnir kaupstaðanna til þess að byggja Ibúðir „fyrir verkamenn sina”, eins og þar stendur. Skyldi rikissjóður i þvi skyni leggja fram, sem óaftur- kræft framlag, 10% byggingar- kostnaðar víð hverja ’íb'úð, en það fé skyldi, ásamt íramlagi úr viðkomandi bæjarsjóði o.fl., renna i byggingasjóð verka- manna, sem stofnaður yrði i hver ju þvi bæjarfélagi, sem léti byggja ibúöir i verkamanna- bústöðum. I meðförunum breyttist frumvarpiö verulega, bæði frá þvi að það var fyrst lagt fram hinn 8. marsz 1928 og eins eftir að það var lagt fram öðru sinni hinn 25. febrúar 1929. Auk þeirrar póiitlsku gagnrýni, sem þaö varð fyrir og siðar verður greint frá, beindist gagnrýni þingmanna aö þvi, aö þvi skyldi eingöngu ætlað að bæta húsakost verkamanna i kaupstöðum, engu minni þörf væri á úrbótum fyrir verka- menn i kauptúnum. Annað gagnrýnisefni var, aö óheppi- legt væri að þvi væri eingöngu ætlaö að bæta húsakost verka- manna, margar aðrar stéttir byggju i mjög slæmu húsnæði og væri ekki minni þörf á að bæta þar úr. Þriöja gagnrýnisefni af þessu tagi var, að óheppilegt væri að stofna sérstakan byggingasjóö verkamanna i hverju þvi byggðarlagi, sem verkamannabústaðir yrðu byggðir I. Nær væri að hafa aðeins einn sjóð og er enda skemmst frá þvi að segja, að sú varð raunin með lagabreytingu, sem gerð var 1935. Afskipti ríkisvaldsins talin til bölvunar Framangreind gagnrýni á frumvarp Héöins var að sjálf- sögðu mjög málefnaleg. En frumvarpið varð að sjálfsögðu einnig fyrir harðri pólitiskri gagnrýni. Kom hún einkum fram í andstöðu þingmanna Ihaldsflokksins, sem beindu mjög spjótum sinum gegn þvi. Töldu þeir frumvarpinu helst til foráttu. Lögðu þeir margir þunga áherzlu á það i ræðum sínu, aö þótt frumvarpið yrði að lögum myndi það ekki hafa i för með sér neinar úrbætur i húsnæðis- málum verkafólks, það væri nánast „kák”ogaðeins „flutt til að sýnast”. Það myndi verða til ills eins og skaða, þvi miður, m.a. vegna þess, að það myndi draga mjög úr sjálfsbjargar- hvöt manna I húsnæðis- og byggingamálum og myndi siðan orsaka hækkun áhúsaleigu. Auk þess myndi þaö ekki koma hinum efnaminnstu til góða, þeir myndu ekki geta greitt af þvi 85% láni, sem fylgja myndi ibúðunum. Um þetta efni fluttu þeir bæði háfleygar og iærðar ræður, sem m.a. fjölluðu af þekkingu um ástandið i hús- næðismálunum bæði i Bret- landi og Bandarikjunum. Töldu þeir afskipti hins opinbera i Bretlandi sanna það, að afskipti rikisvaldsins væru aðeins til bölvunar rétt eins og afskipta- leysi stjórnvalda j Banda- rikjunum leiddi til blessunar og framfara i húsnæðis- og byggingamálum. Þingmenn sveitanna töluðu af öörum sjónarhól. Þeir töldu flestir að vönduöognýtizkuleg húsakynni verkafólks við sjávarsi'ðuna myndu auka mjög á fólks- flóttann úr sveitunum og væri það illa farið, þvi að þar byggi kjarni þjóðarinnar. Þyrfti frekarað styrkja hann i sessi og efla en grafa undan honum með þvi aö byggja svo vönduð húsa- kynni i þorpum og kaupstöðum, aðunga fólkiði sveitunum sækt- ist eftir aö búa i þeim. Þar að auki bentu þeir á, vafalaust réttilega, að húsakynnin i sveit- unum væru litið eða ekkert skárri en það húsnæði, sem almenningur viö sjóinn mætti sætta sig við að búa i. Væri þvi ekki si'öur þörf á nýbyggingu húsnæðis þar. Svöruðu þá tals- menn frumvarpsins þvi til, að sú uppbygging væri hafin fyrir tilstilli þess Byggingar- og Landnámssjóðs, sem þingið hafði þá stofnað litlu fyrr. Afleitur húsakostur til sjávar og sveita Af þeim umræöum, sem fram fóru i þinginu um verkamanna- þaö þvi ótvirætt sannmæli. sem Héðinn sagði i framsöguræðu sinni hinn 25. febrúar 1929, að „fátt væri hægt að gera verka- mönnum meira til hagsbóta en að hjáipa þeim að eignast gott og ódýrt húsnæði”. Verulegar breytingar á frumvarpi Héðins Þegar lögin um verkamanna- bústaði, eins og þau voru sam- þykkt 18. mai 1929, eru borin saman við frumvörp Héðins heitins Valdimarssonar, kemur glöggt i ljós hve margt hefur breytzt I meðförunum og einnig hverjir hafa ráðið mestu þar um. Þannig er glöggt að þaðeru áhrif Tryggva Þórhallssonar, bústaðafrumvarpiö i febrúar — mai 1929 má ráða, að þjóðin hefurbúiö viðafleitan húsakost, jafnt til sjávar sem sveita. 1 framsöguræðu Héðins Valdi- marssonar fyrir frumvarpinu og þeim ræðun, sem hann flutti um málið siðar, kenur fram, að bæjarstjórn Reykjavikur hafði um það leyti látið fram fara itarlega húsnæðiskönnun. Kvað Héðinn niðurstööu hennar á þann veg, að um 2000 ibúðir I Reykjavik væru 1-2 herbergja, ýmist án eldhúss eða meö aðgangi að eldhúsi með öðrum. Taldi hann, að i þessum ibúðum byggju um 5000 manns. Hann kvað 1700 þessara ibúða vera I loftherbergjum eða kjallara -nolum, sem ,,að dómi lækna og allra mannúðarmanna væru óhæfar til ibúöar og hlytu að ieiða til meiri eða minni tortim- ingar fólks þess, sem þar býr”, eins og hann komst að orði. Taldi hann þetta ástand „einhvern svartasta blettinn á Iþjóðskipulagi okkar”. 1 greinargeröinni með frum- rarpinu sagði ennfremur, að „alþýöan I bæjunum búi engu siður I lélegum húsakynnum leldur en til sveita, sérstaklega þó i Reykjavik. Kjallarakomp- rrnar þar og köld og rakasöm loftherbergi stytta ævi verka- lýðsins, auka barnadauðann og aru gróðrastia fyrir berklaveiki ógaðra næma sjúkdóma”. Var fyrst og fremst, sem valda þvi, aö frumkvæði um byggingu verkamannabýstaða eru tekin úr höndum sveitarstjórnanna og - flutt I hendur samvinnufélaga verkafólks, er siðar báru ýmist heitiö byggingarfélög alþýðu eða byggingarfélög verka- manna. Eftir sem áður er þó gert ráð fyrir þeim möguleika, að komi ekki til stofnunar sliks félags i einhverju byggðarlagi getisveitarstjórnin sjálf gengist fyrir byggingu slikra bústaða á grundvelli laganna. önnur breyting verður lika á þá leið, að lögin ná jafnt til kauptúna sem kaupstaða. Þriðja verulega breytingin er sú, að ibúðirnar eru ekki aöeins ætlaðar verka- mönnum, heldur öllum þeim, sem ganga I hin væntanlegu byggingarfélög, svo fremi að þeir fari ekki yfir ákveðið hámark tekna og eigna ,,á siðustu þremur árum”, eins og þar segir. Efnislega er þetta ákvæði óbreytt enn þann dag i dag og gildir það raunar um mörg önnur meginatriði þessara elztu verkamanna- bústaðalaga. Þrátt fyrir miklu breytingar, sem orðiö hafa á islenzku þjóðlifi og þá miklu verðbólgu, sem hefur þjakað og þjáð atvinnu- og efnahagslif hérlendis um áratugaskeiö, hafa lögin reynzt svo vel úr garði gerð, að meginhugsunin i þeim hefur staðið timans tönn. 50 ára Er þvi unnt að taka undir með samþykkt kjaramálaráðstefnu ASl hinn 24.2. 1977, að „frá félagslegu sjónarmiöi orki vart tvi'mælis að verkamanna- bústaðakerfið hafi gefið beztu raun”. Byggingafélög verka- manna stofnuð Skömmu eftir samþykkt verkamannabústaðalaganna var hafist handa um stofnun byggingafélaga verkamanna. Voruhinfyrstustofnuðáriö 1930 á Akureyri, Siglufirði, Flateyri og í Reykjavik. Munu siðan fyrstu byggingaframkvæmd- irnar hafa hafizt á Akureyri og Reykjavik. Fyrsti byggingar- áfanginn i Reykjavik var byggður viö Hringbraut, Bræðraborgarstig og Asvalla- götu og eru i honum 54 ibúðir. Þær voru teknar i notkun i mai 1932, þrem árum eftir samþykkt laganna. Hvildi á hverri þeirra 85% lán til 42 ára. Frá upphafi og til siðústu ára- móta hafa verið byggðar og teknar i notkun samtals 2316 ibúðir, þar af voru 1748 ibúöir byggðar á grundvelli verka- mannabústaðalöggjafarinnar, sem i gildi var, ýmislega breytt, fram i mai 1970, er núgildandi löggjöf tók við. Séu taldar með 1221 ibúö, sem Framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar hefur reistÍReykjavik, erhér um 3537 ibúðir að ræða. Ætla má, að i þeim búi nú um 15-20 þúsund manns. Hafa þær verið reistar i 41 byggöarlagi I landinu. Frá þvi, að núgildandi löggjöf var sett hinn 12. mai 1970 hafa framkvæmdir hafizt við byggingu 842 ibúða. Um siöustu áramót var þar af lokið byggingu 568ibúöa i 21 byggðar- lagi. A árinu 1977 hófust fram- kvæmdir við byggingu verka- mannabústaða i aðeins 3 byggðarlögum. Var þar um að ræða 216 ibúöir i Reykjavik, 8 ibúðir á Selfossi og 3 ibúöir á Seyðisfirði. A siðasta ári hófust framkvæmdir I aðeins 2 byggðarlögum. Var þar um að ræða 21 ibúð á Akureyri og 14 ibúðir á Sauðárkróki. Um siðustu áramót voru i smlðum 274 ibúðir i verkamanna- bústöðum i 7 byggðarlögum i landinu. Langbesti húsnæðis- kostur alls almennings Enginn vafi er á þvi, að lög þau, sem sett voru um 80%-lán- veitingar til byggingar leigu- og söluibúða sveitarstjórna utan Reykjavikur á árinu 1973, hafa Framhald á bls. 3 Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur: SnÚRNMAlAVHIHORFID Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur boðar til félagsfundar um stjórnmálaviðhorfið í dag kl. 14.00 Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu Ræðumenn verða: Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokksins og þingmennirnir Johanna Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfason Fundarstjóri verður Bragi Josefsson StjÓrnÍU FUNDDR UM

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.