Alþýðublaðið - 13.06.1979, Page 2

Alþýðublaðið - 13.06.1979, Page 2
2 Miðvikudagur 13. júní 1979 Albert heiðraður Þann 2. júnl s.l. hélt borgar- öldinni sem leiö. Albert er fyrsti stjórnin I Nice fjölmenna móttöku iþróttamaöurinn sem hlýtur tilheiöurs Alberti Guömundssyni, þessa nafnbót, en meöal annarra alþingismanni, sem viö þaö tæki- heiöursborgara Nice má nefna færi var Utnefndur heiöurs- Giistaf Sviakonung, Napóleon III borgari Nice. Tilefni þess að FYakklandskeisara og myndlista- Albert hlýtur þessa viöur- mennina Matisse og Chagal. kenningu er sú mikla rækt sem Jacques Medicin, borgarstjóri hann lagöi viö uppbyggingu úng- Nice, hélt viö þetta tækifæri ræðu lingastarfs er hann var atvinnu- og mælti fyrir minni Alberts og knattspyrnumaöur I Nice. Hann afhenti honum heiöursskjal og átti þátt í aö byggja upp félagið tákn borgarinnar, sem er gull- „Cavigal” en úr rööum þess hafa stytta af erni. á undanförnum árum komiö við athöfnina voru auk Nice- margir af þekktustu Iþrótta- búa, ýmsir framámenn nærliggj- mönnum Frakka. andi borga, fulltrúar þeirra Þessi heiöursviöurkenning af erlendu knattspyrnuliöa, sem hálfu borgarinnarer næsta fágæt, tóku þátt í millirikjaknattspyrnu- þvl Albert Guömundsson er 21. keppni unglinga, sem þá stóö yfir heiöurborgari Nice frá þvi aö i Nice og Jacques Dumar-Lair- þessi siöur var tekinn upp á 0lle, ræöismaöur tslands I Nice. fFramhaldsnám á Sauðárkróki Á komandi vetri verður kennsla á eftir- töldum námsbrautum við framhalds- deildirnar á Sauðárkróki: 1. ár Almennt bóknám, Viðskiptabraut, Uppeldisbraut, Heilsugæslubraut. 2. ár Viðskiptabraut Frekari upplýsingar veitir skólastjóri Gagnfræðaskólans, Friðrik Margeirsson i sima 95-5219. Skólanefndin I Verslunar- ^8 greinar Viljum ráða kennara til að annast kennslu verzlunar- og hagfræðigreina við Gagn- fræðaskólann og Framhaldsskólann á Sauðárkróki Frekari upplýsingar veitir skólastjórinn Friðrik Margeirsson i sima 95-5219 eða formaður skólanefndar, Jón Ásbergsson i sima 95-5600/5544. Skólanefndin á Sauðárkróki. fejF Heilsugæslustöð Kópavogs Meinatækni vantar tii afleysinga i ágúst. Upplýsingar gefnar á rannsóknastofu, sími 40400. i ÚTBOD Tilboö óskast I eftirfarandi fyrir Hafmagnsveitu Reykja- vfkur: A. Smiöi sökkla, veggeininga, þakplatna o.fl. I 9 dreifi- stöövar og fullnaöarfrágang á þeim. B. Smiöi þakkanta, dyrabúnaöar o.fl. fyrir 9 dreifi- stöövar. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10 þús. skilatryggingu fyrir hvort verk. — Tilboöin veröa opnuö á sama staö miövikudaginn 4. júli n.k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYK]AVÍKURBORGAR Frílcirkjuveqi 3 — Sími 25800 Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 14. júni kl. 8.30 s.d. i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: Kjaramálin, frummælandi Jóhannes Siggeirsson. Sýnið skirteini við innganginn. Stjórnin. BORGARSTJÖRNAR- MENN í MOSKVU Ég vil sérstaklega flytja sovésku fólki þakkir fyrir það 'hve yiljugt það hefur verið aö segja frá árangri sinum og deila starfsreynslu sinni meö okkur, — sagöi Sigurjón Pétursson, forseti borgárstjórnar Reykjavlkur á fundi meö starfs- mönnum hverf isstjórnar Gagarlnhverfisins I Moskvu. Sigurjón Pétursson kom, ásamt þeim Björgvin Guömundssyni varaforseta Borgarstjórnar Reykjavikur og Davlð Oddssyni borgarfulltrúa, til Sovétrikj- anna I mailok og haföi þar viku- viödvöl I boöi borgarráös Moskvuborgar. Hinn 29. mai tók varaforseti borgarráösins, Vladimir Konovalov, á móti hinum Islensku gestum. Hann lýsti störfum borgarráösins fyrir gestum, en þar er um aö ræöa stjórnarstörf fyrir borg sem telur yfir átta miljónir Ibúa. Þróun Moskvu fer að heildar- skipulagi sem nær allt til ársins 2000. Mikilvægasti liður þeirrar áætlunar er bygging nýs ibúöarhúsnæöis fyrir borgar- búa. Svo er miklum byggingar- hraöa siöustu tveggja áratuga fyrir aö þakka aö hlutfall nýs ibúðarhúsnæöis I Moskvu er nú komiö upp i 95-98%. Samkvæmt áliti Konovalovs er óhjákvæmi- legt aö byggja ibúöarhúsnæöi upp á 40-50 miljónir fermetra til viðbótar, ef takast á aö ráöa endanlega bót á húsnæöisvanda borgarinnar. Eins og stendur fá borgarbúar 130 þúsund nýjar ibúðir á ári. íslensku gestunum var sagt frá undirbúningi ólympíideik- anna 1980 I höfuðstöðvum »am- kvæmdanefndar þeirra. Veriö er aö byggja 12 meiriháttar ný Iþróttamannvirki I Moskvu og endurbyggja 34 eldri. Islensku gestirnir komu einnig I Kreml, heimsóttu Þróunarsýningu atvinnuveg- anna, þar sem hundruð sýningarmuna segja frá land- vinningum mannsins I geimn- um, allt frá fyrsta sovéska gerfihnettinum, sem sendur var á loft árið 1957 til hinnar varan- legu rannsóknarstöövar „Saljut” þar sem tveir geim- farar eru nú aö störfum á spor- braut umhverfis jöröina. Gaumgæfilegust kynning á skipulagsstörfum borgarinnar fór fram I Gagarínhverfinu, sem er eitt af 32 stjórnar- hverfum Moskvu I suövestur- hluta borgarinnar. Forseti framkvæmdaráös, Egor Glé- bov, tók á móti gestunum I byggingu hverfisstjórnarinnar. Hér er um allstórt hverfi aö ræða þótt ekki sé þaö hið stærsta i Moskvu. Það nær yfir 6150 hektara svæöi og þar búa 259 þúsund ibúar. Á tveggja og hálfs árs fresti eru kjörnir 300 fulltrúar úr hverfinu sem slöar kjósa framkvæmdarstjórn, þrettán manns. Fulltrúarnir 300 deilast niöur i 25 hópa. I þessum hópum eru erindi borgarbúa tekin til umfjöllunar, umsóknir, kvartanir, tillögur. Vandamál sem krefjast skjótrar lausnar eru borin upp viö framkvæmda- stjórnina. Framkvæmdastjórn gefur fulltrúaþingi skýrslu um gerðir sínar tvisvar á ári hverju. Fjárhagsáætlun hverfisins nemur 28.5 miljónum rúblna. Mest af útgjöldunum fer til félagslegra þarfa. 26% fara til heilbrigðisþjónustu, sömu- leiöis til menntamála 26%, 10% til Ibúðabygginga og svo fram- vegis. Forsetinn sýndi gestum ólympluþorpið, sem er I Gagarinhverfinu, stóra steypu- verksmiöju sem framleiöir margra hæöa hús I einingum, nýtt verslunarhús og önnur mannvirki sem borgarfulltrúar þessa hverfis telja sér til stolts. (APN) Ékki skerða framlög til grunnskóla Samþykktir aukafulltrúaþings S.G.K. 6.-7. júni 1979. 1. Aukafulltrúaþing S.G.K. haldiö I Melaskóla 6.-7. júnl 1979 mótmælir harölega þeim vinnubrögöum menntamála- ráöherra og menntamála- ráöuneytis aö setja yfirvinnu- þak á kennara án nokkurs samráös við kennarastéttina. Þingiö telur æskilegt aö dreg- ið sé sem mest úr yfirvinnu allra stétta, en telur aö slfkt verði ekki gert meö einhliöa ákvöröun gagnvart kennara- stéttinni einni. Skorar þingið á stjórn S.GJK. aö vinna aö þvi, I samstöðu við fél. skólastjóra og yfir- kennara og önnur kennara- samtök, aö ákvöröun þessi verði felld úr gildi og aö fullt samráö veröi haft við kenn- arasamtökin um þessi mál. Beri þaö ekki árangur felur þingið stjórninni aö beita hörðum aögeröum til aö knýja á um lausn þessamáls. 2. Aukafulltrúaþing S.G.K. haldiö I Melaskóla 6.-7. júni 1979, „Barnaáriö”, vekur at- hygli foreldra og annarra er láta sig skólamál varöa á þeirri breytingu á fram- kvæmd menntastefnu grunn- skólalaga er lýsir sér i þeirri ákvöröun Alþingis og stjórn- valda að skerða framlög til grunnskólans. Skv. ákvöröun menntamála- ráöuneytisins bitnar þessi niðurskurður eingöngu á innra starfi skólans. Niöur- skurðurinn kemur m .a. fram I þvi: a) aö fækkaö er um eina kennslustund á viku I 4.,5. og 6. bekk, en námskröfur óbreyttar. b) aðkennslustundum fyrir val- greinar í 9. bekk fækkar. c) að útreikningi á kennslu- stundum fyrir 6 ára deildir er breytt þannig aö I fámennum skólum er um stórfelldan niðurskurð aö ræöa. d) aöráöstöfunarstundum skóla er fækkaö og kemur það m.a. niöur á þjónustu vegna skóla- safaa, félagsmála og stjórn- unar. Þingiö vekur athygli á þvi, aö niöurskuröur þessi kemur mjög misjafnt niöur á skólum og er i andstöðu við þá skóla- stefnuaö nemendur hafi jafn- an rétt til náms án tillits til búsetu. 3. Aukaþing S.G.K. haldiö I Melaskóla 6.-7. júnl 1979 telur aö réttur skóla til að ráöstafa stuðnings- og hjálparkennslu eigi aö vera óbreyttur eins og verið hefur en úthlutun fræðsluskrifstofa á þessum stundum eigi eingöngu aö miöast viö viöbótarþörf ein- stakra skóla. F.h. Sambands grunnskólakennara, Guöni Jónsson PÓST, OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða TALSÍMAVÖRÐ. Kröfur eru gerðar til góðrar kunnáttu i einu norðurlandamálanna og ensku, auk þjálfunar i vélritun. Nánari upplýsingar verða veittar i starfsmannadeild Póst- og símamálastoiuunarinnar. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Umsóknarfrestur um skólavist i bænda- deild er til 1. ágúst n.k. Þeir sem óska eftir að stunda nám við búvisindadeild skulu senda umsóknir sin- ar fyrir 1. júli. Skólastjóri. Félagsmálafulltrúi Óskum að ráða starfsmann, sem getur unnið sjálfstætt að leiðbeininga- og félags- málastörfum. Lögfræðimenntun æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. júli n.k. Nánari upplýsingar á skrifstofunni Grettisgötu 89. Bandalag starfsmanna rikis og bæja. Kennara vantar að grunnskólanum i Sandgerði: stundakennara i tónmennt og trésmiði einnig almennan kennara með aðal- kennslu i stærðfræði og eðlisfræði Upp- lýsingar hjá skólastjóra i sima 92-7436.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.