Alþýðublaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.06.1979, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 14. júní 1979 Umferðarfræðsla Brúðuleikhús og kvikmyndasýning fyrir 5-6 ára börn i Kópavogi. Fiiæðslan fer fram sem hér segir: 14. júni Snælandsskóli Kársnesskóli 18. júni Kópavogsskóli Digranesskóli kl. 09.30 og 11.00 kl. 14.00 og 16.00 kl. 09.30 og 11.06 kl. 14.00 Og 16.00 Lögreglan i Kópavogi. Umferðarráð. Frá Kennaraháskóla íslands i 19. gr. laga nr. 51/1978 um embættisgengi kennara og skólastjóra (Ákvæði til bráða- birgða) segir svo: ,,Þeir sem við gildistöku þessara laga hafa starfað sem settir kennarar við skyldunáms- skóla 4 ár eða lengur, en fullnægja ekki skil- yrðum laganna til að hljóta skipun í stöðu, skulu eiga kost á að Ijúka námi á vegum Kennaraháskóla íslands til að öðlast slík réttindi. Um tilhögun námsins og mat á fyrri menntun og starfsreynslu skal setja ákvæði í reglugerð". I samræmi við þessi ákvæði hefir mennta- málaráðuneyti nú í maímánuði gefið út reglu- gerð, þar sem kveðið er nánar á um nám þetta. Bréf með reglugerðinni og umsóknareyðu- blöðum hafa þegar verið send þeim sem rétt eiga á námi þessu og voru í starf i nú á liðnum vetri. Þeir sem telja sig eiga rétt samkvæmt ákvæðum laganna en hafa ekki fengið bréf um það eru beðnir að haf a samband við Kenn- araháskóla (slands, menntamálaráðuneytið eða stéttarfélag sitt sem allra fyrst. Umsóknarf restur um námið rennur út 30. júní næstkomandi. Rektor ® ÚTB0Ð Vegna sameiginlegra innkaupa borgarstofnana óskast til- boö i kjötvörur, nýlenduvörur, mjólkurvörur, fisk o.fl. Ctboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudag 5. júli næst- komandi ki. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN reykjavíkurbor.gar Fríkirkjuvcgi 3 — Sími 25800 Námskeið um viðgerðir á einangrunargleri Dagana 19. júni og 20. júni verða haldin verkleg námskeið i viðgerðum á einangr- unargleri. Leiðbeinandi verður Knud Mogensen ráðgjafi við Teknologist Instit- ut i Danmörku. Námskeiðin standa yfir frá kl. 9-17 hvorn dag og verða haldin i Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins að Keldnaholti. Þátttökugjald er kr. 30 þús., matur og kaffi innifalið. Þátttaka tilkynnist Iðntæknistofnun Islands, simi 8-15-33. Iðntæknistofnun íslands Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins flðalfundur Amnesty International Sfðastliðið þriðjudagskvöld var aðalfundur tslandsdeildar Amnesty International haldinn að Hótel Esju. Formaður deildarinnar, Margrét R. Bjarnason blaða- maður, flutti skýrsfu fráfarandi stjórnar. Þá fluttu formenn starfshópanna tveggja, þau Linda Jóhannesson og Asgeir B. Ellertsson, skýrslu um starf- semina s.l. starfsár. Báðir hafa hóparnir verið mjög athafna- samir og lagt lið til þess að skoðanafangar I mörgum lönd- um væru leystir úr haldi. Linda Jóhannesson gaf skýrslu um störf skyndiað- gerðahópa og Anna Atladóttir ræddi störf herferðahópa og skýrði hún frá þvi að 22. þ.m. myndi hópurinn beita sér fyrir kynningu á baráttunni gegn mannréttindabrotum i Argen- tínu. Gjaldkeri deildarinnar, Frið- rik Páll Jónsson, lagði fram reikninga hennar. Siðan voru breytingar gerðar á lögum deildarinnar til samræmis við lög alþjóðasamtakanna. Margrét R. Bjarnason var endurkjörinn formaður. Jóna Llsa Þorsteinsdóttir baðst und- an endurkjöri I stjórn. í staö hennar var Anna Atladóttir kjörin. Að öðru leyti var stjórnin endurkjörin, en hana skipa ásamt fyrrnefndum aðilum: Erika Urbancic kennari, Frið- Margrét R. Bjarnason var end- urkjörin formaður Amnesty. rik Páll Jónssonfréttamaður og Sigurður Magnússon fyrrver- * andi blaðafulltrúi, en hann er jafnframt varaformaður. 1 yarastjórnvoru kjörnir séra Areiius Nlelsson og Ingi Karl Jóhannesson framkvæmda- stjóri. Asgeir B. Ellertsson baðst undan endurkjöri til for- mennsku starfshóps; voru hon- um þökkuðmikilogárangursrik störf að undanförnu. Bergljót Guömundsdóttir var valin, I stað Asgeirs, til forystu I starfs- hópnum. Formenn annarra hópa eru þau Linda Jóhannes- son og Þórir Ibsen. Margt fróðlegt kom fram á fundinum um starfsemi tslandsdeildarinnar, sem hér er ekkirúm að rekja, en auðsætt er að deildin, sem nú er skipuð um 300 félögum, hefur að undan- förnu unniö mikið og gott starf að málefnum mannréttinda. A fundinum voru til sölu ýmis erlend rit er fjalla um mann- réttindiogbrotá þeim.auk þess sem lagður var fram nýr kynn- ingarbæklingur. Þeim, sem vilja gerast félagar eða leggja málinu lið með öðr- um hætti, er bent á skrifstofú samtakanna að Hafnarstræti 15 I Reykjavik. Póstmlmer deild- arinnar er 7124. Alþýðublaðið miin fjalla nán- ar um störf og stefnu samtak- anna næstkomandi laugardag. G.Sv. Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar: Halda skal í skefjum kauphækkun hálaunastétta Undanfarnar vikur hefur flest snúist til verri vegar 1 þróun kjara- og verðlagsmála. Hátekjuhópar hafa hrifsað til sin ómældar launahækkanir og stöðugt berast fleiri og hærri kröfur frá hátekjuhópum og á sama tlma eykst verðbólgan hröðum skrefum. Ekki sist vegna hækkana hvers konar opinberrar þjónustu. A sama tima og rlkisstjórnina skortir flest til aö berjast gegn þessum verðhækkunum hefur hún verið að skerða vísitölugreiðslur á al- mennt kaup. Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Framsóknar lýsir að verkafólk er reiðubúið til raun- hæfrar baráttu gegn verðbólgu en sú barátta veröur að felast I öðru en einhliöa vfsitöluskerð- ingu rikisstjórnarinnar. Fund- urinn skorar á stjórnvöld að gera nú þegar ráðstafanir til að halda I skefjum kauphækkun hálaunastétta og tryggi að verð- bætur á almenn laun haldi sér eins og samningar og lög segja til um og berjast gegn verö- hækkunum af einurð og festu. Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Framsóknar lýsir þvi yfir að félagið muni alls ekki þola vaxandi launamismun I landinu og áréttar fyrri afstöðu sina að verði það látið viðgang- ast af rlkisvaldinu muni Verka- kvennafélagið Framsókn gera allar þær gagnráðstafanirsemfé* lagiö hefur yfir að ráða. Fund- urinn vill minna rlkisstjórnina á að I upphafi ferils slns hét hún þvi að tryggja kaupmátt almenns launafólks miðað við samningana frá 1977 og vaxandi launajöfnuð, þetta markmið studdu og styðja verkalýös- samtökin, kaupmáttur lægri launa verður að hafa algjöran forgangsrétt og siðan verður stefnan að vera hækkun kaup- máttar almenns verkafólks, auknar félagslegar umbætur og réttindi sem stuöla aðauknum jöfnuði i landinu. Glati rlkis- stjórnin þessari framtiðarsýn i stefnu sinni og störfum hefur húnglatað stuðningi verkafólks. Opið bréf til Ferðaraálasjóðs: Veitingahúsarekstur á landsbyggðinni á í vök að verjast Stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda hefur á fundi slnum rætt sölu Ferðamála- sjóðs á Flókalundi til verka- lýöshreyfingarinnar. Harmar hún, að félagasamtök skuli hafa verið tekin fram yfir einka- reksturinn, að hótel, sem byggt er upp fyrir lán úr Feröamála- sjóði, skuli að nauðsynjalausu gert að orlofsheimili. Mála- myndagerningur þess efnis, að almennur hótelrekstur skuli þar um alla framtíð er marklaus, enda hlýtur sllkt að vera and- stætt markmiðum og hagsmun- um kaupenda. Okkur er tjáð, að ráðstöfun þessihafi ákvarðast af hagstæð- ara verðtilboði verkalýðshreyf- inearinnar, en veitingamanns þess, er einnig falaöist eftir eigninni. Hafi endatölur verið svipaöar en staðgreiðsla fyrr- nefndu aðilanna hærri. Meðtilliti til þeirra lánakjara og verðtryggingar, sem Ferða- málasjóður býöur, og ætla má að gildi við þessa sölu, veröur ástæða þessi haldlltil, aðeins virðist spurning um vilja sjóðs- stjórnar til fjármagnsdreifing- ar. Veitinga- og gistirekstur um is- lenzku landsbyggðina á i vök að verjast vegna uppbyggingar alls kyns .•} lofs-, dvalar- og félagsheimila. Þau njóta skatt- friðinda og eru niðurgreidd og kostuð af ýmsum hags- munahópum. Við bætist, að Ferðaskrifstofu ríkisins er með lögum gert að opna á annan tug sumarhótela, sem fleyta rjómann af ferðamanna- straumnum, en loka dyrum sin- um um leið og dregur úr um- ferð. Þau.ásamt orlofsbyggöun- um,hirða tekjur, sem árshótel- unum eru nauðsynlegar til þess að standa undir taprekstri vetrarmánaðanna, en bera engar þjónustuskyldur við þá, sem erindi eiga um landið utan sumartima. Sé þaö vilji forustumanna ferðamála og annarra ráða- manna, að á Islandi sé enginn veitinga- og gistirekstur utan félagsheimila og Eddu hótela, tiu vikur sumars, er stefnan rétt mörkuð. Sé hins vegar nauðsyn- legt talið að fá megi húsaskjól og beina árið um kring þarf gagngera endurskoðun á viðhorfum til einstaklings- framtaksinsogframlagi þesstil hérlendra ferðamála. Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda, Bjarni I. Arnason formaður Hólmfríöur Arnadóttir framkvæmdastjóri Kj úkr un arf r æðingar Tvo hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Annan frá 1. ágúst ’79. Hinn frá 1. sept: ’79. Skurðstofumenntun æskileg. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunar- forstjóri i simum 7403 og 7466. F jór ðun gss j úkra húsið Neskaupstað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.