Alþýðublaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.10.1979, Blaðsíða 9
9 Alþýðubiaðið 60 ára hressilegur blær á blaöinu á þess- um tima. En þaö var llka ýmislegt smá- legt, sem geröi sitt. Þetta voru hlutir, sem aöeins kröföust örlltils hugmyndaflugs, og þess, aö menn nenntu aö bera sig eftir þvi. Eitt af þessu var þátturinn „Hleraö”, en þaö voru óstaöfestar fréttir, örstuttar, en settar upp á áber- andi hátt. Þetta var alger nýjung á þessum tlma. „Saga til næsta bæjar” var óvenjuleg, Kynaug frétt, sett til aö gleyma ekki léttu hliöunum. Þaö eru nefnilega til skemmtilegar fréttir lika, þó þær vilji oft gleymast. Og ekki má gléyma „Opnunni”. Þaö var miöopnan i blaöinu, sem fyllt var meö liflegum fréttum og frásögnum, öllum stuttum, af fólki og atburöum. Þetta voru aöallega fréttir utan úr heimi, þvi þaö er ekki svo mikiö um aö vera hér. Unga fólkiö sérstaklega gleypti þetta i sig. — Viö vorum lika meö ýmsar sölubrellur, á borö viö rallýin og kappsiglingarnar núna. Þarna er veriö aö búa til fréttir, og jafn- framt reynt aö komast i samband viö fólkiö. Viö höföum okkar sild- ardrottningu, hétum verölaunum og boöi til Reykjavikur meö há- degisveröi á Nausti, þeirri söltun- arstúlku, sem saltaöi mest yfir sumariö. Viö fengum reglulega skýrslu frá söltunarstöövum noröanlands og austan og birtum stööuna i keppninni vikulega. Þetta mun hafa veriö á árunum 1961 til 1962, mánuöina júnl til júli. Þessi keppni haföi þann kost, aö þaö voru margir þátttakendur i henni, bæöi söltunarstúlkurnar og allir I kringum þær biöu spenntir eftir hinu vikulega upp- gjöri og svo úrslitunum sjálfum. Viö vorum lika meö mikiö happdrætti einu sinni, happdrætti Alþýöublaösins.” Blöðin lifa á auglýsingum — Gekk ekki rekstur Alþýöu- blaösins vel úr þvi blaöiö var svona útbreitt? „Nei, þaö er sama hvaö þú sel- ur mikiö af blaöi, þaö eru auglýs- ingarnar, sem blööin lifa á. Dag- blaö gengurekkihér á landi á út- breiöslunni einni saman. Og aug- lýsingar jukust sáralitiö I Alþýöu- blaöinu, þótt upplagiö stækkaöi mikiö. Þaö er svo mikiö háö hefö, i hvaöa blaöi menn auglýsa og þaö ræöur ekki siöur en eintaka- fjöldi blaösins. Auk þess má nefna þaö, aö viö eitthvaö, sem ég hef gert, þá er þaö aö hafa stuölaö aö þvi aö höggva á tengslin ýnir Gisla J. Astþórsson I ritstjórastóli á Alþýöublaöinu. Þetta herbergi var inn af svölun- um. Gísli prilaöi einhvern veginn niöur á svalirnar og náöi mynd af njósnaranum I gegn um gardin- urnar. Þetta var aö visu ekki skýr mynd, en þó þaö besta, sem hægt I , var aö ná viö þessar aöstæöur. Ekki veit ég, hvernig hann GIsli fór aö þvi aö komast niöur á sval- " irnar, en þaö er mikiö, aö hann skyldi ekki hafa drepiö sig á þessu!” Fyri.rmyndir — Haföir þú einhverjar sér- stakar fyrirmyndir, þegar þú varst aö breyta Alþýöublaöinu, Gisli? „Já, uppsetningin má segja aö hafi veriö sniöin eftir enska „tabloidinu”, sem kallaö er. Þannig var Daily Mirror á tima- bili. En sé rétt aö kalla Alþýöublaöiö I minni ritstjórnartíö eftirmynd erlendra blaöa, þá var þaö ákaf- lega ófullkomin eftirmynd. Manni fannst þetta eiginlega „plat”- blaöamennska. Viö vorum aö ' reyna aö gera nokkuö, sem viö réöum I rauninni ekki viö sökum mannfæöar. Erlendu stórblööin J. Ástþórsson :íð hans hafa heilu herdeildirnar af blaöa- mönnum á sinum snærum og þeir teljast heppnir, ef þeir fá birta eftir sig smáúausu þriöja eöa fjóröa hverndag. Helmingnum af þvl, sem blaöamennirnir skrifa, er hreinlega kastaö.” Léleg prentun — Háöi þaö ykkur ekki mikiö, hvaö prentunin var léleg? „Jú, sérstaklega I sambandi viö myndirnar. Þaö varö oft grátur og gnístran tanna, þegar mikiö haföi veriö haft fyrir þvl aö ná góöri fréttamynd, sem svo naut sin ekki vegna þess hve prentvél- arnar voru lélegar. Viö vorum alla tiö meö sama sem ónýta prentvél. Þetta var vél, sem viö fengum rétt eftir seinna striö, og var alltaf aö brotna og bila. Þegar ég kom á blaöiö, var ekki aöeins aö þaö vantaöi fyrirsagna- letur, eins og ég minntist á áöan, heldur var meginmálsletriö svo slitiö, aö þaö var i rauninni ónýtt. Viö uröum þvi lika aö fá nýtt meginmálsletur.” Ástæður velgengni — Alþýöublaöiö varö samt næstútbreiddasta blaö landsins undir þinni stjórn. Hverju vilt þú þakka þessa velgengni? „Nú þessi „haröi” og óháöi fréttaflutningur okkar féll lesend- um vel I geö, og uppsetningin hef- ur líka haft mikiö aö segja. Yfir- leitt held ég aö hafi vériö all- gáfum eiginlega meö þeim blöö- um, sem viö seldum út á land. Póstburöargjöldin voru þaö há, aö þaö hreinlega borgaöi sig ekki aö selja út á land.” Af stjórnmálamönnum — Nú voru samtimis þér sér- stakir stjórnmálaritstjórar á Alþýöublaöinu. Hvernig voru samskipti þln viö þá? „Já, Helgi Sæmundsson var rit- stjóri meö mér framan af, en slö- an Benedikt Gröndal. Samvinnan viö þá var góö. Þeir litu aöeins á sig sem pólitiska ritstjóra og skiptu sér ekki af almennum fréttaflutningi. Þetta fyrirkomu- lag var alger nýjung á þeim tima.” — En stjórnmálamennirnir, áttu þeir þaö ekki til aö reyna aö hafa áhrif á ritstjórn þina? „Jú, stjórnmálamenn voru stundum aö hringja I mig og spyrja t.d. hvers vegna ræöan þeirra væri ekki á forsiöu. Þá svaraöi ég þvi til, aö ég vildi gjarnan flytja frétt af ræöunni, e.t.v. væru I henni einhverjir spennandi hlutir, sem ættu erindi á forsiöu. En ég vildi ekki birta ræöur stjórnmálamanna i heild, og alveg sjálfkrafa, eins og eitt- hvert guöspjall. Enda vitum viö þaö báöir,” segir Gisli og kimir, „aö þaö er aöeins ræöumaöurinn sjálfur, sem les sllkar ræöur. Ég var llka oftar en einu sinni kallaöur fyrir, t.d. beöinn ' aö koma niöur i stjórnarráö og þá var veriö aö kvarta yfir frétta- flutningi blaösins. Þaö var erfitt aö standa á móti þrýstingi af þessutagi, en ef ég heföi ekki gert þaö, þá heföi ég vara ekki sdt blaöiö. Nú oröiö eru menn farnir aö átta sig betur á þessu. Ég tel þá breytingu, sem þarna hefur oröiö á, afskaplega mikilvæga. Ef ég má leyfa mér aö vera ánægöur meö eitthvaö, sem ég geröi, þá er þaö aö hafa hjálpaö til aö koma þessari breytingu i kring. Sumir framámenn Alþýöu- flokksins létu mig algerlega I friöi hvaö þetta snerti, t.d. Eggert G. Þorsteinsson. Hann var tiöur gestur á ritstjórnarskrifstofun- um, og ófeiminn viö aö koma meö uppástungur. En hann þrýsti aldrei á meö aö koma slnum skoöunum I blaöiö. Þess vegna fékk hann e.t.v. bestu þjónustuna, af þvi aö viö kunnum aö meta þetta.” Hin blöðin — Tóku hin blööin þessar breyt- ingar, sem þú stóöst fyrir, upp eftir Alþýöublaöinu? „Fyrstu 3-4 árin sátum viö einir aö breytingunum, viö vorum einir meö þennan „nýja tón” I blaöa- mennskunni. Hin blööin tóku ekki viö sér strax, heldur héldu áfram þessari islensku blaöahefö. Þau voru aö mínum dómi „korrekt” uog deyföarleg. Siöan fóru hin blööin aö herma eftir okkur. Indriöi G. Þorsteins- son fór frá Alþýöublaöinu, eftir aö honum haföi boöist ritstjóra- staöa á Timanum. Þá fór Tíminn aö brölta. Vlsir var eitthvaö aö fikta viö þetta lika, hann geröi tvær, þrjár tilraunir, feimnis- legar, I átt viö þaö, sem viö vor- um aö gera. Þjóöviljinn var ákaf- lega andaktugur fyrst, og fussaöi og sveiaöi mikiö yfir þessum myndum af sundfatapium. En svo fór Þjóöviljinn llka aö lauma • inn þannig myndum. Um Morgunblaöiö á ég dálltiö erfitt aö ræöa, en um þessar mundir var ungur blaöamaöur þar dubb- aöur upp I ritstjóra, Sú ráöning byggöist á blaöamennskusjónar- miöum fremur en pólitískum, sem betur fer. Þetta var Matthias Jóhannessen”. Löng kyrrstaða rofin ,,A þessum tlma var búin aö vera kyrrstaöa svo lengi I Islensk- um blaöaheimi, aö þaö var I raun- inni bara spurningin um aö gera eitthvaö nýtt. Þaö þurfti eiginlega bara aö segja „Jæja strákar, eig- um viö ekki að breyta til?” Svona einfalt var þaö þá. Nú eru eigin- lega allir búnir aö gera allar kúnstir, sem hugsanlegar eru á þessum vettvangi. Þaö væri kannski helst eftir aö prófa aö setja lykt I blöðin. Ég hef satt best aö segja aldrei botnaö almennilega i ástæöum þessarar löngu kyrrstööu. Astæö- an hlýtur bara aö vera þessi venjulega feimni viö aö brjóta heföir.” Sigga Vigga og fleira fólk — Þú teiknaöir mikiö I Alþýöu- blaöiö meöan þú varst ritstjóri. „Já, ég geröi talsvert af þvl. Ég haföi gaman af aö gripa I þetta á kvöldin, þegar ég var kominn heim. Ég teiknaöi stundum skop- myndir af sérstöku tilefni, ein- hvers konar „komment” eba ádeilu á tiltekna atburöi. Svo var auövitað Sigga Vigga. Hún varö til meöan ég var á Alþýðublaö- inu.” og GIsli dregur fram möppu meö gömlum teikningum af Siggu, „Þarna getur maöur séö hvernig hún þróast. Fyrst var hún ákaflega ólik sjálfri sér, kubbsleg finnst mér núna. En þetta lagað- ist meö æfingunni.” — Hvar læröir þú ab teikna, Gisli? „Mitt myndlistarnám er nú ekki mikib til ab tala um. Ég hélt á timabili, þegar ég var ungur, aö ég nennti ekki I franihaldsnám. Þá var ég einn eöa tvo mánuöi á Handiöaskólanum. Svo byrjaöi ég aftur aö teikna þegar ég kom á Alþýðublaðiö.” „ Mér f innst vanta ákaflega m ik- iö I islenska blaðamennsku meira af skopteikningum En þaö hefur ekkertblað hér efni á að hafa sér- stakan skopteiknara, þvl þetta yröi aö vera fullt starf, ef vel ætti aö vera.” Blaðamennskubakterían Núer kominn tlmi til aö kveöja. Ég spyr Glsla aö endingu um blaöamennskubakteriuna. — Þú sagöir I viötali viö Alþýöublaöiö fyrir tlu árum, aö þú værir aðkomast yfir löngunina til aö fara aftur 1 blaöamennsk- una, eftir sex ár annars staöar — svipaö og reykingamaöurinn, sem tekst að halda tóbaksbind- indiö nógu lengi. Nú ert þú aftur kominn út I blaöamennskuna. „Já, ég er núna ritstjórnarfull- trúi á Morgunblaöinu. Eftir ab ég hætti á Alþýöublaöinu var ég fulltrúi hjá útvarpinu I tvö ár, ög siöan kennari. Ég ætlaöi aö nota timann til að skrifa. En þaö varð minna úr þvi en til stóö. Kannski maöur hafi verið oröinn of vanur þvi aö vinna undir pressu. Þegar ég var viö kennkluna, var ég aö reyna aö telja mér trú um þaö, aö ég gæti losnaö viö blaöamennskubakteriuna. En það fór á annan veg. Þessi bakt- eria er ódrepandi, sá sem einu sinni hefur ánetjast blaöa- mennskunni, losnar ekki viö hana úr blóðinu upp frá þvl.” Ég kveöGisla. „Ég vona bara aö ég hafi ekki kjaftaö allt of mik- iö,” segir hann aö skilriaði. „Nei, þaö er litil hætta á þvi,” segi ég. „Það var margs aö spyrja”. Kjartan Ottósson (BKStíP 44, 4r|. — f«itn4i|ur 5. ipril 1963 - 10. tbl r r r Afmœliskveöjan meö upprisuletrinu I fyrirsögn, sem segir frá i viötal- inu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.