Alþýðublaðið - 07.11.1979, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.11.1979, Qupperneq 4
Tónlist Nú i nóvemberbyrjun gista Norræna húsiö tveir norrænir tóniistarmenn, þeir Erik Berg- man tónskáld frá Finnlandi og bassasöngvarinn Ulrik Cold frá Danmörku. ERIK BERGMAN fæddist 1911 i Nykarleby. Hann hefur einkum numiö tónlist i Evrópu og er núliklega sá tónlistarmaöur frá Finnlandi, sem mest hefur gert til þess aö levsa finnska tónlist úr viöjum hinnar þjóölegu róman- tikur, sem fyrir hin sterku áhrif Sibeliusar hélt lengst velli i Finn- landi allra Evrópulanda. Erik Bergman heíur samiö hljóm- sveitarverk, kammertónlist og pianóverk.en einkum mun hann vera þekktur fyrir kórverk sin (meö eða án hliómsveitar), og sjálfur er ha;nn framúr- skarandi stjórnandi. Hann samdi m.a. verk fyrir karlakórinn Fóst- bræöur „Voices in the Night”, og mun kórinn flytja þetta verk hans miövikudaginn 7. nóvember kl. 20.30, en Erik Bergman talar þá um tónverk sin og finnska nútfmatónlist I fundarsai Norræna hússins. Næsti gestur veröur bassasöng- varinn ULRIK COLD (f.1939). Hann hlaut söngmenntun sina hjá Else Brems jafnframt þvi, sem hann las lögfræði. Frumraun sina þreytti hann 1966 i óperu eftir Menteverdi „Krýning Poppeu”, og siöan hefur hann sungiö á óperusviöum bæöi heima og erlendis (Kassel, Berlin og Amsterdam), þar sem voldug bassarödd hans hefur tryggt hon- um sess. 1 Norræna húsinu syngur hann viö undirleik Guörúnar Kristinsdóttur, en á efnisskrá veröa m.a. lög eftir Carl Nielsen, Heise, Hugo Wolf, Debussy og Ravel. Tónleikarnir veröa fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30. Leikrit vikunnar Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.10 veröur flutt leikritiö „Kirsu- berjagaröurinn (Vishnevii sad) eftir Anton Tsjekhov. Eyvindur Erlendsson þýddi leikinn og er jafnframt leikstjóri. 1 stærstu hlutverkunum eru Þóra Friöriks- dóttir, Jón Sigurbjörnsson og Þórhallur Sigurösson. Flutningur leiksins tekur 110 mfnútur. Leikurinn fer fram um alda- mótin siöustu á óöali Ljúbov Ranevskoju I Noröur-Rússlandi. Meöal annarra hlunninda á landareigninni er fallegur kirsu- berjagarður, en nú er fjárhag Framhald á bls. 2 i • Morgunblaðiö og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins halda því fram að fyrir kosningarnar 1978 hafi Alþýðuflokkurinn blekkt kjósendur sína með óraunhæfum kosningaloforðum. • ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir hér ræðu eins af frambjóðendum Alþýðuflokksins, sem haldin var þremur dögum fyrir kosningar 1978/ og birt í einu landsmálablað- anna. •Þetta dæmi afsannar rækilega áróður MORGUNBLAÐSINS og leiðir í Ijós samhengið i málflutningi Alþýðuflokksins fyrir kosningar '78, tillögugerð hans innan fyrrverandi ríkisstjórnar/ og málflutningi hans í þessari kosningabaráttu. Hvers konar rlkis- stjórn þurfum við að fá — hvaða verk- efni bíða hennar? HverS'konar rfkisstjórn þurf- um viö aö fá eftir kosningar? Hvaöa verkefni biöa hennar? Þaö er ekki á mlnu valdi aö segja fyrir um, hvaöa flokkar mynda þá ríkisstjórn. Þeirri spurningu svörum viö, kjósend- ur, sameiginlega I þessum kosn- ingum. Þjóðarsættir Hitt vitum viö aö sú rlkis- stjórn, sem viö tekur, hver svo sem hún veröur, og hvaöa nafni sem hún nefnist, tekur viö enn- þá hrikalegra þrotabúi en þvi, sem fráfarandi rikisstjórnfékk i arf. Hún kemst ekki hjá þvl aö framkvæma róttæka uppstokk- un á efnahagslifi þjóöarinnar, uppstokkun sem er svo stórtæk, aö hún jafngildir þvi aö skipta þurfi um sjálft gangvirkiö i efna ha gske r f inu. Til þess aö þetta megi takast veröur ríkisstjórnin aö beita sér af alefli fyrir ÞJÓÐARSÁTTUM UM SAMEIGINLEG MARK- MIÐ 1 EFNAHAGS- OG KJARAMALUM. Þegar hún hefur mótaö stefnu sina skýrt og afdráttarlaust, veröur hún aö leita eftir KJARASATTMALA viö laun- þegasamtökin og aöra aöila vinnumarkaöarins, um fram- kvæmd stefnunnar. Þaö er frumskilyröi þess, aö hvaöa rlkisstjórn sem er, sem mynduö veröur eftir kosningar, takist ætlunarverk sitt. Lýðskrum Þetta veröur ekkert áhlaupa- verk. Þaö er þvl hvorki staöur né stund nú fyrir þessar kosn- ingar.aö fara meö LÝÐSKRUM OG GYLLIBOÐ, um aö hægt sé aö gera alltfyrir alla, um aö til séu einhverjar ókeypis krafta- verkalausnir til aö venja þjóö- ina af ávanaflkn veröbólgunnar. Nú má engum llðast aö vekja þeim kjósendum, sem sannan- lega hafa oröiö fyrir stórfelldum vonbrigöum meö árangursleysi fyrrverandi stjórnarflokka, falskar vonir um, aö hægt sé aö lækna flestar meinsemdir þessa uppdráttarsjúka þjóöfélags, sársaukalaust — ÁN ÞESS aö koma veröi viö kaun margra hagsmunahópa. Púkinn á fjósbitanum Þarna skilur á milli Alþýöu- flokksins annars vegar og Al- þýöubandalagsins hins vegar. Stefna og vinnubrögö Alþýöu- flokksins beinast aö þvl ööru fremur aö ná slikum heilshugar sáttum milli striöandi afla —- enda borinvon um árangur ella. Hugmyndafræöi Alþýöu- bandalagsins er hins vegar sllk, aö þeimerþaöeölislægtaöala á sundurþykkju, óánægju og upp- lausn, magna stéttaandstæöur og átök, hleypa öllu I bál og brand. Úr slikum jarövegi er flokkur þeirra sprottinn. í þeim jarövegi þrifst hann bezt — rétt eins og púkinn á fjósbitanum foröum. Meö slikum aöferöum næst ekki sú þjóöarsamstaða sem okkur er nú Hfsnauösyn aö ná, ef árangur á aö nást. Vegvisar út úr ógöngunum. Hverjir eru helztu vegvlsar á þeirri leiö, sem næsta ríkis- stjórn veröur aö feta? — Hún þarf aö halda rlkisút- gjöldum I skefjum. — Hún veröur aö setja þak á ár- lega hækkun fjárlaga. — Hún veröur aö skila rlkisbú- skapnum meö umtaisveröum hagnaöi. — Hún verður aö taka skatta og niöurgreiöslur út úr visitölu- kerfinu, svo takast megi, fyrirvaralitiö, aö breyta skattbyröi til samræmis viö breytileg afkomuskilyröi I þjóöarbúskapnum. — Hún veröur aö halda hóflaus- um yfirdrætti rlkissjóös hjá Seölabanka I skefjum. — Hún verður aö hætta aö fjár- magna EYÐSLU rflússjóös meö útgáfu skuldabréfa og spariskirteina. — Hún veröur aö setja þak á er- lendar lántökurog nota næsta efnahagsbata til þess aö grynnka á erlendum skuld- um. — Hún veröur aö taka upp ger- breytta peningamála- og út- lánapólitik. — Hún veröur aö gera annaö af tvennu: Taka upp raunvaxta stefnu I lánsfjármálum eöa verötryggingu fjárskuldbind- inga. — Hún veröur, meö þessum ráöum, aö hemja botnlausa lánsfjáreftirspurn, draga þar meö úr arölausri veröbólgu- fjárfestingu og beina fjár- festingarsjóöum þjóöarinnar aö aröbærum forgangsverk- efnum I vaxtargreinum at- vinnulifsins. — Hún verður aö neita sér um þá freistingu, aö viöhalda þvl pólitiska sjálfsalakerfi fjár- festingalánasjóöa, sem búiö er aö hrófla upp og er allt I senn: óhagkvæmt, dýrt I rekstri og gerspillt. Framhald á bls. 2 Gudjón B. Baldvinsson: Fyrir hverju og með hverjum Villt þú vinna — eftir kosningar? Einstaklinginn skiptir miklu máli hvernig andrúmsloftiö er á vinnustað hans, hvernig vinnu- félagarnir eru I sambúö. Kjósandann skiptir miklu máli meöhverjum flokkur hans ætlar aö vinna eftir kosningar. Náttúrulega þó fyrst og fremst, hvaöa verkefni flokkurinn ætlar aö leysa af hendi, og meö hverjum hætti. Alþýöuflokkurinn hefur sagt aö höfuöverkefni hans sé barátta gegn veröbólgu. öllum má ljóst vera aö veröbólga er ógnvaldur I þjóöfélaginu. Framhald hennar leiöir til sam- dráttar I atvinnullfinu sem fyrr eöa siöar endar meö atvinnu- leysi, kröppum kjörum laun- þega. Baráttuyfirlýsingar flokka eru þvl vel séöar, þegar þeir lofa heiöarlegri baráttu gegn þessum ófarnaöi. En allt veltur þó á þvl hvaöa ráöum skal beita. Hvernig ætlar flokkurinn aö koma þvl fyrir aö allir fórni? Þaö er ekki einhlýtt aö tala um vexti og visitölu- breytingar. Þaö þarf aö skipu- leggja uppbyggingu atvinnu- veganna meö hag almennings „Kjósandinn skiptir fyrst og fremst máli, hvaöa verkefni flokkurinn ætlar aö leysa af hendi, og meö hverjum hætti, — eftir kosningar. En einnig meö hverjum flokkur hans ætlar aö vinna.” fyrir augum, en ekki láta HAG EINSTAKRA skuldunauta bankanna ráöa I þvl efni, manna sem ekki viröast kunna aö reka fyrirtæki. Iönaöurinn er sá atvinnuveg- ur, sem veröur aö taka viö fólksfjölgun I landinu, ef ekki á aö ýta undir landflótta. Mat- vælaiönaöur liggur hendi næst miðaö viö framleiöslu undir- stööuatvinnuveganna, sem svo eru nefndir. Hvaö um ráö flokksins I þeim efnum? Hver eru svo ráö flokksins til aö halda uppi eölilegri þjónustu I heilbrigöis- og tryggingamál- „Okkur eru einskis viröi yfir- lýsingar um aö þaö ráöist, meö hvaöa flokkum veröi unniö eftir kosningar, nema STEFNAN SÉ LJÓS OG AKVEÐIN, — hvaö eigi aö gera.” um? Hvernig er stefnan I menn- ingarmálum? Ég er sannfæröur um aö þaö er flokknum nauösyn aö gera kjósendum grein fyrir stefnu sinni I þessum aöalmál- um. Okkur eru einsktsviröi yfir- lýsingar um aö þaö ráöist meö hvaöa flokkum veröi unniö eftir kosningar, nema stefnan sé ljós og ákveöin, hvaö eigi aö gera. Sú stefna sem á hljómgrunn meöal launafólks og frjáls- lyndrar alþýöu, er ekki I takt viö göngulag þeirra, sem hyggja á samvinnu viö framtak einstak- lingshyggjunnar. Vel má vera aö samstaöa náist ekki um nein úrræöi meö þeim, sem kallaöir eru til vinstri, en hver trúir á samráö viö flokk lögfræöinga, heildsala og stóratvinnu- rekenda? Ætlar flokkurinn þá aö veröa utan stjórnar? A aö reyna sam- vinnu viö launþegasamtökin I landinu? Eru þaö ekki kjósend- urnir, sem studdu Alþýöuflokk- inn og stofnuöu hann I upphafi? Almenningurí landinu á ennbá I höggi viö sérhagsmunafólkiö. ,,A aö reyna samvinnu viö launþegasamtökin I landinu? Eru þaö ekki kjósendurnir, sem studdu Alþýöufiokkinn og stofn- uöu hann I upphafi?” Samstaöa þeirra veikari er eina ráöiö til aö skapa betra sam- félag, bjartari framtiö fyrir al- j)ýöu þessa lands. Skýjaborgir gagna ekki um aö I fjarri framtiö veröi þetta svona eöa svona, nema spor séu stigin I áttina til þeirrar at- vinnuþróunar og fólksforræöis, sem ein getur tryggt framgang jafnaöarstefnunnar. Frambjóö- endur góöir, segiö okkur hvaöa spor þiö ætliö aö stiga! Guöjón B. Baldvinsson alþýðu- blaðið Miðvikudagur 7. nóvember í STYTTINGI Ný reglugerð: Skrá síöasta söludag á lag- metisumbúðum. Meö reglugerö nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og nauösynjavara, eins og henni var breytt meö reglu- gerö nr. 101/1977, sem tók gildi 1. mars 1977 voru m.a. tekin upp ákvæöi þess efnis aö skrá á umbúöir pökkunar- dag og siöasta leyfileean sölud. væri um aö ræöa kjöt, fisk eöa aörar viökvæmar neysluvörur i luktum um- búöum eöa hraöfrystar. Framangreint gilti þó ekki um niöursoönar vörur. Ráöuneytiö gaf út þann 1. nóv. breytingu á nefndri reglugerö þar sem lagmeti er sett undir þessi ákvæöi um dagsetningu og siöasta leyfi- legan söludag, þannig aö frá og meö 1. janúar 1980 skal einnig skrá pökkunardag- setningu á umbúöir og slö- asta leyfilegan söludag, sé um aö ræöa lagmeti úr kjöti og kjötvörum, fiski og fisk- meti eöa aörar viökvæmar lagmetisvörur t.d. álegg. iþróttafélag fatlaðra „Æfingar á vegum tþróttafélags fatlaðra I Reykjavlk, Lyftingar I bocc- ia I Hátúni 12, mánudag og þriöjudag kl. 18.30-21.30, fimmtud. kl. 20-22 og laugard. kl. 14.30-16. Borötennis I FcIIahelli, mánud. miö- vikud. og fimmtud. kl. 20-22. Sund I skólalaug Arbæjar- skóla á miövikud. kl. 20-22 og laugard. kl. 13-15. Leikfimi fyrir blinda og sjónskerta er I Snælandsskóla Kópavogi á Iaugardögum kl. 11 f.h.”. Sundlaugasjóður: Sjálfsbjörg þakkar. Meöal þeirra sem afhent hafa gjöf I Sundlaugarsjóö- inn er stjórn Slysasjóös Fé- lags lsl. ieikara og Starfs- mannafélags Sinfóniuhljóm- sveitar Islands. Nú hafa safnast um kr. 61.000.000.-1 Sundlaugarsjóö- inn, sem hófst meö lands- söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Lionsklúbb- anna á íslandi og geröi samtökunum kleift aö hefja framkvæmdir viö laugina. Fjölmargir einstaklingar, félagasamtök og starfshópar Framhald á bls. 2 bolabAs Tilkynnt hefur veriö til pólitizkrar firmaskrár aö Sjálfstæöisflokkurinn hefur tekiö upp nýja skammstöfun. Gamla skammstöfunin var FAS (Flokkur allra stétta). Sú nýja er FALL (flokkur allra lista). —allt I tvlriti, aö sjálfsögöu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.